Morgunblaðið - 10.12.2002, Side 36

Morgunblaðið - 10.12.2002, Side 36
36 C ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Þ AÐ eru enn að gerast stór- merk tíðindi í lagnaheimi. Flestir héldu að það væri liðin tíð, plastbyltingin fyrir þrjátíu árum væri gengin yfir og ró á vettvangi. En það eru að ger- ast stórmerk tíðindi, það fékkst staðfest í ferð lagnamanna til Þýska- lands nýlega. Hér var á ferð hópur á vegum Tengis ehf., fyrirtækis í Kópavogi sem varla þarf að kynna. Þekktast er það fyrir sölu á Mora-blönd- unartækjum og Ifö-hreinlæt- istækjum, en er nú á stórlega að auka framboð á lagnaefnum. Í þessum fjórtán manna hópi lagnamanna voru tveir fulltrúar frá Tengi, en flestir aðrir voru hönnuðir lagnakerfa. Tilefni ferðarinnar var að heimsækja fyrirtækið Uponor, sem framleiðir álplaströr, ásamt margskonar lagnahlutum og vélbún- aði til framleiðslunnar. Fyrir þá sem ekki eru innvígðir í lagnaheiminn er rétt að rifja upp hvað álplaströr er. Það er margra laga rör þar sem samfléttaðir eru kostir plasts og málms. Innst er þunnt plaströr, þá lím, síðan rör úr áli, aftur lím og yst er aftur plaströr. Engin furða þó rörið sé nefnt margra laga rör. Í hinni ógnarstóru flugstöð í Frankfurt tóku tveir fulltrúar Upo- nor á móti hópnum, þeir Dieter og Alexander, og síðan hófst eft- irminnileg ökuferð til Suhl, sem er lítill bær inni í hinu gamla Austur- Þýskalandi sunnanverðu. Þar skammt frá er verksmiðja Uponor og rannsóknarstofur, þar eru ál- plaströrin framleidd. Tæknileg opinberun og nýjungar Næsti dagur var tekinn snemma og nú hófst skoðun á verksmiðju. Það var ekki laust við að gamall lagnajaxl væri eftirvæntingarfullur að sjá hvernig álplaströr væru fram- leidd, hvernig hægt væri að fram- leiða rör sem er bæði úr plasti og áli og hafði lengi valdið heilabrotum. Óhætt er að segja að fram- leiðslutæknin, sem þarna birtist, var opinberun fyrir þann sem þóttist hafa flest séð í þeim efnum. Tæplega er hægt að lýsa því svo vel sé og ekki mátti taka myndir af framleiðslunni, þó skal reyna að segja frá í nokkrum orðum. Strimill úr áli er dreginn af rúllu og valsaður í rör. Áður en rörið lokast er skotið inn í það lími úr munnstykki, þar á eftir bráðnu plasti, sem verður innra rörið og um leið er álrörinu lokað með suðu. Síðan kemur annað munnstykki sem ber lím á álrörið og skapar ytra plaströrið úr bráðnu plasti. Álrörið hefur orðið til og vonandi að flestir hafi skilið eitthvað í fram- ansagðri klausu. Þetta var tæknilega opinberunin. Síðan er rörunum rúllað upp eða þau eru skorin niður í venjulegar lengdir sem bein rör, með þessari aðferð eru framleidd rör í 12 mis- munandi víddum, frá 14 mm upp í 110 mm. Við framleiðslu á álplaströri Upo- nor er tvennt sem vekur athygli og tvímælalaust má kalla nýjungar. Hið fyrra er að álrörið er ekki kantsoðið heldur „yfirlappað“ og síð- an soðið saman tvöfalt, sem að sögn framleiðanda er talið mun öruggara. Hið síðara er stóra nýjungin, plastefnið er ekki hið þekkta og rómaða pexplast, sem líklega allir aðrir framleiðendur álplaströra nota. Plastefnið sem Uponor notar er einnig polyeten-plast (pex er sér- stakt afbrigði af polyeten), það af- brigði af polyeten sem nefnist PEM. Plastefnið PEM er engan veginn óþekkt á Íslandi sem röraefni, það hafa verið framleidd rör úr því hér- lendis í nær tvo áratugi. Fyrstu rör- in úr PEM voru snjóbræðslurörin Kóbra og eru samskonar rör fram- leidd bæði hjá Reykjalundi og Seti, sem nú eru einu framleiðendur plaströra á Íslandi. Þróun PEM plastsins er sú at- hyglisverðasta í þróun plastefna til röraframleiðslu síðustu árin