Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 35 NEYTENDUR ÍBÚAR Kaupmannahafnar og ná- grennis drekka mikið áfengi og íbúar Norður-Jótlands eru feitir, samkvæmt nýjasta fréttabréfi Dönsku neytendastofnunarinnar. Þar segir að Kaupmannahafn- arbúar og nágrannar leggi mikið á sig til þess að fyrirbyggja streitu en að þriðjungur nái ekki að slappa af þegar hann ætlar sér. Í miðborg Kaupmannahafnar og á Friðriksbergi er streitan minni en á höfuðborgarsvæðinu öllu en drykkjan jafnmikil og í höfuðborginni og nágrenni, þar sem hún þykir í meira lagi. Fram kemur að íbúar á Stór- Kaupmannahafnarsvæðinu, að höfuðborginni sjálfri undanskil- inni, leggi að öðru leyti mikla áherslu á heilbrigði. Þeir borði minni fitu en aðrir Danir og meira af ávöxtum og grænmeti, þó ekki jafnmikið og Suður-Jótar, sem eigi metið. Kaupmannahafn- arbúar eru hins vegar heilbrigðir að eigin mati, burtséð frá streitu og áfengisneyslu, segir enn- fremur. Norður-Jótar eru meðal þeirra feitustu og glíma þar að auki við reykingavandamál og sykursýki. Einmana og vinalausir „Þeir eru ekki ýkja hrifnir af ávöxtum og grænmeti og telja sig heldur ekki sérlega heilbrigða. Aftur á móti eru þeir ekki jafn ein- mana og íbúar Borgundarhólms, Fjóns og umdæma Stórstraums og Vestur-Sjálands, þar sem stór hluti íbúa fær ættingja og vini sjaldan eða aldrei í heimsókn. Kemur munur á velferð þegn- anna eftir búsetu meðal annars fram í notkun svefn- og taugalyfja sem mun vera mikil í Borgund- arhólmi, á Suður-Sjálandi og Fjóni, sem og í Viborg og á Suður- Jótlandi. Öðru máli gegnir um stressaða Kaupmannahafnarbúa, sem margir hverjir kvarta undan kvíða, spennu og þunglyndi, en taka samt sem áður ekki róandi lyf,“ segir í fréttabréfinu. Flestir stórreykingamenn munu vera meðal íbúa Hróarskeldu og Stórstraums, einnig flestir hóf- reykingamenn sem og í Borgund- arhólmi. Þar er einnig nokkuð um streitu. Lesa má nánar um heilbrigði eftir búsetu í rannsókn Stofnunar í lýðheilsu á heilsufari og sjúk- dómum í Danmörku árið 2000. Sjá: www.fi.dk www.si-folkesundhed.dk www.susy.si-folkesundhed.dk Offita og ölvun danskra háð búsetu Morgunblaðið/Golli Íbúar Kaupmannahafnar þjást af streitu og drekka mikið en telja sig heil- brigða, samkvæmt könnun Stofnunar í lýðheilsu í Danmörku. „ÉG ER ekki hrifin af einnota bleyj- um og tel að fólk eigi að nota marg- nota bleyjur með gamla laginu,“ segir Hulda Jensdóttir, ljósmóðir og for- stöðukona Fæðingarheimilis Reykja- víkur til fjölda ára. Hulda rekur verslunina Þumalínu, elstu sérversl- un landsins fyrir mæður og börn, sem nú er flutt á Skólavörðustíg 41. Í versluninni er að finna umhverfis- vænar margnota bleyjur, sem fyrr er getið, umhverfisvænar bleyjubuxur, nærföt úr lífrænt ræktaðri sviss- neskri ull og silkiblöndu og húðvörur úr náttúruefnum fyrir smáfólkið og reyndar alla fjölskylduna. Þumalína var sett á fót í framhaldi af Mæðrabúðinni sem opnuð var árið 1965 og hefur Hulda því verið viðloð- andi rekstur af þessu tagi í 37 ár. Vaxandi umræða er um lífræna framleiðslu og eiturefni í ungbarna- vörum, hvort sem um er að ræða fæðu, hreinlætisvörur eða fatnað. Valmöguleikarnir hvað ungbörn varðar eru margfalt fleiri en fólk átt- ar sig á, segir Hulda, og nefnir til við- bótar náttúrusvampa og klúta og líf- rænt ræktaðar eðalvörur fyrir litlu krílin. „Einnig nuddolíur og marg- verðlaunuð bossa- og rakakrem frá Weleda, sem vel að merkja er elsta náttúruvörufyrirtæki í heimi, búið að starfa í ein 80 ár,“ segir hún. Hvað verðandi mæðrum viðvíkur bendir Hulda á alls kyns nærfatnað, stuðningsbelti, brjóstagjafahaldara og brjóstagjafaboli, sem eru nýir af nálinni að hennar sögn. Þar að auki nefnir hún meðgöngufatnað af ýmsu tagi og vörur sem varna húðsliti. „Ég vek athygli á endurbættri meðgöngu- slitolíu sem unnin er úr lífrænt rækt- uðum jurtum og blönduð af læknum og lyfjafræðingum. Einnig brjóstaol- íu, spangarolíu, jurtate sem eykur mjólkurstreymið, birkielexír