Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 46
46 C ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Opið
mánud.–fimmtud. frá kl. 9–18, föstud. frá kl. 9–17
Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir,
Álfheiður Emilsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl.
www.fjarfest.is - fax 562 4249
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA ehf.
Sími 562 4250, Borgartúni 31
Hvassaleiti - 3ja-4ra herb. Vel
staðsett rúmgóð íbúð í fjölbýlishúsi
ásamt bílskúr. Verð 12,5 millj. Póstnr.
103
2ja - 3ja. herbergja
Njálsgata Komin er á sölu einstak-
lingsíbúð í miðbæ Reykjavíkur. Verð 4,5
millj. Póstnr. 105
Skeljagrandi - bílageymsla Til
sölu 2ja herb. íbúð. Glæsilegt útsýni
Póstnr. 107
Kambasel - Tvöf. bílskúr -
Fjölbýlishús Komin er á sölu 72,9
fm 2ja herb. íbúð. Sérgarður. Verð 12,7
m. Póstnr. 109
Mosarimi. Skemmtileg 3ja herb. íbúð
á mjög góðum stað í Grafarvogi. Stutt í
alla þjónustu. Verð 11 millj. Póstnr. 112
Mosarimi - Skemmtileg
íbúð 4ra herb. íbúð með sérinn-
gangi. Góðar suð-austursvalir. Stutt í
þjónustu. LAUS STRAX. Póstnr. 112
Nýkomnar á sölu stórglæsilegar íbúðir, 3ja-4ra herb. 96,1 til 119,2 fm. Íbúðirnar
verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi, þar verða
flísar. Í öllum íbúðum verður sérþvottahús og síma- og tölvutengi í öllum herbergj-
um. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum frá Brúnási. Hægt er að kaupa bíl-
skúr. Sérinngangur verður í hverja íbúð. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og
Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Afhend-
ing í maí 2003. Póstnr. 113
Kristnibraut 77-79
NÝTT - Lyftuhús - Grafarholti
Einbýli, parhús og raðhús
Prestbakki - Bílskúr. Komið er á
sölu skemmtilegt raðhús á besta stað í
Breiðholti. Húsið er mikið endurnýjað.
Stutt í alla þjónustu. Póstnr. 109
Eyktarás - Aukaíbúð Vorum að fá
mjög gott og vandað einbýlishús á þess-
um vinsæla og góða stað. Stórar stofur
með miklu útsýni. Stór innbyggður bílskúr.
Góð 3ja herbergja aukaíbúð. Póstnr. 110
Rituhólar - Bílskúr 44,8 fm
Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum,
hægt að gera séríbúð í kjallara. Náttúru-
garður. Stórkoslegt útsýni. Póstnr. 111
Sérhæðir
Ferjuvogur - Ásamt bílskúr.
Vorum að fá í sölu ca 120 fm hæð ásamt
sérbyggðum stórum bílskúr. Mjög vel
staðsett íbúð innst í lokaðri götu. Skjól-
góður suðurgarður. Stutt í skóla og alla
þjónustu. Eign sem vert er að skoða.
Póstnr. 104
Bergstaðastræti - Nýtt
Njörvasund - bílskúr 28 fm
Vorum að fá á sölu ca 80 fm sérhæð.
Góður garður. Frábær staðsetning.
Póstnr. 104
Eskihlíð Vorum að fá í sölu glæsilega
4ra herb. sérhæð með 40 fm bílskúr.
Parket er á gólfum, góðar innréttingar,
mikið uppgerð. Verð 13,9 m. Póstnr. 105
4ra - 6 herbergja íbúðir
Álakvísl - Sérinngangur Björt
og skemmtileg 4ra herbergja íbúð á
tveimur hæðum. Góðar innréttingar, stæði
í bílageymslu. LAUS STRAX. Póstnr. 110
Til sölu nýjar 3ja og 4ra herb. íbúðir, einnig
tvær „PENTHOUSE“-íb. á besta stað í mið-
bæ Rvíkur. Íbúðirnar verða afhentar full-
búnar með vönduðum innréttingum og flís-
um á baði, en án gólfefna að öðru leyti.
Lyftuhús. Húsið er álklætt að utan að hluta
og sameign verður frágengin. Möguleiki á
að fá lán frá byggingaraðila á eftir húsbréf-
um. Póstnr. 101
Naustabryggja 12-18 - 20-22 - Nýtt
Nýjar og glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir, frá 95 fm upp í 218 fm
„penthouse“-íb. á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án
gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi þar sem verða flísar. Íbúð-
irnar eru með vönduðum innréttingum. „Penthouse”-íb. verða afhentar
tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bíla-
geymslur fylgja öllum íbúðum. Að utan verða húsin álklædd. Afhending á
Naustabryggju 12-18 í júní 2003 og Naustabryggju 20-22 í mars 2003.
Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari
upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Póstnr. 110
Lækjarsmári - jarðhæð Vorum
að fá á sölu stórglæsilega 82 fm 2ja herb.
íbúð. Pergo-parket og náttúruflísar á gólfi.
Suðurverönd. Stutt í Smáralindina.
Póstnr. 200
Núpalind - Bílskýli. Vorum að fá á
sölu glæsilega 112,3 fm íbúð á efstu hæð í
fjölbýli. Glæsilegt útsýni. Vandaðar innrétt-
ingar. Látið þessa eign ekki fram hjá ykkur
fara. Póstnr. 201
Nýjar íbúðir
Maríubaugur - Keðjuhús Til af-
hendingar nú þegar. Tilbúin til innréttinga
skemmtilega hönnuð ca 200 fm keðjuhús
á einni hæð með innbyggðum 25 fm bíl-
skúr. Húsin standa á útsýnisstað og af-
hendast tilbúin til innréttinga. Fullfrágeng-
ið að utan og lóð verður grófjöfnuð.
Glæsilegt útsýni. Teikningar og nánari
upplýsingar er hægt að nálgast á skrif-
stofu. Verð frá kr. 19,4 millj. Póstnr. 113
UPP er komin athyglisverðskammdegisþræta umþað hvort feður íslenskavelferðarkerfisins hafi
verið að finna innan raða vinstri
flokkanna eða hvort landsfeður
Sjálfstæðisflokksins – frá Ólafi
Thors til Davíðs Oddssonar – hafi
átt þar drýgstan hlut að máli.
Að mati þess sem þetta ritar er
afar erfitt að lýsa einhvern hinna
fjögurra leiðandi stjórnmálaflokka
tuttugustu aldarinnar sigurvegara í
velferðaruppbyggingu. Vinstri
flokkarnir hafa óneitanlega verið
þeir aðilar sem yfirleitt komu fyrst-
ir fram með nýjar hugmyndir og
tillögur og mættu oft í byrjun
harðri og einarðri andstöðu borg-
aralegra afla Sjálfstæðisflokksins.
Með tímanum hefur sá flokkur
hins vegar oftar en ekki fallist á
hugmyndir vinstri flokkanna í vel-
ferðarmálum og tekið þátt í að
koma þeim í framkvæmd og þar
með getað haft veruleg áhrif á end-
anlega útfærslu þeirra og fram-
kvæmd, t.d. hvernig löggjöf hvers
einstaks málaflokks hefur þróast og
hvernig fjárstuðningi hins opinbera
hefur verið háttað. Saga húsnæðis-
mála á Íslandi á tuttugustu öld er
einkar góður vitnisburður um þetta.
Deilt um verkamanna-
bústaðina
Héðins Valdimarssonar er í dag
minnst sem föður verkamannabú-
staðanna, sem allt til 1990 voru
nánast eini félagslegi húsnæðiskost-
urinn á Íslandi. Litlu mátti raunar
muna að fyrstu lögin um verka-
mannabústaði yrðu undir á Alþingi,
því Sjálfstæðisflokkurinn lagðist
gegn frumvarpi Héðins.
Margir úr röðum bændaþing-
manna, bæði Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks, töldu að bætt hús-
næðiskjör verkamanna í Reykjavík
og á öðrum þéttbýlisstöðum yrðu
einungis segull sem herða myndi á
fólksflóttanum úr sveitunum. Jónas
Jónsson frá Hriflu hafði efasemdir
um málið, en með bandalagi við
Tryggva Þórhallsson, þáverandi
forsætisráðherra, tókst Héðni að
koma málinu á leiðarenda í þinginu.
Á fjórða áratugnum, eftir að
fyrstu verkamannabústaðirnir í
eigu Byggingarfélags alþýðu – þar
sem Héðinn var formaður – höfðu
risið af grunni í Reykjavík, fundu
sjálfstæðismenn félagsskapnum allt
til foráttu og sökuðu Héðin m.a. um
það að fyrir honum vekti það eitt að
geta keypt atkvæði fyrir sig og Al-
þýðuflokkinn með því úthluta
stuðningsmönnum sínum húsnæði
sem nyti opinbers stuðnings.
Sjálfstæðismenn reyndu á þess-
um árum að stofna eigið bygging-
arfélag sem einnig gæti byggt íbúð-
ir, en var synjað um þetta þar sem
lánsrétturinn var lögum samkvæmt
bundinn við eitt byggingarfélag í
hverju sveitarfélagi. Byggingarrétt-
urinn var hins vegar snarlega tek-
inn frá Héðni og hans mönnum í
Byggingarfélagi alþýðu eftir að
hann árið 1938 sagði skilið við Al-
þýðuflokkinn og gekk til liðs við
Kommúnistaflokk Íslands í hinum
nýja Sameiningarflokki alþýðu –
Sósíalistaflokknum.
