Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKA karlalandsliðið á Ól-
ympíuskákmótinu í Bled vann góð-
an sigur í 12. umferð mótsins gegn
gríðarsterku stórmeistaraliði Rúm-
eníu. Rúmenar eru með 14. sterk-
asta lið keppninnar og voru stiga-
hærri á öllum borðum. Íslendingar
eru hins vegar fyrir neðan 40. sæti í
styrkleikaröðinni. Helgi Ólafsson
sigraði í sinni skák en aðrir gerðu
jafntefli og lokaúrslitin urðu því
2½-1½ Íslendingum í vil. Á tímabili
gerðu menn sér jafnvel vonir um að
sigurinn yrði stærri, því Helgi Áss
Grétarsson virtist hafa mjög væn-
lega stöðu í sinni skák.
1. A. Istratescu (2.615) - Hannes
Hlífar ½-½
2. V. Nevednichy (2.555) - Helgi
Áss ½-½
3. L. Vajda (2.576) – Helgi Ólafs-
son (2.476)
4. M Parligras (2.490) – Þröstur
Þórhallsson ½-½
Þrátt fyrir tapið í 12. umferð
svarar frammistaða Hannesar Hlíf-
ars á mótinu til 2.687 skákstiga og
er hann því enn ofarlega á lista yfir
þá sem hafa staðið sig best á
mótinu. Árangur Helga Ólafssonar
er einnig prýðilegur og svarar til
2.565 stiga. Aðrir í liðinu eru ekki í
hópi þeirra 200 efstu.
Íslenska liðið er nú í
27.-36. sæti ásamt
Danmörku og Finn-
landi, en Norðmenn
eru með hálfum vinn-
ingi minna. Meðal ann-
arra þjóða sem eru
með jafnmarga vinn-
inga og Ísland má
nefna Tékkland, Kúbu
og Bandaríkin.
Íslenska kvennaliðið
tapaði fyrir liði Suður-
Afríku 1-2. Aldís Rún
Lárusdóttir sigraði í
sinni skák:
1. Guðfríður Lilja –
C. van der Merwe Cecile 0-1
2. Harpa Ingólfsdóttir - M. Pret-
orius 0-1
3. Aldís Rún Lárusdáttir – C.
Bleazard 1-0
Íslenska kvennaliðið er í 66.-70.
sæti þegar tvær umerðir eru til
loka mótsins með 16 vinninga.
Harpa Ingólfsdóttir er á lista yfir
þá sem hafa fengið hlutfallslega
flesta vinninga á mótinu, en hún er í
140. sæti.
Rússar hafa náð tveggja vinninga
forystu í opnum flokki og eru með
34½ vinning. Ungverjar eru í öðru
sæti með 32½ vinning og Armenar í
því þriðja með 30 vinninga. Þar á
eftir koma Georgía, Kína og Ísrael
með 29½ vinning. Svíar eru efstir
Norðurlandaþjóðanna, eru í 15.-21.
sæti með 28 vinninga.
Kínverjar náðu að komast upp að
hlið Georgíu í kvennaflokki í 12.
umferð og eru liðin með 25½ vinn-
ing. Rússar eru næstir með 25 vinn-
inga, en ólíklegt er að önnur lið
blandi sér í baráttuna um efsta sæt-
ið. Í þrettándu og næstsíðustu um-
ferð mætir íslenska karlaliðið Kas-
akstan, sem er aðeins stigahærra
lið en Íslendingar. Kvennaliðið
mætir Costa Rica.
Atskákmót Reykjavíkur
hefst á mánudag
Atskákmót Reykjavíkur verður
að þessu sinni teflt á tveimur mánu-
dagskvöldum. Mótið hefst mánu-
daginn 11. nóvember kl. 19:30 og þá
verða tefldar fjórar atskákir (25
mínútur). Mótinu lýkur svo mánu-
daginn 18. nóvember, en þá hefst
taflmennskan einnig kl. 19:30 og
verða þrjár síðustu umferðirnar
tefldar. Mótið fer fram í Hellisheim-
ilinu, Álfabakka 14a, efstu hæð.
Titilinn Atskákmeistari Reykja-
víkur hlýtur sá Reykvíkingur sem
bestum árangri nær. Mótið er jafn-
framt Atskákmót Hellis, en Atskák-
meistari Hellis verður sá fé-
lagsmaður sem bestum árangri nær
á mótinu.
