Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 27
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 27 stuðningsaðilarframkvæmdaaðilar skráðu þig á www.nyskopun.is Fyrirlesari G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri í Nýsköpun 2003. Gerð viðskiptaáætlana: innihald og verklag. námskeið utan höfuðborgarsvæðisins Vestmannaeyjar Mánudagur 3. febrúar 17:15 - 20.30 Höllin Reykjanesbær Þriðjudagur 4. febrúar 17:15 - 20.30 Kjarni Selfoss Miðvikudagur 5. febrúar 17:15 - 20.30 Hótel Selfoss Ísafjörður Fimmtudagur 6. febrúar 17:15 - 20.30 Þróunarsetur Vestfjarða Akureyri Þriðjudagur 11. febrúar 17:15 - 20.30 Glerárgata 36 Sauðárkrókur Miðvikudagur 12. febrúar 17:15 - 20.30 Byggðastofnun Akranes Fimmtudagur 13. febrúar 17:15 - 20.30 Nýi Safnaskálinn Snæfellsbær Mánudagur 17. febrúar 17:15 - 20.30 Hótel Ólafsvík Egilsstaðir Þriðjudagur 18. febrúar 17:15 - 20.30 Hótel Hérað Höfn Miðvikudagur 19. febrúar 17:15 - 20.30 Nýherjabúðir Fyrirlesarar 11. feb. Þröstur Olaf Sigurjónsson, KPMG: Mat á viðskiptahugmynd og gerð viðskiptaáætlana. 13. feb. Jón Garðar Hreiðarsson, KPMG: Stefnumörkun, markmið og leiðir til árangurs. Bernhard Bogason, KPMG: Stofnun fyrirtækja, ábyrgð stjórnenda, skattamál o.fl. 18. feb. Ingvi Þór Elliðason, KPMG: Fjármál og gerð fjárhagsáætlunar. Björgvin Njáll Ingólfsson, Nýsköpunarsjóði: Sjónarmið fjárfesta. námskeið í Reykjavík 1. hluti Þriðjudagur 11. febrúar 17:15 - 19:15 Háskólinn í Reykjavík 2. hluti Fimmtudagur 13. febrúar 17:15 - 19:15 Háskólinn í Reykjavík 3. hluti Þriðjudagur 18. febrúar 17:15 - 19:15 Háskólinn í Reykjavík þjóðarátak um nýsköpun - námskeið 2003 Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði við gerð viðskiptaáætlana. Fjallað er um viðskipta- hugmyndina, markaðsgreiningu, markaðssetningu og sölu, fjárhagsáætlanir, fjármögnun, undirbúning og verklag við gerð viðskiptaáætlana. Frestur til að skila inn viðskiptaáætlun eða viðskiptahugmynd er 31. maí 2003. Fyllsta trúnaðar er gætt. Skráning fer fram á www.nyskopun.is en skráðir þátttakendur fá sent leiðbeiningarhefti og geisladisk með reiknilíkani og fyrirlestrum að kostnaðarlausu. Þátttökugjald utan Reykjavíkur er 1.500 kr. fyrir kaffi og léttan málsverð. Á MIÐJUM vetri vakna foreldrar barna í grunnskóla oft upp við vondan draum þegar miðsvetrarein- kunnir eru birtar. Þetta greinarkorn er tileinkað þeim sem vakna við drauminn vonda. Tekið skal fram að ráðgjöf er mjög einstaklingsbundin og ekki auðvelt að gefa ráð í svona almennri grein. En það er þó byrjun og við- leitni ef foreldrar reyna eitthvað af því sem hér verður fjallað um. Heimanám Menn eru ekki á eitt sáttir um gildi heimanáms. Þeir sem eru á móti heimanámi segja að slíkt nám sé vinnuviðbót og rýri möguleika barna við önnur störf og leik. Ekki fari almennur launþegi heim með vinnuna í skjalatöskunni. („Nema kennarar“ var kallað eitt sinn er ég sagði þetta upphátt.) Hvað um það þá eru mótrök einn- ig til og satt best að segja þá er ég frekar hallur þeim þó ég hafi fyr- irvara um magn heimanáms. Hér verður sem sagt gengið út frá því að heimanám sé nauðsyn. Þá er höfð sú skilgreining að heima- nám sé nám sem unnið sé utan skólatíma, annaðhvort með eða án leiðsagnar. Sýnilegt Heimanám þarf að vera sýnilegt og með vitund forráðamanna. Það verður ekki gert nema foreldrar taki á sig ákveðna verkstjórnará- byrgð. Hver hefur ekki heyrt setn- ingar sem þessar: „Ertu búin(n) að læra? Þú ferð ekki út fyrr en því er lokið.“ Rannsóknir sýna einnig að nem- andi í unglingadeild eyðir að jafnaði 122 mínútum á viku í heimanám. Það þýðir að undirbúningur í hverju fagi er u.þ.b. 10 mínútur. Hver og einn verður svo að meta hvort það sé nægjanlegt. Með meiri samvinnu og sýnileika er hægt að forðast slíkar spurn- ingar. Ef sest er niður og samið um að skrá t.d. mínútufjölda í ákveðnum fögum má sjá eftir vik- una hver afraksturinn er. Fólki er velkomið að skoða slíkar hugmyndir á undirsíðu minni á www.sida.ak- ureyri.is. Það skráningarblað sem ég nota er þannig upp sett að nemandinn velur sér að skrá 1 til 4 fög í eina viku og það er kvittað af foreldri eða forráðamanni. Með áframhald- andi skráningu má skoða hvort nemandinn bæti sig eður ei. Auðvit- að er umsjónarkennarinn hafður með í ráðum og hefur sitt að segja um árangurinn. En hvað um ef barnið segir: „Það er ekkert að læra í dag!