Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 13 FULLTRÚAR þeirra íslensku fyr- irtækja sem sýndu á Evrópsku sjávarútvegssýningunni (European Seafood Exposition) í Brussel og Morgunblaðið ræddi við eru ánægðir með árangurinn. Fulltrúi Útflutningsráðs Íslands, sem stóð að þátttöku flestra fyrirtækjanna, segir að þátttaka fyrirtækjanna sé hluti af heildarmarkaðsstarfi þeirra. Óvenjulega mikið selt Halldór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Pols, segir að Pols hafi gengið ágætlega á sýningunni og að menn séu mjög ánægðir með afraksturinn. Ástandið í Asíu segir hann að hafi ekki komið við Pols, fyrirtækið sæki ekki á Asíumarkað. „Við vorum aðallega að koma á framfæri skömmtunar- og samvals- vélum til þess að búa til fasta skammta,“ segir Halldór, en vigtun, flokkun og skömmtun eru kjarninn í starfsemi Pols. Halldór segir að gengið hafi verið frá óvenjulega mikilli sölu. „Við gengum frá sölu á fimm vélum og það eru mörg tilboð sem við erum með í vinnslu.“ Kynntu starfsemi Brims Útgerðarfélag Akureyringa tók þátt í Evrópsku sjávarútvegssýn- ingunni í þriðja skipti í ár, að sögn Magnúsar Baldurssonar, sölustjóra Útgerðarfélags Akureyringa. Að þessu sinni var áhersla lögð á að kynna starfsemi Brims og hvað það fyrirtæki stendur fyrir. „Skag- strendingur, HB og ÚA, sem mynda Brim, hafa hvert fyrir sig sína stöðu á markaðnum,“ segir Magnús, „og þetta var í fyrsta skipti sem við kynntum formlega hið nýja fyrirtæki fyrir viðskipta- vinum okkar.“ Einnig var sýnt þversnið af vöruúrvali fyrirtækisins og gefinn var út geisladiskur með kynningarefni, m.a. í tilefni sýning- arinnar, og honum dreift til við- skiptavina ásamt nýjum vörubæk- lingi. Magnús segir að á sýningunni hafi verið mikið um fundahöld en ekki sé algengt að gerðir séu nýir samningar. „Í dag er það einfald- lega þannig að menn eru í miklu nánara sambandi við markaðina þannig að það er ekki eins og að menn séu að hittast eftir margra mánaða hlé.“ Markaðsvinnan sé orðin svo miklu öflugri. „Við erum mjög mikið á ferðinni á mörkuðun- um, heimsækjum viðskiptavini okk- ar og þeir heimsækja okkur allt ár- ið.“ Annað sem hefur breyst, segir Magnús, er að markvisst er stefnt að því að eiga færri viðskiptavini en jafnframt að eiga traustari sam- skipti við þá. Það geri að verkum að menn séu í miklu og góðu sam- bandi. Unnið sé markvisst að því að vinna náið með viðskiptavininum sem feli í sér að menn séu betur upplýstir um hvað sé að gerast á mörkuðunum og hvert varan fari. Um leið sé reynt að þjóna við- skiptavininum betur með því að laga vöruna að kröfum hans hverju sinni. „Við vorum mjög ánægðir með sýninguna en aðsóknin var minni en í fyrra. Ég held að menn hafi verið sammála um að um leið varð hún markvissari því að þeir sem komu eru í bransanum. Í fyrra komu margir Asíubúar sem leiddi ekki til mikilla viðskipta.“ Að sögn Magnúsar hættu nokkur fyrirtæki við þátttöku vegna lungnabólgufaraldursins í Asíu, „þannig að þetta setti talsvert mark á sýninguna“. Hluti af heildarmarkaðs- starfi fyrirtækjanna Vilhjálmur Jens Árnason, for- stöðumaður sýningarsviðs Útflutn- ingsráðs Íslands (ÚÍ), segir að gestum hafi eitthvað fækkað vegna lungnabólgufaraldursins í Asíu. „Auðvitað var heldur minna af gest- um þaðan og einnig frá Ameríku og Kanada en gestum frá Evrópu fækkaði ekki. Þetta er Evrópusýn- ing en jafnframt sú alþjóðlegasta í þessum geira,“ segir Vilhjálmur Jens. Skotið hafi verið á að gestum hafi fækkað um 10–20% en þó að fólki hafi eitthvað fækkað hafi það ekki endilega áhrif þar sem gestir frá Asíu hafi ekki allir verið mjög fjársterkir. Vilhjálmur segir að vegna styrks frá Nýsköpunarsjóði hafi ÚÍ getað boðið sýnendum í sínum bási upp á niðurgreitt pláss. „Við viljum líka meina að við höfum náð kostnaði niður, það verða samlegðaráhrif af því að sýna saman.