Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 57 EINAR Kristinn Guðfinnsson al- þingismaður og formaður sjáv- arútvegsnefndar Al- þingis, hefur fyrir löngu getið sér orð sem mjög dugmikill þingmaður sem eftir er tekið. Hann hefur með verkum sínum sýnt að hann er traustsins verður. Reynsla hans af störfum að sjáv- arútvegsmálum er margþætt, sem stjórnandi og forystumaður í fé- lagsstarfi sjávarútvegsins, meðal annars sem formaður Fiskifélags Ís- lands um árabil. Þessi reynsla hefur nýst honum vel á vettvangi stjórn- málanna. Þar hefur hann komið fram sem kraftmikill og harður málsvari byggðanna og sjávarútvegsins, en einnig maður sem hefur getað tryggt niðurstöðu í ágreiningsmálum og haft skilning á ólíkum sjónarmiðum. Slíkir menn ná árangri og þurfum við að tryggja Einari Kristini Guð- finnssyni ótvíræðan stuðning í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Norð- vesturkjördæmi þann 9. nóvember nk. Harður málsvari sjávarútvegsins Skarphéðinn Gíslason, skipstjóri og for- maður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum, skrifar: ÉG styð Sigrúnu Grendal í próf- kjöri Samfylkingarinnar og hvet ykkur til hins sama. Sigrún er atorkusöm ung kona og hefur ávallt gefið sig alla í þau verk- efni sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er hreinskiptin og heiðarleg og kem- ur til dyranna eins og hún er klædd. Ég er sannfærð um að Sigrún yrði góður fulltrúi Sam- fylkingarinnar á komandi kosn- ingavetri. Sigrún hefur sannað sig sem baráttumanneskja þar sem hún fór fyrir tónlistarkennurum í kjara- baráttu þeirra á síðastliðnu ári. Þar sýndi hún áræði og þrautseigju sem vakti athygli. Sigrún er talsmaður lista, menningar- og menntamála ásamt því að hafa mikinn áhuga á byggða- og umhverfismálum. Henni er annt um fólk og vill jafna lífskjör og bæta lífsskilyrði aldraðra, ör- yrkja og sjúkra. Sigrún Grendal býður sig fram í 5.–6. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík og ég er sann- færð um að hún mun reynast verð- ugur fulltrúi allra kynslóða á vettvangi stjórnmála. Ég skora á Samfylkingarfólk að veita Sigrúnu brautargengi í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík 9. nóvember næstkomandi. Styðjum Sigrúnu Grendal í 5.–6. sæti Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir skrifar: VALDIMAR Leó Friðriksson er sannur verkalýðsmaður og framtíð- arforingjaefni. Hann hef unnið lengi að málefnum fatl- aðra. Laun hjá stuðningsfulltrúum og þroskaþjálfum hafa verið skamm- arlega lág. Valdimar hefur með krafti og seiglu vakið upp ný viðhorf í launamálum fólks sem vinnur á sambýlum, dagvist og vinnustöðum fatlaðs fólks. Valdimar „vísitölutryggir“ laun starfsmanna við gæði vinnunnar. Það hefur sýnt sig á sambýlum- og vinnustöðum fatlaðra að gott starfsfólk helst lengur í vinnu ef launin eru góð, sem gerir það að verkum að bæði aðstandendum og þjónustuþegum líður betur. Valdimar situr í stjórn SFR og er í samningarnefnd um launamál á stofnunum. Valdimar er framkv.stj. Aftureld- ingar og formaður UMSK, sem er bandalag 26 íþróttafélaga. Í huga Valdimars er manneskja alltaf nr. eitt. Valdimar mun sinna vel eldri borgurum, hann mun berjast gegn einelti og beita sér gegn eit- urlyfjum. Valdimar gefur kost á sér í fjórða sætið. Samfylkingarmaður góður, vonandi veitir þú honum stuðning. Valdimar í fjórða sætið Jan Agnar Ingimundarson deildarstjóri skrifar: ÉG get ákaflega stoltur og glaður mælt með því við Samfylkingarfólk í Suðurkjördæmi að kjósa Björgvin G. Sigurðsson í 2. sæti í prófkjörinu 9. nóvember. Hann er ungur maður sem hefur unnið gott starf, hvort heldur er sem talsmaður Grósku, ritstjóri Stúdentablaðsins, varaþingmaður á Al- þingi eða framkvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar undanfarin þrjú ár. Yngsti framkvæmdastjóri stjórn- málaflokks á Íslandi. Björgvin er fulltrúi okkar unga fólksins og ég skora á kjósendur í flokksvalinu að tryggja framgöngu hans. Hann hefur sett okkar mál á oddinn: íbúðir fyrir ungt fólk, vaxta- laus húsnæðislán fyrstu ár eftir út- skrift, hækkun námslána og mark- vissa menntabyltingu. Svo dæmi séu tekin. Tryggjum Björgvini öruggt sæti. Björgvin er maður unga fólksins Kári Þorleifsson skrifar: SJÁLFSTÆÐISMENN í hinu nýja Norðvesturkjördæmi munu ganga til prófkjörs hinn 9. nóv- ember og velja frambjóðendur til Alþingiskosninga næsta vor. Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður er góð- ur fulltrúi sjálf- stæðismanna í hinu nýja kjördæmi. Hann hefur sýnt það með störfum sínum að hann hefur viljann til verka og afl til framkvæmda. Það skiptir almenning máli að fulltrúar hans á Alþingi hafi mannkosti, vilja og ekki síst persónuleg áhrif til að vinna kjördæmi sínu vel. Einar Oddur er slíkum kostum búinn. Hann hefur víðtæka reynslu á mörgum sviðum þjóðlífsins og það jarðsamband við samfélagið sem margur þingmaðurinn vildi hafa. Á Alþingi hefur Einar Oddur unnið ötullega fyrir landsbyggðina, m.a. að bættum samgöngum og að málefnum sjávarútvegs og land- búnaðar eins og alþjóð veit og sjá má á heimasíðu hans www.ein- aroddur.is. Einar Oddur Krist- jánsson verður einn af öflugustu alþingismönnum hins nýja kjör- dæmis svo og þjóðarinnar allrar, njótum krafta hans áfram og styðj- um hann til Alþingis. Styðjum Einar Odd Sigurbjörn Svavarsson skrifar: ÉG hvet allt Samfylkingarfólk, sem ann lýðræði og frjálsræði, til að kjósa Birgi Dýrfjörð í prófkjörinu 9. nóvember. Birgir hefur í mörg ár verið ötull talsmaður þess að al- þýða manns standi sjálf upp móti kúgun og óréttlæti hvernig sem það birtist. Menn gætu haldið að slík hugsun væri gamaldags og úr tísku. Birgir er hvorki gamaldags né úr tísku. Hann er í anda með yngstu mönnum sem ég þekki. Kvótakerfið er sú kúgun og mis- rétti, sem hann hefur hvað hat- rammast barist á móti. Og nú er gjafakvótinn að renna inn í fá útgerðarfyrirtæki, sem stækka sífellt. Síðan er farið að tala um að út- lendingar fái e.t.v. að fjárfesta í slík- um fyrirtækjum. Slíkt gæti auðveld- lega gerst í einkavæðingaræði núverandi ríkisstjórnar, sem segir þá að hinn „heilagi markaður“ krefj- ist þess. Þá hafa Íslendingar misst end- anlega auðlind þjóðarinnar. Móti slíku hefur Birgir barist manna hraustlegast. Kjósum því mann, sem þorir að hafa skoðun og berjast af alefli fyrir henni. Birgi Dýrfjörð í sjötta sæti Pétur Jónsson, fyrrv. borgarfulltrúi, skrifar. ALLIR geta verið sammála um að stjórnmálamenn þurfi að vera dug- legir, góðum gáfum gæddir, hafa skýra framtíðarsýn og ekki skemmir fyr- ir að hafa smá kímni- gáfu. Hjá okkur í Sam- fylkingunni í Suður- kjördæmi er flokks- val að ganga í garð. Ég leyfi mér að fullyrða það að allir frambjóðendurnir fylla öll þau skil- yrði sem ég nefndi að ofan, og þess vegna er valið skemmtilega erfitt. Einn frambjóðenda vil ég þó nefna sérstaklega, Björgvin G. Sig- urðsson, alvöru nútíma jafn- aðarmann. Björgvin er gríðarlega duglegur maður með skarpa fram- tíðarsýn og ekki síst kraft til þess að fylgja henni eftir. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Björgvin verið mjög áberandi í pólitíkinni undanfarin ár og allir sem einhvern tíma hafa heyrt í honum vita að hér er magn- aður maður á ferð. Málið er einfalt, Björgvin í annað sætið. Björgvin í öruggt sæti Sigurjón Sveinsson, formaður Uj í Hvera- gerði, skrifar: Nýr ilmur frá FIORUCCI w w w .fo rval.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.