og fleiri heilsudrykki gegn vökvasöfnun og kastaníubað sem dregur úr bjúg- myndun,“ segir hún jafnframt. Spurninga- og viðtalstími í heilsuhorni Þumalínu Auk þess að vera ljósmóðir er Hulda snyrti- og slökunarnuddfræð- ingur og er hún með sérstakan spurninga- og viðtalstíma í heilsu- horni Þumalínu á miðvikudögum frá 14-16. Er hann opinn verðandi for- eldrum og konum og körlum á öllum aldri sem vilja fá leiðbeingar um heilsuvörur verslunarinnar og fleira, að hennar sögn. Að síðustu bendir Hulda á arniku- olíu fyrir gigtarsjúklinga og íþrótta- fólk sem hlotið hefur fjölda verð- launa. „Einnig erum við með Novafón, handhægt, lítið heimilis- tæki til hjálpar gegn verkjum og vöðvabólgu og er jafnvel notað í bar- áttunni við hrukkur! Þar er um að ræða hljóðbylgjutæki sem fólk kann- ast kannski við úr sjúkranuddi og nota má 15-20 mínútur í senn. Þetta tæki er hins vegar ætlað til heima- nota og var upphaflega hugsað fyrir gigtarsjúklinga,“ segir Hulda Jens- dóttir, ljósmóðir og verslunareigandi, að síðustu. Náttúruvörur fyrir mæður og börn Morgunblaðið/Jim Smart Marína Geirsdóttir og Hulda Jensdóttir í versluninni Þumalínu. Verslunin Þumal- ína flytur á Skólavörðustíg MIKLAR vinsældir aflitaðra tísku- gallabuxna leiða til hagnaðar á þriðja ársfjórðungi hjá lífhvatafyrirtækinu Genencor, sem sagt er ráðandi á þeim markaði ásamt fyrirtækinu Novozymes. Kemur þetta fram í net- fréttabréfinu biotik.dk, sem er um- ræðuvettvangur um líftækni. Einnig segir að sömu vísbendingar sé að finna í ársfjórðungsuppgjöri Nov- ozymes en þessi fyrirtæki kváðu vera með 80% markaðshlutdeild samanlagt og velta tíu og hálfum milljarði króna. Munu lífhvatar frá fyrirtækjunum notaðir við vinnslu á umræddum buxum. Lífhvatafyrirtæki hagn- ast á tískugallabuxum HALTI Billi frá Miðey (The Cripple of Inishmaan) er eitt þriggja verka hins svokallaða Arans-þríleiks eftir Martin McDonagh (hin eru The Lieutenant of Inishmore og The Banshees of Inisheer). Verkin eiga það öll sameiginlegt að gerast á Ar- aneyjunum, sem liggja rétt undan vesturströnd Írlands. McDonagh hefur verið kallaður undrabarn í breska leikhúsheimin- um, hann er fæddur 1971, óskóla- genginn uppreisnarmaður sem sló í gegn aðeins 25 ára með leikritinu Fegurðardrottningin frá Línakri, sem hann ku hafa skrifað á rúmri viku árið 1996. Það leikrit var sýnt við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Fegurðar- drottningin frá Línakri er einnig hluti af þríleik sem allur gerist í litlu af- skekktu þorpi í Galway-héraði á Ír- landi þar sem enskan hefur enn ekki náð að útrýma írsku þjóðartungunni. McDonagh þykir lýsa hinni írsku þjóðarsál af miskunnarleysi og innsæi og má það merkilegt teljast, þar sem hann er borinn og barnfædd- ur í London og hefur aðeins dvalist í heimalandi foreldra sinni, Írlandi, á sumrum. Árið 1997 átti McDonagh fjögur leikrit á fjölunum í London samtímis, sem mun vera einsdæmi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Halti Billi er settur upp í íslensku leikhúsi, en Leikfélag Húsavíkur á heiðurinn af Íslandsfrumsýningu verksins, en þeir Húsvíkingar settu verkið á svið í tilefni af aldarafmæli sínu árið 2000. Hallmar Sigurðsson leikstýrði þeirri sýningu og stjórnaði þar áhugaleikurum af eftirtektar- verðri list og var sýningin öll hin frá- bærasta skemmtun. Verkið segir frá fötluðum, munað- arlausum unglingspilti, halta Billa (Björgvin Franz Gíslason), sem hefur alist upp hjá systrunum Trínu (Krist- björg Kjeld) og Ellý (Margrét Guð- mundsdóttir) sem reka litla búð í þorpinu. Öðrum þræði er verkið þroskasaga Billa sem þráir betra líf en honum býðst á eyjunni þar sem hann er hafður að háði og spotti þorpsbúa. Hann eygir von um annað líf þegar amerískt kvikmyndalið kemur til nágrannaeyjunnar til að gera þar kvikmynd. Og það ótrúlega gerist að hann fær að fara með kvik- myndagerðarfólkinu til Hollywood til að fara þar í prufutöku fyrir hlutverk, en eftir