Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 66
MINNINGAR 66 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurKristján Þor- leifsson Sigurðsson var fæddur í Innri- Lambadal í Dýra- firði 3. mars 1934. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Pat- reksfjarðar 29. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jóna Petrína Arnfinns- dóttir, f. 21. júní 1895 í Ytri-Lamba- dal, Dýrafirði, d. 14. janúar 1969, og Sig- urður Jónsson, f. 10. júlí 1888 á Næfranesi, einnig í Dýrafirði, fórst með lv. Pétursey ÍS 100 hinn 11. mars 1941. Systkini Guðmund- ar eru: Sigurlaug, f. 11. janúar 1914, látin, Lilja, f. 1. maí 1915, Sigurður Pétur, f. 25. mars 1917, fórst með lv. Fjölni frá Þingeyri, Þórunn Sigurbjörg. Auk þeirra átti Skúli fyrir soninn Eyþór Elm- ar. 2) Sigurður Pétur, f. 17. októ- ber 1963, kvæntur Maríu Berg, f. 30. mars 1967. Börn þeirra eru Regína Hrönn, Jónína Helga, Jó- hann Einar og Karen Ingibjörg. 3) Margrét, f. 5. mars 1968, gift Vigni Bjarna Guðmundssyni, f. 30. júlí 1969. Börn þeirra eru Sindri og Sæunn María. 3) Þor- björn, f. 16. mars 1982. Á sínum yngri árum vann Guð- mundur ýmis störf, s.s. á þunga- vinnuvélum, við sjómennsku og akstur vörubifreiðar. Hann lauk fyrri önn lögregluskólans í mars 1965 og starfaði sem lögreglu- maður á Patreksfirði til ársins 1975, auk þess sem lögreglan sinnti á þeim árum akstri sjúkra- bifreiðar. Eftir árin í lögreglunni keypti hann vörubifreið og starf- aði við akstur eigin bifreiða til ársins 1982. Að þeim tíma liðnum starfaði Guðmundur lengst af hjá Patrekshreppi og síðustu tólf árin sem hafnarvörður á Patrekshöfn. Útför Guðmundar verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jón Þorsteinn, f. 22. janúar 1920, Arnfríð- ur Kristjana, f. 30. júlí 1923, látin, Einar Garðar, f. 23. júlí 1927, látinn, Jóhann Sigurlíni, f. 8. júlí 1928, Gunnar, f. 6. maí 1931, og andvana barn fætt árið 1937. Hinn 3. mars 1962 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni Hrönn Vagnsdóttur, f. 11. september 1938 á Patreksfirði. For- eldrar hennar voru Vagn Jóhannesson, f. 22. ágúst 1903, d. 20. desember 1980, og kona hans Guðbjörg Össurardótt- ir, f. 21. september 1900, d. 16. maí 1989. Börn þeirra eru: 1) Anna, f. 30. apríl 1962, gift Skúla Berg, f. 26. janúar 1963. Börn þeirra eru Guðmundur Viðar og Í dag kveðjum við afa sem var okkur svo kær. Það er ótrúlegt að hann skuli vera farinn frá okkur. Síðasta ár hefur hann átt við erf- ið veikindi að stríða og nú er hann laus við mikla þjáningu. Skarð er komið í fjölskylduna en við fyllum það með öllum ótrúlega góðu minningunum sem við eigum um afa, sem var alltaf til staðar fyr- ir okkur og stór partur af lífinu. Það var alltaf líf og fjör í kringum afa. Hann las fyrir okkur sögur og ævintýri, söng með okkur alls kon- ar söngva, dansaði við okkur og var óþreytandi við að gefa barnabörn- unum efni í heimsins bestu æsku- minningar. Hann og amma voru svo samhent með sinn hlýja faðm og þegar við bjuggum á Patró þótti okkur alltaf svo gott að skreppa í heimsókn á Hjallana. Við söknum afa sárt og biðjum Guð að blessa minninguna um hann og veita ömmu og okkur öllum styrk á erfiðum stundum. „Himneski faðir, við lútum í auð- mýkt vilja þínum. Viska þín er meiri en okkar. Þú skilur að við berum harm í hjarta og hve mikil sorg okkar er. Við þráum snertingu horfinnar handar og hljóm þeirrar raddar sem þögnuð er. Þú ert mis- kunnsamur og góður. Þú munt hugga okkar særðu hjörtu. Við þökkum þér fyrir son þinn Jesú Krist sem gaf okkur vonina um að við munum aftur finna ástvin okkar á himnum, þar sem enginn aðskiln- aður er framar til. Þerra tárin af augum okkar. Þakka þér, Drottinn, fyrir þinn djúpa skilning á fátæk- legum mennskum hjörtum okkar og fyrir stuðning þinn. Amen.