Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 8

Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN tvösumur hefur NelsonGerrard unnið í nokkr-ar vikur í Vesturfara-setrinu á Hofsósi við það að aðstoða fólk, einkum ferða- menn frá Kanada og Bandaríkj- unum, við að finna ættingja hér- lendis. Hann hefur líka verið Íslendingum innan handar við að rekja leiðir ættmenna þeirra sem fóru vestur um haf. „Ég hef reynt að tengja fólk vestan og austan hafs af fremsta megni auk þess sem ég hef aðstoðað fólk sem hef- ur viljað fá að vita meira um sögu vesturfaranna í Norður-Ameríku,“ segir hann lítillátur og vill gera sem minnst úr eigin verkum. Í vetur sem leið vann Nelson ennfremur ásamt starfsmönnum safnsins að uppsetningu sýningar um Íslendinga, sem settust að í Norður-Dakóta, en hún var opnuð 20. júní síðastliðinn. Vinna hans fólst í því að taka saman myndir og skrifa texta á ensku með þeim, en síðan var textinn þýddur á ís- lensku. Nelson segir að hann hafi verið fenginn til starfans í Vesturfara- setrinu vegna þess að þörf hafi verið á einhverjum sem þekkti vel til vestan hafs. Oft hafi verið erfitt að fylgjast með vesturförunum eft- ir að þeir settust að vestra og í ís- lenskum heimildum standi gjarnan að viðkomandi „hafi farið vestur“ eða „fór til Vesturheims“ og ekk- ert meira. „Mannhafið er mikið í Vesturheimi og auðvelt að týna fólki þar,“ segir hann og bætir við að þar sem hann hafi unnið við ættfræðina í áratugi kannist hann við margt fólk og mörg nöfn. „Ég þekki til í mörgum byggðum vest- anhafs og veit hvar á að leita heimilda til að komast að því hvað varð af þessu fólki. Svo skemmir ekki fyrir að ég er með tengsl víða, þekki fólk sem þekkir fólk. Tölvu- pósturinn auðveldar líka öll sam- skipti og þó stundum geti verið erfitt að finna slóðina þá höfum við náð að greiða götu flestra sem til okkar hafa leitað.“ Nelson segir að upplýsingagjöfin í Vesturfarasetrinu sé langt því frá bundin við sig. Gagnagrunnur þess sé góður sem og bókasafnið og þar geti fólk yfirleitt fengið umbeðnar upplýsingar varðandi ættfræðina. Staðarnöfn fest í sessi Nelson hefur verið enskukennari við menntaskólann í Árborg und- anfarin 24 ár, en býr um 15 km þaðan, við bakka Winnipeg-vatns milli Gimli og Riverton, í húsi sem heitir Eyrarbakki og er í Breiðu- vík eða Hnausa eins og héraðið heitir nú. Þar rekur hann safnið Eyrarbakki Heritage Centre (eyr- arbakki@hotmail.com). Íslensku bæjar- og staðarnöfnin hafa verið honum hugleikin og undanfarin áratug hefur hann í samvinnu við Þjóðræknisfélag Ís- lendinga í Vesturheimi aðstoðað fólk við að koma upp sérstökum skiltum við heimkynni sín í þeim tilgangi að minna á íslenska upp- runann. Sveitarfélagið Bifröst byrjaði nýlega að setja upp vega- skilti með íslenskum nöfnum, þar sem þau eiga við, og vegagerðin hefur sums staðar átt hlut að máli. „Áður mátti aka um allt Nýja- Ísland án þess að sjá þar nokkur merki um Íslendinga, en skiltin vísa nú á íslenska veginn. Skiltin við bæina eru öll eins, blá með hvítri umgjörð og hvítum stöfum og fálkamerki Þjóðræknisfélagsins fyrir miðju, og þar sem þau eru þar er fólk af íslenskum ættum. Þau segja okkur líka að viðkom- andi staður heitir Grund eða Arn- heiðarstaðir eða Húsavík og svo framvegis. Fólk á okkar svæði og ekki síst Íslendingar í heimsókn hafa gaman af að sjá að þessir staðir heita íslenskum nöfnum. Þetta hefur mælst vel fyrir, fólk setur upp þessi skilti ánægjunnar vegna, þau þykja forvitnileg og óvenjuleg, og þetta er ein leið til að viðhalda íslenskri menningu og tryggja að íslensku nöfnin gleym- ist ekki. Búið er að setja upp rúm- lega 500 bæjarskilti, einkum í Manitoba og þá sérstaklega í Nýja-Íslandi, en líka allt vestur í Vancouver-eyju í Kyrrahafinu, norður til White Horse og austur til Hurons-vatns í Ontario. Reynd- ar hafa þessi skilti líka náð til Ís- lands.