Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 9

Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 9
að er saman heimilishögum Íslend- inga, húsakynnum, siðum, uppeldi, hjátrú, þjóðsögum og svo framveg- is. „Ég hugsaði þessa bók sem kynningu á Íslandi fyrir fólk sem getur ekki lesið íslensku en hefur áhuga á að fræðast, ekki aðeins um ætt og uppruna heldur um landið og sögu þess.“ Undanfarin ár hefur hann síðan unnið við Gimlungasögu en það er þriggja binda saga Víðir- nesbyggðar og Gimli og ráðgerir Nelson að koma fyrsta bindinu út eftir tvö ár. „Ég hef orðið að fresta útgáfunni því kennslan tekur mik- inn tíma og ég verð að hugsa fyrst og fremst um hana. Þá hefur mikill tími farið í verkefnin vegna Vest- urfarasetursins á Hofsósi og auk þess vil ég eiga eitthvert líf fyrir sjálfan mig. Það er líka mikil vinna að taka saman efnið í þessa ritröð, því bæði er um að ræða framættir landnámsfólksins og afkomendur þess. Þetta snertir því 20.000 til 50.000 manns og erfitt er að sinna þessu eingöngu í hjáverkum. Draumur minn er að geta sinnt þessu áhugamáli í fullu starfi í Vesturheimi, en þar sem þetta er að mestu leyti ólaunuð vinna geng- ur það ekki. Eins og flestir þarf ég fyrst að hugsa um daglegt brauð en vissulega væri æskilegt að geta unnið eingöngu að ættfræðinni. Ég hef verið í skemmtilegu og góðu starfi í 24 ár en með það í huga að halda heimildum til haga þarf að sinna ættfræðinni og það fara ekki allir í hana.“ Um 250.000 manns af íslenskum ættum Nelson segir að ætla megi að um 250.000 manns í Norður-Ameríku séu af íslenskum ættum. Hafa beri í huga að þjóðarbrot blandist og því fjölgi fólki af íslenskum ættum mun hraðar í Norður-Ameríku en á Íslandi. Mikill meirihluti hafi lítil sem engin tengsl við Ísland eða Íslend- inga, þótt áhuginn sé fyrir hendi, og mik- ilvægt sé að ná til þessa fólks með ein- hverjum hætti, ef viðhalda eigi íslenska samfélaginu vestra. Til dæmis sé mikil- vægt að viðhalda ís- lenskunni vestra og það eigi alveg að vera hægt, því ekki sé erfitt að læra að lesa íslensku og bjarga sér á málinu. Hann segir að lið- sinni Íslendinga við málefni vestra árið 2000 hafi haft mjög mikið að segja. Vík- ingaskipið Íslending- ur hafi verið mikið í fréttum og þjóðar- gjöfin, Íslendingasög- urnar, sem enn sé ver- ið að dreifa víða um Kanada, hafi haft mjög jákvæð áhrif. Hins vegar þurfi líka að kanna aðrar leiðir. Íslendingar fóru stundum með ljósmyndir með sér til Vestur- heims en Nelson segir að í tímans rás hafi oft fennt yfir hverjir væru á myndunum. Sama ætti við um myndir sem teknar hafi verið í Vesturheimi, en Íslendingar hafi haslað sér völl á þeim vettvangi sem öðrum. Jón Blöndal hafi t.d. verið þekktur ljósmyndari í Winnipeg skömmu fyrir 1900 og Þorsteinn Jónatansson Davíðsson hafi sennilega verið fyrsti íslenski ljósmyndarinn vestan hafs, en hann lærði í Montana. Þessir menn og fleiri hafi tekið margar myndir af íslensku land- nemendunum og ættingjum þeirra en upplýsingum um myndirnar hafi ekki alltaf verið haldið til haga. Að sögn Nelsons var hann fljót- lega kominn með mikið safn mynda, fleiri þúsund myndir, og til að hafa gagn af þeim hafi verið nauðsynlegt að nafngreina þá sem á myndunum hafi verið og skrá þá. Hann segir að vinnan við mynd- irnar hafi veitt sér mikla ánægju og gleði og hann sé ánægður með að hafa bjargað þeim. „Eftir þessa björgun hafa margar þessara mynda birst í bókum, tímaritum, dagblöðum, á dagatölum og jafnvel í sjónvarpsþáttum.