Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 7

Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 B 7 UM daginn heimsótti ég vinkonu mína sem var nýflutt í fallegt parhús. Á tröppum nýja hússins sat brúnn og loðinn köttur með rauða slaufu og blimskakkaði á mig augunum þegar ég hringdi dyrabjöllunni. „Ertu búin að fá þér kött?“ spurði ég. „Nei, þessi köttur bjó hér áður, hann fæddist í þessu húsi og hefur alltaf búið hér, hann vill ekki skilja að hann eigi ekki lengur hér heima, held- ur sé fluttur í næstu götu,“ sagði vin- kona mín og sætti færis að loka áður en kötturinn smeygði sér inn. Kötturinn fór hvergi heldur sat á tröppunum með brjóstumkennan- legan þolinmæðis- svip allan tímann sem ég stóð við. „Verður þú ekki bara að taka þennan kött, það er hræðilegt að hafa hann alltaf hér fyrir utan, eins og útlaga með þennan and- lega sultarsvip á andlitinu,“ sagði ég um leið og ég fór í kápuna mína. „Hann á nú heimili í fyrsta lagi, í öðru lagi gæti ég ekki haft hann þótt vilji væri fyrir því vegna þess að einn náinn ættingi minn er með kattaof- næmi á háu stigi, hann gæti þá aldrei komið til mín,“ sagði vinkona mín. Mér fannst augnaráð hins óham- ingjusama kattar nánast brenna á mér bakið þegar ég gekk burt frá húsinu. Á leiðinni út í bíl fór ég að hugsa um útlenda konu sem ég hafði eitt sinn átt tal við. „Heimþrá batnar ekki – hún versn- ar með árunum,“ sagði þessi kona. Hún var gift á Íslandi og átti nokk- ur uppkomin börn. „Af hverju flytur þú ekki bara til Þýskalands um tíma til að lagast af heimþránni?“ spurði ég. „Þetta er ekki einfalt,“ svaraði kon- an. „Ég ólst upp í Austur-Þýskalandi og þótt ég vildi fara heim þá er sá heimur sem ég þekkti ekki lengur til. Þjóðfélagið sem mótaði mig er horfið. Ég hef heimþrá til veraldar sem ekki er lengur til.“ Mér fannst þetta dálítið sorgleg saga, þótt vissulega hefði konan nóg að bíta og brenna, væri frísk og ætti hér börn og buru. Á leið minni heim blöstu hvarvetna við alls kyns ljósajólaskreytingar og einhverra hluta vegna vöktu þær ang- urværð í brjósti mér. Ég hugsaði um hvers vegna það væri og komst að þeirri furðulegu niðurstöðu að það væri ekki ósvipað komið fyrir mér og loðna kettinum og útlendu konunni, – mig langaði burt úr auglýsinga-jóla- seríujólum nútímans – til þeirra jóla sem einu sinni voru veruleiki minn. Til hátíðleikans og vissunnar um helgi jólanna og gleðinnar yfir litlum og oft heimatilbúnum gjöfum, – til ættinga og vina sem ýmist eru dánir eða horfnir í fjarlæg lönd. Tíminn hafði borið þetta burt frá mér og ég átti hreint ekki meiri möguleika á að komast í þennan horfna jólaheim en kisa og þýska kon- an að komast í sitt gamalkunna um- hverfi. „Líklega er þetta stór hluti jólanna hjá fólki yfirleitt,“ hugsaði ég. Bak við hver jól nútímans standa öll hin liðnu jól, – þögul og óafmáanleg í minningunni. Það er hægt að fikra sig til þeirra í huganum, skoða hvern- ig allt breyttist ár frá ári, ýmist hæg- fara eða í einu heljarstökki. Á þann hátt lifa liðnu jólin með manni og það fjölgar í jólahópnum ár frá ári. Við skin marglitra ljósa runnu liðnu jólin í gegnum huga minn á heimleið- inni. Það stóð á endum að ég stóð lítil og stóreyg í víðum flónelsnáttkjól í dyragættinni að horfa á foreldra mína og ömmu skreyta jólatréð og pakka inn jólagjöfum um það leyti sem ég lagði bílnum og bjó mig undir að fara inn, – til að undirbúa jól fyrir nýtt lítið fólk, sem nú um stundir horfir stór- eygt fram á veginn, – til þeirra jóla sem geymast í minningunni og valda angurværð og fortíðarþrá í þeirra brjósti einhvern tíma seinna. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Kemst maður inn í veröld sem var? Loðni kötturinn, konan og liðnu jólin eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur skart og perlur skólavörðustíg 12 á horni bergstaðastrætis sími 561 4500 Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.