Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 17
bara til að læra tónlist og helst
vildi ég verða tónskáld. En það var
ekki við það komandi, móður minni
þóttu allar hugmyndir í þá áttina
óraunhæfar. Samt hafði hún gaman
af tónlist. En á þeim tímum þekkt-
ist ekki önnur músíkvinna á Íslandi
en að spila á böllum. Nokkrum ár-
um síðar fór ég samt í einkatíma
hjá Karli O. Runólfssyni tónskáldi,
sem auk þess að „kompónera“ spil-
aði á fiðlu og trompet. En ég hafði
ekki mikið út úr því námi. Svo
hætti það og seinna sneri ég mér
að öðru, segir Davíð. Ekki er laust
við, að trega gæti í röddinni.
– Sennilega hef ég verið að mót-
mæla því að fá ekki að fara í tón-
listarnám; að minnsta kosti gerði
ég mest lítið fyrstu árin eftir ferm-
ingu, annað en að liggja uppi í
rúmi og lesa. Ég las allan andskot-
ann, ekki síst þjóðlegt efni. En af
kveðskap hafði ég lítið gaman, svo
mikið man ég. Samt var mikið af
kvæðabókum heima, eins og ég hef
þegar sagt. Þó man ég að um tví-
tugt las ég Pétur Gaut. Bókin var
þá búin að vera fyrir framan mig, í
bókaskáp mömmu, alveg síðan ég
var krakki. En ég hafði aldrei
snert við henni. Nema hvað; þegar
ég hafði lesið bókina þótti mér hún
slíkt snilldarverk, að ég skamm-
aðist mín fyrir að hafa ekki lesið
hana fyrr. Og ég var sannfærður
um, að þýðing Einars Ben. hlyti að
taka frumgerðinni langt fram, svo
bergnuminn varð ég. Það er skrýt-
ið að skammast sín fyrir að hafa
ekki lesið einhverja bók, en svona
var þetta nú samt.
Í Samvinnuskólanum
hjá Jónasi frá Hriflu
Guðmundur Kjartan bróðir minn
fór auðvitað í gagnfræðaskóla.
Sennilega hefur það verið í gegn-
um hann, að ég fylgdist eitthvað
með því, sem þar fór fram. En
sjálfur var ég ekki í skóla, fyrr en
eitt haustið. Þá kemur Guðjón
stjúpi til mín og segir að þau hjón-
in hafi talað um það, að ég færi í
Samvinnuskólann. Guðjón hafði
þegar talað við Jónas frá Hriflu,
sem þá var skólastjóri þar, eins og
menn vita. Ég hlýddi þessum ráð-
um Guðjóns og móður minnar. Ég
var ekki nema fimmtán ára, þegar
ég byrjaði í Samvinnuskólanum, og
yngstur nemenda. Ég held, að lág-
marksaldurinn hafi í raun verið
sextán eða sautján ár, en þarna
voru nemendur allt upp að þrítugu.
Þarna í Samvinnuskólanum
gerðist það, að Jónas frá Hriflu gaf
mér viðurnefni. Hann kallaði mig,
krakkann, Davíð guðlausa. Það
kom til af því, að hann spurði okk-
ur í kennslustund, hvað okkur
þætti um þjóðsönginn. Ég svaraði
því til, að mér þætti ekki viðeig-
andi, að almættið spilaði svona
stóra rullu í þjóðsöngnum, enda
tryðu margir meira á fósturjörðina
en Guð. Enda þótt Jónas hafi
brugðist við svari mínu, með því að
gefa mér þetta viðurnefni, er ég
ekki frá því, að honum hafi líkað
svarið vel.
Í Samvinnuskólanum var það
siður að syngja morgunsöng og
spilaði ég undir á píanó. Ég held,
að ég hefði ekki verið látinn gera
þetta, nema vegna þess, að Jónasi
var hlýtt til mín.
Ég var tvö ár í Samvinnuskól-
anum og lauk þaðan verslunar-
prófi, að ég held, með ágætisein-
kunn. Þetta taldist góð menntun
þá.
Á þessum árum voru þeir að
ergja Jónas, í Framsóknarflokkn-
um, félagarnir Hermann Jónasson
og Eysteinn Jónsson. Það var mik-
ið uppgjör. Sennilega hefur það
verið þess vegna, að Jónas var oft
nokkuð æstur við kennslu. Hann
hafði svokallaða félagsfræðitíma
fyrst á morgnana. Ég man minnst
af því, sem þar fór fram, nema þá
helst eitt, sem mönnum er líklega
ætlað að gleyma. Það var þarna
ungur maður, sennilega um tvítugt.
Allt í einu spyr Jónas þennan unga
mann: Hvað er náttúrulögmál?
Líklega færu margir varlega í að
skilgreina það hugtak og sem við
mátti búast stóð svarið í drengn-
um. Þetta mislíkaði Jónasi. Það
kom á hann reiðisvipur. Og sá var
nú ekkert fallegur. Hann sagði, að
svona menn ættu ekki að vera í
skóla, heldur heima, að moka fjósið
hjá honum pabba sínum. Ég
gleymi því aldrei, að Jónas skyldi
geta sagt þetta við ungan mann.
