Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 73
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 73 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 24. nóvember í 3 vikur frá kr. 49.962 Verð kr. 49.962 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 24. nóvember, 23 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð kr. 52.460. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina í nóvember til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 24. nóvember í 23 nætur, þar sem þú nýtur 25 stiga hita og veðurblíðu og getur kvatt veturinn í bili á þessum vinsælasta vetrar- áfangastað Evrópu við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu 18 sætin Verð kr. 59.950 Verð fyrir manninn, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 24. nóvember, 23 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð kr. 62.950 NÝVERIÐ fór fram sveinspróf í skrúðgarðyrkju við Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, en alls tóku 15 nemendur prófið. Það fór fram á nokkrum stöðum á svæði skólans, þó einna mest í verknáms- húsi skrúðgarðyrkjunnar. Nemendur þurftu að leysa 8 mis- munandi verkefni á tveimur dög- um. Sveinspróf hefur aldrei áður verið jafnfjölmennt og nú. Sex próf- dómarar höfðu yfirumsjón með prófinu en það voru þeir Oddur Hermannsson, Þorkell Einarsson, Ólafur Hilmarsson, Hjörtur Jó- hannsson, Baldur Gunnlaugsson og Ólafur Melsted, segir í frétt frá Garðyrkjuskólanum. Hópurinn sem tók sveinspróf í skrúðgarðyrkju við Garðyrkjuskóla ríkisins. Luku sveins- prófi í skrúð- garðyrkju Kosningaskrifstofa Björns Bjarnasonar opnuð. Björn Bjarna- son opnar kosningaskrifstofu vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að Sætúni 8 í dag klukkan 16. Kosningaskrifstofa Sigurðar Kára opnuð. Sigurður Kári Krist- jánsson opnar kosningaskrifstofu vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Bankastræti 5 klukkan 14 í dag. Boðið verður upp á kaffi, skemmtiatriði og meðlæti. Kosningavaka Samfylking- arinnar. Kosningavaka Samfylking- arinnar í Reykjavík vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík verður á Hótel Borg í kvöld og hefst klukkan 21. Í DAG STJÓRNMÁL Málstofa hagfræðisviðs verður haldin mánudaginn 11. nóvember 2002 kl. 15:30 í Sölvhóli. Frummælandi er Ásgeir Jónsson og ræðir peningamálastefnu á mið- stýrðum vinnumarkaði. Aðgangur er öllum heimill og er ókeypis. Næstu málstofur verða haldnar 25. nóv- ember n.k. á sama tíma og stað. Frummælendur þá verða Magnús Harðarsson og Páll Harðarson og fjalla þeir um aðferðafræði við þjóð- hagslegt mat á áhrifum stór- iðjuframkvæmda. Þann 9. desember talar Tryggvi Þór Herbertsson um aldurssamsetningu og atvinnuleysi. Á NÆSTUNNI Minningarathöfn. Stutt minning- arathöfn um hermenn frá Bretlandi og bresku samveldislöndunum verð- ur haldin í hermannagrafreitnum í Fossvogskirkjugarði, sunnudaginn 10. nóvember 2002, klukkan 10.45. Athöfnin er haldin til að minnast þeirra sem létu lífið í fyrstu og ann- arri heimstyrjöld. Séra Arngrímur Jónsson stjórnar athöfninni og eru allir velkomnir. Allar nánari upplýs- ingar veitir Alda Sigmundsdóttir, Breska sendiráðinu, netfang: Alda- .Sigmundsdottir@fco.gov.uk. Þýska sendiráðið mun í tilefni af minningu látinna hermanna, „Volks- trauertag“, sem er sunnudaginn 10. nóvember, minnast dagsins með breska sendiráðinu vegna „remembrance day“ og er ákveðið að hittast á bifreiðastæðinu við Fossvogskirkju þann dag kl. 10.40. Athöfnina annast séra Arngrímur Jónsson. Upplýsingafundur um virkjana- mál. Vinstrihreyfingin – grænt framboð efnir til opins fundar um virkjunarmál á Hótel Héraði, sunnu- daginn 10. nóvember kl 14:00. Til- gangur fundarins er að leita svara við ýmsum spurningum sem snerta fyrirhugaða virkjun við Kárahnjúka. Framsögumenn á þessum fundi verða Sigurður Jóhannesson, hag- fræðingur hjá Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands og Skarphéðinn Þóris- son, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands. Lokasprettur Vísindadaga. Á sunnudag lýkur umfangsmikilli dag- skrá Háskóla Íslands á vísinda- dögum með opnu húsi í viðskipta- og hagfræðideild, unglinganámskeiði og hönnunarsamkeppni unglinga í Háskólabíói. Klukkan 13 - 15 verður opið hús fyr- ir alla fjölskylduna hjá viðskipta- og hagfræðideild í Odda. Þar verður ýmislegt skemmtilegt að gerast, leikir og fróðleikur í bland. Nemar í viðskiptafræði leggja þrautir fyrir börn og unglinga í tölvuveri og kennarar deildarinnar svara spurn- ingum á borð við „Af hverju eru verkföll?