Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
U
PPBYGGING Salahverfis
í Kópavogi er það ör, að
segja má, að hverfið
breyti um yfirbragð með
hverjum mánuðinum sem líður.
Neðst er hverfið þegar búið að taka á
sig mynd, fólk flutt inn í hús og íbúð-
ir og verzlun og þjónusta búin að
koma sér fyrir í nýju og fullbúnu
húsnæði. Talsvert er líka síðan að
grunnskóli og leikskóli tóku þar til
starfa.
Uppbyggingin efst í hverfinu hef-
ur einnig gengið vel. Við Kórsali og
víðar standa há fjölbýlishús, sem
þegar hafa verið tekin í notkun og
einnig er talsvert um minni fjölbýlis-
hús, þar sem íbúarnir eru þegar
fluttir inn.
Töluvert er einnig um falleg ein-
býlishús og raðhús. Af hálfu bæjar-
félagsins hefur þess verið gætt, að
láta þjónustuna ekki vanta. Sem
dæmi má nefna leikskólann við
Rjúpnasali efst í Salahverfi, en all-
langt er síðan hann var tekinn í notk-
un.
En uppbyggingin í efri hluta Sala-
hverfis heldur áfram. Við Lómasali
og víðar má sjá krana við krana líkt
og um skóg væri að ræða og heyra
má stanzlausan vélarniðinn frá stór-
virkum vinnnutækjum, svo að úr
verður samfelldur niður.
Það er því eins gott að aka varlega
um. Þetta er samt ekki annað en það
sem fylgir nútímabyggingarsvæðum
og rétt að hafa í huga, að þegar upp-
byggingin er ör og mikil, þá stendur
hún skemur. Áður en menn vita af er
risin vegleg byggð með grónum lóð-
um og umhverfi.
Þau hús, sem þegar er flutt inn í,
njóta sín vel í skammdeginu. Mörg
þeirra eru ljósum prýdd og varpa
skemmtilegri birtu á umhverfið.
Alls er gert ráð fyrir um 1.000
íbúðum í Salahverfi og að um 3.000
manns muni búa í hverfinu full-
byggðu.
Stórir gluggar
Eitt þeirra byggingarfyrirtækja,
sem haslað hafa sér völl í Salahverfi,
er Byggingarfélagið Viðar ehf., en
stofnandi þess var Viðar Daníelsson
byggingameistari. Þetta fyrirtæki
hefur látið mikið til sín taka í Kópa-
vogi og byggt þar mörg fjölbýlishús,
þar á meðal stór og áberandi fjöl-
býlishús neðarlega í Salahverfi.
Við Lómasali 6–8 er fyrirtækið
langt komið með 4–5 hæða blokk
með 24 íbúðum, sem skiptast í sextán
3ja herb. íbúðir og átta 4ra herb.
íbúðir. Þær minni eru 103 ferm. og
þær stærri 120 ferm. Arkitekt er
Kristinn Ragnarsson. Þetta er lyftu-
hús og sex íbúðir á hverri hæð.
Hverri íbúð fylgir eitt stæði í bíla-
geymslu, en úr henni er innangengt í
lyftu. Í kjallara er vagna- og hjóla-
geymsla.
Húsið er steinað í ljósum lit. Allar
íbúðir á efri hæðunum eru með svöl-
um, sem snúa í suðvestur og stórir
gluggar eru áberandi. „Gluggarnir
eru hafðir stórir með tilliti til útsýn-
isins, sem er mjög mikið,“ segir
Kristinn. „Útsýnisáttirnar eru suð-
ur, vestur og austur, en til norðurs er
húsið umlukið hærri húsum.“
„Við Íslendingar gerum aldrei nóg
af að hagnýta okkur útsýnið, sem
landið okkar er svo ríkt af,“ heldur
Kristinn áfram. „Það mætti t. d.
gjarnan nýta svalir fjölbýlishúsa bet-
ur en gert er með því að setja upp
svalaskýli. Þá er hægt að nota sval-
irnar miklu meira og lengur, kannski
300 daga á ári í staðinn fyrir 20–30
daga. Með þessu fær fólk líka auka-
rými.“
Sérinngangur er í hverja íbúð og
er gengið inn í þær eftir göngum
meðfram hlið hússins að austan-
verðu. En er þetta í samræmi við
óskir markaðsins í dag?
„Sérinngangar eru alltaf vinsæl-
ir,“ segir Kristinn. „Sameignin verð-
ur þá minni og um leið minni vinna
og fyrirhöfn við þrif. Í svona göngum
skilur fólk síður eftir skófatnað og
dót, þannig að allt verður tiltölulega
hreint.“
Í staðinn fyrir svalagang með
handriði með jafnri hæð alls staðar,
er hafður veggur með opum, þannig
að veggurinn verður hluti af útliti
hússins og bogar og hringlaga op
gefa veggnum skemmtilegra og jafn-
vel suðrænt yfirbragð.
„Með þessu verður þetta ekki bara
langur gangur,“ segir Kristinn.
