Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 16
16 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Davíð Davíðsson prófessorbregður ljósi á mannlíf áSkólavörðuholtinu millistríða, fólkið sem hann kynntist þá, skólagöngu og störf. Á skólabekk hjá Aðalsteini Sigmundssyni Enn víkur talinu að árunum í Austurbæjarskóla. Davíð hefur orðið: Ég ætla ekki alveg strax að segja skilið við hlutverk mitt sem verndara smælingja í Austurbæj- arskóla. Þarna var strákur, sem var kallaður Fúsi feiti. Ætli hann hafi ekki verið hátt í 100 kíló. Hann gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér, þegar hann var áreittur. Ég lenti oft í helvítis slagsmálum vegna hans. Eftir að kennslu Ásgerðar sleppti fékk ég kennara, sem hét Aðalsteinn Sigmundsson. Þá var ég kominn í strákabekk. Aðalsteinn var mikill öndvegismaður. Hann var Þingeyingur og mikill ung- mennafélagsmaður. Hann miðlaði okkur nemendunum ríkulega af anda þeirrar hreyfingar. Aðal- steinn kenndi ekki aðeins bóklegar greinar, heldur einnig teikningu og útskurð. Sigurjón frændi minn Ólafsson, síðar myndhöggvari, hafði verið nemandi hans í barna- skólanum á Eyrarbakka og fengið þar sína fyrstu tilsögn í kúnstinni. Vafalaust hefur hvatning Aðal- steins átt sinn þátt í þroska Sig- urjóns. Þetta er nokkuð merkilegt, því á æskuárum Sigurjóns stóð menningarlíf á Eyrarbakka í mikl- um blóma. Þar gætti áhrifa frá „Húsinu“, en þar bjuggu sem kunnugt er danskir kaupmenn. Ég er því ekki frá því, að við Íslend- ingar getum þakkað danskri menn- ingu og þingeyskri félagshyggju fyrir að hafa eignast þann ágæta listamann Sigurjón Ólafsson. En svo ég víki aftur að Aðal- steini Sigmundssyni, þá urðu örlög hans nokkuð svipleg. Hann var á leið til Reykjavíkur, vorið 1943. Ég man ekki hvort hann var að koma frá Borgarnesi eða Akranesi. Á þessum árum sigldi Laxfoss þessa leið með farþega, en af einhverjum ástæðum var hann ekki notaður í þessa ferð, heldur opið þilskip. Sennilega hefur verið vont í sjó. Að minnsta kosti tók Aðalstein út- byrðis. Hann náðist þegar um borð aftur, en þó varð þetta hans bani. Líklega hefur hjartað gefið sig. Að- alsteinn var rétt rúmlega hálf- fimmtugur, þegar þetta gerðist, og var harmdauði öllum, sem til hans þekktu. Austurbæjarskólinn var á þess- um árum fullkomnasti barnaskóli landsins, hvað aðbúnað varðaði. M.a. var þar sundlaug til kennslu. En því miður var sundkennarinn óttaleg skepna. Hann gekk eftir sundlaugarbakkanum með stóra bambusstöng og ef honum þótti einhver strákanna ekki synda sem skyldi, þá keyrði hann strákinn í kaf með stönginni. Oft spurði hann okkur drengina, hvort heldur við vildum bambus eða kork í hausinn. Þá gátum við valið á milli þess, að hann berði okkur í höfuðið með bambusstönginni, eða henti í okkur flotholti úr korki. Þetta var merki- legt valfrelsi og ef til vill svolítið í anda „frjálshyggjunnar“ margróm- uðu! Og þar kom, að okkur strákun- um var nóg boðið. Það var slegið á fundi og bekkjarbræður mínir kusu mig til að bera málið undir Að- alstein kennara. Ég gekk á hans fund og sagði honum frá þessu háttalagi sundkennarans. Aðal- steinn lét sér hvergi bregða, en þegar við strákarnir komum inn í kennslustofuna í næsta tíma, þá voru þeir þar báðir, Aðalsteinn og sundkennarinn. Aðalsteinn bað mig endurtaka ásakanir mínar í garð sundkennarans, svo hann mætti heyra þær