Byggingarrétturinn var færður
til nýstofnaðs Byggingarfélags
verkamanna í Reykjavík, sem
stofnað var af forystumönnum fyrr-
um samherja Héðins Valdimars-
sonar úr Alþýðuflokknum í stað
Byggingarfélags alþýðu.
Er frá leið sættust sjálfstæð-
ismenn fullum sáttum við verka-
mannabústaðakerfið, enda fjöl-
marga merka forystumenn
launþegahreyfingarinnar löngum að
finna innan raða flokksins. Það var
að sjálfsögðu í samræmi við þá
meginstefnu flokksins að hann væri
flokkur allra stétta, sem telja má
meginatriði í þeirri hugmyndafræði
flokksins sem liggur til grundvallar
virkri þátttöku hans í uppbyggingu
velferðarþjóðfélags á Íslandi.
Sú stefna samræmist hins vegar
trauðla þeirri nýfrjálshyggju sem
nú er í vaxandi mæli að ryðja sér til
rúms í flokknum og margir telja að
vinni bæði leynt og ljóst að afnámi
velferðarþjóðfélags á Íslandi í
þeirri mynd sem Íslendingar hafa
vanist.
Velferðarstefna
með semingi
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem
alkunna er lagt mikla áherslu á
sjálfseignarstefnu í húsnæðis-
málum. Hann á til að mynda
stærstan þátt í því að jafnvel innan
ramma félagslegra íbúðabygginga
hefur sjálfseignin einnig verið ráð-
andi, þó svo að félagslegt húsnæði
hafi nánast alls staðar annars stað-
ar á byggðu bóli verið í formi fé-
lagslegra leiguíbúða.
Þessi stefna, ásamt öflugri að-
komu ríkisvaldsins að almennu
lánakerfi sjálfseignarhúsnæðis, hef-
ur gert láglaunafólki á Íslandi
mögulegt að eignast eigið húsnæði í
ríkari mæli en í flestum öðrum
löndum.
Jafnframt þessu hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn lengst af beitt sér gegn
hugmyndum um auknar byggingar
leiguhúsnæðis eða skyldra eign-
arforma, sem einna skýrast kom
fram í harðri andstöðu hans gegn
hugmyndum um lánsrétt til handa
húsnæðissamvinnufélögum, sem
fram komu í upphafi níunda áratug-
ar liðinnar aldar. Andstaða flokks-
ins við hugmyndir um húsa-
leigubætur var einnig mjög skýr
þegar þær voru fyrst settar fram
um svipað leyti. Félagsmálaráð-
herra Alþýðuflokksins, Jóhanna
Sigurðardóttir, var hins vegar mjög
einarður stuðningsmaður bæði hús-
næðissamvinnufélaga og húsa-
leigubóta og skriðþungi hennar sem
félagsmálaráðherra fjögurra rík-
isstjórna árin 1987–1994 nægði til
að koma báðum þessum málum í
höfn.
Hvað bæði þessi atriði áhrærir
sannaðist enn og aftur aðlög-
unarhæfni Sjálfstæðisflokksins að
nýjum hugmyndum; húsnæðis-
samvinnufélög á borð við Búseta og
Búmenn eiga núorðið gott samstarf
við sveitarfélög þar sem Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur meirihluta og
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í
Reykjavík 2002 lagði flokkurinn,
undir forystu hins nýja oddvita
síns, Björns Bjarnasonar, til að
húsaleigubótakerfið yrði víkkað
verulega út þannig að bótarétturinn
næði ekki aðeins til íbúða, heldur
einnig til einstakra herbergja sem
leigð eru út.
Mótandi áhrif
Jú hún hlýtur að vera sú, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur – hvort
sem andstæðingum hans líkar það
betur eða verr – haft mótandi áhrif
á þróun félags- og velferðarmála á
Íslandi. Húsnæðismálin eru eitt af
nokkrum skýrum dæmum um
þetta.
Um leið og við skiljum þetta er-
um við líka komin með skýringuna
á því hve íslenska húsnæðiskerfið
og raunar allt velferðarkerfið er
ólíkt því sem þekkist á hinum
Norðurlöndunum.
Leiðandi flokkur íslenskra stjórn-
mála hefur ætíð tekið við umbóta-
hugmyndum vinstri manna með
nokkrum semingi og vegna hins
mikla kjörfylgis flokksins hefur
hann náð að móta félagsmál á Ís-
landi að verulegu leyti eftir sínu
höfði. Afleiðingin er sú að við Ís-
lendingar beitum velferðaraðgerð-
um með mun meiri semingi en hin-
ar Norðurlandaþjóðirnar.
Velferð, húsnæði
og stjórnmál
Þróunin
eftir Jón Rúnar Sveinsson
félagsfræðing hjá Borgarfræðasetri
jonrunar@hi.is
Morgunblaðið/Golli