„Hliðin á húsinu er heillegri en
samt brotin upp á vissan máta eins
og sagt er á fagmáli. Með þessu er
líka haldið í útsýnið, þegar komið er
út úr íbúðunum.“
Byrjað var á þessu húsi fyrir um
ári og íbúðirnar eiga að verða tilbún-
ar til afhendingar núna rétt fyrir jól-
in, fullbúnar en án gólfefna. Þriggja
herb. íbúðirnar kosta 14,9 millj. kr.
með stæði í bílageymslu og 4ra herb.
íbúðirnar kosta 16,5 millj. kr., einnig
með stæði í bílageymslu.
Þegar er búið að selja 14 íbúðir af
24. „Ég tel það allgott,“ segir Þorgils
Arason, framkvæmdastjóri Viðars
ehf. „Það er mikið spurt og ég vonast
til þess, að þær íbúðir sem eftir eru,
seljist fljótlega.“
Nær allar íbúðirnar
seldust fyrirfram
Þarna skammt frá, við Lómasali
14–16, er Ágúst Friðgeirsson bygg-
ingameistari langt kominn með að
byggja fjölbýlishús, sem er fjórar
hæðir auk bílakjallara. Í húsinu eru
24 íbúðir. Þar af eru sextán 3 herb.
íbúðir, rúmlega 90 ferm. að stærð og
átta 4 herb. íbúðir, sem eru 108 ferm.
Sex íbúðir eru á hverri hæð. Að
auki er bílakjallari með stæði fyrir
hverja íbúð, sérgeymslu og sameig-
inlegri hjóla- og vagnageymslu. Inn-
angengt er í lyftu úr bílakjallara. Að
utan er húsið steinað með marmara-
salla.
Uppsteypa á húsinu hófst í apríl sl.
og áformað er að afhenda íbúðirnar í
apríl-maí á næsta ári, en þær verða
afhentar fullbúnar en án gólfefna.
Athygli vekur, að 21 af 24 íbúðum í
húsinu hefur selzt á meðan húsið er
enn í byggingu. Kaupendur eru að
meginhluta ungt fólk.
„Ætlunin var að gera kynningar-
bækling og tölvuteikningar af húsinu
fyrir sölu eins og venjan er nú til
dags, en hætt var við það, þar sem
þess reyndist ekki þörf,“ segir
Ágúst. „Þær þrjár íbúðir, sem eftir
eru, koma væntanlega til með að
seljast á næstunni, ef marka má fyr-
irspurnir, en margir hafa sýnt þeim
mikinn áhuga.“
Ágúst telur engan vafa leika á, að
gott útsýni frá þessum íbúðum hefur
framar öðru gert þær svo eftirsókn-
arverðar sem raun ber vitni og segir:
„Þeir eru margir, sem leggja mik-
ið upp úr útsýninu og þessar íbúðir
hafa sér til ágætis einstakt útsýni til
suðvesturs yfir Kópavog og Reykja-
nes og út á sjóinn. Það má segja, að
allar íbúðirnar í þessu fjölbýlishúsi
hafi útsýni, alveg frá neðstu hæð og
upp úr.
En þetta er óvenju góð sala, eink-
um miðað við ástandið undanfarna
tólf mánuði, þó að þetta hafi gerzt
hjá mér áður. Stærðin á þriggja her-
bergja íbúðunum er sennilega kjör-
stærð fyrir mjög marga.“
Ágúst kvaðst merkja aukna eftir-
spurn eftir nýjum íbúðum almennt
að undanförnu. Hann er líka að
byggja fjölbýlishús í Grafarholti, en
eftirspurn þar hefur þó verið minni
en í Kópavogi.
Kristinn Ragnarsson arkitekt hef-
ur einnig hannað þetta fjölbýlishús.
„Þetta hús er mjög einfalt,“ segir
hann. „En allar íbúðirnar eru með
mjög djúpum svölum og það þjónar
ákveðnum tilgangi. Í fjölbýlishúsum
er lóðin ekkert notuð. Svalirnar eru
garðurinn, sem fólkið hefur og á
svölunum þarf því að vera pláss fyrir
borð, stóla og grill.
Venjulegar svalir hér á landi eru
samt gjarnan ekki nema 1,80 m á
breidd. Þá er ekki hægt að koma
neinu fyrir nema grillinu og svo er
hægt að fara út að reykja.“
Gott útsýni einkennir fjölbýlis-
hús í byggingu við Lómasali
Sú hraða uppbygging,
sem einkennir Salahverf-
ið, fer ekki framhjá nein-
um, sem ekur þar um.
Magnús Sigurðsson
kynnti sér tvö fjölbýlishús
við Lómasali.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Kristinn Ragnarsson arkitekt og Þorgils Arason, framkvæmdastjóri Viðars ehf. Í baksýn er fjöbýlishúsið Lómasalir 6–8.
„Í staðinn fyrir svalagang með handriði með jafnri hæð alls staðar, er hafður veggur með opum, þannig að veggurinn
verður hluti af útliti hússins og bogar og hringlaga op gefa veggnum skemmtilegt yfirbragð," segir Kristinn.
Kristinn Ragnarsson, Ágúst Friðgeirsson byggingameistari og Birgir Halldórsson verkstjóri. Í baksýn er fjölbýlishúsið
Lómasalir 14–16. Af 24 íbúðum í húsinu er 21 þegar seld, á meðan húsið er enn í byggingu.