sjálfur. Ég var ekki nema ellefu ára gamall, svo það var augljóst, að þarna var kennarinn að kanna kjark minn. Mér þótti þá, og þykir enn, að Aðalsteinn hafi með þessu sýnt stórmannlega framkomu, enda brást ég honum ekki, heldur endurtók klögumál mín, já, og raunar alls bekkjarins, á hendur sundkennaranum í heyr- anda hljóði. Aðalsteinn þakkaði mér fyrir og að svo búnu gengu þeir báðir á fund skólastjóra, Sig- urðar Thorlacius, hann og sund- kennarinn. Og svo mikið er víst, að ofbeldinu í sundlauginni linnti. Íþróttir og syndin fyrr á tímum En ég gerði fleira í skólanum en að slást og standa í öðrum stór- ræðum. Fótbolti var aðalsportið og ég hafði gaman af að spila hann. Það var þó ekki fyrr en seinna, sem ég spilaði fótbolta með liði, og þá með Val, bæði í öðrum og fyrsta flokki. Þjálfararnir voru skoskir. Einn þeirra varð síðar prestur, það var séra Robert Jack, en ég kynnt- ist honum aldrei að ráði. Ég var þannig á mínum yngri árum, að ég gat verið þó nokkuð með fólki, án þess að kynnast því. Ég átti svona þrjá til fjóra kunningja og það nægði. Þetta breyttist ekki fyrr en ég fullorðnaðist. En hvað um það, í meistaraflokknum spilaði ég ekki fótbolta. Aftur á móti spilaði ég handbolta og stundaði hann fram yfir tvítugt. En það var fleira sér til gamans gert en að stunda íþróttir, segir Davíð. – Þegar fór að nálgast ferm- ingu eða þar um bil var „fallin spýta“ vinsæll leikur hjá mörgum krökkum. Og þann leik léku strák- ar og stelpur saman, sem var nú líka vissara, miðað við það, hvernig hann fór fram. Sjálfur var ég lagst- ur í bóklestur á þessum aldri, þannig að ég hafði ekki tíma til að leika mér í „fallinni spýtu“. En leikurinn átti víst að fara þannig fram, að spýtu var hallað upp að húsvegg, og hana skyldi einn krakkanna vakta. Hinir áttu svo að fela sig, en reyna að læðast að spýtunni og fella hana, meðan sá, sem gæta skyldi spýtunnar, leitaði að þeim. „Fallin spýta“ var sérstaklega vinsæll leikur, eftir að rökkva tók á haustkvöldum. Og þá gat biðin eft- ir því, að einhver reyndi að fella spýtuna, víst orðið harla löng. Margir krakkanna notuðu nefni- lega tækifærið, til að láta sig hverfa í hauströkkrinu til ásta- funda. Þá vildu leikar víst ganga lengra en fullorðnum hefði þótt við hæfi, hefðu þeir vitað, hvað fram fór. Prakkarar undir vernd Sigurbjörns, síðar biskups Á Freyjugötunni var leikvöllur, sem við strákarnir notuðum mikið til að spila fótbolta. Gallinn var bara sá, að boltinn vildi fara inn í garða kringum leikvöllinn. Þetta var illa séð af sumu fólki, sem þarna bjó. Ég man t.d. að konur, sem bjuggu við Þórsgötu, hrein- lega tóku boltann af okkur. Slíkt uppátæki var alveg furðulegur andskoti. Ég man að við notuðum bolta númer þrjú og þeir gátu kostað allt upp í tveggja daga laun verkamanns. Það var því alveg skelfilegt að vera að taka boltann af okkur. Þó minnir mig nú, að við höfum fengið hann aftur með eft- irgangsmunum. En í einu tilfelli eyðilagði kona hreinlega bolta fyrir okkur, en þá vorum við víst búnir að brjóta með honum rúðu fyrir henni. Já, það gerðist ýmislegt í kring- um fótboltann hjá okkur. Á tíma- bili vorum við svo heppnir að eiga okkur verndara, sem var alveg ein- stakur, en það var Sigurbjörn Ein- arsson, sem seinna varð prófessor og þar á eftir biskup. Hann var þá nýgiftur Magneu Þorkelsdóttur og þau bjuggu í húsi föður hennar, Þorkels