“ Sums staðar má sjá að nöfnin eru í þágufalli, eins og t.d. Gísla- stöðum eða Lundi, og segir Nelson skýringu á því. Fólk hafi alltaf heyrt þessi nöfn nefnd í þágufalli í daglegu tali, það sé frá Lundi, búi á Gíslastöðum, og nefnifallsmyndin hljóði því ekki rétt, þó hann ráð- leggi því að hafa nöfnin í nefnifalli. „Á Íslandi má líka sjá þágufalls- myndina víða. Til dæmis eru götu- nöfnin í símaskránni í þágufalli, bæjarheiti eða götuheiti á bréfs- hausum eru gjarnan í þágufalli og staðarnafn báta er oft skrifað í þágufalli. Sama tilfinning ríkir í Vestur- heimi auk þess sem oft er auðveldara fyrir ensku- mælandi fólk að segja til dæmis haga en hagi og kjarna en kjarni svo dæmi séu tekin.“ Ólaunað aukastarf Nelson er íslenskur í móðurætt, en skoskur í föðurætt og hafa foreldr- ar hans tvisvar heimsótt Ísland. Helga Jóhanna Ólafsson móðir hans er íslensk í báðar ættir, fædd í Kanada, en hún átti ættir að rekja til fólks sem flutti til Kan- ada 1876 og settist að við Íslendingafljót og í Winnipeg. Foreldrar hennar fæddust líka í Kanada en afar hennar og ömmur voru tiltölu- lega ung við komuna til landsins. Forfeður Nel- sons komu víða að af landinu, úr Snæfells- og Hnappadalssýslu, Húna- vatnssýslu, Eyjafjarðar- sýslu og Gullbringu- og Árnes- sýslu, en Ólafur Ólafsson í Vatnsenda var einn af langalang- öfum hans og fór vestur með fimm börn 1888. „Hann var mjög efn- aður en meðal annars vegna konu- missis fór hann vestur og þar missti hann öll börn sín á unga aldri. Langafi minn var til dæmis aðeins 23 ára þegar hann dó og þá var afi minn ekki fæddur. Þetta var mikil harmsaga en Ólafur fór aftur til Íslands eftir 30 ár í Kan- ada. Hann skildi tvö barnabörn eftir í Kanada en átti eina dóttur á lífi á Íslandi og eru afkomendur þessa fólks nokkuð margir beggja vegna Atlantshafsins. Við erum sex systkinin og ólumst upp á bóndabæ í vesturhluta Manitoba, langt frá öllum Íslendingabyggð- um, en fyrir utan okkur var það aðeins læknirinn, doktor Sigurgeir Bardal, sem var af íslenskum ætt- um. Ég var ekki mjög gamall þeg- ar ég fór að heyra einhverjar sög- ur af Íslendingum og heimsóknir til ömmu í Riverton juku áhugann á þessum íslenska uppruna. Ég spurði spurninga, vildi fræðast um ættfólkið og tengsl við aðra. Þegar ég fór í Manitoba-háskóla í Winni- peg kynntist ég Haraldi Bessasyni, þáverandi yfirmanni íslenskudeild- ar háskólans, deildinni, íslenska bókasafninu og fjölda fólks á mín- um aldri, sem var og er kanadískt en hafði sama áhuga og ég á upp- runanum. Þetta fólk var mikið saman og setti meðal annars upp íslenskt leikrit. Þessi íslenska nálgun leiddi til þess að ég fór í ís- lenskunám og Haraldur sá til þess að ég fór til Íslands í leiguflugi 1971, sem Þjóðræknisfélagið skipulagði, en fargjaldið fram og til baka frá Winnipeg kostaði að- eins 196 dollara. Ég fór með ömmu minni og kunningja í þessa fyrstu Íslandsheimsókn mína og komst í samband við