Morgunblaðið - 15.12.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 15.12.2002, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 B 13 Við bjóðum ódýra gistingu í desember Verð: Stúdíóíbúð kr. 5.000 2ja manna herbergi kr. 4.000 Eins manns herbergi kr. 3.000 Stúdíóíbúðir: 1 vika kr. 25.000 Ekki er um morgunverð að ræða á þessum árstíma. Gleðileg jól Gistihús Regínu Mjölnisholti 14, 3. hæð, sími 551 2050 gistih.regina@isl.is „Hvalreki fyrir stangaveiðimenn“ Stangaveiðihandbókin eftir Eirík St. Eiríksson svarar öllum helstu spurningum veiði- mannsins um veiðiár og veiðivötn. Bók fyrir þaulvana veiðimenn jafnt sem byrjendur. Metsölubók sumarsins! ... hafsjór af praktískum fróðleik, staðreyndum og veiðisögum. FIN, DV ... afar handhæg og fróð- leiksfull bók. Ísl. stangaveiðiárbókin ... eigulegt rit fyrir alla áhugamenn um stanga- veiði. GG, Mbl. Íslenska stangaveiðiárbókin Suðurlandsbraut 10 • 108 Reykjavík • sími 533-6010 1. flokki 1989 – 49. útdráttur 1. flokki 1990 – 46. útdráttur 2. flokki 1990 – 45. útdráttur 2. flokki 1991 – 43. útdráttur 3. flokki 1992 – 38. útdráttur 2. flokki 1993 – 34. útdráttur 2. flokki 1994 – 31. útdráttur 3. flokki 1994 – 30. útdráttur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 2002. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV, mánudaginn 16. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 Acidophilus frá H á g æ ð a fra m le ið sla Allir frískir um jólin? M ik lu ó d ýr a ra FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 3.2 milljón virkir dílar. Aðdráttarlinsa 38-114mm. Ljósnæmi ISO 100-400. Hreyfanlegur skjár. Notar Compact Flash kort. Notar AA eða Ni-MH rafhlöður. Verð kr. 59.900,- STAFRÆN PENTAX frábær myndgæði og gott verð VILJI er allt sem þarf. Þessa setn- ingu hefur hver Íslendingur án efa heyrt þúsund sinnum um það leyti er hann kemst á fullorðinsár. Upp úr því er hann líka sjálfsagt farinn að hafa þessa hvatningu yfir bæði sjálfum sér og öðrum til hug- arhægðar og sáluhjálpar í bægsla- ganginum við að vera maður með mönnum í stærsta smáríki heims. En stundum þarf meira en vilj- ann til að hrinda einhverju í fram- kvæmd. Sér- staklega ef margt annað fólk leggst gegn fyrirætl- unum manns. Ég tala nú ekki um ef það beitir fyrir sig rökum sem erfitt er að hrekja af því að þau byggjast á þekkingu og almennri skynsemi. Þá er þörf á sterkasta vopni hins viljasterka og sann- færða athafnamanns. Það vopn er vanþekkingin. Ekkert stendur fólki meira fyrir þrifum þegar það vill öðlast eitt- hvað eða ná einhverjum árangri en bannsett skynsemin, þekkingin og þær efasemdir sem þetta tvennt getur leitt af sér. Skorturinn á þessu tvennu er því iðulega ein- hver dýrmætasti kostur þeirra er fylla þann fjölmenna flokk sem kenna má við áhugamenn um framkvæmdir. Á síðustu dögum hafa nokkrir framámenn stigið á stokk og til- kynnt opinberlega að þeir séu meðlimir í þessum flokki. Þeir hafa sem sagt kveðið upp úr með það, að ráðist verði á Kárahnjúka hvað sem allri þekkingu og skynsemi líði, vegna þess að þeir vilji það og séu búnir að samþykkja að gera það. Þegar faglegt og vísindalegt mat var lagt á þessa fyrirætlan af þar til bæru fólki var niðurstaðan sú að árásin væri ekki réttlætanleg. Sú niðurstaða hugnaðist ekki mönnunum með viljann, sem kusu að beita ofurmætti vanþekking- arinnar og hunsa rök skynsemi og þekkingar og kölluðu það „póli- tíska ákvörðun“. Það er eitthvert flottasta heiti á upphafningu heimskunnar sem nokkru sinni hefur verið fundið upp. En það var ekki nóg. Það hefur nefnilega ekki dugað til að þagga niður í fulltrúum þeirra sem eru á móti Kárahnjúkaárásinni. Þar er komið að öðru vandamáli sem viljasterkir menn og óbugaðir af þekkingu þurfa stundum að kljást við. Það heitir lýðræði. En sem betur fer á lýðræðið sér volduga vini. Formaður Lands- virkjunar sagði á dögunum að þeir umhverfissinnar sem væru enn að þybbast við og halda fram nei- kvæðum skoðunum sínum um hina réttlátu árás á landið væru í raun í beinni aðför að lýðræðinu. Áður var iðnaðarráðherrann búinn að úthrópa nokkra vísindamenn fyrir svipaðar sakir og loks bætti utan- ríkisráðherrann um betur og kvað upp úr með það, að íslenskir um- hverfissinnar hefðu orðið uppvísir að því að ganga jafnvel svo langt að viðra skoðanir sínar og rök- semdir við útlendinga og kallaði það skemmdarstarfsemi þegar út- lendingarnir reyndust sammála þeim. Maður beið eftir að heyra hina kunnuglegu setningu um óþolandi afskipti af innanrík- ismálum, sem maður er reyndar vanari að heyra á framandi tungu- málum. Þetta sama fólk hneykslast á leiðtogum annarra ríkja þegar þeir virða ekki lýðræðislegar leikreglur og er þá jafnvel tilbúið til að taka þátt í hernaðar- aðgerðum til að fylgja hneykslun sinni eftir. Meðan lýðræðið á vini af þessu tagi, er engin þörf á óvin- um. Það er auðvitað með ólíkindum að fulltíða fólk sem gerir tilkall til þess að vera tekið alvarlega og sýnt ákveðið traust skuli tala með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að á und- anförnum dögum. Fyrst var ráðist gegn þekking- unni, nú er það málfrelsið og skoðanafrelsið. Af því ég vil halda í bjartsýn- ina í lengstu lög kýs ég að trúa því að þessi ólík- indalegu viðbrögð valdamanna stafi af því að þeim er brugðið. Ekki vegna þess að þeir hafa mætt andstöðu, heldur vegna þess að þeir vita í hjarta sínu að þeir hafa slæman málstað að verja. Á þeirri vitneskju getur verið erfitt að sigr- ast, þótt maður hafi bæði viljann og vanþekkinguna sín megin. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Svein- björn I. Bald- vinsson Með vanþekkinguna að vopni ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.