Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sumarliði Sumarliðason vargullsmiður og bóndi í Vigurog Æðey áður en hannfluttist vestur um haf.Æskuheimili hans var í Kollabúðardal, en þar bjó Sumarliði, faðir hans, ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu, sem sætta mátti sig við að eiginmaður hennar renndi hýru auga til vinnukonunnar. Forboðin ást Þar sem Þorskafjörðurinn teygir sig lengst inn í landið leynist Kolla- búðardalur. Á sléttum bökkum við ána stendur myndarlegt býli. Þaðan sér yfir rennisléttar og grösugar eyr- ar sem árkvíslar hafa bylt og breytt í aldanna rás. Bærinn í dalsmynninu við fjarðarbotninn heitir Kollabúðir og var jörðin metin á 12 hundruð að dýrleika. Vorið 1830 bjuggu þar hjón- in Sumarliði Brandsson 31 árs og Ingibjörg Jónsdóttir 35 ára. Sex ár voru liðin frá því þau hétu hvort öðru eiginorði og Sumarliði skenkti konu sinni 20 rd. silfurvirt í morgungjöf. Þau voru búin að eignast þrjú börn en tvö voru á lífi, Brandur fimm ára og Halldóra ársgömul. Heimilisfólkið, 12 manns, hirti um þrjár kýr, 40 mjólkandi ær, auk lamba og sauða. Sumarið 1830 var ung stúlka, Helga Ebenesersdóttir, vinnukona á Kollabúðum. Helga, sem talin var „notaleg bæði við menn og málleys- ingja“, gekk að heyskap, ásamt öðru vinnufólki og Sumarliða. Þegar leið að jólum mátti öllum vera ljóst að bæði húsmóðirin og Helga voru orðn- ar ærið miklar um sig og viðurkenndi húsbóndinn að vera valdur að ástandi Helgu. Hún ól síðan stúlkubarn þann 25. febrúar 1831 og skráði presturinn í kirkjubók að þetta „frillubarn“ skyldi heita Þorgerður. Ekki varð Þorgerði litlu langra lífdaga auðið. Hún dó rúmum mánuði síðar. Eiginkona í vanda Vafalaust hefur heimilislífið á Kollabúðum verið til umræðu í sveit- inni. Það þótti ljóður á ráði ungra stúlkna að eiga barn í lausaleik en út yfir tók ef það var með giftum manni – þá var stúlkan hin seka en kvenhylli talin karlmönnum til tekna. Ef til vill hefur Ingibjörg hugleitt aðstæður sínar og ótryggð bóndans en skiln- aður, þótt hann fengist, var óhugs- andi fyrir konur í svipaðri aðstöðu. Þá var ekki í önnur hús að venda fyrir þær en gerast sjálfar vinnukonur eða jafnvel sveitarómagar, eins og marg- ar ekkjur máttu láta sér lynda. Þá var betra að harka af sér og áfram var Helga á heimilinu fram að vinnu- hjúaskildaga þegar hún var send að Skógum sem standa út með Þorska- firðinum. Þar bjuggu bláfátækir vinir Sumarliða Brandssonar, þau Jochum Magnússon og Þóra Einarsdóttir. Hvernig þau höfðu ráð á vinnukonu er ekki ljóst en ef til vill kom Sum- arliði þar eitthvað við sögu. Eftir eitt ár á Skógum kom Helga aftur að Kollabúðum, vorið 1832. Ekki hafði hún verið marga mánuði á heimilinu þegar ljóst var að hún var kona eigi einsömul og var hún þá látin fara aft- ur að Skógum. Skömmu áður en Helga varð léttari fór hún að Skál- holtsvík í Hrútafirði þar sem hjónin Eggert Jónsson og Ingibjörg Jóns- dóttir bjuggu. Hrösun bóndans Þar leit lítið sveinbarn dagsins ljós 23. febrúar 1833, veturinn sem í ann- álum er lýst sem hinum besta yfir allt land. Í kirkju var sveinninn vatni aus- inn og lét Helga skíra hann Sum- arliða í höfuðið á barnsföður sínum. Þegar presturinn færði gjörning þennan inn í þjónustubók sína bætti hann við svohljóðandi athugasemd um foreldrana: „Beggja 1sta brot.“ Líklega vissi hann ekki betur og við- kvæmum málum ekki flíkað. Um haustið, 12. október, eignuðust Sum- arliði og Ingibjörg síðan sitt fimmta „egtabarn“ sem hlaut nafnið Sig- þrúður. Margar ógiftar vinnukonur með barn á framfæri áttu í erfiðleikum á 19. öld. Þær fengu ekkert kaup, að- eins uppihald því húsbændurnir tóku yfirleitt laun þeirra upp í fæði barns- ins. Gott fóstur var því gulls ígildi. Ef til vill hefur Sumarliði Brandsson eitthvað haft um það að segja að drengnum var komið nýfæddum í fóstur til barnlausra hjóna, Gísla Jónssonar og Sigríðar Bjarnadóttur að Bakkaseli í Hrútafirði. Þau voru orðin vel fullorðin þegar þau tóku drenginn, hún 