Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 63
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 63 ✝ Helga Guð-munda Jónsdótt- ir fæddist á Deildará í Múlahreppi 2. febr- úar 1939. Hún lést 28. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Halldóra Magnúsdóttir, f. 11.5. 1906, d. 3.9. 1958, og Jón G. Jóns- son, f. 30.1. 1908, d. 17.8. 1978. Systkini Helgu eru: Ásta, f. 3.9. 1937, gift Garðari Kristjáns- syni, og Jón Trausti, f. 24.3. 1945, sambýliskona Hrefna Kristjánsdóttir. Helga giftist 25.12. 1957 Bjarna Þorsteinssyni frá Litluhlíð á Barðaströnd, f. 6.2. 1933. Þau skildu 1981. Börn Helgu og Bjarna eru: 1) Halldóra Jóna hjúkrunarfræðingur, f. 14.6. 1957, gift Atla Guðlaugssyni tónlistar- kennara, f. 10.11. 1953. Synir þeirra eru Bjarni, nemi við Söng- skólann í Reykjavík, f. 3.9. 1983, og Guðlaugur, nemi við Mennta- Helga starfaði við ýmislegt þau ár sem hún var búsett á Patreks- firði, rak meðal annars heimagist- ingu á Brunnum 5, þar sem hún bjó, og starfaði einnig bæði við af- greiðslustörf og aðhlynningu á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði um nokkurra ára skeið. Helga var einn af stofnfélögum Rauðakross- deildar Vestur-Barðastrandar- sýslu og formaður skógræktar- félagsins á Patreksfirði árum saman. Hún var líka virkur þátt- takandi í leikfélaginu á Patreks- firði og Slysavarna- og kvenfélag- inu. Helga útskrifaðist frá Sjúkra- liðaskóla Íslands 21.10. 1983. Eftir útskrift hefur hún unnið á Land- spítalanum – háskólasjúkrahúsi, bæði á öldrunar- og geðdeildum. Einnig var hún um tíma við sjúkraþjálfun í Hátúni. Síðasta deildin sem hún vann á var L-2 á Landakoti. Hún útskrifaðist sem nuddari 23.5. 1996 frá Ármúla- skólanum. Meistarabréf í nuddi fékk hún síðan 9.5. 1998. Helga rak nuddstofu meðfram vinnu sinni við hjúkrun alla tíð, fyrst í Ármúlanum og síðan frá 1998 og til dauðadags í nuddstofu í Asp- arfelli 12 þar sem Nuddskólinn er til húsa. Útför Helgu var gerð í kyrrþey frá Háteigskirkju 5. nóvember. skólann í Reykjavík, f. 9.11. 1985. Þau eru búsett á Tindum á Kjalarnesi. 2) Guðrún, snyrti- og förðunar- fræðingur, f. 2.6. 1967, gift Jóni Arnari Freyssyni, tölvu- og kerfisfræðingi, f. 27.9. 1964. Börn þeirra eru Freyr, f. 25.12. 1992, og Helga, f. 23.7. 2000. Þau eru búsett í Kaupmanna- höfn. Uppeldisdóttir Helgu og Bjarna, sem jafnframt er bróður- dóttir Helgu, er Katrín Líney Jónsdóttir innheimtufulltrúi, f. 3.7. 1970, sambýlismaður Þórður Örn Arnarson smiður, f. 19.10. 1970. Börn Katrínar eru Heiðrún Gréta, f. 23.5. 1990, Heiðdís Lára, f. 27.3. 1993, og Ingvar Bjarni, f. 30.7. 1994, þau eru öll Viktors- börn, og býr fjölskyldan í Hafn- arfirði. Sambýlismaður Helgu frá 1990 er Ingimar Guðmundsson verkstjóri frá Kvígindisfirði, f. 15.1. 