Morgunblaðið - 15.12.2002, Side 24
– Mamma, má ég fá hund á jólunum?
– Nei, elskan mín, við ætlum að hafa kalkún eins og allir aðrir …
Í barnablaðinu 1. des-
ember báðum við
krakka að senda
inn jólaefni, og fá
bók að launum ef
það birtist á síðum
blaðsins. Hér kemur
það sem Tanja Rós Ív-
arsdóttir, 12 ára, úr
Engjaselinu í Reykja-
vík sendi okkur. Að launum fær Tanja
bókina Harrý og hrukkudýrin sem er í
boði bókaútgáfunnar Æskunnar, en það
var langvinsælasta bókin meðal krakk-
anna sem sendu inn.
Setjið nöfn jólasveinanna inn í rétta
reiti. Hér er smá vísbending, beint úr
Jólasveinunum eftir Jóhannes úr Kötl-
um.
1) Níundi var …
2) … kom fyrstur,
3) … sá áttundi,
4) Tíundi var …
5) … hét sá þriðji,
6) Ellefti var …
7) … var annar,
8) Sá sjötti …
9) … sá tólfti,
10) Sá fimmti …
11) Sjöundi var …
12) Sá fjórði …
13) Þrettándi var …
Lausn: 1) Bjúgnakrækir. 2) Stekkjarstaur. 3)
Skyrgámur. 4) Gluggagægir. 5) Stúfur. 6)
Gáttaþefur. 7) Giljagaur. 8) Askasleikir. 9)
Ketkrókur. 10) Pottaskefill. 11) Hurðaskellir.
12) Þvörusleikir. 13) Kertasníkir.
Íslensku jóla-
sveinarnir
Jólabíó-leikur
Jólasveina-
viska
Daníel Sigmundsson er 6 ára
nemandi í Selásskóla í Árbæ.
Hann æfir fótbolta með Fylki
og um daginn fór hann með
liðsfélögum sínum og vinum,
Konna og Gústa, í bíó að sjá
Santa Clause 2 eða Jólasvein-
inn 2, og það fannst honum
gaman.
Þar segir frá jólasveini sem
þarf að ná sér í konu og þá
kemur annar jólasveinn, sem
er vélmenni, í hans stað á meðan.
„Það voru bara allir í myndinni skemmtilegir,“
segir Daníel aðspurður. „Platjólasveinninn var
samt vondur og vildi ekki gefa krökkunum
pakka, bara góði jólsveinninn.“
Daníel segir að myndin hafi verið fyndin, og þá
sérstaklega hreindýrin, sem voru frekar vitlaus.
„Þau skautuðu um allt, líka á góða jólasveininn,
og einn át svo mikið súkkulaði, – hann bara lá á
bakinu,“ segir Daníel og líkir eftir afvelta hrein-
dýri.
– Er þetta sami jólasveinn og gefur þér í skó-
inn?
„Nei, þetta er ekki sami!“ segir Daníel alveg
hissa á vanþekkingu blaðamannsins. „Það er
Giljagaur.“
Hreindýrin fyndin
Daníel, 6 ára fót-
boltakappi.
Það er alls ekki svo erfitt að búa til mjög flotta jóla-
sveina úr blómapotti.
Það sem til þarf
Froðu- eða trékúla – 4 sm
Leirblómapottur – 6 sm
Rauðar efnisleifar
Hvítt filt
Hvítur dúskur
Hvítt krullað dúkkuhár – eða bómull
Málning: andlitslituð og rauð
Lím
Svartur merkipenna
Það sem gera skal
1) Límið tré-/ froðukúluna á botninn á blómapottinum.
2) Málið pottinn rauðan og kúluna andlitslitaða. Látið
þorna.
3) Vefjið rauða efninu um „hausinn“ svo
til verði húfa.
4) Límið mjóa rönd af hvítu filteri
neðst, það er húfubarðið.
5) Einnig neðst á blómapott-
inn, það getur verið faldur eða
snjór.
6) Snyrtið rauða efnið, brjótið
saman og límið þannig að
spíss myndist.
Látið þorna.
7) Límið dúskinn á spíssinn.
8) Ef húfuskottið lafir ekki,
má líma það niður, ef vill.
9) Teiknið augu með penna.
10) Gerið skegg með dúkku-
hárinu.
Ef þið viljið má bæta ýmsu á sveinka. Er hann með
poka? Er hann með gleraugu úr vír? Er þetta kannski
jólasveinakona?
Notið hugmyndaflugið.
Jólasveinninn minn
Fjör að föndra
Eru allir búnir að fá í skóinn?
Alla vega eru nokkrir jólasveinar komnir til
byggða, þeir Stekkjarstaur, Giljagaur og
Stúfur, og í dag er von á Þvörusleiki og með
honum í för verða sjálf Grýla og Leppalúði!
Hrekkjóttir hávaðaseggir
Þið þekkið öll íslensku jólasveinana, þá
þrettán skrítnu karla – ekki satt?
Og þeir eru sko eldgamlir. Fyrir meira en
hundrað árum hélt fólk að jólasveinarnir
væru tröll, barnafælur og jafnvel mannætur!