“ (N.V. Peale.) Guðmundur Viðar og Þórunn Sigurbjörg. Elsku afi, minning þín mun dvelja í hjörtum okkar allra. Við söknum þín, elsku afi, þú varst svo stór hluti af fjölskyldunni. Það er skrítið að fara heim til ömmu og afa, þar sem þig vantar í stofuna við að lesa. Þú varst alltaf að lesa eitthvað sniðugt eða merki- legt. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín, því þú hafðir alltaf eitthvað sniðugt að segja okkur frá og við vorum svo heppin að búa ná- lægt,bara tvö hús á milli. Til dæmis sögurnar frá því í gamla daga, öll prakkarastrikin, þegar sveitasím- inn var í gangi og allt það, því þá hlógum við svo mikið. Ef við gistum hjá ykkur ömmu í desember þegar jólasveinninn var á ferðinni setti hann alltaf svo mikið nammi í skóna. Einnig eru minn- isstæðar bolasögurnar og sagan af litlu gulu hænunni sagðar á þinn hátt. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma, og ljúfa engla geyma, öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku afi, við vitum að núna ertu á góðum stað og að þér líður vel. Guð geymi þig. Með saknaðar kveðjum. Regína Hrönn, Jónína Helga, Jóhann Einar og Karen Ingibjörg. Elsku Gummi, minningarnar eru margar þegar ég sest niður og skrifa þessa grein, því alltaf varst þú til staðar fyrir mig alveg frá því ég var sjö ára gömul og kom til Patró til sumardvalar hjá ykkur Hrönn. Varð þetta að árlegum við- burði í mörg ár. Eftir það var ég eins og eitt af ykkar börnum, stundum við lítinn fögnuð hjá Önnu sem var afbrýðisöm út í mig, sem kom og stal sessi hennar sem elsta barnið. Oft erum við Anna búnar að hlæja að þessu og segir hún oft að ég sé þriðja dóttir þín. Kom það vel í ljós þegar Hrönn hringdi í janúar 1985 og sagði að þið hefðuð ákveðið að bjóða mér að koma vestur með Villa son minn þriggja mánaða og vinna. Þið voruð búin að fá vinnu handa mér, Hrönn væri heima og gæti gætt Villa. Þegar ég ætlaði að fá að borga fyrir okkur kom það ekki til mála, þessa peninga ætti ég að nota til að komast í Versló um haustið og ekki orð um það meir. Einnig stóðuð þið þétt við bakið á mér á erfiðum tímum í lífinu og bentuð mér á hvað ég ætti enn mik- ið til að lifa fyrir. Ekki hafa börnin mín fengið minni athygli og umhyggju frá ykk- ur. Dvalist í lengri og skemmri tíma hjá ykkur og segja að þið hafið ver- ið þeim sem afi og amma. Við eigum öll eftir að sakna þín mikið, sérstaklega á litla ættar- mótinu okkar, og var þín sárt sakn- að síðast þegar þú gast ekki komið vegna veikindanna. Elsku Gummi, ég og fjölskylda mín þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í þessu lífi. Elsku Hrönn, söknuður þinn og fjölskyldu þinnar er mikill, en ég veit að Guð gefur ykkur styrk til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Elsie. Elsku Gummi, þá skilur leiðir að sinni. Þegar við systkinin sitjum saman og rifjum okkar æskuminn- ingar upp þá oftar en ekki tengist þú þeim á einhvern hátt. Við mun- um eftir þér þegar þú komst sem ungur maður á heimili foreldra okk- ar til þess að vinna hjá pabba og bjóst þar. Skömmu síðar fórst þú að líta hýru auga á unga stúlku í næsta húsi, og við fylgdumst spennt með þegar Hrönn kom í heimsókn, eða þú fórst yfir til hennar. Síðan þegar þið giftuð ykkur var nú ekki flutt langt frá okkur, bara í þarnæsta hús, og svo eru það allar góðu minningarnar úr Mjólkár- virkjun þar sem þú keyrðir vörubíl og við fengum að sitja í bílnum. Alltaf varst þú góður við okkur, sama hvað við vorum óþekk. Þar sem við vorum svo mörg þurftir þú oft að skipta okkur í hópa til þess að allir fengju að sitja í bílnum. Þú, þessi stóri maður, hvað þú gast ver- ið blíður að strjúka tárin, snýta og hjálpa ef einhver meiddi sig. Sum okkar eiga minningar um að hafa verið í pössun hjá ykkur Hrönn sem lítil börn. Þegar eitt okkar ætlaði að hætta í menntaskóla á unglings- aldri þá komst þú þar að með hjálp- andi hönd. Þú áttir sjálfur þá orðið þín eigin börn og vitum við að þú varst góður eiginmaður og faðir. Það er ekki nema von að þú hafir skipað stóran sess í hjarta okkar allra. Á milli foreldra okkar og ykk- ar hjóna var alla tíð mjög góður vin- skapur og vitum við að pabbi syrgir nú mjög góðan vin og félaga. