Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ hræðslu. Hún kvaðst hafa ýtt manninum ofan af sér og spurt hann hvað væri að gerast, en mað- urinn hafi haldið áfram að ávarpa hana fullu nafni. Hún sagðist hafa verið staðin upp úr rúm- inu og komin fram í eldhús er hún áttaði sig á því hver maðurinn var. Reyndi að banka og hringja bjöllu Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi bæði reynt að hringja dyrabjöllu og banka, áður en hann fór inn um gluggann. Einnig braut hann leirker á gólfinu í íbúðinni. Maðurinn hélt því fram að konan hefði verið vakandi þegar hann kom inn í svefnherbergið og að hún hefði boðið honum umsvifalaust upp í rúmið til sín og allt sem þar hefði gerst hefði verið með hennar sam- HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn konu aðfaranótt laugardagsins 12. janúar sl. Maðurinn braust heimildarlaust inn í íbúð konunnar í Reykjavík og hafði við hana samræði sem hún gat ekki spornað við sökum svefndrunga. Fram kemur í dómnum að maðurinn og konan voru í sambúð fyrir um 15 árum. Konan sagðist hafa farið að skemmta sér ásamt hópi af fólki kvöldið fyrir atburðinn. Hún fór heim til sín um klukkan 1:30 og lagðist til svefns en vaknaði um nóttina við það að maðurinn lá ofan á henni og hvíslaði í eyra hennar. Hún kvaðst hafa sofið djúpum svefni og verið dálitla stund að átta sig, en sér hafi brugðið og hún hafi fundið fyrir þykki. Segir dómarinn að þessi framburður mannsins og framburður hans í heild um það sem gerðist eftir að hann kom í húsið inn um gluggann um hánótt þyki svo ótrúverðugur að hann sé að engu hafandi, enda í ósamræmi við allt annað sem fram hafi komið í málinu. Var maðurinn því sakfelldur fyrir að brjóta með grófum hætti gegn friðhelgi heimilis kon- unnar og kynfrelsi hennar og dæmdur til að greiða henni 700 þúsund í miskabætur. Málið dæmdu héraðsdómararnir Guðjón St. Marteinsson dómsformaður, Sigríður Ingv- arsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Verjandi ákærða var Sveinn Andri Sveinsson hrl. Málið sótti Kolbrún Sævarsdóttir fulltrúi ríkissaksókn- ara. Dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir nauðgun HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur sýknaði í gær karlmann af ákæru fyrir kynferðisbrot með því að hafa þröngvað konu með ofbeldi til kynferðismaka. Ákærði og konan hittust á skemmtistað í Reykjavík í des- ember sl. og fóru eftir það þau heim til hennar. Báru þau bæði fyrir rétti, að vel hefði farið á með þeim uns þeir atburðir gerðust á heimili hennar, sem þau lýstu hvort með sínum hætti. Ákærði sagðist hafa haft mök við konuna, en hætt þeim þegar hún bað hann um að það, enda hafi hún ekki viljað þau. Konan sagði ákærða hins vegar hafa hafa þröngvað sér til mak- anna. Dómurinn var fjölskipaður og töldu tveir dómarar af þrem- ur, þeir Guðjón St. Marteins- son og Jón Finnbjörnsson, að ósannað væri gegn staðfastri neitun ákærða að hann hefði gerst sekur um kynferðisbrot sem ríkissaksóknari ákærði hann fyrir. Þriðji dómarinn, Þorgerður Erlendsdóttir, taldi hins vegar að þegar atvik máls- ins væru skoðuð í heild þætti hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði þröngvað kon- unni til kynferðismaka. Verj- andi ákærða var Brynjar Níels- son hrl. en saksóknari Sigríður Jósefsdóttir. Sýknaður af ákæru fyrir kyn- ferðisbrotHÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkursýknaði í gær karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn konu, en maður- inn var ákærður fyrir að hafa í októ- ber á síðasta ári notfært sér ölvun og svefndrunga hennar þar sem hann hafði sofnað í íbúð eftir samkvæmi. Segir