“ og „Er algjört rugl að kaupa lottómiða?“ auk annarra spurninga um viðskipta- og hag- fræði sem brenna á gestum. Allir velkomnir. Unglinganámskeið í eðlisfræði, Þurrís og hamskipti efna, er hið síð- asta í röð fjölbreyttra námskeiða fyrir 14-16 ára, sem hafa verið á dag- skrá í Vísindaviku. Fullbókað er á námskeiðið. Á sama tíma standa Verkfræðideild Háskóla Íslands og Barnasmiðjan fyrir hönnunarsamkeppni. Hópar af mið- og efsta stigi ólíkra grunnskóla keppa. Samkeppnin og hönnun þrautar er undir stjórn Tómasar Rasmus kennara en Barnasmiðjan leggur til allan efnivið úr Legó Dacta tæknikubbum. Kennarar og nemendur í verkfræðideild aðstoða við undirbúning keppninnar. Rektor Háskóla Íslands, Páll Skúlason, af- hendir vinningshöfum verðlaun fyrir afrekið. Keppnin fer fram í Sal 1 í Háskólabíói, klukkan 13-15. Allir velkomnir. Allar nánari upplýsingar um dag- skrána er að finna á heimasíðu Há- skólans, hi.is. Fyrirlestur um tungumál Donald Davidson, prófessor í heim- speki við Kaliforníu-háskólann í Berkeley mun flytja opinberan fyr- irlestur á vegum heimspekideildar n.k. sunnudag 10. nóvember kl. 16:00 í hátíðasal Háskóla Íslands. Davidson er fremstur í röð núlifandi bandarískra heimspekinga. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „What is Special about Language and Language- Related Thought?“ Fyrirlestur Davidson er öllum op- inn. Málfundur um íslensku fyrir út- lendinga. Hvernig tekið er á móti innflytj- endum og börnum þeirra hefur mikil áhrif á afdrif þeirra í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykillinn að menningu hverrar þjóðar og vegur tungumálakennsla því einna þyngst í vel heppnaðri móttöku innflytjenda. Hvernig skyldi málum háttað hér á landi? Er ábyrgðin öxluð? Sunnudaginn 10. nóvember næst- komandi stendur Heimsþorp – sam- tök gegn kynþáttafordómum á Ís- landi fyrir málfundi um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga. Meðal frummælenda er Ingibjörg Hafstað og er öllum velkomið að taka þátt í umræðum. Fundurinn verður á efri hæð Sólon í Banka- strætinu kl. 15:00 sunnudaginn 10. nóvember. Á MORGUN Hljómsveitin Helgi og hljóðfæra- leikararnir leikur í Stúdentakjall- aranum í kvöld, laugardagskvöldið 9. nóvember, kl. 22.30. „Hljómsveitin leikur rokk og ról eft- ir bestu getu,“ segir í tilkynningu um tónleikana og einnig að hún sé undir áhrifum víða að, en að textarn- ir séu sóttir í daglegt líf. Miðaverð er 500 krónur. Í DAG NORRÆNA vísindaakademían, NORFA, hefur ákveðið að styðja al- þjóðlegan sumarskóla í vetnistækni sem haldinn verður á Íslandi í júní 2003. Að sögn Þorsteins I. Sigfús- sonar prófessors er búist við um 40 stúdentum víða að frá Norðurlönd- unum og öðrum löndum í tengslum við sumarskólann. Íslenskir og er- lendir sérfræðingar á sviði vetnis- tækni munu kenna við sumarskólann en skólinn er einkum ætlaður nem- endum í meistara- og doktorsnámi. Vetnisfræði eru nú kennd við Há- skóla Íslands og myndar sextán manna hópur innsta kjarnann í þeim fræðum. Hann má sjá hér á mynd- inni en frá vinstri talið eru það þau Hjalti Páll Ingólfsson meistaranemi, Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor og stjórnarformaður Íslenskrar Ný- Orku, Þorsteinn Þorsteinsson dós- ent, Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku, Sveinn Ólafsson fræðimaður, Árni Ingason meistaranemi, Helgi Þór Ingason dósent, Hannes Jónsson prófessor, María Maack, verkefnis- stjóri Íslenskrar NýOrku, Fanney Frisbæk meistaranemi, Finnbogi Óskarsson meistaranemi, Michael Cummings, Fulbright-styrkþegi frá Bandaríkjunum, Ingvar Hlynsson meistaranemi, Gabríel Camargo, meistaranemi frá Brasilíu, Bragi Árnason prófessor og Rene Riasone frá Ítalíu. Innsti kjarni vetnisfræða ATVINNUMENNIRNIR í sam- kvæmisdönsum; Karen Björk Björg- vinsdóttir og Adam Reeve sem keppa fyrir Íslands hönd, náðu þeim góða árangri að komast í undanúrslit í Evrópumeistarakeppninni í stand- ard dönsum, sem fram fór í borginni Assen í Hollandi í gærkvöldi. Alls tóku þátt um 50 pör frá öllum Evr- ópuþjóðum og var keppnin mjög hörð og spennandi. Par frá Englandi lenti í 1. sæti. Óhætt er að segja, að þau Karen og Adam hafi náð ótrú- lega góðum árangri í sinni grein á stuttum tíma.. Framundan hjá þeim er Heimsmeistarakeppnin í stand- ardönsum sem fer fram í Englandi 24. nóvember og Heimsmeistara- keppnin í 10 dönsum en hún verður haldin í Þýskalandi 29. og 30. nóv- ember. Karen og Adam í undanúrslit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.