“ Ljósmyndasýning á Hofsósi 2004 Þetta mikla myndasafn varð kveikjan að fyrirhugaðri ljós- myndasýningu í Vesturfarasetrinu á Hofsósi árið 2004. Nelson segir að hann hafi þegar gefið henni nafnið Þögul leiftur. „Það er nafn á gömlu kvæði og efni kvæðisins á vel við sýninguna, en hugmyndin með henni er að sýna á Íslandi myndir af landnámsfólki, sem flutti vestur fyrir um 100 árum, myndir sem voru teknar í Kanada. Þannig má segja að þetta fólk sé á vissan hátt að koma aftur til Ís- lands, en flestar myndirnar hafa aldrei sést á Íslandi. Margar þeirra eru hrein listaverk, vel teknar, vel varðveittar og skýrar, augnablik frosin í tíma, eins og við segjum á enskunni. Að horfa á þessar myndir er eins og að hverfa meira en 100 ár aftur í tímann, sjá hvernig fólkið leit út, sjá hvernig fjölskyldumynstrið var, hvað tengslin milli fjölskyldumeðlima voru náin, hvernig hártískan var, hvernig fatatískan var, hvernig húsin voru. Sumar myndirnar segja áhrifamikla sögu, maður finnur til og skynjar hvernig per- sónan á myndinni var. Ég hef til dæmis séð mynd af óþekktri konu með dæmigerðan Laxamýrarsvip. Mynd af konu með barn segir mikla sögu. Klipping konunnar er eins og nýjasta hártíska, hún virð- ist ánægð og lífið blasir við henni, en hún hefur væntanlega verið vinnukona í torfbæ á Íslandi og ekki talið sig eiga framtíð í gamla landinu.“ Nelson segist eiga margar þess- ar myndir sjálfur. Auk þess hafi hann skoðað myndir á íslenskum söfnum og í einkaeigu á Íslandi í þeim tilgangi að kanna gæðin og sjá hvort þær eigi ekki heima á sýningunni. „Ég hef fundið nokkr- ar mjög sérstakar og góðar mynd- ir, en í kjölfarið langar mig til að heyra í fleira fólki sem á myndir af fólki, sem flutti til Vesturheims, þekkir sögu þess og er tilbúið að leyfa mér að sjá þær. Ég svara öll- um pósti!“ steg@mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nelson Gerrard, menntaskólakennari í Árborg í Kanada og ættfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 B 9 Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir Mikið úrval af blóma- vösum ATVINNA mbl.is Bygginga- og tækjasjóður RANNÍS Umsóknarfrestur til 15. janúar 2003 Bygginga- og tækjasjóður RANNÍS hefur það hlutverk að styrkja tækjakaup og uppbyggingu á aðstöðu til rann- sókna í vísindum og tækni. Árlega eru veittir styrkir úr sjóðunum til opinberra vísinda- og rannsóknastofnana. Við mat á umsóknum er tekið mið af stefnu Rannsóknar- ráðs Íslands um eflingu samstarfs milli háskóla, rann- sóknastofnana og atvinnulífs og áherslum ráðsins. Helstu kröfur sjóðsins eru:  Að samstarf verði um nýtingu aðstöðu og/eða tækja milli stofnana og atvinnulífs með fyrirsjáanlegum hætti.  Að fjárfestingin skapi nýja möguleika sem ekki voru áður fyrir hendi.  Að möguleiki sé á samfjármögnun þannig að framlag Bygginga- og tækjasjóðs greiði aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna.  Að styrkir til tækjakaupa tengist verkefnum sem aðrir sjóðir RANNÍS styrkja. Nánari upplýsingar um Bygginga- og tækjasjóð og eyðu- blöð sjóðsins eru á heimasíðu RANNÍS www.rannis.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2003.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.