42 ára en hann 62 ára og bæði sögð ráðvönd og búa á miklu bókaheimili. Eftir þessa ráðstöfun fór Helga sem vinnukona að Hvítuhlíð í Bitru- firði. En Sumarliði rann upp hjá Sig- ríði og Gísla eins og fífill í túni. Ekki naut hann ástríkis fóstra síns lengi því þegar Sumarliði litli var tveggja ára dó Gísli af taki. Sigríður bjó áfram í Bakkaseli til ársins 1838 er hún fluttist með drenginn að Kolla- búðum til Sumarliða föður hans og Ingibjargar. Með Sigríði og Sum- arliða fluttu einnig Rannveig Magn- úsdóttir vinnukona og sonur hennar Sæmundur Sæmundsson. Á Kolla- búðum fékk hópurinn til umráða all- stórt dyraloft í frambænum. Ekki er ljóst hvernig Ingibjörgu stjúpu Sum- arliða þótti að fá hrösun bóndans inn á heimilið og hafa hana fyrir aug- unum á hverjum degi en að minnsta kosti var afmælisdegi hans aldrei hampað meðan hann dvaldi á heim- ilinu af öðrum en fóstru hans. Á fiskveiðisýningu í Björgvin 1865 Eftir að Sumarliði lauk námi í gull- smíði í Kaupmannahöfn árið 1860 settist hann að á Ísafirði og hóf að stunda iðngrein sína. Skömmu síðar var hann fenginn til að fara á fisk- veiðisýningu í Björgvin. Ferðin olli Sumarliða miklum vonbrigðum, því honum fannst Ísfirðingar þakka áhuga sinn og elju síður en skyldi. Með vorskipi Clausen kaupmanns 1866 komu sýningarmunirnir með bestu skilum til Ísafjarðar, og ekkert tók Clausen fyrir flutninginn. Sum- arliði útvegaði sér húsnæði á Ísafirði og kom hlutunum þar fyrir. Síðan boðaði hann til almenns fundar sem hófst snemma morguns. Fundurinn var vel sóttur enda ríkti forvitni og eftirvænting og margt hafði verið skrafað um ferð Sumarliða þarna við Djúpið. Áður en fundurinn hófst lagði Sumarliði fram norsk og dönsk blöð sem höfðu birt fréttir af veru Íslend- inganna í Björgvin og síðan hófst lestur ferðaskýrslunnar. Lesturinn tók langan tíma, því skýrslan var ít- arleg og margt sem Sumarliði taldi ábótavant. Lagði hann til að maður yrði kostaður til Noregs að læra skipasmíðar og annað í sambandi við fiskveiðar. Margt væri hægt að læra af Norðmönnum, eins og verkun á fiski, og mismunandi útbúnað hans eftir þeim markaði sem honum væri ætlað að fara á, bræðslu á lýsi, íshús til að geyma beitu, plóg til að plægja upp skelfisk til beitu á dýpi, smokk- fiskveiðar og ýmislegt fleira sem hann tíndi til. Einnig benti Sumarliði á að margt mætti betur fara í við- skiptum og verslunaraðferðum Ís- lendinga. Norðmenn vilji gjarnan koma á viðskiptasambandi milli þjóð- anna og þar velti mest á áreiðanleik og skilvísi Íslendinga sjálfra. Kaup- menn urðu ekki hrifnir þegar Sum- arliði þakkaði etatsráði Árna Sand- holt fyrir góðvild í sinn garð og bað viðskiptamenn verslunarinnar að láta hana heldur njóta en gjalda. Sum- arliði fór ekki dult með vonbrigði sín í garð Ísfirðinga og því ódrenglyndi að senda sig í ókunnugt land, félausan og ráðalausan, væru þeir best kunn- ugir sem heima hefðu setið og átt að annast um þessi mál. Sjálfur kvaðst Bókarkafli Sumarliði Sumarliðason, gullsmiður og bóndi í Vigur og Æðey, lifði viðburðaríku lífi. Hann lærði gullsmíði í Kaup- mannahöfn, þar sem hann kynntist Jóni Sigurðssyni, byggði Viktoríuhús í Vigur en flutti síðan vestur til Bandaríkjanna með fjöl- skyldu sína kominn á sextugsaldur og hóf þar nýtt líf. Gullsmiðurinn í Æðey Fyrsta mynd frá vinstri: Sumarliði og fjölskylda hans. F.v. Sumarliði, María dóttir hans með Richard K. Frederick og Helga. Myndin er tekin á árunum 1911—1912, líklega í Olympia í Washingtonríki, þar sem fjölskyldan bjó síðustu árin. Fyrir miðju: Sumarliði var 93 ára þegar hann lést. Þá hafði hann eignast þrettán börn með þremur konum en áður en yfir lauk hafði hann staðið yfir moldum níu barna sinna. Til hægri: Marta R. Kristjánsdóttir, fyrsta eiginkona Sumarliða. Hún var talin besti kvenkosturinn við Ísafjarðardjúp um miðja 19. öld. Hjónabandið var stormasamt og endaði með skilnaði sem var fátítt þá. Vönduð karlmannsúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.