“ eða „Ég kláraði þetta í skólanum.“ Þá tel ég ástæðu til að biðja nemandann að setjast í nokkrar mínútur niður og rifja upp eða endursegja með glós- um hvað var gert í viðkomandi fagi þann daginn. Einnig að benda á að það sé ekki heppileg námstækni að hespa af einhverju sem undirbúa á fyrir næsta tíma. Það verður að gefa námsefninu meltingartíma líkt og fastri fæðu. Menn hafa rannsakað hversu hratt menn gleyma ef ekki er rifjað upp. Hvað situr eftir af staðreynd- um eftir 3 mánuði ef ekki er rifjað upp? Hinir hörðustu vilja meina að það sé einungis 2,5%. Ef aftur á móti er farið yfir efnið aftur og jafn- vel reglulega þá rís gleymskukúrf- an hraðar en hún fellur. Það er því sýnileikinn og meðvirkni sem vinna á móti vandanum. Fleiri þættir Samsíða þessu átaki er svo gott að hafa nokkur atriði í huga er tengist námi. Í fyrsta lagi nefni ég svefnvenjur. Nú er það svo að svefnvenjur eru afar einstaklings- bundnar og lífsklukka manna slær ekki í takt. Margir eru ekki al- mennilega komnir í gang fyrr en undir hádegi og vinna svo fram eftir kvöldi. Aðrir halda sér varla vak- andi fram yfir kvöldfréttir en eru komnir á stjá rúmlega sex á morgn- ana. Samt ætla ég að gefa þau ráð að öllu heimanámi sé lokið fyrir kvöld- mat. Það er svo margt sem glepur eftir það og tími til náms verður ákaflega rýr. Auðvitað má brjóta þessa reglu í vissum tilfellum s.s. ef menn vilja renna yfir glósur fyrir próf. Margir unglingar leggja sig á daginn jafnvel hátt í tvær klukku- stundir. Það er talið að þetta taki af djúpa svefninum yfir blánóttina og vítahringur myndist. Þá er nokkuð algengt að unglingurinn snúi sólar- hringnum við um helgar og um- skiptin til baka verði erfið. Hver kannast ekki við slíkt eftir langt frí s.s. jólafrí? Mín ráðlegging er að koma sér á ról ekki síðar en kl. 10– 11 um helgar. Þá er báðnauðsynlegt að útivistarreglur séu virtar og for- eldrar samræmi slíkar reglur. Mikil sárindi myndast oft þegar „allir aðrir mega vera lengur úti“. For- eldrar í bekkjardeild geta t.d. kom- ið sér saman um þessar reglur með foreldrasamningi og þær reglur hengdar upp í skólastofunni. Auðvitað mætti nefna fleiri þætti hér svo sem neyslu vímuefna og þ.h. en í anda þess að reglur fyrir börn eiga að vera einfaldar, stuttar og skýrar þá verður staldrað hér við en sjálfsagt er að svara fyrirspurn- um ef eftir því er leitað. GÍSLI BALDVINSSON, náms- og starfsráðgjafi Akureyri. Nemendur í vanda Frá Gísla Baldvinssyni: (gislib@akmennt.is) FYRIR rúmlega tuttugu árum byggðu norsk stjórnvöld gríðarlega stóra vatnsaflsvirkjun í Alta-Kauto- keino-ánni í Norður-Noregi. Alta- virkjunin hefur síðan þá öðlast tákngildi í norskri orku- og umhverfisumræðu. Annars vegar er það vegna stærðarinnar, en orkuframleiðsla er oft mæld í „Alta- kraftverk“. Hins vegar er virkjunin dæmi um hversu illa getur farið ef maður fer út í umfangsmiklar breytingar á náttúrunni án þess að vita nákvæmlega hvað maður er að gera. Menn gera oft grín að stjórn- málamönnum sem skipta um skoð- un eða sjá eftir ákvörðunum sem þeir hafa átt þátt í að taka. Að mínu mati er það í sumum tilvikum merki um þróun og þroska. Gro Harlem Brundtland var fyrst umhverfisráð- herra og síðan forsætisráðherra á þeim tíma sem ákveðið var að virkja Alta-Kautokeino-ána. Tíu ár- um síðar viðurkenndi hún opinber- lega að Noregur hefði haft nógu mikla raforku án þessarar virkjun- ar, hún hefði haft rangt fyrir sér. Ég ætla ekki að gera grín að Gro Harlem Brundtland – hún sýndi kjark að lokum með því að viður- kenna mistökin. Þar að auki finnst mér þetta ekki fyndið – heldur bara mjög sorglegt. Auðvitað er sárt að skoða breyt- ingarnar í Sautso, Alta-gljúfrinu mikla, auðvitað er dapurlegt að lax- veiðin hefur dregist saman, að beitiland hreindýranna hefur minnkað, að hluti gróðurlendis á veðurfarslega besta landbúnaðar- svæði Finnmerkur er eyðilagður, og það er alveg skelfilegt að hugsa um ofbeldið gegn samískri menn- ingu og lífsháttum. Það væri þó miklu auðveldara að sætta sig við alla þessa eyðileggingu eftir á ef maður vissi ekki eitt: Virkjunin var óþarfi! GRO TOVE SANDSMARK, norskur lektor við Háskóla Íslands. Að vera vitur eftir á Frá Gro Tove Sandsmark:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.