héraðsdómur að engin gögn séu til staðar sem geti stutt vitnis- burð konunnar á þann hátt að unnt sé að leggja vitnisburð hennar til grundvallar sakfellingu gegn stað- festri neitun ákærða frá upphafi. Í dómi héraðsdóms kemur fram, að ráða megi af skýrslu konunnar að hún hafi sofnað í íbúðinni, en hún kvaðst næst hafa munað eftir sér þegar ákærði var að brjóta á henni. Hún kvað sér hafa verið brugðið og að maðurinn hefði síðan horfið á brott. Málið dæmdu héraðsdómararnir Guðjón St. Marteinsson dómsfor- maður, Hjörtur O. Aðalsteinsson og Sigríður Ólafsdóttir. Verjandi ákærða var Brynjólfur Eyvindsson hdl. Málið sótti Kolbrún Sævarsdótt- ir fulltrúi ríkissaksóknara. Kynferðis- brot ekki sönnuð VIÐ húsleit í einbýlishúsi í Grafarvogi í fyrradag fann fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík um 30 e-töflur, 30 grömm af kókaíni og 30 grömm af hassi sem talið er að hafi ver- ið ætluð til sölu. Eigandinn var 25 ára gamall fjölskyldufaðir. Í annarri húsleit sama dag var lagt hald á nokkurt magn af amfetamíni og hassi. Fíkniefni í tveimur húsleitum SEX fullorðnar kindur frá Ytri- Neslöndum hröktust á dögunum í Mývatn þar sem heitir Grunnavík við Dauðanes og fórust ærnar all- ar. Staðurinn er syðst á Nes- landatanga skammt frá Teiga- sundi þar sem fljóta saman Ytri og Syðri Flói vatnsins. Mývatn er allt ísilagt síðan 26. október en ísinn er viðsjárverður svo sem þetta dæmi sannar. Þær systur Álfdís og Stefanía Stefánsdætur höfðu haldið fé sínu til beitar á Dauðanesi daglangt að undanförnu, svo sem venjulegt er á þessum tíma árs. Þegar fjár- skaðinn uppgötvaðist fóru þær strax með dráttarvél og sóttu skrokkana sem þá voru harð- frosnir við ísinn á víkinni. Óvanalegt er að fé farist með þessum hætti í Mývatni, hitt ber við að Neslandabændur missa fé ofan um ótryggan haustís á ótelj- andi tjörnum á Tanga. Einhverju sinni missti Stefán Axelsson faðir þeirra systra 30 kindur niður um ótryggan tjarn- arís en náði þeim öllum lifandi á land. Morgunblaðið/BFH Álfdís Sigurveig Stefánsdóttir bóndi stendur á vatnsbakkanum við Grunnuvík þar sem hún missti 6 ær í vatnið. Kindur hröktust í Mývatn „AF HVERJU ertu að gera það sem þú ert að gera?“ var spurt í mál- stofu sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók þátt í ásamt nemendum tónlistar- og leiklist- ardeildar Listaháskóla Íslands í gær. Tilefnið var heimsókn forset- ans í skólann, þar sem hann kynnti sér starfsemi hans og þá uppbygg- ingu sem þar hefur átt sér stað síð- an skólinn tók til starfa fyrir þrem- ur árum. Forsetinn heimsótti allar deildir skólans, spjallaði við nemendur og kynnti sér verkefni þeirra. Morgunblaðið/Sverrir Forsetinn sótti Listaháskólann heim ÍSLENSKA karlalandsliðið á Ólympíuskákmótinu í Slóveníu, vann í gær sinn fjórða sigur í röð í 13. og næstsíðustu umferð þegar það sigraði sterkt lið Kasakstan með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Helgi Áss Grétarsson og Helgi Ólafsson sigruðu í sín- um skákum, Þröstur Þórhalls- son gerði jafntefli, en Hannes Hlífar Stefánsson tapaði. Kvennaliðið vann góðan sigur á liði Suður-Afríku með tveimur og hálfum vinningi gegn hálf- um. Guðfríður Lilja Grétars- dóttir og Harpa Ingólfsdóttir unnu en Aldís Rún Lárusdóttir gerði jafntefli. Ekki liggur enn fyrir í hvaða sæti íslenska liðið er, eða hverj- ir verða andstæðingar þess í lokaumferðinni. Rússar eru efstir með 36½ vinning en Ung- verjar í öðru sæti með 34½ vinning. Kínverjar eru efstir í kvennaflokki með 27 vinninga. Íslenska skákliðið vann Kasakstan og S-Afríku Ólympíuskákmótið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.