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum um þig, og vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna og þarft ekki að berjast við krabbameinið lengur. Elsku Gummi, megi guð vera með þér og varðveita. Við viljum votta Hrönn, Önnu, Pétri, Margréti, Þorbirni, mökum þeirra og börnum, jafnframt öllum öðrum aðstandendum dýpstu sam- úð okkar. Guð blessi ykkur. Systkinin Aðalstræti 37, Patreksfirði. GUÐMUNDUR Þ. SIGURÐSSON ✝ Margrét Guð-mundsdóttir fæddist á Haugum í Stafholtstungum í Borgarfirði 10. apríl 1921. Hún lést á Landspítala, Foss- vogi, 3. nóv. síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Jónsdóttir, f. 14.11. 1887, d. 15.8. 1955, og Guðmundur Tómasson, f. 14.9. 1891, d. 13.9. 1980. Þau bjuggu lengst af í Tandraseli. Systkini Margrétar eru: Fjóla Guðmundsdóttir, f. 12.10. 1912, Halldóra Guðmundsdóttir, f. 8.10. 1917, Tómas Guðmunds- son, f. 28.4. 1926, og Ásta Guð- mundsdóttir, f. 28.10. 1930. Margrét giftist 2. júní 1945 Guðmundi Helgasyni frá Unaðs- dal á Snæfjallaströnd, f. á Strandseljum í Ísafjarðardjúpi 6. janúar 1920, d. 18. júní 1997. Þau eignuðust sjö börn. Fimm komust upp. Þau eru: 1) Ólöf, f. 2. janúar 1946, maki Kristján Gíslason, f. 30. apríl 1946, börn þeirra eru Guðmundur, f. 1964, Margrét, f. 1968, Ragnhildur, f. 1969, og Gísli Ragnar, f. 1972. 2) Helga Guð- rún, f. 24. mars 1947, maki Jón Gunnlaugsson, f. 29. apríl 1946, börn þeirra eru Gunn- laugur, f. 1965, d. 1995, Guðmundur, f. 1968, og Lára Bergljót, f. 1973. 3) Helgi, f. 19. febrúar 1950, maki Susan Faull, f. 9. júní 1955, dóttir þeirra er Lilja, f. 1986. 4) Guðmundur, f. 5. nóvember 1953, maki Katrín Bjarnadóttir, f. 4. september 1956, börn þeirra eru Bjarni Baldvin, f. 1974, Sandra, f. 1980, Guðmundur Þór, 1981, og Mar- grét Brynja, f. 1992. 5) Edda, f. 22. nóvember 1957, maki Karl H. Hillers, f. 14. ágúst 1954, börn þeirra eru Birgir Ottó, f. 1983, Óttar f. 1986, og Arnór, 1991. Sonur Karls er Davíð Arnar, f. 1973. Útför Margrétar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Með virðingu og þökk í huga lang- ar mig að minnast Margrétar tengdamóður minnar. Það var vorið 1964 að Helga Guðrún dóttir hennar bauð mér heim og kynnti mig fyrir foreldrum sínum, þeim Margréti og Guðmundi. Mér var ákaflega vel tekið, því aðalsmerki Margrétar var gestrisni og ljúf framkoma við alla, jafnt börn sem fullorðna og var þar enginn undanskilinn. Margrét var mikið náttúrubarn og naut útivistar jafnt heima sem heiman og ræktaði garðinn sinn svo sómi var af. Einnig naut hún þess að ferðast um landið, þá gjarnan í tjald- ferðalögum og oftar en ekki nutum við fjölskylda mín þessara ferðalaga með þeim hjónum og var þá æv- inlega glatt á hjalla. Það er af mörgu að taka og minningarnar hrannast upp. Ein er sú minning sem stendur ofarlega í mínum huga, það er til- tekin berjaferð. En berjatínsla seinnipart sumars var hennar líf og yndi. Við fórum þrenn hjón á föstu- dagskvöldi sem leið lá vestur í Þorskafjörð að tína aðalbláber. Ekið var sem leið lá í Bjarkarlund með tjaldvagna í eftirdragi. Að morgni laugardags hófst svo berjatínslan. Þá var Margrét sko aldeilis í essinu sínu, mikið af berjum, gott veður, allt lék í lyndi. Dagurinn leið og við samferðafólkið fórum svona að hafa