sótara, en það stóð vestan við leikvöllinn. Sigurbjörn sat stundum úti við lestur og við litum á hann sem verndara okkar. Þær voru óvinir okkar, sumar kerling- arnar þarna; það fór ekki milli mála, segir Davíð hlæjandi og bæt- ir við sögu, því til sönnunar, að þær gátu verið nokkuð skæðir fjendur, þessar kerlingar. – Þannig var, að eitt haustið hafði ég legið í hálsbólgu og því ekki komist í fótbolta. Og auðvitað lét ég það verða mitt fyrsta verk að komast í leikinn, þegar mér batnaði. Rétt við leikvöllinn bjó ein helvíti fyrirferðarmikil bredda. Og nú stóð þannig á, að hún sat úti í skúr hjá sér, ásamt annarri kerl- ingarherfu; þær voru að hreinsa garnir og höfðu fötu á milli sín. Nema hvað, auðvitað flaug boltinn inn í skúrinn til þeirra. Þær tóku hann og settu hann bakvið sig, til þess að við gætum ekki náð hon- um. En ég var léttur á mér, æstur og vitlaus og frakkur. Svo ég tók undir mig stökk, komst milli kerl- inganna og náði boltanum. Því næst stökk ég aftur út, yfir þær. En þegar ég er rétt kominn út úr kofanum, þá nær önnur kerlingin að skvetta yfir mig úr fullri gor- fötu. Eftir það fékk þessi kerling nafnið Gorgusa og gekk jafnan undir því síðan. Auðvitað sló mér niður og lagðist aftur í rúmið í nokkra daga. Sennilega hefur Gor- gusa kennt sér um það, sem nátt- úrulega var út í hött, mér sló bara niður af öllum hamaganginum. En kerlingin kom heim, til að vita hvernig ég hefði það. Svona gekk nú lífið fyrir sig þá. Í tónlistarnámi hjá Karli O. Runólfssyni og mótþrói gegn skólagöngu En lífið var ekki bara fótbolti, þótt hann væri skemmtilegasti hluti þess. Eftir að ég lauk námi í Austurbæjarskóla fór ég í gagn- fræðanám í Ingimarsskóla, en hætti þar. Mig langaði nefnilega Frá liðnum tímum og líðandi Efst til hægri: Hjónin Davíð og Ester Helgadóttir með tvö elstu börnin, Kjartan og Eddu, fyrir utan heimili sitt í London 12. febrúar 1956. Efst til vinstri: Foreldrar Davíðs, Davíð Jónsson og Kristín Guðmundsdóttir. Til hægri: Arreboe Clausen ráðherrabílstjóri, Anton Ax- elsson, síðar flugstjóri, Sig- urður Kristjánsson verk- stjóri og Davíð, fyrir framan ráðherrabílinn. Á þessum árum þótti ekki hæfa að langt liði milli fermingar drengja og þess að þeir eignuðust fyrsta hattinn. Bókarkafli Davíð Davíðsson prófessor bregður ljósi á mannlíf á Skólavörðuholtinu milli stríða, íþróttaþjálfun, prakkaraskap og ár- in í Austurbæjarskóla og Samvinnuskólanum í frásögn Pjeturs Hafsteins Lárussonar sem hér er gripið niður í. Að ofan fyrir miðju: Davíð Davíðsson. Ferðaþjónusta að Lundi í Öxarfirði Öxarfjarðarhreppur hefur um árabil leigt út aðstöðu fyrir ferðaþjónustu að Lundi í Öxarfirði í N-Þingeyjarsýslu. Í Lundi er annar tveggja grunnskóla Öxarfjarðarskóla, en að skólahaldi loknu á vorin hefur starfsemi ferðaþjónustu tekið við húsnæði skólans og það verið nýtt fram á haust. Nýlega uppgerð sundlaug er við Lund og hefur rekstur hennar fylgt rekstri ferðaþjónustunnar á sumrin. Lundur er í u.þ.b. 6 km fjarlægð frá Ásbyrgi, 30 km frá Dettifossi og 30 km frá næsta þéttbýliskjarna sem er Kópasker. Tilboð í leigu og áform um rekstur óskast send á skrif- stofu Öxarfjarðarhrepps á Bakkagötu 10, 670 Kópaskeri, eða á oxarfjordur@simnet.is. Einnig fást nánari upplýsingar hjá sveitarstjóra, Elvari Árna Lund, í síma 465 2188 og 860 2188.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.