Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA karlalandsliðið á Ól- ympíuskákmótinu í Bled vann góð- an sigur í 12. umferð mótsins gegn gríðarsterku stórmeistaraliði Rúm- eníu. Rúmenar eru með 14. sterk- asta lið keppninnar og voru stiga- hærri á öllum borðum. Íslendingar eru hins vegar fyrir neðan 40. sæti í styrkleikaröðinni. Helgi Ólafsson sigraði í sinni skák en aðrir gerðu jafntefli og lokaúrslitin urðu því 2½-1½ Íslendingum í vil. Á tímabili gerðu menn sér jafnvel vonir um að sigurinn yrði stærri, því Helgi Áss Grétarsson virtist hafa mjög væn- lega stöðu í sinni skák. 1. A. Istratescu (2.615) - Hannes Hlífar ½-½ 2. V. Nevednichy (2.555) - Helgi Áss ½-½ 3. L. Vajda (2.576) – Helgi Ólafs- son (2.476) 4. M Parligras (2.490) – Þröstur Þórhallsson ½-½ Þrátt fyrir tapið í 12. umferð svarar frammistaða Hannesar Hlíf- ars á mótinu til 2.687 skákstiga og er hann því enn ofarlega á lista yfir þá sem hafa staðið sig best á mótinu. Árangur Helga Ólafssonar er einnig prýðilegur og svarar til 2.565 stiga. Aðrir í liðinu eru ekki í hópi þeirra 200 efstu. Íslenska liðið er nú í 27.-36. sæti ásamt Danmörku og Finn- landi, en Norðmenn eru með hálfum vinn- ingi minna. Meðal ann- arra þjóða sem eru með jafnmarga vinn- inga og Ísland má nefna Tékkland, Kúbu og Bandaríkin. Íslenska kvennaliðið tapaði fyrir liði Suður- Afríku 1-2. Aldís Rún Lárusdóttir sigraði í sinni skák: 1. Guðfríður Lilja – C. van der Merwe Cecile 0-1 2. Harpa Ingólfsdóttir - M. Pret- orius 0-1 3. Aldís Rún Lárusdáttir – C. Bleazard 1-0 Íslenska kvennaliðið er í 66.-70. sæti þegar tvær umerðir eru til loka mótsins með 16 vinninga. Harpa Ingólfsdóttir er á lista yfir þá sem hafa fengið hlutfallslega flesta vinninga á mótinu, en hún er í 140. sæti. Rússar hafa náð tveggja vinninga forystu í opnum flokki og eru með 34½ vinning. Ungverjar eru í öðru sæti með 32½ vinning og Armenar í því þriðja með 30 vinninga. Þar á eftir koma Georgía, Kína og Ísrael með 29½ vinning. Svíar eru efstir Norðurlandaþjóðanna, eru í 15.-21. sæti með 28 vinninga. Kínverjar náðu að komast upp að hlið Georgíu í kvennaflokki í 12. umferð og eru liðin með 25½ vinn- ing. Rússar eru næstir með 25 vinn- inga, en ólíklegt er að önnur lið blandi sér í baráttuna um efsta sæt- ið. Í þrettándu og næstsíðustu um- ferð mætir íslenska karlaliðið Kas- akstan, sem er aðeins stigahærra lið en Íslendingar. Kvennaliðið mætir Costa Rica. Atskákmót Reykjavíkur hefst á mánudag Atskákmót Reykjavíkur verður að þessu sinni teflt á tveimur mánu- dagskvöldum. Mótið hefst mánu- daginn 11. nóvember kl. 19:30 og þá verða tefldar fjórar atskákir (25 mínútur). Mótinu lýkur svo mánu- daginn 18. nóvember, en þá hefst taflmennskan einnig kl. 19:30 og verða þrjár síðustu umferðirnar tefldar. Mótið fer fram í Hellisheim- ilinu, Álfabakka 14a, efstu hæð. Titilinn Atskákmeistari Reykja- víkur hlýtur sá Reykvíkingur sem bestum árangri nær. Mótið er jafn- framt Atskákmót Hellis, en Atskák- meistari Hellis verður sá fé- lagsmaður sem bestum árangri nær á mótinu. Verði tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verður teflt tveggja skáka hraðskákeinvígi. Verði jafnt að því loknu verður tefldur bráðabani. Verði fleiri en tveir jafnir verður tefld einföld um- ferð, hraðskák. Verði enn jafnt verður gripið til bráðabana. Verð- laun: 1. vl. 10.000 kr. 2. vl. 6.000 kr. 3. vl. 4.000 kr. Þátttökugjald verður 1.000 kr. fyrir 16 ára og eldri, en 700 kr. fyrir 15 ára og yngri. Þriðji sigurinn í röð á Ólympíumótinu Aldís Rún Lárusdóttir Helgi Ólafsson Daði Örn Jónsson SKÁK Bled, Slóvenía 35. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 25. okt.–10. nóv. 2002 Á HEIMSÞINGI InterPride, sem haldið var í San Francisco í Bandaríkjunum dagana 31. október til 3. nóvember sl., var samþykkt að heimsþing sam- takanna árið 2004 færi fram í Reykjavík. Upphaflega sóttust Berlín í Þýskalandi og St. Louis í Bandaríkjunum einnig eftir að fá að halda þingið, en í San Francisco voru greidd atkvæði um umsókn Hinsegin daga í Reykjavík og Gay Pride í St. Louis. Reykjavík hlaut 84 at- kvæði en St. Louis 55. Um 120 hátíðir í 90 borgum víðs vegar um heiminn eiga aðild að Int- erPride. InterPride eru heimssamtök borga sem halda hinsegin há- tíðir (Gay Pride). Ár hvert sækja um 20 milljónir manna þær 120 Pride-hátíðir sem eiga aðild að InterPride. Borgirnar eru í 24 löndum í sex heims- álfum. Hinsegin dagar í Reykjavík hafa verið aðilar að InterPride frá árinu 1999. Á að- eins fjórum árum hafa Hinseg- in dagar vaxið í að vera þriðja stærsta hátíðin sem haldin er í Reykjavík, en í ár sóttu yfir 30 þúsund manns hátíðina, segir í fréttatilkynningu. Heimsþing InterPride eru haldin í októbermánuði ár hvert. Næsta heimsþing verður haldið í Montreal í Kanada. Um tvö til þrjú hundruð fulltrúar sitja ráðstefnuna hverju sinni. Reykjavíkurborg, Flugleiðir og utanríkisráðuneytið styrktu umsókn Hinsegin daga í Reykjavík. Heimsþing InterPride á Íslandi árið 2004 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Viðskiptafræðingur 28 ára, óskar eftir framtíðar- eða tímabundnu starfi. Nýkominn frá Spáni eftir 9 mánaða dvöl þar ytra. Hefur góða reynslu af fjármálum, fjár- málamarkaði og framleiðslu. Enska/spænska. Góð meðmæli. Áhugasamir hafi samband á okbarce@hotmail.com eða í síma 661 3522. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Haustfundur Heilsuhringsins verður haldinn í Norræna húsinu í dag, laugard. 9. nóv. kl. 14.00. Fyrirlesarar: Brynjólfur Snorrason, sjúkranuddari. Er rafmengun hugarburður eða staðreynd? Valdemar G. Valdemarsson, rafeindavirkja- meistari: Rafsegulsvið! - Hætta eða hugarvíl. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Heilsuhringurinn. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 14. nóvember 2002 kl. 14.00 á eftirtöldum eignum: Fornós 5, Sauðárkróki, þingl. eign Hönnu Bryndísar Þórisdóttur. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður. Þormóðsholt, Akrahreppi, þingl. eign Sævars Þrastar Tómassonar. Gerðarbeiðandi er Kaldbakur hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 7. nóvember 2002. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: 2ja ha spilda úr Möðrudal (Fjallakaffi), Jökuldalshreppi, þingl. eig. Vilhjálmur Snædal, gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður, miðvikudaginn 13. nóvember 2002 kl. 14.00. Árskógar 20, fastanr. 