Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 73

Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 73
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 73 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 24. nóvember í 3 vikur frá kr. 49.962 Verð kr. 49.962 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 24. nóvember, 23 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð kr. 52.460. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina í nóvember til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 24. nóvember í 23 nætur, þar sem þú nýtur 25 stiga hita og veðurblíðu og getur kvatt veturinn í bili á þessum vinsælasta vetrar- áfangastað Evrópu við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu 18 sætin Verð kr. 59.950 Verð fyrir manninn, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 24. nóvember, 23 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð kr. 62.950 NÝVERIÐ fór fram sveinspróf í skrúðgarðyrkju við Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, en alls tóku 15 nemendur prófið. Það fór fram á nokkrum stöðum á svæði skólans, þó einna mest í verknáms- húsi skrúðgarðyrkjunnar. Nemendur þurftu að leysa 8 mis- munandi verkefni á tveimur dög- um. Sveinspróf hefur aldrei áður verið jafnfjölmennt og nú. Sex próf- dómarar höfðu yfirumsjón með prófinu en það voru þeir Oddur Hermannsson, Þorkell Einarsson, Ólafur Hilmarsson, Hjörtur Jó- hannsson, Baldur Gunnlaugsson og Ólafur Melsted, segir í frétt frá Garðyrkjuskólanum. Hópurinn sem tók sveinspróf í skrúðgarðyrkju við Garðyrkjuskóla ríkisins. Luku sveins- prófi í skrúð- garðyrkju Kosningaskrifstofa Björns Bjarnasonar opnuð. Björn Bjarna- son opnar kosningaskrifstofu vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að Sætúni 8 í dag klukkan 16. Kosningaskrifstofa Sigurðar Kára opnuð. Sigurður Kári Krist- jánsson opnar kosningaskrifstofu vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Bankastræti 5 klukkan 14 í dag. Boðið verður upp á kaffi, skemmtiatriði og meðlæti. Kosningavaka Samfylking- arinnar. Kosningavaka Samfylking- arinnar í Reykjavík vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík verður á Hótel Borg í kvöld og hefst klukkan 21. Í DAG STJÓRNMÁL Málstofa hagfræðisviðs verður haldin mánudaginn 11. nóvember 2002 kl. 15:30 í Sölvhóli. Frummælandi er Ásgeir Jónsson og ræðir peningamálastefnu á mið- stýrðum vinnumarkaði. Aðgangur er öllum heimill og er ókeypis. Næstu málstofur verða haldnar 25. nóv- ember n.k. á sama tíma og stað. Frummælendur þá verða Magnús Harðarsson og Páll Harðarson og fjalla þeir um aðferðafræði við þjóð- hagslegt mat á áhrifum stór- iðjuframkvæmda. Þann 9. desember talar Tryggvi Þór Herbertsson um aldurssamsetningu og atvinnuleysi. Á NÆSTUNNI Minningarathöfn. Stutt minning- arathöfn um hermenn frá Bretlandi og bresku samveldislöndunum verð- ur haldin í hermannagrafreitnum í Fossvogskirkjugarði, sunnudaginn 10. nóvember 2002, klukkan 10.45. Athöfnin er haldin til að minnast þeirra sem létu lífið í fyrstu og ann- arri heimstyrjöld. Séra Arngrímur Jónsson stjórnar athöfninni og eru allir velkomnir. Allar nánari upplýs- ingar veitir Alda Sigmundsdóttir, Breska sendiráðinu, netfang: Alda- .Sigmundsdottir@fco.gov.uk. Þýska sendiráðið mun í tilefni af minningu látinna hermanna, „Volks- trauertag“, sem er sunnudaginn 10. nóvember, minnast dagsins með breska sendiráðinu vegna „remembrance day“ og er ákveðið að hittast á bifreiðastæðinu við Fossvogskirkju þann dag kl. 10.40. Athöfnina annast séra Arngrímur Jónsson. Upplýsingafundur um virkjana- mál. Vinstrihreyfingin – grænt framboð efnir til opins fundar um virkjunarmál á Hótel Héraði, sunnu- daginn 10. nóvember kl 14:00. Til- gangur fundarins er að leita svara við ýmsum spurningum sem snerta fyrirhugaða virkjun við Kárahnjúka. Framsögumenn á þessum fundi verða Sigurður Jóhannesson, hag- fræðingur hjá Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands og Skarphéðinn Þóris- son, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands. Lokasprettur Vísindadaga. Á sunnudag lýkur umfangsmikilli dag- skrá Háskóla Íslands á vísinda- dögum með opnu húsi í viðskipta- og hagfræðideild, unglinganámskeiði og hönnunarsamkeppni unglinga í Háskólabíói. Klukkan 13 - 15 verður opið hús fyr- ir alla fjölskylduna hjá viðskipta- og hagfræðideild í Odda. Þar verður ýmislegt skemmtilegt að gerast, leikir og fróðleikur í bland. Nemar í viðskiptafræði leggja þrautir fyrir börn og unglinga í tölvuveri og kennarar deildarinnar svara spurn- ingum á borð við „Af hverju eru verkföll?