Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 27

Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 B 27HeimiliFasteignir Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar  564 1500 20 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA SÉRBÝLI Gnoðarvogur 130 fm miðhæð í fjór- býli, nýleg innrétting í eldhúsi, þrjú rúm- góð svefnherbergi, stofa með suðursvöl- um, parket á herb. og stofu, flísalagt bað, 32 fm bílskúr. Kársnesbraut 133 fm einbýli, 4 svefnherb., rúmgott eldhús, nýlegt járn á þaki, 29 fm bílskúr, laus 1. apríl. Reynihvammur Nýleg 161 fm hæð í tvíbýli, 4 svefnh. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar, flísalagt baðherbergi, tvennar suðursvalir. 30 fm bílskúr. Glæsileg eign. Reynigrund 126 fm raðhús á tveim- ur hæðum, 4 svefnherb., suðursvalir, 25 fm bílskúr, laust fljótl. Hlaðbrekka 93 fm jarðhæð með sér- inngangi, tvö rúmgúð svefnherb., nýleg innrétting í eldhúsi, parket á stofu og herb., laus strax. Krossalind 146 fm parhús á tveim hæðum, 5 svefnherb., stofa með vestur- svölum, 28 fm innbyggður bílskúr, húsið er ekki fullbúið. V. 23 m. Skólagerði 153 fm einbýlishús, 5 svefnherbergi, rúmgóðar stofur, 50 fm bíl- skúr, laust í apríl. V. 19,0 m. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR Hvassaleiti Þjónustuíbúð í húsi sem VR byggði. Góð 72 fm 2ja herb. á 1. hæð, parket á stofu, mikið skápapláss, parket á stofu og eldhúsi, flísar á baði, laus fljót- lega. Barónsstígur 2ja herb. 62 fm íbúð á 1. hæð, rúmgott svefnherb. og stofa, flísar á baði, laus strax. 3JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR Laugavegur 125 fm 4ra herb. á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi, góðar innréttingar, þrjú svefnherb., suð-vestursvalir á stofu, stæði í lokuðu bílahúsi, lækkað verð. Funalind Glæsileg 117 fm 4ra herb. á 3. hæð í lyftuhúsi, flísalagt baðherb. 3 rúmgóð svefnherb., kirsuberjaviður í eld- húsi og skápum í herb., parket á stofu, herb. og eldh. 27 fm bílskúr. Kársnesbraut 72 fm íbúð á 2. hæð í fjórbýli með sérinngangi, tvö svefnh. með skápum og parketi, rúmgóð stofa, flísar á baði, suðursvalir. Lækjasmári Nýleg 111 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi, 3 svefnh., stofa með suð- vestursvölum, parket á allri íbúðinni nema á baði sem er flísalagt, kirsuberjaviður í innréttingum. Glæsileg eign. Víghólastígur 70 fm neðri hæð með sérinngangi í tvíbýli, nýleg innrétting í eld- húsi, um 10 fm sólskáli, 28 fm bílskúr. Sjá nánar fleiri eignir á netinu www.eignaborg.is/— Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá í Kópavogi en þó alls ekki óviðráðanlegt,“ segja arkitektarnir. „Allt eru þetta samt tæknileg spursmál, sem hægt er að leysa. Eins er með jarðskjálftahættu, en burðarvirki byggingarinnar er að sjálfsögðu hannað með tilliti til stað- hátta hér á landi. Þess má geta, að miklu hærri byggingar eru reistar á jarðskjálftasvæðum út um víða ver- öld og þeim er ætlað að standa, þó að jarðskjálftar komi. Þar má nefna lönd eins og Japan og þekktar borgir eins og Los Angeles í Bandaríkjun- um. Nefna má, að einn af okkur fé- lögum, Björn Guðbrandsson arki- tekt, hefur reynslu af hönnun há- hýsa, en hann er með mastersgráðu frá þekktum arkitektaskóla í New York og hefur unnið að ýmsum verk- efnum í þessari borg skýjakljúfanna. Loks má ekki gleyma því, að það hafa verið byggð svo að segja jafnhá hús áður hér á landi og tekizt ágæt- lega. Þannig mun turninn á Hall- grímskirkju skaga hátt í þessa ný- byggingu, en hann verður aðeins tveimur metrum lægri en hún.“ Svona stór bygging hlýtur að kalla á enn meiri umferð á svæði, þar sem umferð er þegar mikil. „Aðkoman verður frá Dalvegi eins og aðkoman að öðrum húsum við Smáratorg. En umferðarkerfið hefur verið hannað með það fyrir augum að þetta stór bygging komi á þessa lóð,“ segja þeir félagar. „Þar sem aðallega verður um skrifstofuhúsnæði að ræða, þá ætti umferðin þangað að dreifast meira yfir daginn.