Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 81 ÞEGAR breiðskífan Ensími með samnefndri hljómsveit kom út um daginn voru liðin þrjú ár síðan síðast hafði heyrst frá sveitinni á plasti og eflaust margir talið hana af. Það er öðru nær, Ensími lifir góðu lífi eins og heyra má á skífunni nýju og einnig á útgáfutónleikum sem verða í næstu viku. Hrafn Thoroddsen, sem er fremstur meðal jafningja í Ensími, segir að undanfarin ár hafi verið nokkuð sér- kennileg hjá sveitinni; þeir félagar sögðu skilið við Skíf- una eftir aðra breiðskífu sína og næsta árið fór meira og minna í að greiða úr lausum endum vegna þeirra sam- starfsslita. „Á meðan á því stóð gerðum við nánast ekk- ert í tónlist, nema að við tókum upp sjö lög sem eins- konar kynningu fyrir Airwaves á síðasta ári sem síðan voru lögð í bleyti. Í vor ákváðum við svo að taka upp þráðinn, skella okkur í hljóðver og gera þetta bara sjálf- ir.“ Hrafn segir að það hafi gengið bráðvel að taka músík- ina upp og þeir hafi komist að því að það er ekkert svo flókið að gera þetta sjálfir, ekki síst þar sem þeir eru í aðstöðu til að taka allt upp í eigin plássi. „Þegar maður þarf ekki að vera að borga fimmþúsundkall á tímann fyrir stúdíó getum við eytt eins miklum tíma og við vilj- um í hlutina, þess vegna verið tvo daga að ná réttu hljóði í einn hljóðnema,“ segir hann. Út í hött að gera útgáfusamning hérlendis Þeir þeir voru búnir að taka skífuna upp leigðu þeir Eddu síðan útgáfuréttinn og Edda sá því um framleiðsl- una, dreifingu og kynningu að einhverju leyti. „Við er- um náttúrulega að stússast í kynningunni jafnmikið eða meira en Edda eins og íslenskar hljómsveitir geru venju- lega, það er bara þannig að hljómsveitirnar hér heima eru miklu betur inni í hlutunum en útgáfurnar og með miklu betri sambönd. Það kostar í sjálfu sér ekki neitt að taka plötu upp í dag og mér finnst því út í hött að vera að gera útgáfu- samning við fyrirtæki hér heima; það eina sem maður græðir á því er einhverjir hundraðþúsundkallar í kynn- ingu sem maður þarf hvort eð er að vinna sjálfur að miklu leyti og borga svo sjálfur á endanum, því það er tekið af plötusölunni. Fyrir þetta láta menn útgáfurétt- inn að tónlistinni og við gátum ekki hugsað okkur það, en það er hins vegar mjög þægilegt að leigja útgáfuréttinn eins og við gerum til Eddu, við eigum þá upptökurnar áfram og getum gert það við þær sem okkur sýnist.“ Eins og Hrafn nefnir er býsna þægilegt fyrir hljóm- sveit að hafa eigin hljóðver, en það hefur einnig ókost í för með sér: „Það er gott að geta leyft sér meira og hafa meiri tíma, en pressan er ekki bara minni, hún getur verið of lítil, það þarf að ljúka við verkið einhvern tím- ann,“ segir hann og kímir. „Við áttuðum okkur skyndi- lega á því að við vorum búnir að vera fullrólegir, farnir að dunda en hættir að vinna. Við hertum því á okkur og segja má að megnið af vinnunni við plötuna hafi verið unnið í júlí og ágúst.“ Viðloðandi leti Hrafn segir að þeir félagar hafi tekið fram kynning- arupptökurnar þegar stóð til að ganga frá breiðskífu og fimm þeirra laga hafi ratað inn á plötuna, en hitt er allt nýsamið í sumar. „Það má segja að þetta sé sama vinnu- ferlið og áður nema að því leyti að við erum meira með puttana í þessu, en fengum síðan Adda 800 til að hljóð- blanda af sinni alkunnu snilld; það var gott að fá önnur eyru að þessu, þegar maður er búinn að hlusta mörg hundruð sinnum á sama lagið veit maður ekkert.“ Aðspurður hvað taki nú við þegar skífan er komin út svarar Hrafn að bragði: „Svo sitjum við bara og horfum hver á annan,“ en bætir síðan við af meiri alvöru: „Nú tekur bara við vinna við að kynna plötuna,“ segir hann en tekur dræmt í það að kynna eigi plötuna af krafti úti. „Það vill loða leti við þessa hljómsveit,“ segir hann, en bætir svo við að það kosti mikið fé að kynna sig úti og menn þurfi að leggja ýmislegt á sig og standi ekki síst frammi fyrir því að þurfa jafnvel að fórna ýmsu hér heima ef þeir ætli að ná árangri ytra. Útgáfutónleikar skífunnar verða á Gauknum 14. nóv- ember næstkomandi og Hrafn segir að til standi að renna í gegnum plötuna, „en svo koma örugglega gaml- ar lummur í uppklappinu“. Ensími með Ensími Ensími heldur útgáfutónleika næsta fimmtudag. Morgunblaðið/Kristinn alltaf á föstudögum Yfir 43.000 áhorfendur Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 2 og 4.  HJ Mbl 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. Vit 444  Ó.H.T. Rás2 1/2 SV. MBL Sýnd kl. 2, 4 og 6. Vit 441. Sýnd kl. 2. Vit 441. Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is  SV. MBL DV Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 453 Stundum er það sem að þú leitar að.. þar sem þú skildir það eftir. Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50 og 8. B.i. 12. Vit 433 Sýnd. kl. 4. B.i. 12. Vit 433 Sýnd kl. 8. Vit 455 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 448 Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 461 Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10. Vit 461Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Vit 474 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 474 1/2 Kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit 429 ÁLFABAKKI AKUREYRI ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI AKUREYRI Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese Witherspoon frá upphafi vestanhafs. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd í lúxussal kl. 4, 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 475 ÁLFABAKKI KEFLAVÍK AKUREYRI Frábær grínhasar með hinum eina sanna Jackie Chan. Frá framleiðendum Men in Black og Gladiator Sjáið Jackie Chan í banastuði 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 HK. DV  Kvikmyndir.com KEFLAVÍKAKUREYRI ÁLFABAKKI KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 448 AUK ASÝ NING kl. 9 AUK ASÝ NING kl. 11.1 5 Sýnd kl. 4, 8 og 10. Vit 461 LIÐAMÍN Er ætlað öllum þeim sem reyna mikið á liðina eða þjást af stirðleika, verkjum og þreytu í liðum. Í Liðamíni er efni sem endurnýjar brjósk auk þess sem í því er eitt algengasta byggingar- efnið í liðbrjóski. Bæði þessi efni hamla bólgu- myndun og eru talin v inna gegn sl i tg igt . M A G N A LÝSI hf www.lysi.is N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 5 7 5 3 /s ia .i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.