“ og „Er algjört rugl að kaupa lottómiða?“ auk annarra spurninga um viðskipta- og hag- fræði sem brenna á gestum. Allir velkomnir. Unglinganámskeið í eðlisfræði, Þurrís og hamskipti efna, er hið síð- asta í röð fjölbreyttra námskeiða fyrir 14-16 ára, sem hafa verið á dag- skrá í Vísindaviku. Fullbókað er á námskeiðið. Á sama tíma standa Verkfræðideild Háskóla Íslands og Barnasmiðjan fyrir hönnunarsamkeppni. Hópar af mið- og efsta stigi ólíkra grunnskóla keppa. Samkeppnin og hönnun þrautar er undir stjórn Tómasar Rasmus kennara en Barnasmiðjan leggur til allan efnivið úr Legó Dacta tæknikubbum. Kennarar og nemendur í verkfræðideild aðstoða við undirbúning keppninnar. Rektor Háskóla Íslands, Páll Skúlason, af- hendir vinningshöfum verðlaun fyrir afrekið. Keppnin fer fram í Sal 1 í Háskólabíói, klukkan 13-15. Allir velkomnir. Allar nánari upplýsingar um dag- skrána er að finna á heimasíðu Há- skólans, hi.is. Fyrirlestur um tungumál Donald Davidson, prófessor í heim- speki við Kaliforníu-háskólann í Berkeley mun flytja opinberan fyr- irlestur á vegum heimspekideildar n.k. sunnudag 10. nóvember kl. 16:00 í hátíðasal Háskóla Íslands. Davidson er fremstur í röð núlifandi bandarískra heimspekinga. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „What is Special about Language and Language- Related Thought?“ Fyrirlestur Davidson er öllum op- inn. Málfundur um íslensku fyrir út- lendinga. Hvernig tekið er á móti innflytj- endum og börnum þeirra hefur mikil áhrif á afdrif þeirra í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykillinn að menningu hverrar þjóðar og vegur tungumálakennsla því einna þyngst í vel heppnaðri móttöku innflytjenda. Hvernig skyldi málum háttað hér á landi? Er ábyrgðin öxluð? Sunnudaginn 10. nóvember næst- komandi stendur Heimsþorp – sam- tök gegn kynþáttafordómum á Ís- landi fyrir málfundi um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga. Meðal frummælenda er Ingibjörg Hafstað og er öllum velkomið að taka þátt í umræðum. Fundurinn verður á efri hæð Sólon í Banka- strætinu kl. 15:00 sunnudaginn 10. nóvember. Á MORGUN Hljómsveitin Helgi og hljóðfæra- leikararnir leikur í Stúdentakjall- aranum í kvöld, laugardagskvöldið 9. nóvember, kl. 22.30. „Hljómsveitin leikur rokk og ról eft- ir bestu getu,“ segir í tilkynningu um tónleikana og einnig að hún sé undir áhrifum víða að, en að textarn- ir séu sóttir í daglegt líf. Miðaverð er 500 krónur. Í DAG NORRÆNA vísindaakademían, NORFA, hefur ákveðið að styðja al- þjóðlegan sumarskóla í vetnistækni sem haldinn verður á Íslandi í júní 2003. Að sögn Þorsteins I. Sigfús- sonar prófessors er búist við um 40 stúdentum víða að frá Norðurlönd- unum og öðrum löndum í tengslum við sumarskólann. Íslenskir og er- lendir sérfræðingar á sviði vetnis- tækni munu kenna við sumarskólann en skólinn er einkum ætlaður nem- endum í meistara- og doktorsnámi. Vetnisfræði eru nú kennd við Há- skóla Íslands og myndar sextán manna hópur innsta kjarnann í þeim fræðum. Hann má sjá hér á mynd- inni en frá vinstri talið eru það þau Hjalti Páll Ingólfsson meistaranemi, Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor og stjórnarformaður Íslenskrar Ný- Orku, Þorsteinn Þorsteinsson dós- ent, Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku, Sveinn Ólafsson fræðimaður, Árni Ingason meistaranemi, Helgi Þór Ingason dósent, Hannes Jónsson prófessor, María Maack, verkefnis- stjóri Íslenskrar NýOrku, Fanney Frisbæk meistaranemi, Finnbogi Óskarsson meistaranemi, Michael Cummings, Fulbright-styrkþegi frá Bandaríkjunum, Ingvar Hlynsson meistaranemi, Gabríel Camargo, meistaranemi frá Brasilíu, Bragi Árnason prófessor og Rene Riasone frá Ítalíu. Innsti kjarni vetnisfræða ATVINNUMENNIRNIR í sam- kvæmisdönsum; Karen Björk Björg- vinsdóttir og Adam Reeve sem keppa fyrir Íslands hönd, náðu þeim góða árangri að komast í undanúrslit í Evrópumeistarakeppninni í stand- ard dönsum, sem fram fór í borginni Assen í Hollandi í gærkvöldi. Alls tóku þátt um 50 pör frá öllum Evr- ópuþjóðum og var keppnin mjög hörð og spennandi. Par frá Englandi lenti í 1. sæti. Óhætt er að segja, að þau Karen og Adam hafi náð ótrú- lega góðum árangri í sinni grein á stuttum tíma.. Framundan hjá þeim er Heimsmeistarakeppnin í stand- ardönsum sem fer fram í Englandi 24. nóvember og Heimsmeistara- keppnin í 10 dönsum en hún verður haldin í Þýskalandi 29. og 30. nóv- ember. Karen og Adam í undanúrslit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.