En það má heldur ekki gleyma því,
að hann átti mjög bágt á þessum
tíma. Þegar sá gállinn var á Jónasi
frá Hriflu gat hann verið afskap-
lega hlýlegur og elskulegur.
Stuttu eftir að ég var í Sam-
vinnuskólanum átti ég nokkurn
þátt í því, að félagi minn einn úr
knattspyrnunni fór sömu leið. Það
var Albert Guðmundsson. Við vor-
um kunningjar og höfðum spilað
saman í Val; hann sem snillingur,
en ég sennilega sem klaufi. Allt um
það; hann kom til mín og spurði
mig um Samvinnuskólann. Ég réð
honum eindregið til að sækja um
skólavist og fór meira að segja til
Jónasar, til að ræða við hann um
Alla. Og í skólann fór hann og
tókst góð vinátta með honum og
Jónasi.
Glímt á skrifstofu
forsætisráðherra
Jónas frá Hriflu var ekki sá eini
af forystumönnum Framsóknar,
sem á vegi mínum varð á unglings-
árunum. Sumarið 1939 vann ég í
óræktuðu landi, þar sem nú heitir
Lundur í Fossvogi, Kópavogsmeg-
in. Við vorum að ræsa fram land
undir verkstjórn Sigurðar Krist-
jánssonar, en hann var bróðurson-
ur Guðjóns stjúpa míns. Hermann
Jónasson, sem þá var forsætisráð-
herra og fór jafnframt með land-
búnaðarmálin, hafði fengið erfða-
festu á þessu landi árinu áður.
Einhverra hluta vegna lánaði
Hermann okkur ráðherrabílinn og
einkabílstjóra sinn, Arreboe Clau-
sen, í tvo til þrjá daga um sumarið
og ferðuðumst við um Suðurland,
allt austur á Kirkjubæjarklaustur,
Sigurður verkstjóri, Anton Axels-
son vinur minn og ég. Við Anton
vorum æskuvinir. Hann varð síðar
flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands og
Flugleiðum og þótti með afbrigð-
um farsæll í starfi. Nokkrum dög-
um eftir ferðina sendi Guðjón
stjúpi mig ásamt Antoni niður í
Stjórnarráð, til að þakka fyrir okk-
ur. Hermann átti það til að vera
nokkuð glettinn. Um leið og við
komum inn á skrifstofu hans skellti
hann aftur hurðinni og læsti dyr-
unum. Því næst hvatti hann okkur
glettnislega til að glíma. Ég held
honum hafi nú ekkert litist á
glímutök okkar, enda var hann
sjálfur annálaður glímumaður.
Frá liðnum tímum og líðandi er eftir
Pjetur Hafstein Lárusson, en þar er
rætt við fjóra valinkunna einstaklinga.
Bókin er gefin út af Skjaldborgu og er
189 bls. að lengd.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 B 17
Mörkinni 3, sími 568 7477
www.virka.is
Opið til kl. 18 alla daga nema sun. til jóla,
Þorláksmessu 10-20, aðfangadag 10-12.
Öskjur
nýkomnar
einstaklega fallegar
er staðsett í miðborg Reykjavíkur á Spítalastíg 1. Þar
er boðið upp á lúxus 2ja manna herbergi með sér-
setustofu, eldunaraðstöðu og sjónvarpi. Einnig 3ja
herbergja íbúðir (2 svefnherbergi, 4 rúm). Bílastæði
fyrir gesti. Kjörin staðsetning og gott verð hvort heldur
sem þú ert í viðskiptaerindum eða vilt njóta menning-
arlífs höfuðborgarinnar. Myndir á vefsíðu. Hafðu sam-
band og þú sérð ekki eftir því.
Sími 511 2800. Fax 511 2801.
Netfang luna@luna.is. Vefsíða www.luna.is
Geymið auglýsinguna.
Gistihúsið Luna
Kæru viðskiptavinir!
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ
vill þakka viðskiptavinum sínum þá þolinmæði, tryggð og skilning sem þeir
hafa sýnt frá því í sumar meðan á framkvæmdum í Glæsibæ hefur staðið.
Nú hefur NÝR GLÆSIBÆR verið opnaður og gamla góða snyrtivöruverslunin,
sem er eina sérvöruverslunin sem hefur verið á sama stað í húsinu frá upphafi,
er enn til staðar, stærri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr.
Við munum áfram þjóna ykkur eins vel og við getum og einungis vera með
úrvals snyrtivörur svo sem:
Komið, takið ykkur tíma (það er sófi fyrir karlana) og fáið ráðleggingar.
Verið velkomin
Unnur og starfsfólk
Sími 568 5170
KNICKERBOX
Laugavegi 62, sími 551 5444
KNICKERBOX
Kringlunni, sími 533 4555
J ó l i n e r u k o m i n í
K N I C K E R B O X
— Munið gjafakortin —
— Sendum í póstkröfu —
Mikið úrval af nærfatnaði og náttfatnaði
Munið flís-náttfötin og flís-sloppana
— Ný sending — Fullar búðir af glæsilegum vörum —