1940. Það er komið haust og fyrsti snjór- inn fallinn þegar við kveðjum hana Helgu systur í síðasta sinn, allt of fljótt, aðeins 63 ára gamla. Ég mun lengi minnast þess, hvað við systurn- ar áttum góða samverustund daginn áður en hún dó, þegar við fórum sam- an með allar bænirnar sem hún amma kenndi okkur heima á Deildará þegar við vorum litlar telpur en þá var oft erfitt að hlýða ömmu og liggja kyrr og pota ekki með fingrunum í kvistina yfir rúminu. Helga var aðeins einu og hálfu ári yngri en ég og áttum við því margt sameiginlegt. Við gengum saman í farskóla í sveitinni og fyrstu skóla- árin okkar var skólinn á næsta bæ, Hamri, en stutt er á milli bæja á Múlanesinu. Við systurnar vorum ekki háar í loftinu þegar við fórum að hjálpa til við bústörfin og var það þá aðallega að hjálpa pabba, sem oft var einn við þau störf á þessum árum. Við lærðum snemma að reka kindurnar frá sjónum, sem oft gat verið tveggja tíma labb fyrir litlar stúlkur, en féð gat flætt á skerjunum, ef ekki var rekið frá, þegar fór að falla að. Við fórum með hesta með heybandi og unnum öll þau störf, sem þarf að sinna í sveitinni. Skemmtilegast var að fara í eyjarnar á vorin og taka dún og egg, en ekki þótti okkur eins gam- an að basla í selanetunum heilu dag- ana. En allt eru þetta yndislegar minningar frá æskuárunum. Við átt- um góða og umhyggjusama foreldra, sem allt vildu fyrir okkur gera og þegar við vorum 6 og 7 ára eignuð- umst við bróður og kom það nú frekar í hlut Helgu að passa hann, sérstak- lega ef amma var ekki heima. En það var nú meira gaman að leika sér en að passa Trausta bróður, enda vorum við þá þrjú í öllum leikjum, því Jón frændi okkar var mörg ár á Deildará og eins og nokkurs konar bróðir okk- ar. En Trausti bróðir stækkaði og fór að taka við verkum okkar og við Helga fórum burtu. Fyrst í Reykja- nesskólann við Ísafjarðardjúp og síð- an á sumrin í vegavinnu. Við elduðum matinn í frændur okkar, sem ýttu upp veginum eftir Múlasveitinni, svo þjóðvegurinn næði saman eftir Barðastrandarsýslunni. Helga hélt svo áfram í vegavinnunni og var þar mörg sumur með stóran vinnuflokk í fæði. Hún var dugleg við það eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Við systurnar vorum aðeins 19 og 21 árs og bróðir okkar innan við ferm- ingu þegar mamma dó úr sama sjúk- dómi og Helga núna, aðeins 52 ára gömul. Það var eins og móðurmiss- irinn þjappaði okkur ennþá betur saman og reyndum við að reynast bróður okkar mæður, en hann átti við mikil veikindi að stríða strax eftir fermingu. Helga hafði eignast eldri dóttur sína áður en mamma dó og heitir hún Halldóra Jóna, nöfnum mömmu og pabba, og var hún rétt eins árs þegar mamma dó. Þá hafði Helga hafið búskap á Patreksfirði með manni sínum, Bjarna Þorsteins- syni frá Litluhlíð, en honum hafði hún kynnst í vegavinnunni og áttu þau yndislegt heimili á Patreksfirði þang- að sem alltaf var gott að koma. Helga fluttist frá Patreksfirði 1981 og hóf að stunda sjúkraliðanám í Reykjavík og eftir það fór hún í nám í Nuddskóla Íslands. Hún setti upp nuddstofu og hafði þar mikið að gera, því hún var mjög vinsæl í sínu starfi og eignaðist þar marga góða vini, sem fengu oft góð ráð og andlega uppbyggingu með nuddinu, því hún gaf mikið af sér með sinni hressu framkomu. Mér fannst stundum að hún gleymdi sínum eigin þörfum því öll eigum við okkar erf- iðleika í lífinu. Helga var síðustu árin í sambúð með æskuvini sínum úr Múlasveit- inni, Ingimari Guðmundssyni frá Kvígindisfirði, og áttu þau gott heim- ili í Álftamýrinni og ferðuðust mikið saman. Í hinu stutta og stranga veikinda- stríði systur minnar komu oft fram minningar frá æskuárunum, þegar við tíndum ber í hlíðinni, veiddum sil- ung