Verði tveir jafnir í baráttunni um
annan hvorn titilinn verður teflt
tveggja skáka hraðskákeinvígi.
Verði jafnt að því loknu verður
tefldur bráðabani. Verði fleiri en
tveir jafnir verður tefld einföld um-
ferð, hraðskák. Verði enn jafnt
verður gripið til bráðabana. Verð-
laun:
1. vl. 10.000 kr.
2. vl. 6.000 kr.
3. vl. 4.000 kr.
Þátttökugjald verður 1.000 kr.
fyrir 16 ára og eldri, en 700 kr. fyrir
15 ára og yngri.
Þriðji sigurinn í röð
á Ólympíumótinu
Aldís Rún Lárusdóttir Helgi Ólafsson
Daði Örn Jónsson
SKÁK
Bled, Slóvenía
35. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ
25. okt.–10. nóv. 2002
Á HEIMSÞINGI InterPride,
sem haldið var í San Francisco í
Bandaríkjunum dagana 31.
október til 3. nóvember sl., var
samþykkt að heimsþing sam-
takanna árið 2004 færi fram í
Reykjavík. Upphaflega sóttust
Berlín í Þýskalandi og St. Louis
í Bandaríkjunum einnig eftir að
fá að halda þingið, en í San
Francisco voru greidd atkvæði
um umsókn Hinsegin daga í
Reykjavík og Gay Pride í St.
Louis. Reykjavík hlaut 84 at-
kvæði en St. Louis 55. Um 120
hátíðir í 90 borgum víðs vegar
um heiminn eiga aðild að Int-
erPride.
InterPride eru heimssamtök
borga sem halda hinsegin há-
tíðir (Gay Pride). Ár hvert
sækja um 20 milljónir manna
þær 120 Pride-hátíðir sem eiga
aðild að InterPride. Borgirnar
eru í 24 löndum í sex heims-
álfum. Hinsegin dagar í
Reykjavík hafa verið aðilar að
InterPride frá árinu 1999. Á að-
eins fjórum árum hafa Hinseg-
in dagar vaxið í að vera þriðja
stærsta hátíðin sem haldin er í
Reykjavík, en í ár sóttu yfir 30
þúsund manns hátíðina, segir í
fréttatilkynningu.
Heimsþing InterPride eru
haldin í októbermánuði ár
hvert. Næsta heimsþing verður
haldið í Montreal í Kanada. Um
tvö til þrjú hundruð fulltrúar
sitja ráðstefnuna hverju sinni.
Reykjavíkurborg, Flugleiðir og
utanríkisráðuneytið styrktu
umsókn Hinsegin daga í
Reykjavík.
Heimsþing
InterPride
á Íslandi
árið 2004
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
ATVINNA ÓSKAST
Viðskiptafræðingur
28 ára, óskar eftir framtíðar- eða tímabundnu
starfi. Nýkominn frá Spáni eftir 9 mánaða dvöl
þar ytra. Hefur góða reynslu af fjármálum, fjár-
málamarkaði og framleiðslu. Enska/spænska.
Góð meðmæli. Áhugasamir hafi samband á
okbarce@hotmail.com eða í síma 661 3522.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Haustfundur
Heilsuhringsins
verður haldinn í Norræna húsinu
í dag, laugard. 9. nóv. kl. 14.00.
Fyrirlesarar:
Brynjólfur Snorrason, sjúkranuddari.
Er rafmengun hugarburður eða staðreynd?
Valdemar G. Valdemarsson, rafeindavirkja-
meistari: Rafsegulsvið! - Hætta eða hugarvíl.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Heilsuhringurinn.
NAUÐUNGARSALA
Nauðungarsala
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1,
Sauðárkróki, fimmtudaginn 14. nóvember 2002 kl. 14.00 á
eftirtöldum eignum:
Fornós 5, Sauðárkróki, þingl. eign Hönnu Bryndísar Þórisdóttur.
Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður.
Þormóðsholt, Akrahreppi, þingl. eign Sævars Þrastar Tómassonar.
Gerðarbeiðandi er Kaldbakur hf.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
7. nóvember 2002.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu
7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
2ja ha spilda úr Möðrudal (Fjallakaffi), Jökuldalshreppi, þingl. eig.