nokkra mánuði snýr hann aft- ur heim reynslunni ríkari – og fram- tíð hans reyndist ekki búa á hvíta tjaldinu. Björgvin Franz Gíslason stígur sín fyrstu spor á sviði Þjóðleikhússins í hlutverki Billa og stenst þá frumraun með glans. Honum tókst vel að tjá hina ófullnægðu þrá sem býr í brjósti piltsins og vonina sem blundar með honum um betra líf. Kristbjörg Kjeld og Margrét Ólafsdóttir voru frábær- ar í hlutverki systranna; þær bera mikla umhyggju fyrir fóstursyninum þótt þær beri lítið skynbragð á þær tilfinningar sem hrærast innra með honum. Fyrir utan það að vera þroskasaga Billa er verkið samfélagslýsing og í gegnum samskipti einstaklinganna sem við sögu koma er brugðið upp sterkri mynd af litlu einangruðu sam- félagi þar sem fáfræðin og fordóm- arnir eru ráðandi og persónur virðast við fyrstu sýn flestar ansi miskunn- arlausar og grimmar í garð náung- ans. En styrkur persónulýsinganna býr í þeirri staðreynd að flestar per- sónurnar leyna á sér og koma áhorf- endum á óvart í rás leiksins. Pálmi Gestsson leikur Jonnapittamikka sem er á sífelldu flakki um þorpið í leit að fréttum sem hann ber í aðra; hann er fjölmiðill samfélagsins og sem slíkur hefur hann allar klær úti við fréttaöflunina. Pálmi var bráð- skemmtilegur í hlutverkinu og ekki síst þegar samskipti hans og aldraðr- ar móður hans, Múttu (Edda Arn- ljótsdóttir), bar á góma. Jonnipitti ber stöðugt áfengi í móður sína í þeirri von að hún drekki sig í gröfina, en Mútta virðist ódrepandi og Edda Arnljótsdóttir var kostuleg í hlut- verki kerlingar. Brynhildur Guðjónsdóttir fór einn- ig á kostum í hlutverki unglingsstúlk- unnar Lenu sem er sannur harðstjóri og eitt helsta fórnarlamb hennar er bróðir hennar Baddi (Atli Rafn Sig- urðsson) sem lætur hana ráðskast með sig að vild og þorir ekki að bera hönd fyrir höfuð sér. Samleikur þeirra Brynhildar og Atla Rafns var með miklum ágætum og gustaði mjög af Brynhildi. Við sögu koma einnig þorpslæknirinn (Hjalti Rögnvalds- son) og ekkjumaðurinn Dúddididdi (Valdimar Örn Flygenring) og tókst þeim báðum að skapa trúverðugar persónur. Sem sagt: hér er um að ræða áhuga- verða sögu sem sett er fram í afar vel skrifuðum (og vel þýddum) texta þar sem harmur og skop vega sífellt salt í jöfnum hlutföllum. Leikurinn í heild var góður og oft á tíðum frábær – en samt var eins og herslumuninn vantaði á frumsýningunni. Það var líkast því að leikhópurinn hefði ekki náð full- kominni samæfingu, þótt einstakir leikarar skiluðu sínu með sóma. Þetta kom skýrast fram í þeirri staðreynd að hápunktur verksins féll svo til dauður niður vegna klúðurs í tímasetningu. Halti Billi verður óvart vitni að samtali systranna Trínu og Ellýjar þar sem sannleikurinn um fortíðina er upplýst- ur. Á frumsýningu var það alls ekki ljóst að hann hafði heyrt það sem á milli þeirra fór og viðbrögð hans því lítt skiljanleg þeim sem ekki þekkja verkið fyrirfram. Einnig skorti nokk- urn léttleika í samleikinn í heild, en hann er nauðsynlegur til þess að tragí- kómíkin sem verkið byggist á komist fullkomlega til skila. Þessir vankantar ættu þó að slípast af þegar meiri reynsla kemur á sýningu verksins. Morgunblaðið/Þorkell Leikurinn í heild var góður – og oft á tíðum frábær, segir í umsögn. Vonir og von- brigði á Miðey LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Martin McDonagh. Íslensk þýðing: Hallmar Sigurðsson og Karl Guð- mundsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðs- son. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Björgvin Franz Gíslason, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Kristbjörg Kjeld, Margrét Ólafsdóttir, Pálmi Gestsson og Valdimar Örn Flygenring. Leikmynd: Gretar Reyn- isson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveins- dóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Tónlist Vilhjálmur Guðjónsson. Stóra svið Þjóðleikhússins 8. nóvember. HALTI BILLI Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.