í tjörnunum og á veturna þegar farið var á skauta með börnunum á næstu bæjum og frænda okkar með- an hann var með okkur. Eftir að Helga flutti til Reykjavík- ur leið varla sá dagur að við systurnar töluðum ekki saman í síma. Ekki vor- um við þó alltaf sammála og lá hvorug á sinni skoðun en þó okkur greindi á um eitthvað liðu aldrei margir dagar þangað til hringt var aftur. Helga systir var sáttfús kona og erfði aldrei skoðanamun. Elsku systir mín. Þótt ég væri stundum ráðrík við þig bið ég þig að fyrirgefa það. Ég get þó hugg- að mig við það að hafa alltaf átt þess kost að veita þér hjálp ef þú baðst um hana. Ég veit að Guð hefur tekið vel á móti þér og þú hefur hitt mömmu og pabba og Sólrúnu vinkonu þína sem þér þótti svo vænt um og tókst svo nærri þér þegar hún dó fyrr á þessu ári. Kæru ættingjar og vinir sem eiga um sárt að binda. Innilegar samúðar- kveðjur frá okkur. Ásta systir. Ef þú vilt á Jesú trúa allt þá vill hann gefa þér. Þig að elska, hjá þér búa, þá er heimur bregðast fer. Gef þú honum hönd og hjarta, hann er skjól í stormunum. Hann er lífsins ljósið bjarta, líf og kraftur mönnunum. Ef við erum ein á báti alltaf er hann stýrið með. Þó að öldur illa láti óttast ekki þurfum vér. Því hann stjórnar storm og bylgjum, sterkur drottins kraftur er. Ef við Jesú ávallt fylgjum ekki neitt þá granda fer. Treystum Jesú, trúum á hann trygga vininn sem oss ann, fylgjum honum fyrst hann gefur, friðinn sæla og hugga kann. Hann sem lét sitt líf á krossi, lifa svo að skyldum vér. Hann um eilífð hátt er hafinn hæstur allra nafnið ber. (Þ.S.) Kæra systir og mágkona, við minn- umst þín með söknuði. Þökkum góðar minningar. Vertu Guði falin. Trausti bróðir og Hrefna. Mig langar til að minnast móður- systur minnar, Helgu frænku. Þegar mamma og pabbi fóru til út- landa þegar ég var fimm ára var mér komið fyrir í pössun hjá Helgu og Bjarna á Patró. Þetta var erfið reynsla fyrir mig að fara í fyrsta skipti eitthvað án foreldranna en allt gekk auðvitað vel. Ég man eftir sjoppuferðunum sem ég fór í til að kaupa súkkulaðikúlur fyrir Helgu og þegar hún setti okkur Guðrúnu í heita baðið. Eftir að ég ákvað að gerast hjúkr- unarfræðingur spjölluðum við Helga oft um málefni hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Hún hafði ákveðnar skoð- anir um þessar starfsstéttir enda sjálf mjög dugleg og gefandi í vinnu. Oft fór ég til hennar í nudd hin síðari ár og þá spjölluðum við mikið um lífið og tilveruna. Ég og sonur minn sem er tveggja ára fórum og heimsóttum Helgu í veikindunum, aðallega á morgnana og leið syni mínum vel í návist henn- ar. Mér þykir mjög vænt um að hún skyldi spyrja eftir honum þó að hún væri orðin meðvitundarlítil, daginn áður en hún kvaddi þennan heim. Helga, ég og maðurinn minn áttum saman yndislegan dag í júní árið 2000. Þá vorum við fyrir vestan á Deildará og ákváðum í mjög góðu veðri að fara dagsferð að Látrabjargi, Patró og Bíldudal og skoðuðum alla firði og bæi á leiðinni. Betri farar- stjóra hefði verið erfitt að finna því Helga kunni söguna af hverjum ein- asta steini og slóða sem við sáum. Helga frænka naut sín vel þennan dag á fyrrverandi heimaslóðum. Mamma og Helga voru mjög sam- rýndar systur. Þær töluðust við í síma nánast