Morgunblaðið - 15.12.2002, Side 6

Morgunblaðið - 15.12.2002, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason ferðuðust á skíðum í grimmdarfrosti á Suðurskautslandinu í á annan mánuð, allt þar til þeir náðu tak- marki sínu suðurpólnum á nýársdag 1998. Er hér er komið sögu leita þeir leiða til að komast framhjá sí- breytilegum sprungusvæðum Suð- urskautslandsins. Yfir hyldjúpar sprungur Sem betur fór var heiðskírt og sólskin þannig að skyggnið var eins gott og frekast varð á kosið. Mig hefði ekki langað til að fara yfir þetta sprungusvæði í mikilli blindu. Nú færðum við okkur til og leit- uðum fyrir okkur á nýjum stað og fundum hann bæði öruggan og traustan. En nú vorum við komnir upp á bunguna þar sem jökullinn brotnaði mest á fjallshryggnum sem þarna var greinilega undir. Þar beið okkar versta sprungan. Fram með henni endilangri hafði hrannast upp ísgarður en síðan tók við sprungan og var þekjan ekki álitleg. Ingþór lét ekkert stöðva sig og klöngraðist upp á garðinn og niður að sprung- unni. Sleðinn varð hins vegar eftir hinum megin garðsins. Ingþór pot- aði og pjakkaði. Allt virtist öruggt og hann sló í út yfir sprunguna. Sleðinn hans fylgdi með yfir ísgarð- inn og geystist niður á eftir Ingþóri en hann skundaði yfir snjóþekjuna með hröðum skrefum og snöggum staftökum. Hann stansaði þegar yfir var komið og leit til okkar Haralds. Við höfðum sama háttinn á og Ingþór, bröltum yfir garðinn með- fram sprungunni og tókum síðan sprettinn yfir. Haraldur var á undan og beið mín síðan en ég fylgdi fast eftir. Ég tók á öllu sem ég átti, spyrnti mér af stað út yfir snjó- brúna og knúði mig eins hratt og ég gat. Ég átti eftir tvö til þrjú skref að sprungubrúninni hinum megin þeg- ar hægra staftakið varð ekki annað en fálm út í tómið. Stafurinn hvarf niður úr snjónum. Ég kippti honum upp á ferðinni en þá hvarf hinn nið- ur í sortann undir mér en ég hélt ferðinni. Mér fannst svört krumla stinga sér upp í kviðinn á mér. Ég lagði allan þungann á skíðin og stefndi upp á örugga brúnina um leið og öll hugsun mín og orka safn- aðist saman í einn átakspunkt. Ég vissi að sleðinn kom á ferð á eftir mér ofan af ísgarðinum og var að komast út á snjóbrúna. Áfram, áfram og yfir var það eina sem komst að í huganum Ég náði inn á fasta sprungubrúnina, sló út skíð- unum í átaksstöðu og tók þannig eins hröð skref áfram og ég gat með sleðann í eftirdragi. Á meðan hann rann yfir holrúmið kalda með öll sín kíló bundin aftan í mig fann ég að loppan svarta teygði sig í bakið á mér. Sleðinn reis upp að framan þegar ég kippti honum upp síðasta metrann af snjóbrúnni yfir sprung- unni og upp á traustan jökulinn. Heljarstökk var eina orðið sem mér datt í hug. Gengið í stormi Hættan á kali er mikil þegar gengið er í fimbulfrosti á suður- skautinu og er vindurinn gnauðar og hægir för göngumannanna verður hættan enn meiri. Vindinn hafði hert enn meira og hann var líkast til orðinn um 20 m á s. Ég sá að ég hafði gert mistök að fara ekki í hlífðarbuxurnar. Mér var orðið ískyggilega kalt á lærunum, sérstaklega utanverðu hægra lær- inu og mjöðminni sem staðvindurinn mæddi á af fullum þunga. Ég reyndi að draga flíspeysuna og úlpuna eins langt niður á lærið og ég gat en dráttarbeltið kippti henni alltaf upp aftur. Ég þrammaði áfram og horfði til strákanna. Roka af snjókristöll- um þyrlaðist úr skaflabrúnunum þegar sleðarnir stungu sér fram af og niður í