Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 39 LEIKRITIÐ Með vífið í lúkunum verður sýnt í 60. sinn á Stóra sviði Borgarleikhússins annað kvöld, laugardagskvöld. Þá er einnig von á tuttuguþúsundasta áhorfandan- um. Með Vífið í lúkunum var frum- sýnt vorið 2001 og er því á fjöl- unum þriðja leikárið í röð. Nokkur mannaskipti hafa orðið í sýning- unni á þessum tíma, en með aðal- hlutverkin fara þau Helga Braga Jónsdóttir, Steinn Ármann Magn- ússon, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Eggert Þorleifsson. Með vífið í lúkunum í 60. skipti Kasa-hópurinn kemur fram á Tí- brár-tónleikum í Salnum í Kópa- vogi nk. sunnudag. Á verkefna- skránni er tónlist undir yfirskriftinni Sköpunargleði hins unga Beethovens. Eins og yf- irskriftin gefur til kynna verða flutt verk sem Ludwig van Beethoven samdi ungur að árum og heyrast ekki oft. Flytjendur eru Nína Margrét Grímsdóttir, pí- anó, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, lágfiðla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. „Fyrst spilum við sónötu nr. 2 í A-dúr. Þetta er ein af hans fyrri sónötum og er hún ekki mjög stór í sniðum. Hún er létt músíklega og indæl áheyrnar. Svo spilum við Kvartett fyrir píanó og strengi ópus 16 í Es-dúr. Ég held að Beethoven hafi verið 26 ára gam- all þegar hann samdi verkið. Hann var mjög praktískur því hann skrifaði verkið bæði fyrir píanó og strengi sem kvartett og fyrir píanó og blásturshljóðfæri sem kvintett og þannig er verkið betur þekkt og oftar flutt. Ég er ekki viss að verkið hafi heyrst mjög oft í strengjaútgáfunni. Kvartettinn var að miklu leyti saminn undir áhrifum frá Kvint- ett í Es-dúr fyrir blásturshljóð- færi og píanó eftir Mozart. Beethoven heillast mjög af því verki og sjálfur var Mozart mjög ánægður með það verk.“ Í upphafi tónleikanna flytur Karólína Eiríksdóttir tónskáld stutt og hnitmiðað erindi um tón- leikana. Meðan á þeim stendur verður tónsmiðja fyrir börn þriggja ára og eldri í umsjón Sig- ríðar Pálmadóttur lektors við Kennaraháskólann. Sjónum barnanna verður beint að tón- skáldinu Beethoven og þau fá ásláttarhljóðfæri til að leika á og fá að hlusta á tónlist. „Okkur finnst skemmtilegt að fjölskyldan geti komið og allir fá eitthvað við sitt hæfi. Ég veit ekki til þess að almennt sé boðið upp á skapandi barnagæslu á tónleikum eins og við ætlum að gera.“ Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa yfir til kl. 17 án hlés. Frítt kaffimeðlæti í boði Kökuhornsins verður frá kl. 15.30 og aðgangs- eyrir verður 1.500 kr. og 1.200 kr. fyrir aldraða og námsmenn. Sköpunargleði hins unga Beethovens Morgunblaðið/Jim Smart Kasa-hópurinn. Sigrún Eðvaldsdóttir, Nína Margrét Grímsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Helga Þórarinsdóttir. Ari Trausti Guðmundsson hlaut í ár Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir Vegalínur sem er frumraun hans á sviði sagnagerðar. Í umsögn dómnefndar sagði meðal annars: „Vegalínur geymir einstaklega lifandi og myndrænar sögur.“ Sérlega læsileg bók sem koma mun lesendum skemmtilega á óvart. Ari Trausti Guðmundsson Til hamingju Ari Trausti! Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 2002 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 93 17 11 /2 00 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.