orð á því að koma okkur í tjaldstað að nærast og hvíla okkur. En Mar- gréti varð ekki haggað, alltaf var hún á svo góðri berjaþúfu að ekki var hægt að slíta sig frá landsins gæðum. Loksins var orðið svo skuggsýnt að ekki sást til berja, þá gaf hún sig. En ekki var allt fengið með því hún gat ekki reist sig við sjálf og þurfti aðstoðar við að koma sér í bílinn. En með gleði í augum og rjóðar kinnar kom mín kona með af- raksturinn. Hún tók þátt í öllu sem fjölskylda hennar tók sér fyrir hendur og studdi okkur öll heilshugar í starfi og leik. Börnin voru í hávegum höfð og alltaf nægur tími fyrir þau, hvernig sem á stóð. Verk sín vann hún í hljóði, vannst vel, starfsöm og traust. Fyrir rúmum þremur árum fékk hún heilablóðfall sem olli því að upp frá því þurfti hún hjúkrunar við. Það var þungt áfall fyrir hana sem og fjölskylduna alla. Síðustu tæplega þrjú árin dvaldi hún á Hjúkrunar- heimilinu Ási í Hveragerði þar sem hún naut frábærrar aðhlynningar og hjúkrunar við. Þá hjálpaði henni sá hæfileiki hennar að takast á við það sem lífið hefur upp á að bjóða með æðruleysi og bros á vör. Það var henni sú guðsblessun sem ekki var frá henni tekin. Hún málaði á dúka saumaði út, stimplaði á jólakort, svo nokkuð sé til nefnt. Minning Mar- grétar Guðmundsdóttur mun ætíð verða ljós í lífi okkar fjölskyldu hennar. Hafi hún þökk fyrir allt og allt og friður guðs sé með henni. Jón Gunnlaugsson. Elsku amma mín. Nú þegar þú hefur kvatt eftir erfið veikindi hrannast upp minningar um allar ljúfu stundirnar með þér. Ömmu eins og þig er erfitt að finna, hlýjan, góðvildin og þolgæðin eru orð sem lýsa þér best. Lundar- far þitt var einstakt, þú gafst óend- anlega af þér, varst aldrei pirruð og áttir alltaf tíma fyrir okkur barna- börnin enda sóttumst við eftir að koma til þín. Ég vil að þú vitir hvað það er mér mikils virði að hafa átt þig að þegar við Halldór hófum búskap í kjall- aranum hjá ykkur afa. Þú miðlaðir endalaust úr viskubrunni þínum og aðstoðaðir okkur með Ester litlu. Ég er svo þakklát fyrir vikurnar sem þú dvaldir hjá okkur fyrir norð- an rétt áður en þú veiktist, því við áttum svo góðar stundir saman. Það var eins og þú skynjaðir að þetta væri okkar síðasti fundur til að tala saman, því þú sagðir mér frá svo mörgu um lífshlaup þitt og svo var kveðjustundin okkur báðum svo þungbær þegar þú hélst suður aftur. Með söknuði og ást kveð ég þig, amma mín, og trúi því að nú sértu komin til afa Margrét Kristjánsdóttir. Mig langar að minnast hennar Möggu ömmu, sem er nýdáin. Margt brölluðum við saman þegar ég gisti hjá henni á Selfossi. Það sem við gerðum alltaf var að borða nammi og horfa á sjónvarpið saman á föstudögum og lögregluhundurinn Rex var í miklu uppáhaldi hjá okkur. Við fórum líka oft í sund og komum við í Kaupfélaginu og leiðinlegt fannst mér það ekki. Ég fór líka að gefa öndunum með henni. Amma kenndi mér mörg spil og það var gaman að spila við hana. Amma hjálpaði mér líka þegar ég var að læra að prjóna, hún var svo þolin- móð og gaf mér svo góðan tíma og amma varð aldrei reið. Pönnukök- urnar hennar voru sko góðar og hún bakaði þær alltaf þegar ég og bræð- ur mínir komu til hennar. Hún var besta amma í heimi. Ég sakna ömmu minnar. Arnór Hillers. Ég vil minnast á gleðistundirnar sem ég og Magga amma áttum sam- an. Þegar ég hugsa til baka er mér efst í minni hversu vel amma mín stóð við bakið á mér eftir að ég kom úr aðgerð vegna fótarmeins. Man ég eftir hversu góðar stundir við áttum saman þegar hún sat inni í stofu og prjónaði á meðan ég sat á gólfinu og lék mér með leikföngin. Ég gæti minnst á endalausar góðar minning- ar um hana ömmu mína en þær lifa bara í hjarta mínu. Óttar Hillers. MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.