skorningana. Þeir minntu mig á litla báta sem endastingast í krappri öldu. Strákarnir höfðu greinilega nóg með sig. Þeir litu ekki aftur heldur puðuðu áfram móti vindinum. Spottar úr dráttarólum þeirra flöksuðust aftur af þeim. Ég vildi ekki dragast aftur úr en þessa gríðarlegu kælingu á lærunum varð að stöðva. Ég þurfti ekki að rifja upp grund- vallarregluna um að vera á stöðugu varðbergi gagnvart kalinu. Það er hægt að harka af sér miklu meiri kulda en líkaminn þolir. Slíkt úthald hefnir sín í kali sem getur gert ferð- ina óbærilega eða jafnvel bundið enda á hana. Hendurnar voru svo innibyrgðar í ullarvettlingum og lúffum að ég átti erfitt með að hag- ræða þessu að nokkru gagni. Án þess að stansa dró ég lúffuna af ann- arri hendinni og tróð henni niður í buxurnar niður með lærinu áveður- smegin. Hún veitti nokkurt skjól en nú fór mér hins vegar að kólna veru- lega á þeirri hendi sem var lúffu- laus. Ullarvettlingurinn var rakur af svita sem hafði myndast undir lúff- unni og nú átti frostið greiðan að- gang að fingrunum. Ég skaut hend- inni í skjól fyrir aftan bak og gekk við annan stafinn. En allt kom fyrir ekki. Fingurnir lifnuðu ekki við og lúffan á lærinu hafði sigið niður í skálmina. Þetta gat ekki gengið svona. Ég varð að stansa og reyna að skýla lærunum einhvern veginn þó að það yrði til þess að ég missti af strákunum. Taktfast ískurhljóðið frá staf- broddunum þagnaði; marrið í sleð- anum hvarf þegar ég nam staðar og ég horfði á félaga mína fjarlægjast ótrúlega hratt miðað við hvað þeir lúsuðust áfram. Ég var ekki lengur hluti af hópnum heldur aleinn um- kringdur öllum þessum helköldu sköflum og skafrenningi. Ekkert heyrðist nema gnauðið í rokinu þeg- ar ég skaut bakinu upp í veðrið. Í einni sjónhendingu sá ég hvað mannveran var frámunalega smá á þessum stað. En ég fann ekki fyrir neinni sérstakri hræðslu eða ein- manaleika heldur aðeins tómleika, þreytu og einhverjum sérkennileg- um trega. Já, auðvitað var ég frámunalega smár og kaldur en ég var ekki um- komulaus. Í sleða mínum var tjald, matur og bensín. Ég gæti búið hér í tvo til þrjá mánuði. Ég var bara eitt- hvað svo tómur og þreyttur og tak- mark okkar á pólnum var svo óáþreifanlegt og fjarlægt. Ég leit í hugskot mitt. Getur það verið að ég eigi næstum því þúsund kílómetra eftir? „Þúsund kílómetra í þessu víti! Þetta er geggjun,“ tautaði ég við sjálfan mig. „Þúsund kílómetrar! Ganga þúsund kílómetra í þessu veðri?“ hélt ég áfram og hristi höf- uðið. „Ég bara næ þessu ekki. Þús- und kílómetra á þessum snigils- hraða!“ rausaði ég áfram við sjálfan mig. En hvað var þetta? Ég þreifaði fyrir mér á mjöðminni við dráttar- beltið. Ég fann ekkert fyrir mínum eigin líkama. Var það af því að hend- urnar voru svona dúðaðar? Ég reyndi að horfa niður á úlpulafið og átta mig á hvernig ég gæti skýlt mér en ég sá ekki niður á sjálfan mig vegna grímunnar í andlitinu. Í lengstu lög vildi ég sleppa við töf og það kuldaverk að finna og fara í hlífðarbuxurnar. Ég strauk lærið. Niðurstaðan var sú sama. Fóturinn var algerlega tilfinningalaus niður undir hné en þess í stað fann ég vondan sting og stirðleika í mjaðm- arliðnum. Mér brá ónotalega. Hér var eitthvað að gerast. Ég reif af mér vettlinginn og stakk berum lóf- anum niður í buxurnar. Það var ekki um að villast. Lærvöðvinn var ískaldur og eins og dauður steinn. Ég vissi að nú var kalið á næsta leiti. „Patriot Hills — Þetta er Ísland!