Vilhjálmur Snædal, gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður, miðvikudaginn
13. nóvember 2002 kl. 14.00.
Árskógar 20, fastanr. 217-5461, Austur-Hérað , þingl. eig. Emil Jóhann
Árnason, gerðarbeiðandi Loðnuvinnslan hf., miðvikudaginn 13.
nóvember 2002 kl. 14.00.
Bláskógar 7, fastanúmer 217-5517, Egilsstaðir, þingl. eig. Dagur
Kristmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn
13. nóvember 2002 kl. 14.00.
Brattahlíð 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson, gerðarbeið-
endur Lífeyrissj. starfsm. rík. B-deild, Lífeyrissjóður Austurlands
og Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðvikudaginn 13. nóvember
2002 kl. 14.00.
Brekkubrún 3A, Fellabæ, þingl. eig. Sigurður Þórðarson, gerðarbeið-
andi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. nóvember 2002 kl. 14.00.
Góa NS-8, skipaskrárnúmer 6605, þingl. eig. Emil Sævar Gunnarsson,
gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestfirðinga, miðvikudaginn 13. nóvem-
ber 2002 kl. 14.00.
Hafnargata 24, Seyðisfirði, þingl. eig. Nils Anders Helge Olsson,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 13. nóvember
2002 kl. 14.00.
Hjaltastaður I og II, Austur-Héraði, ásamt gögnum og gæðum, endur-
bótum og viðaukum, framleiðslurétti og öllum öðrum réttindum
hverju nafni sem nefnast, þingl. eig. Jarðeignir ríkisins, gerðarbeið-
endur Lánasjóður landbúnaðarins og Lífeyrissjóður bænda, miðviku-
daginn 13. nóvember 2002 kl. 14.00.
Vallholt 23, Vopnafirði, þingl. eig. Björgvin Agnar Hreinsson, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. nóvember 2002
kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
7. nóvember 2002.
TIL SÖLU
Lagerútsala
Í dag, laugardaginn 9. nóvember, verður
lagerútsala frá kl. 13 til kl. 16
Seld verða leikföng í úrvali: Bílar, RISAEÐLUR
með hljóðum, dúkkur, gæsaveiðitækið vin-
sæla, tölvustýrðir jeppar og fjórhjól, stórar
vatnsbyssur, mikið úrval leikfanga í skóinn.
Ódýrar KAFFIVÉLAR og brauðristar. VEIÐAR-
FÆRI: Stangir, hjól, veiðikassar, flugulínur,
vöðluskór, veiðifatnaður. Ódýrar vöðlur í
stærðunum 41-42. VERKFÆRAKASSAR á
lækkuðu verði. ÞURRKGRINDUR fyrir þvott.
GERVIJÓLATRÉ á góðu verði. Hleðslubatterí,
búráhöld og fleira. Lítið við, því nú er tækifæri
til þess að gera góð kaup og kaupa ódýrar jóla-
gjafir og ýmsar vörur á góðu verði. Kredit- og
debitkortaþjónusta.
I. Guðmundsson ehf.,
Skipholti 25, 105 Reykjavík.
TILKYNNINGAR
Gvendur dúllari ehf.
Fornbókaverslun
Líka opið laugardaga 11-17
Klapparstíg 35, sími 511 1925
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Sunnudagur 10. nóvember.
Akrafjall „Akrafjall og Skarðs-
heiði eins og fjólubláir draum-
ar...“ Nk. sunnudag verður geng-
ið á Akrafjall. Gengið verður upp
fjallið að vestanverðu og endað
á slóðum Jóns Hreggviðssonar.
5 klst. ganga.
Brottför frá BSÍ kl. 11 á sunnud.
með viðkomu í Mörkinni 6. Verð
f. félagsmenn 1.700 kr. Aðrir
1.900 kr. Fararstjóri: Reynir Ing-
ibjartsson.
Kilimanjaro — 13. nóvember
kl. 20.00. Myndakvöld: Ferð á Ki-
limanjaro.
Aðventuferð í Þórsmörk 30.
nóv.—1. des. Áramót í Land-
mannalaugum 29. des.—1. jan.
Upplýsingar á www.fi.is ATVINNA
mbl.is