Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 59
FRÆNDI minn og góðkunningi Þor- kell Valdimarsson, sonur Valdimars Þórðarsonar, kaupmanns (Silli og Valdi), hringdi til mín fyrir allmörg- um árum, og kvaðst í nafni föður síns ætla að gefa húsið á horni Ægisgötu og Vesturgötu, það var kallað Bolsa- bær eða Alþýðan, en það var heimili Ottós Þorlákssonar, sem var fyrsti forseti Alþýðusambands Íslands, Karolínu Siemsen, konu hans og nafnkunnra barna þeirra, Hendriks, Jafets og þeirra systkina. Gjöfin var til minningar um veru Valdimars í jafnaðarmannafélagi Ólafs Friðriks- sonar. Valdimar var þar kjörinn í hjól- reiðanefnd og utanbæjarnefnd á sín- um tíma. Þegar Þorkell kvaðst ætla að gefa Alþýðubandalaginu húsið þá gerði ég þá athugasemd að það ætti hann ekki að gera. Þorkell spurði „Hversvegna ekki?“ Ég sagði „Al- þýðubandalagið er litföróttur flokkur og ekkert á það að treysta, eitt í dag og annað á morgun.“ „Hverjum á ég þá að gefa húsið?“ spurði Keli. Ég svaraði „Gefðu MFA, Menningar- og fræðslusamtökum alþýðu, húsið, það eru ekki flokkspólitísk samtök en þau varðveita sögu verkalýðsbaráttu á Ís- landi.“ „Þá geri ég það,“ svaraði Þor- kell og svo var ljósmyndari kallaður á vettvang og við staðfestum gjöfina með handabandi eins og myndin ber með sér. Á myndinni sjáumst við Þorkell takast í hendur, meðal viðstaddra þekki ég Björn Blöndal, sem lengi var starfsmaður hjá Pétri Snæland, aðrir eru Reykvíkingar sem voru viðstadd- ir gjörninginn. Gjöfinni fylgdi skjöldur sem átti að setja á húsið þegar MFA hefur veitt því viðtöku. Skjöldurinn mun vera týndur nú. Enda var húsinu ekki breytt í minjasafn eins og fyrirhugað var, heldur selt Þorsteini Jónssyni listfræðingi. Alþýðusambandið notaði andvirðið og breytti því í steinsteypu inni á Grensásvegi. Þegar 50 ár voru liðin frá því að fyrsta kröfugangan í Reykjavík var farin, efndi MFA til sýningar á Laugavegi í Rúblunni, sem svo var kölluð. Þar voru sýndar myndir og gögn frá starfi verkalýðsins, m.a. ljós- mynd sem tekin var af fyrstu kröfu- göngunni í Reykjavík. Nú er þessi ljósmynd og gögnin öll týnd og tröll- um gefin. Nefndin sem stóð fyrir sýn- ingunni var skipuð vaskleikamönnum sem eru enn á lífi, þeir voru Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur, Baldur Óskarsson stjórnmálamaður, Ólafur Hannibalsson, skrifstofustjóri Alþýðusambandsins þá, Hjörleifur Sigurðsson listmálari og Snorri Jóns- son, var þá forseti Alþýðusambands Íslands. Nú finnst ekkert af þessum gögn- um og hindrar það mjög rannsókn á sögu verkalýðshreyfingarinnar í Reykjavík. Þessari mynd fylgir kveðja til full- trúa á nýlokinni ráðstefnu Alþýðu- sambands Íslands. Þeir þyrftu að hyggja betur að sögu alþýðusamtaka. P.S. Það er umhugsunarefni þeim sem áhuga hafa á verkalýðsmálum að Morgunblaðið skuli beðið að minnast þess að 70 ár eru liðin nú í dag, 9. nóv- ember, síðan bardaginn mikli var háð- ur á bæjarstjórnarfundi í Góðtempl- arahúsinu og hrundið kaup- lækkunarherferð bæjarstjórnar- meirihlutans á hendur verkamönnum í atvinnubótavinnu. Svo mjög hefur dregið úr þreki stéttasamvinnupost- ula ASÍ og „Eflingar“ að þeir orka ekki framar að minnast merkra at- burða eigin sögu. Nefna má að Hendrik Ottósson var einn hinn djarfasti dagsbrúnarmanna er vörðust kylfuhöggum lögreglu- manna þennan dag. Hann mun vera fyrirmynd Þórðar gamla halta í sögu Halldórs Kiljans Laxness frá þessum Brávallabardaga þennan dag. Fræg- astur bardagamanna á orustuvelli var þó Héðinn Valdimarsson er rétti stól- fætur út um glugga Gúttó og gekk vasklega fram í fylkingarbrjósti. Þegar Bolsabær var gefinn Þing ASÍ fyrir síðustu helgi varð Pétri Péturssyni tilefni til að rifja upp atvik sem hann telur sýna skeytingarleysi alþýðusamtaka fyrir sögu sinni. Höfundur er þulur. Félag eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, 28. okt. 2002. 22 pör Meðalskor 216 stig Árangur N-S Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 269 Magnús Halldórss. - Þorsteinn Laufdal 258 Óskar Karlss. - Guðlaugur Nielsen 244 Árangur A-V Kristján Ólafss. - Ólafur Gíslas. 280 Þórólfur Meyvantss. - Halla Ólafsd. 257 Jóhann M. Guðmunds. - Hjálmar Gíslas. 241 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 31. október. 22 pör. Með- alskor 216 Árangur N-S Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 267 Björn E Péturss. - Hilmar Ólafss. 243 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 237 Árangur A-V Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 289 Óskar Karlss. - Guðlaugur Nielsen 270 Sigurleifur Guðjónss. - Guðm. G. Guðm. 242 Þann 28. október lauk hinu árlega minningarmóti um Jón Hermannss. fyrsta keppnisstjóra hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Það er í síðasta skipti sem þetta mót er haldið, en í haust eru 10 ár liðin frá stofnun deildarinnar Að venju var spiluð tvímennings- keppni og stóð keppnin yfir í 6 mánu- daga. Aðeins 5 bestu umferðir hvers spilara giltu. Árangur efstu manna varð þannig: Magnús Oddss. 1272 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 1229 Kristján Ólafss. 1213 Björn E. Péturss. 1201 Eysteinn Einarss. 1200 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Alltaf á þriðjudögum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.