ættfólk mitt á Íslandi. Þetta samband hafði slitnað, en hefur nú haldist óslitið í rúm 30 ár. Ferðin var eitt ævintýri í fjórar vikur. Mér fannst allt svo merki- legt á Íslandi og gaman og eftir að hafa lokið háskólanámi í Winnipeg fékk ég tækifæri til að koma aftur til Íslands og læra íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Ís- lands, en að þessu sinni var ég á Íslandi í þrjá vetur. Þá komst ég almennilega inn í málið og fékk fyrst tækifæri til að rannsaka ætt- ir móður minnar. Ég lærði aðferð- ina við að rekja ættir á Þjóðskjala- safninu, kynntist mörgu fólki, landinu og sögu þess. Eftir dvölina á Íslandi fór ég aftur til Kanada og byrjaði að kenna en ættfræðin var áfram áhugamál og ólaunað auka- starf, sem hefur fyrst og fremst falist í því að liðsinna fólki um uppruna þess. Ég hef komið mér upp viðamiklu safni ættfræðiheim- ilda, fleiri þúsund íslenskra bóka, dagblaða og tímarita. Eins hef ég safnað munum og myndum og reynt þannig að bjarga verðmæt- um frá glötun. Merkilegasti grip- urinn sem ég á er til dæmis mjög fallegur, lítill stokkur, útskorinn af Bólu-Hjálmari. Þetta er listagrip- ur. Eins á ég málverk frá 1847 af manni sem var óþekktur en hef komist að því að er séra Gísli Thorarensen á Eyrarbakka á Ís- landi. Ennfremur á ég gömul peysuföt, sem hafa oft verið notuð í sýningum og sem fyrirmynd við gerð búninga vesturfara. Auk þess má nefna ýmis skjöl, gömul sendi- bréf frá Íslandi, gömul skírteini, sem fólk kom með vestur og fleira, en merkasta skjalið er frumrit stjórnarskrár Nýja Íslands með ýmsum athugasemdum á spássíu.“ Útgáfa í hjáverkum Nelson hefur sinnt fræðistörf- unum af alúð, gefið út bækur og er með ýmislegt á döfinni í þeim efn- um. Nýlega kom út dagatal Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Vestur- heimi fyrir árið 2003 og er þetta 12. dagatalið, sem gefið er út til að vekja athygli á íslensku menning- ararfleifðinni, en Nelson, sem hef- ur verið í stjórn Þjóðræknisfélags- ins í rúm 15 ár, hefur tekið saman texta og myndir og unnið það til prentunar frá upphafi og átti í raun hugmyndina að útgáfunni. Fyrir 15 árum gaf hann út bók- ina Icelandic River Saga, 850 blað- síðna bók í stóru broti, en um er að ræða byggðasögu Fljótsbyggð- ar í Nýja-Íslandi. Tveimur árum síðar kom út bókin The Icelandic Heritage eftir hann, en það er saga Íslands á ensku þar sem flétt- Þögul leiftur Um nýliðna helgi sæmdi Eiður Guðnason sendi- herra, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, fyrir hönd Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, Nelson Gerrard, menntaskólakennara í „íslenska“ bænum Árborg í Manitoba í Kanada, hinni ís- lensku fálkaorðu fyrir störf hans, en Nelson sinnir ættfræðinni í hjáverkum og hefur mikið látið til sín taka á því sviði. Steinþór Guðbjartsson hitti fræðimanninn og kennarann og fékk meðal annars að heyra að hann er að safna saman ljósmyndum af íslenskum landnemum í Kanada með sýningu í Vesturfarasetrinu á Hofsósi í huga árið 2004. Nelson segir að gamlar myndir segi mikla sögu. Eitt síðasta embættisverk Eiðs Guðnasonar sem aðalræðismaður í Winnipeg var að sæma Nelson Gerrard hinni íslensku fálkaorðu. Athöfnin fór fram um liðna helgi, en Eiður og Eygló Helga Haraldsdóttir, eiginkona hans, sem eru með Nelson á myndinni, eru á leið til Kína þar sem Eiður verður sendiherra Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.