og það, ásamt gerð álplaströranna, nánast einu stórtíðindin í lagnaheimi á þeim tíma. En nú kann einhver að spyrja: Hvað er á móti því að nota pex- plastið við gerð álplaströra, pexið hefur sannað gildi sitt, ekki satt? Vissulega rétt, það er ekkert á móti því að nota pexplast. En pexplaströr eru flókin í framleiðslu og verða því alltaf nokkuð kostnaðarfrek. PEM- plastefnið gefur því vonir um lækk- andi verð, auk þess sem það er mörgum góðum kostum gætt sem ekki er tími til að rekja hér. Ef einhver skyldi rekast á plast- rör með áletruninni PE-RT þá er um sama grundvallarefni að ræða og hér hefur verið nefnt PEM, en sú áletrun í heild er Polyeten-Raised Temperature. Stutt kveðja til íslensku „páfanna“ Að sjálfsögðu hafa íslensku „páf- arnir“ barist gegn því að PEM- plastefni fái þá viðurkenningu hér- lendis sem það á skilið, nema hvað? Framleiðsla Uponor á álplaströrum er undir geysilega ströngu gæðaeft- irliti, bæði eigin sem annara við- urkenndra eftirlits- og rannsókn- arstofnana. Af hverjum 200 m af rörum er tekið sýni og það prófað og um hverja rúllu af rörum er rennt kúlu til að sanna að innanmál rörsins sé rétt, ekkert hafi farið úrskeiðis í framleiðslunni. Vegna þeirra sem hafa vott- unarvaldið hér innanlands er rétt að upplýsa að Uponor framleiðir ál- plaströrin miðað við þær forsendur að þau endist í 50 ár til notkunar við vatnshita 95° á Celsíus og 10 bara þrýsting. Auk þess gefa þeir óvenju langa verksmiðjuábyrgð, eða til 10 ára. Sú ábyrgð heldur þó að verk- smiðjan yrði gjaldþrota eða hætti störfum af öðrum orsökum, því end- urtryggt er hjá einu sterkasta tryggingarfélagi Þýskalands. Höfðinglegar móttökur Íslenski hópurinn naut mikillar gestrisni hjá Uponor og þeir Dieter og Alexander, starfsmenn Uponor, sem voru með hópnum allan tímann, fórnuðu helginni til að fræða hópinn enn betur um hönnun lagnakerfa þegar álplaströrin eru notuð. Það var gert í þeirri fornfrægu borg Wurtsburg og þó menn væru vel haldnir í mat og drykk og fræðsla mikilvæg, var mönnum einnig att til keppni. Fyrst í keilu kvöldlangt og voru sumir með harð- sperrur í hægri hendi að morgni og einnig í keppni á minibílum, sem ekki allir þáðu. Þeir völdu heldur að sjá fornfrægan kastala sem er vitni um ótrúlegt prjál og eyðslu fyrri alda, en samt ómetanleg menning- arverðmæti. Í móttökusal kastalaeigandans, hertogans í Wurtsburg, var ein for- láta „kommóða“ fagurlega skreytt, sem reyndist þó leyna á sér. Þegar loki var lyft og hliðar felldar var hlemmur upp tekinn. Þetta var örnasetur hertogans, þarna sat hann með buxur á hælum og gerði sín stykki á meðan hann hlýddi allra náðarsamlegast á erindi þegna sinni. Ekki er ólíklegt að mál hafi fengið misjafnar undirtektir, kannski réð þar mestu hvað var etið daginn áður. Lagnaefni framtíðar og örnasetur hertogans Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Tæknimennirnir Ágúst Birgisson, Sigurður Viggó Halldórsson og Atli Stef- ánsson einbeittir við að skoða tengibúnað fyrir gólfhitakerfi. Dieter Metschl skýrir út leyndardóma og kosti álplaströra frá Uponor. H jónin Guðlaugur Ágústson og Sigríður Pálmadóttir ásamt börnunum sínum tveimur hafa komið sér vel fyrir í efri sérhæð að Hólmgarði 42. Þau keyptu hæðina árið 1992 og hafa síðan þá verið að vinna í því að gera íbúðina nákvæmlega eins og þau vilja hafa hana, m.a. réðust þau í þær miklu framkvæmdir að byggja ofan á hæðina. Nú tæplega 10 árum síðar sjá þau fyrir endann á framkvæmdun- um.