“ Einveran hafði óneitanlega sín áhrif á ferðalangana, enda voru regluleg talstöðvarsamskipti þeirra við Patriot Hills lengst af einu sam- skipti þeirra við umheiminn. Það var sérkennileg tilfinning að sitja hér úti á óravíddum Suður- skautslandsins og hlusta á raddir fólksins okkar sem bárust frá hinni hlið jarðarkringlunnar og alla leið til okkar, fyrst um kerfi Landssímans, þaðan með gervihnöttum og jarð- stöðvum til Patriot Hills og loks í talstöð til eyrna okkar þar sem við sátum í tjaldinu. Þegar veikburða og brakandi samband okkar við Ísland rofnaði sátum við hljóðir stutta stund. Þetta kvöld var öðruvísi en öll önnur kvöld hingað til á göngunni. Eitthvað sér- kennilegt hafði gerst, eitthvað blandið gleði og söknuði. Einangruð veröld okkar hafði skyndilega verið brotin upp af ut- anaðkomandi áhrifum og þau drógu fram hversu sérkennileg sú veröld var. Þar giltu fáar en skilyrðislausar grunnþarfir sem þurfti til þess að komast af og ná á leiðarenda. Ytri umgjörðin var einföld, skaflar, mót- vindur, hvítt, blátt, sól, matur, tjald, svefn, sleði og ganga. En innri ver- öld í hugarheimi hvers okkar þriggja var flókin því að þar fór bar- áttan fram. Þar fóru fram átökin við mótlætið og glíman við sjálfan sig. Þar tókust á þolgæðið og efinn, ótt- inn og æðruleysið, umburðarlyndið og pirringurinn og þar var kafað í dýpstu hugarfylgsni sem ekki hafði verið litið inn í árum eða áratugum saman en þó hafði alltaf verið vitað að þau voru þarna. Það var með nokkurri forvitni og varfærni sem ég skyggndist svo langt inn í eigin hugarheim sem hafði opnast vegna þessara sérstöku aðstæðna. Um leið og ég var að vissu leyti háður veik- leikum mínum naut ég þess líka að finna að ég var ekki ofurseldur þeim heldur hafði stjórn á hugarfari mínu. Þannig fannst mér ég vera hvort tveggja í senn þátttakandi og áhorfandi að furðulegri tilveru minni á ísnum. Nú vorum við minntir á að utan þessarar lokuðu heimsmyndar okk- ar var fólk sem hugsaði til okkar og átti mikil ítök í okkur. Við vorum hluti af þeim heimi. Ég hrökk við þegar ég gerði mér betur grein fyrir að við þrír vorum smám saman að hverfa æ lengra út úr mannlegu samfélagi. Smám saman mundi það fjarlægjast eins og gömul minning. Á meðan mundum við breytast í úti- legumenn og dráttardýr sem höfðu aðeins eitt takmark, suðurpólinn. Og þó að þessir útilegumenn kæm- ust heim aftur skyldu þeir nokkurn tíma komast fyllilega í sömu tengsl við þetta mannlega samfélag sem þeir höfðu gengið sjálfviljugir út úr? Voru þeir ekki komnir í bland við tröll og álfa? Verður sá nokkurn- tíma samur sem gengur of langt hvort sem hann ratar þar í miklar raunir eða finnur til dýpstu ham- ingju? Bókarkafli Í nær tvo mánuði brjótast þrír Íslendingar áfram gegn stöðugum mótvindi og grimmdarfrosti Suðurskautslandsins. Hver dagur líður með þrotlausu erfiði er þeir takast á við storminn, sprungur íssins og einveruna. Hér er gripið niður í frásögn Ólafs Arnar Haraldssonar. Skálmað suður jökul. Harðir skaflarnir vildu afvegaleiða sleðana. Á suðurhjara Suður á pólinn – Íslenski skíðaleiðang- urinn eftir Ólaf Örn Haraldsson er gef- in út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. Bókin er 159 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda. Haraldur sá yfirleitt um talstöðvarsamskiptin við Doug í Patriot Hills. Erfiður dagur að baki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.