á hverjum degi. Oft voru þær ekki sammála og þá gátu liðið einn til tveir dagar á milli símtala á meðan þær voru að jafna sig en alltaf mátti skynja sterka væntumþykjuna og hversu góðar vinkonur þær voru. Ég óskaði mér oft að ég ætti svona systur eins og mamma. Kæra frændfólk, missir okkar allra er mikill, við skulum sameinast í sorg- inni og styrkja hvert annað. Elsku Helga frænka, það er erfitt að kveðja þig. Ég, Jónatan og Bjarki Steinn þökkum þér samfylgdina í þessu lífi og kveðjum þig með orð- unum sem þú kvaddir mig með. Takk fyrir allt og Guð veri með þér, elsku frænka. Þín Dóra María. Það hlýtur að vera stórt verkefni að fara af stað hjá himnaföðurnum, svo margt gott og duglegt fólk hefur hann kallað til sín á síðustu mánuð- um. Nú síðast hana Helgu vinkonu mína. Hún var nú ekkert á leiðinni heim, lifði lífinu lifandi, átti Ingimar, sinn besta vin og félaga, dæturnar Halldóru og Guðrúnu, fósturdótt- urina Kötu, tengdasynina, barna- börnin og alla sem hún elskaði og bar umhyggju fyrir. Helga var sjúkraliði á Landakoti og nuddaði í Asparfelli, ferðaðist heimshorna á milli, heimsótti Vest- firðina sína, sinnti vinum og fjöl- skyldu, ræktaði sinn innri mann og sína einlægu trú. Helga hafði óvenju mikla útgeisl- un, lét sig varða um fólk og það var aldrei lognmolla í kringum hana. Ef síminn hringdi eldsnemma að morgni mátti bóka að það var hún. „Sæl elsk- an mín, eigum við að borða saman súpu í hádeginu. Ég kem klukkan tólf og sæki þig.“ Og 12 þýddi sko 12, hún kom á mín- útunni sú stundvísa og ábyrga kona og það var gaman og skemmtilegt. Ég kynntist Helgu í Nuddskóla Ís- lands fyrir 8 árum. Við vorum báðar búnar að slíta barnsskónum þegar við settumst á þann skólabekk, en engu að síður mótaði skólavistin okkur mikið og þroskaði hugsun og hendur. Það er ekki sjálfgefið að tengjast fólki náið þegar maður er kominn á miðjan aldur, en það gerðist með okk- ur Helgu. Við áttum sameiginlegan áhuga á nuddi, hvernig mætti notað það og aðrar náttúrlegar leiðir til að hjálpa fólki til betri heilsu og ná slök- un í hraða samfélagsins. Svo áttum við sameiginlega vinkonu, hana Sól- rúnu, sem guð tók til sín í apríl síðast- liðnum. Ég veit að hún leiðir hana nú um nýjar slóðir. Það er sárt að missa vini sína en ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þær þessi ár. Helga veiktist af krabbameini í júní síðastliðnum, hún barðist harðri baráttu og ætlaði að vinna fullan sig- ur. Mennirnir áætla en guð ræður. Helga var næm kona og lifði í ljós- inu. Hún vissi að dauðinn er aðeins endurkoma í hinn raunverulega heim andans. Ég votta fjölskyldunni einlæga samúð. Fjóla Arndórsdóttir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast henni Helgu fyrir tæpum 4 árum, er ég byrjaði að fara í nudd hjá henni og tókst með okkur mikill vinskapur. Hún var einstök kona, alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum. Við töluðum mikið saman eins og gengur við nuddarann sinn, þá vissi hún alltaf um líðan mína og það var ekkert hægt að fela fyrir henni. Ég var svo ánægð með Helgu, sendi alla fjölskylduna mína í nudd til henn- ar og hún varð fljótt svona fjölskyldu- vinur okkar allra. Þar sem nuddstof- an hennar var rétt hjá okkar vinnustað rak