„Við bjuggum áður í Hæðargarði en sú gata liggur við hliðina á Hólm- garði, þar höfðum við keypt íbúð sem var samskonar þeirri sem við búum í núna. Þá íbúð gerðum við upp frá grunni. Þegar því loksins var lokið var kominn tími til þess að stækka við sig,“ segir Sigríður „Við skoðuðum ýmsa kosti en ákváðum svo að kaupa efri sérhæð í Hólmgarðinum þar sem okkur leið mjög vel hérna í hverfinu. Við keyptum hæðina með það í huga að hægt væri að byggja ofan á hana.“ Erfitt að fá leyfi „Það voru nokkur fordæmi fyrir því að byggt væri ofan á hæðirnar hér í götunni og við fengum að skoða hjá þeim sem varð fyrstur til. Það var mikil þrautaganga hjá honum að fá tilskilin leyfi, meðal annars þurfti hann að banka upp á hjá öllum hér í hverfinu og fá samþykki þeirra,“ seg- ir Sigríður „Þó að við værum ekki þau fyrstu sem byggðum þá var samt sem áður nokkuð erfitt að fá leyfi til þess að byggja ofan á hæðina bara öðrum megin, þar sem þetta eru fjórbýli og því verður alltaf einhver útlitsmunur á húsinu ef aðeins er byggt öðrum megin,“ segir Guðlaugur. „Það eru hinsvegar svo mismun- andi aðstæður hjá fólki að ekki er raunhæft að ætla að fólk geti byggt á sama tíma. Því miður hefur þetta ekki lagast og er enn jafn erfitt að fá leyfi til að byggja öðrum megin í dag. Það eru til dæmi þess að fólk hafi einfald- lega gefist upp og selt,“ heldur hann áfram. „Áður en að við fluttum inn byrjaði ég að brjóta gat upp á loft fyrir stig- ann. Það tók um það bil eina helgi og við máttum þakka fyrir það að vera með umburðarlynda nágranna því að það heyrðist í múrbrjótnum um alla götuna,“segir Guðlaugur. „Við fengum Hörð Sigurbjörnsson til þess að teikna fyrir okkur ytra útlit rissins en Ingvar Guðnason teiknaði innra burðarvirkið. Um vorið 1994 höfðum við svo fengið grænt ljós og þá hófust framkvæmdir,“ segir Guð- laugur. „Þetta hefur alltaf verið unnið eftir efnum og aðstæðum hjá okkur. Fyrir ofan hæðina var geymsluloft og við fengum fjölskyldumeðlimi til þess að hjálpa okkur við að rífa þakið og koma upp burðarvirkinu. Þegar risið var komið upp þá málaði Guðlaugur þakið hjá nágrönnunum í sama lit og hjá okkur til þess að minnka útlits- muninn,“ segir Sígríður. Stigi sérpantaður frá Svíþjóð „Það fyrsta sem við gerðum þegar að búið var að gera fokhelt og ein- angra var að festa kaup á stiga. Við vorum með ákveðnar óskir, Við vild- um fá L lagaðan stiga með breiðum þrepum. Strákurinn okkar er hreyfi- hamlaður og þar af leiðandi þurfti að vera auðvelt og þægilegt að komast á milli hæða. Það reyndist erfitt að fá rétta stigann hérna heima og það fór svo að við pöntuðum stiga úr gegn- heilli eik frá Svíþjóð í gegnum Innval. Stiginn var nokkuð dýr og þar af leið- andi stöðvuðust framkvæmdir í um það bil tvö ár,“ segir Guðlaugur. Hækkuðu eldhús- innréttinguna „Þegar við keyptum hæðina var flest allt hér upprunalegt frá því í kringum 1950, það var því kominn tími til þess að taka til hendinni á neðri hæðinni. Við fórum í það að setja nýtt rafmagn og árið 1998 skipt- um við um eldhúsinnréttingu,“ segir Sigríður. „í mínum huga er eldhús fyrst og fremst vinnustaður og því mikilvægt að aðstaðan sé hentug og plássið nýtist vel. Þetta var allt haft í huga þegar við völdum eldhúsinnrétt- inguna. Ég og Guðlaugur erum bæði frekar hávaxin þar af leiðandi létum Verkinu loksins lokið Árið 1992 fluttust hjónin Guðlaugur Ágústsson og Sigríður Pálmadóttir í níutíu og fimm fermetra efri hæð í Hólmgarði 42. Ætlun þeirra var sú að byggja of- an á hæðina eins og þegar hafði verið gert á nokkrum húsum við Hólmgarðinn. Nú tíu árum síðar er verkinu loks lokið. Perla Torfadóttir ræddi við hjónin. Sigríður Pálmadóttir og Guðlaugur Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.