“ „En það eru uppi hugmyndir um að tengja saman efri hæðina á bíla- stæðinu í Smáralind við þakið á að- albyggingunni á fyrstu hæð með brú yfir Fífuhvammsveg,“ segja þeir Eg- ill Guðmundsson, Björn Guðbrands- son og Aðalsteinn Snorrason að lok- um. „Þá myndast bílabrú, sem yrði til þess að létta á umferðinni um svæðið. Enn eru þetta fyrst og fremst hugmyndir, en engin ákvörð- un verið tekin.“ Margvísleg starfsemi Margvísleg starfsemi gæti rúmast í þessari nýbyggingu. „Fyrsta hæðin er ætluð fyrir stórar verzlanir, en samt ekki hugsuð sem verzlunarmið- stöð í líkingu við Smáralind eða Kringluna,“ segir Agnes Geirsdótt- ur, framkvæmdastjóri Smáratorgs ehf. „Þarna verður lítil sameign og verzlanirnar verða allar með sérinn- gangi að utanverðu.“ „Upphaflega var hugmyndin sú að gera turninn að einu stóru hóteli, en síðan var fallið frá því,“ heldur Agnes áfram. „En það mætti vel hugsa sér hótel á tveimur til þremur hæðum turnsins. Slík starfsemi myndi sennilega fara vel með ann- arri starfsemi þar. Að öðru leyti myndi húsnæðið í turninum henta af- ar vel fyrir skrifstofur og ýmiss kon- ar þjónustu. Efsta hæðin verður auðvitað ein- stök, hvað útsýni snertir og mun hafa gríðarlegt aðdráttarafl fyrir marga. Það verður því ekki hægt að hugsa sér betri stað á höfuðborgar- svæðinu fyrir glæsilegan veitinga- stað.“ Að sögn Agnesar sýna frumkann- anir, að það er mikill áhugi til staðar á þessari nýbyggingu. „Magnús Gunnarsson hjá fasteignasölunni Valhöll hefur fengið það verkefni að útvega leigutaka í húsið og honum hefur þegar orðið töluvert ágengt,“ segir hún. „Margir aðilar sýna turninum áhuga og mörg verzlunarfyrirtæki hafa lýst yfir áhuga sínum á að fá húsnæði fyrir sig í verzlunarhæð- inni. Við teljum því, að það sé mark- aður fyrir þetta hús, enda verður ekki farið af stað með framkvæmd- ina fyrr en búið er að finna leigutaka í allt húsnæðið. Ekki eru nema fáein ár síðan hér var mikill skortur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði og þá sérstaklega á fallegu og skemmtilegu húsnæði á heppilegum stöðum. Með sívaxandi mannfjölda á Stór-Reykjavíkur- svæðinu mun þessi þörf segja til sín á nýjan leik og gleymum því ekki, að þetta er miðja höfuðborgarsvæðis- ins. Staðsetningin getur því ekki ver- ið betri. Ég tel einnig líklegt, að fyrirtæki, sem eru dreifð um allt höfuðborg- arsvæðið, sjái þarna tækifæri til þess að sameinast á einum stað og ekki er að efa, að nýbyggingin verður til þess að draga enn fleira fólk að Smáratorgi og efla þar enn frekar verzlun og þjónustu. Með þessari byggingu verður brotið blað í byggingarsögu Íslands, því að þetta verður fyrsta byggingin upp á tuttugu hæðir hér á landi og um leið hæsta bygging landsins, að minnsta kosti um sinn. Það eitt og sér kallar á nýjar hugarvíddir. Þeir eru til, sem látið hafa í ljós efasemdir varðandi bygginguna. Tæknilega er því samt ekkert til fyr- irstöðu og byggingaryfirvöld í Kópa- vogi horfa mjög jákvæðum augum á þessi áform. Möguleikarnir á að fjár- magna bygginguna eru líka vissu- lega fyrir hendi. Nákvæm endanleg kostnaðaráætlun liggur enn ekki fyrir, en gera má ráð fyrir, að bygg- ingarkostnaðurinn verði um 2 millj- arðar kr.“ „Þessi nýbygging mun að sjálf- sögðu verða mjög áberandi í um- hverfi sínu og sjást langt að,“ sagði Agnes Geirsdóttir að lokum. „Bygg- ingin gæti því verið visst kennileiti, sem sýnir, að á þessu svæði er að finna miðstöð þjónustu og verzlunar á höfuðborgarsvæðinu. En við ger- um okkur vonir um fallega byggingu, sem falli vel inn í skipulagið og von- um, að Kópavogsbúar geti verið stoltir af henni.“ fu- og verzlunarbygg- torg í Kópavogi Morgunblaðið/Kristinn Á fyrirhuguðum byggingarstað í Kópvogi. Frá vinstri: Agnes Geirsdóttur, framkvæmdastjóri Smáratorgs ehf., Egill Guð- mundsson arkitekt, Jákup Jákupsen, aðaleigandi Smáratorgs ehf., Magnús Gunnarsson, sölumaður hjá Valhöll, Björn Guðbrandsson arkitekt og Aðalsteinn Snorrason arkitekt. Morgunblaðið/Kristinn Nýbyggingin á að rísa við Smáratorg 3, á svæðinu þar sem Elkó, Rúmfatalagerinn og Bónus eru til húsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.