Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 11
hann standa með upprétt höfuð, góða samvisku og óflekkað mannorð og skila mununum í þeirri von að þeir yrðu notadrjúgir um ókomna tíð. Viðbrögðin við skýrslugjöfinni létu ekki á sér standa Sýslumaður stóð kafrjóður undir lestri síðasta skýrslukaflans. Margir hinna eldri manna, einkum skipa- smiðir og formenn, nöldruðu eitthvað sín á milli, og sýndist mér fremur ólundarsvipur á þeim. Loks var nefnd kosin til að íhuga málið og kveða upp úrslitadóm um, hvað gera skyldi. Var þá gengið af fundi, til þess að matast. Sýslumaður fremur heimtaði, en beiddi mig, að fá sér skýrsluna til yf- irlesturs. Fékk ég honum hana fús- lega og leyfði honum að hafa til næsta dags. Hann blaðaði lítið eitt í henni, sýndist lesa á einum stað dálítið, síð- an fleygði hann henni frá sér á borð, sem þar var, og labbaði heim til sín. Fleiri en sýslumaðurinn þykktust við. Gömlu skipasmiðirnir litu á skýrsluna sem lítilsvirðingu við list sína, sjóæfðir formennirnir urðu fok- vondir og fiskverkunarmenn og fiski- færasmiðir voru móðgaðir og versl- unarþjónarnir fyrtust yfir gagnrýni Sumarliða á versluninni. Stóra stundin Ýmislegt andstreymi varð til þess að Sumarliði ákvað að flytja til Vest- urheims haustið 1884 með þriðju konu sína, Helgu Kristjánsdóttur, fjögur af börnum sínum og tvö systk- ini Helgu. Tvö barna hans voru skilin eftir heima og skyldu þau koma þeg- ar búið væri að safna fyrir fargjald- inu. Ferðin vestur tók hátt á annan mánuð og léttu þau ekki för fyrr en í Pembina í Norður-Dakóta. Þremur árum síðar rann upp stóra stundin þegar yngra barnið kom til þeirra eft- ir strangt ferðalag. Það var sól og blíða í Pembina- nýlendunni um miðjan júlí 1887. Hver dagurinn á fætur öðrum rann upp með sama blíðviðri og á suðurhimn- inum mátti sjá vætumóðu sem jókst eftir því sem leið á daginn og flest kvöld opnaðist himinninn og vætti jörðina. Á einum slíkum góðviðr- isdegi mátti sjá Sumarliða hraða för sinni á pósthúsið á Garðar – eft- irvæntingarfullur tók hann við Heimskringlu og flýtti sér sem mest hann mátti til baka. Hann veitti litla athygli slægnablettum nágrannanna enda hafði hann engin tún til að slá. Honum hafði ekki tekist að fá nokk- ursstaðar blett því „enn [er] hugsað um að maka krókinn“ skrifar hann í bókina sína en núna var hugur hans bundinn við blaðið. Um leið og hann kom heim settist hann niður og leit- aði. Jú, þarna stóð að Baldvin L. Baldvinsson hefði sent hraðfrétt frá Glasgow um að hann legði þaðan af stað með um 500 innflytjendur áleiðis til Winnipeg en ekki orð um hvaðan þeir væru af landinu. Helga var búin að bíða í þrjú ár eftir litla barninu sem varð eftir heima á Íslandi. Von- brigðin voru mikil og við bættist nag- andi óvissan. Ef barnið var ekki í þessum hópi, hvar var það þá nið- urkomið? Daginn eftir kom Jakob Líndal til Sumarliða að ræða um hvort ekki væri rétt að einhverjir nýlendubúar færu til Winnipeg til móts við inn- flytjendurna. Báðum leist þó van- skillega á að fara svo langa leið og vita ekkert hvaðan fólkið var en eftir að hafa rætt málið ákvað Jakob að fara norður á Mountain. Þaðan ætlaði hópur Íslendinga til Winnipeg og þar átti að reyna að fá „tím“. Nýlendan var í hálfgerðri upplausn. Allt snerist um að taka á móti Íslendingunum sem voru að koma frá gamla landinu. Sumarliði hafði enga eirð í sér að bíða aðgerðarlaus heima en vissi þó varla í hvorn fótinn hann átti að stíga. „Hvað ég á að gera veit ég ekki. Ég er pen- ingalaus og næ hvergi neinu centi.“ Leitin hefst Sumarliða tókst þó að öngla saman peningum og halda af stað til Winni- peg. En þar biðu bara vonbrigði. Þessir íslensku ferðalangar sem Heimskringla greindi frá reyndust vera, eins og Sumarliða hafði grunað, sællegir og velútlítandi Austfirð- ingar. Enginn af Vesturlandi né Norðurlandi. Ferðin var til ónýtis. Næstu vikur leitaði Sumarliði að barninu. Hið einasta sem hann frétti var að Jón Magnússon póstur frá Heynesi og María hafi komið til Hamilton en farið strax þaðan á leið til Garðar. Um það leyti sem Eiríkur og Jakob voru að leggja af stað aftur fór Sum- arliði á pósthúsið til að vita hvort eitt- hvað fréttist af telpunni. Þar beið hans bréf frá Jóni pósti, skrifað dag- inn áður, þar sem hann bað Sum- arliða að koma til Hallson og sækja Maríu. Sumarliði tók sig til í skyndi og var í þann veginn að ganga af stað eitthvað norður til að reyna að fá hjálp til að sækja þau þegar maður kom akandi í hlað í eineykisvagni og í vagninum voru engin önnur en Jón og María. Þriggja vikna leit var lokið. „Var þetta hinn mesti fagn- aðarfundur og ekkert gerði ég þann dag til kvelds nema spyrja frétta og spjalla við vin minn. Telpan litla María er furðu vel útlits, lítil vexti og þreytuleg eftir ferðalagið.“ Hún var orðin þriggja ára, dökkhærð lagleg hnáta – lík konunni sem henni var sagt að væri móðir hennar. Frá Íslandi til Vesturheims eftir Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttur kemur út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi og Sögufélaginu. Bókin er 301 bls. að lengd. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 B 11 Golfgræjur - um jólin Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 11 /2 00 2 Ambassador kerrupoki 9.990 kr. á›ur 14.990 kr. Bite golfskór 6.990 kr. á›ur 13.990 kr. 20 - 50% afsláttur af öllum golfvörum og fatna›i. Klapparstíg 44, sími 562 3614 Cranberry sulta - Cumberland sósa - Mintuhlaup Ómissandi með hátíðarmatnum alltaf á sunnudögumFERÐALÖG Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.