217-5461, Austur-Hérað , þingl. eig. Emil Jóhann Árnason, gerðarbeiðandi Loðnuvinnslan hf., miðvikudaginn 13. nóvember 2002 kl. 14.00. Bláskógar 7, fastanúmer 217-5517, Egilsstaðir, þingl. eig. Dagur Kristmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. nóvember 2002 kl. 14.00. Brattahlíð 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson, gerðarbeið- endur Lífeyrissj. starfsm. rík. B-deild, Lífeyrissjóður Austurlands og Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðvikudaginn 13. nóvember 2002 kl. 14.00. Brekkubrún 3A, Fellabæ, þingl. eig. Sigurður Þórðarson, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. nóvember 2002 kl. 14.00. Góa NS-8, skipaskrárnúmer 6605, þingl. eig. Emil Sævar Gunnarsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestfirðinga, miðvikudaginn 13. nóvem- ber 2002 kl. 14.00. Hafnargata 24, Seyðisfirði, þingl. eig. Nils Anders Helge Olsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 13. nóvember 2002 kl. 14.00. Hjaltastaður I og II, Austur-Héraði, ásamt gögnum og gæðum, endur- bótum og viðaukum, framleiðslurétti og öllum öðrum réttindum hverju nafni sem nefnast, þingl. eig. Jarðeignir ríkisins, gerðarbeið- endur Lánasjóður landbúnaðarins og Lífeyrissjóður bænda, miðviku- daginn 13. nóvember 2002 kl. 14.00. Vallholt 23, Vopnafirði, þingl. eig. Björgvin Agnar Hreinsson, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. nóvember 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 7. nóvember 2002. TIL SÖLU Lagerútsala Í dag, laugardaginn 9. nóvember, verður lagerútsala frá kl. 13 til kl. 16 Seld verða leikföng í úrvali: Bílar, RISAEÐLUR með hljóðum, dúkkur, gæsaveiðitækið vin- sæla, tölvustýrðir jeppar og fjórhjól, stórar vatnsbyssur, mikið úrval leikfanga í skóinn. Ódýrar KAFFIVÉLAR og brauðristar. VEIÐAR- FÆRI: Stangir, hjól, veiðikassar, flugulínur, vöðluskór, veiðifatnaður. Ódýrar vöðlur í stærðunum 41-42. VERKFÆRAKASSAR á lækkuðu verði. ÞURRKGRINDUR fyrir þvott. GERVIJÓLATRÉ á góðu verði. Hleðslubatterí, búráhöld og fleira. Lítið við, því nú er tækifæri til þess að gera góð kaup og kaupa ódýrar jóla- gjafir og ýmsar vörur á góðu verði. Kredit- og debitkortaþjónusta. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. TILKYNNINGAR Gvendur dúllari ehf. Fornbókaverslun Líka opið laugardaga 11-17 Klapparstíg 35, sími 511 1925 SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Sunnudagur 10. nóvember. Akrafjall „Akrafjall og Skarðs- heiði eins og fjólubláir draum- ar...“ Nk. sunnudag verður geng- ið á Akrafjall. Gengið verður upp fjallið að vestanverðu og endað á slóðum Jóns Hreggviðssonar. 5 klst. ganga. Brottför frá BSÍ kl. 11 á sunnud. með viðkomu í Mörkinni 6. Verð f. félagsmenn 1.700 kr. Aðrir 1.900 kr. Fararstjóri: Reynir Ing- ibjartsson. Kilimanjaro — 13. nóvember kl. 20.00. Myndakvöld: Ferð á Ki- limanjaro. Aðventuferð í Þórsmörk 30. nóv.—1. des. Áramót í Land- mannalaugum 29. des.—1. jan. Upplýsingar á www.fi.is ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.