hún oft inn nefið til að gá hvernig við hefðum það, „Addý mín, hvernig ertu“ heyrðist alltaf er Helga labbaði inn og kom það fyrir að ég settist á stól í miðjum klíðum í vinnunni og hún nuddaði á mér axl- irnar. „Ekki vera hokin í bakinu,“ sagði hún svo. Hún var alltaf að passa upp á mig. Hún var svo yndisleg og góð kona, bjó yfir svo mikilli orku og svo gott að vera nálægt henni, enda var hún vinsæll nuddari. Helga talaði mikið um dætur sínar og barnabörn- in, sem voru henni svo kær. Ég trúði því ekki að Helga myndi deyja, mér fannst ekkert geta unnið þessa sterku konu, sem bjó yfir svo miklum kærleik og krafti. Nokkrum dögum áður en hún lést sat ég hjá henni og var að kveðja hana, það var erfiðara en orð fá lýst, en þar sem við töluðum oft um þennan heim og annan, veit ég að við eigum eftir að hittast aftur seinna. Elsku Ingimar og fjölskyldan öll, megi minningin um yndislega konu lifa. Ásthildur Elín. HELGA G. JÓNSDÓTTIR Elsku Steina, mig langar að þakka þér fyrir öll skiptin sem þú passaðir mig. Það var alltaf gam- an að koma til þín, fara upp á háa- loft á Bergstaðastrætinu og gramsa þar. Borða hjá þér hádeg- ismat af leirdiskunum sem þú bjóst til og velja úr öllum matnum sem þú lumaðir á. Húmor þinn var að mínu skapi og hlátur þinn svo smitandi. Steina mín, um leið og þú kvaddir okkur sýndir þú okkur hvað þrautseigjan ber mann langt. Barátta þín og fjölskyldu þinnar hefur verið engri lík. Ég votta Þóru, Eddu og Guðmundi mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín, Steina mín. Þín litla frænka, Sunna Dögg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við sendum allri fjölskyldu Steinunnar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Katrín og Egill. HINSTA KVEÐJA Sízt vil ég tala um svefn við þig þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegra heim krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgr.) Að leiðarlokum viljum við þakka ánægjulegar samverustundir, og vottum við og fjölskyldur okkar Guðmundi, Eddu, Þóru og öðrum ástvinum innilegustu samúð okkar. Ásta Bjarnadóttir, Margrét Atladóttir. Í dag kveðjum við okkar elsku- legu vinkonu Steinu með söknuði og geymum góðar stundir í minning- unni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við sendum Guðmundi, dætrum hennar, ömmubarninu, systkinum og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Una, Ásdís, Inga Þóra og Edda Kolbrún. Ég minnist æskuvinkonu minnar, Steinunnar Guðmundsdóttur, en hún lést 2. nóvember sl. eftir lang- varandi veikindi. Við vorum vinkon- ur á Vesturgötunni, þegar við báðar áttum heima þar. Margar góðar stundir áttum við heima hjá henni og foreldrum hennar Dóu og Mumma í Gunnarshúsi, sem svo var kallað (Vesturgata 46). Í minningunni er margs að minnast á þessu stóra heimili, sem var ekkert venjulegt, því Sveinsbakarí var okkar annað heimili. Ég ætla ekki að rekja ævi Steinu hér, en hún átti góða æsku með foreldrum sínum og systkinum. Hún giftist ung Guðmundi Vikar, góðum dreng, og þau áttu tvær dæt- ur, Eddu og Þóru. Þau áttu fallegt heimili sem gott var að koma á. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona, Þórunn Friðriksdóttir (Tóta).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.