“ Einnig var ÚÍ í samstarfi við Félag íslenskra stór- kaupmanna og var m.a. boðið upp á beint leiguflug til Brussel á vegum Heimsferða. „Sýningin er hluti af heildar- markaðsstarfi fyrirtækjanna,“ seg- ir Vilhjálmur. „Þó að menn skrifi ekki endilega undir samninga gefst fólki kostur á að koma þarna og sjá hvað fyrirtækin eru að bjóða og þannig myndast oft fyrstu tengsl.“ Það sé ekki algengt að menn komi og sjái einhverja vél eða annað slíkt og ákveði að skrifa undir samninga. Þetta geti verið langt ferli. „Þetta er gríðarlega mikilvægur liður í markaðssetningu fyrirtækj- anna. Þau tryggja tilvist sína í huga þeirra sem eru í geiranum og ég held að við Íslendingar séum að mynda sterka heild þarna,“ segir Vilhjálmur Jens. Góður árangur á sjávar- útvegssýningunni í Brussel Tap Og Vodafone 106 milljónir TAP Og Vodafone nam 106 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Af- koma félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins 2003 er í samræmi við áætl- anir, samkvæmt upplýsingum frá Og Vodafone. Rekstrartekjur félagsins á tíma- bilinu námu 1.420 milljónum króna. Rekstrargjöld Og Vodafone námu 1.095 milljónum. Hagnaður af rekstri félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins fyrir sam- runakostnað, afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 325 milljónum króna. Í árshlutareikningnum hefur verið gjaldfærður samanlagt ríflega 55 milljóna kostnaður vegna sameining- ar Íslandssíma, Tals og Halló! Frjálsra fjarskipta. Heildarkostnaður við samruna fé- laganna er áætlaður 850 milljónir króna. Á fjórða ársfjórðungi 2002 voru 486 milljónir bókfærðar undir þennan kostnaðarlið, að meðtöldum fjármagnsgjöldum vegna samruna sem voru 133 milljónir. Stjórn félagsins hefur ákveðið að boða til hluthafafundar í félaginu, þann 3. júní 2003, þar sem m.a. verður lögð fram til samþykktar tillaga um breytingu á nafni félagsins. Öll þjón- usta þess er nú boðin undir nafni Og Vodafone í takt við samkomulag sem nýverið var gert við farsímafyrirtæk- ið Vodafone, að því er segir í tilkynn- ingu. Veltufjárhlutfall Og Vodafone var 0,41 í lok mars 2003 og hækkaði úr 0,29 frá áramótum. „Hafa verður í huga að meðal skammtímaskulda fé- lagsins er brúarlán að fjárhæð 1.900 m.kr. Það lán verður greitt upp í haust samfara útboði á auknu hlutafé í félaginu. Fyrirhugað útboð er sölu- tryggt að fullu. Að teknu tilliti til upp- greiðslu þess láns næmi veltufjárhlut- fall félagsins 0,91. Rétt er að benda á að hlutfallið verður þó fyrir áhrifum af rekstri félagsins fram að þeim tíma þegar brúarlánið verður greitt upp,“ að því er segir í tilkynningu. Í fréttatilkynningu sem birt var með ársuppgjöri 13. febrúar sl. kem- ur fram að gert er ráð fyrir að rekstr- artekjur félagsins nemi 6.000 m.kr. á yfirstandandi ári og að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta verði 1.500 til 1.600 m.kr. á sama tíma. - 2 5 Á R A O G T R AU S T S I N S V E R Ð Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík · S: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri sími: 466 1600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.