En er það ekki bara bull?
Jólasveinarnir voru samt víst eitthvað
óþekkari í gamla daga. Þeir voru þjófóttir
hrekkjalómar sem stálu mat og voru með
gauragang einsog nöfnin þeirra segja til um.
Á síðustu öld hafa þeir mildast og eru orðn-
ir góðir karlar sem gefa okkur í skóinn, færa
okkur pakka og segja skemmtisögur þegar
við hittum þá. Jólasveinarnir eru kannski enn
dálítið hrekkjóttir og frekar hávaðasamir, en
börn eru ekki lengur hrædd við þá. Er það
nokkuð? Þeir hafa nefnilega lært með tíð og
tíma að haga sér skikkanlega. Kannski þeir
hafi lært það af ykkur börnunum? Alla vega
eru foreldrar þeirra ekki góð fyrirmynd!
Gleymdi Stekkjarstaur sumum?
Jólasveinarnir leggja það í vana sinn að
þegar þeir hafa gefið öllum krökkum á lands-
byggðinni í skóinn enda þeir í Reykjavík. Það
er hægt að hitta þá kl. 10.30 í Ráðhúsi
Reykjavíkur, en um helgar hljóta þeir að sofa
út því þá mæta þeir ekki þangað fyrr en kl.
14.
Um daginn áttum við á barnablaðinu leið
um Ráðhús Reykjavíkur og sáum þá heilan
helling af börnum sitja þar á gólfinu. Þau
sögðust vera að bíða eftir Stekkjarstaur sem
væri á leiðinni til byggða. Hann er víst oftast
seinn því hann er jú fyrstur og allt er á sein-
ustu stundu. Og hann þarf að flýta sér svo
mikið að það hefur jafnvel gerst að hann hef-
ur gleymt að setja í skóinn hjá sumum krökk-
um!
En þegar hann lét ekki á sér
kræla byrjuðu krakkarnir að
syngja hástöfum:
Stekkjarstaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.
Hann vildi sjúga ærnar,
– þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
– það gekk nú ekki vel.
Eins gott að vera góður!
Þetta heyrði karlinn og loksins
staulaðist hann inn stífur í fótum
með rautt nef. Hann var í þjóð-
legum og ósköp gamaldags
búningi; hnébuxum og sauð-
skinnsskóm. En hann var þá
rétt kominn til byggða, eftir að
hafa auðvitað runnið á rassinn
í miðju fjalli. Og hvergi hafði
hann fundið sauðamjólk á leið-
inni – sem er víst besta mjólk í
heimi – svo þegar hann kom til
byggða fékk hann bara kúa-
mjólk í kössum!
Að lokum lét hann krakkana
lofa sér að vera góð við
mömmu og pabba um jólin,
bursta tennurnar vel, annars
fengju þau ekki nammi í skó-
inn. Þessu lofuðu krakkarnir
enda borgar það sig, svo mað-
ur fái nú örugglega alla pakk-
ana!
Stekkjarstaur í stuði
Morgunblaðið/Golli
„Hér enga sauðamjólk að fá,
bara kúamjólk í kössum!“ kvart-
ar Stekkjarstaur og krökkunum
finnst það fyndið.
Ketkrókur kemur á Þor-
láksmessu, eins gott að
hann steli ekki jólasteik-
inni! Þessi ekta jólasveina-
mynd er eftir Lilju Rut
Gunnarsdóttur, 12 ára,
Neðstaleiti 2 í Reykjavík,
sem fær jólabók að launum.
Jólasveinar á leið til byggða
Tekið af Jólavef Systu.
Það er nú tilvalið að skella sér á jólsveinamynd í
bíó til að komast í almennilegt jólaskap á meðan
maður bíður eftir jólunum. Nú er verið að sýna
Santa Clause 2 í Sambíóunum og þú gætir jafnvel
unnið þér inn miða, en þá verðurðu líka að svara
eftirtöldum spurningum.
1) Á hvaða tungumáli þýðir „Santa-Clause“ jóla-
sveinn?
a) Ensku
b) Dönsku
c) Norður-pólsku (töluð á norðurpólnum)
2) Hverjir hjálpa jólasveinunum að búa til leik-
föngin?
a) Mýs
b) Álfar
c) Krakkar með stór nef
3) Á hvaða fljúgandi dýrum kemst jólasveinninn
til byggða?
a) Dúfum
b) Fiðrildum
c) Hreindýrum
4) Hvernig kemst jólasveinninn inn í húsin okkar?
a) Niður um strompinn
b) Inn um bréfalúguna
c) Upp um klósettið
5) Hvenær opna krakkar í Ameríku jólapakkana
sína?
a) Aðfangadagskvöld
b) Jólamorgun
c) Á afmælisdegi jólasveinsins
Sendu svörin til okkar fyrir
fimmtudaginn 19. desember:
Barnablað Moggans
- Santa Clause 2 -
Kringlan 1
103 Reykjavík
Einn góður …
Krakkarýni: Santa Clause 2