Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 35 Trúlega finnum við aldrei betur en við dauðsfall hve mikil- væg við erum hvert öðru. Nánasta fjöl- skyldan finnur best fyrir því og þeir sem hafa lifað nærri þeim sem kvaddi. Þá er gott að hafa byggt upp náið samfélag í fjölskyldunni og geta stutt hvert annað. Við Sigurður á Brautarhóli, föð- urbróðir minn, eigum það sameig- inlegt að hafa ekki eignast maka fyrr en við vorum 46 ára! Sigurður var svo heppinn að eignast unga, fallega og dugmikla konu. Stefanía var 25 árum yngri en hann og þau eignuðust fjögur myndarleg og dugleg börn og voru með þau á Laugum í Þingeyjarsýslu á vetrum, þar sem Sigurður var skólastjóri til 1981, og á Brautarhóli í Svarfaðar- dal á sumrin. Ég dáðist að Stefaníu fyrir dugnað og jákvæðni í þessari óvenjulegu tilveru hennar að svo mörgu leyti. Oft kom ég í heimsókn til þeirra, þó að ég byggi lengst af í öðrum landshlutum, og alltaf var jákvætt og notalegt andrúmsloft og þau hjónin samtaka um að gera heimilið að góðum vinnu- og veru- stað, bæði í skólanum og í sveitinni. Það var gott að vera nálægt Stef- aníu og gaman að horfa á hana vinna, spjalla við hana og upplifa tilveruna með henni. Henni var óvenju margt til lista lagt og hún nýtti sér þekkingu og fjölþætta lífs- reynslu í daglegu lífi sínu. Með margvíslegum hætti var Stefanía vitnisburður um mikilleik Guðs. Líf hennar snerist um að hlúa að lífinu, lífi eiginmannsins, lífi barna sinna, dýralífinu og gróðrinum. Hún var þátttakandi í sköpunarundri Guðs. Við og við háði Stefanía baráttu við sjúkdóma, en alltaf virtist hún hafa betur og ná sér nokkuð vel. Því var það var henni áfall, þegar hún fyrir 1½ ári greindist með krabbamein. Það varð að vonum ekki síður áfall fyrir aldraðan eig- inmanninn og börnin, og sjálfsagt einnig systkini og móður, eins og okkur öll hin. En það er ekki spurt um aldur þegar sjúkdómarnir herja á. Og við stöndum eftir í þögninni. Tíminn hefur numið staðar. Dag- arnir verða öðru vísi. Stefanía kem- ur ekki heim aftur. En hún er kom- in heim til himins, þar sem sjúkdómar og sorg eru ekki lengur til. Kæri Sigurður og fjölskylda. Kæra Þórunn og systkini Stefaníu. Guð gefi ykkur öllum styrk til að styðja hvert annað og finna gleðina í öllum góðu minningunum. Höldum fast í fyrirheit Drottins. Þau bregðast ekki. Jesús sagði: „Ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast og enginn getur slitið þá úr hendi minni.“ Guði séu þakkir, sem gefur okkur sigurinn fyrir Drottin Jesú Krist. Stína Gísladóttir, Óli Aadnegard. Stefanía Jónasdóttir var góður nágranni. Hæglát, umhyggjusöm, traust og holl. Hún var natin og vann hljóðlega það sem hún vissi að kæmi sér vel án þess að láta þess endilega getið. Oft tók hún á móti okkur, gestum frá Reykjavík úr fjölskyldu eiginmanns síns, og bar okkur beina hvernig sem á stóð. Hún var myndarleg og hagsýn hús- móðir, gerði góðan og hollan mat úr því sem hendi var næst. Ræktun var henni hugleikin og ræktaði hún bæði tré, blóm og matjurtir. Hún STEFANÍA JÓNASDÓTTIR ✝ Stefanía Jónas-dóttir fæddist á Smáragrund á Jökul- dal 11. maí 1939. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. maí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 13. maí. hafði mikinn áhuga á lífrænni ræktun, kynnti sér hana sér- staklega og hafði hug á því að geta rekið líf- rænan landbúnað. Myndarlegt skjólbelti mun bera skógræktar- áhuga hennar og atorku vitni um ókomna framtíð. Stefanía var mjög vel greind kona og skynsöm, hún var fróð og fylgdist vel með og lagði sitt til málanna. Þó var hún í raun hlé- dræg, næstum dul, og hafði sig ekki í frammi. Hún var fríð kona, grann- vaxin og ljós yfirlitum og bauð af sér góðan þokka. Ævistarf hennar var að vera húsmóðir, bæði á Laug- um í Þingeyjarsýslu þegar maður hennar var skólastjóri Héraðsskól- ans þar og jafnframt á sumrum og síðan alveg á Brautarhóli í Svarf- aðardal. Hún giftist ung og áttu þau Sigurður eiginmaður hennar miklu barnaláni að fagna. Við gerðumst nágrannar Stefan- íu og Sigurðar á Brautarhóli þegar við keyptum Gröf, næsta bæ stein- snar sunnan við þau, fyrir tveimur árum. Þau höfðu áður hugsað um húsið og jörðina sem var í ríkiseign eftir að síðasti ábúandi fluttist burt. Og Stefanía hélt áfram að líta eftir öllu og liðsinna okkur með ná- kvæmni, hógværð og hugulsemi. Undanfarið ár átti hún við illvígan sjúkdóm að stríða sem leiddi til erf- iðra og krefjandi meðferða. Hún var einstaklega hugprúð og æðru- laus í veikindum sínum. Fylgdist þó eins vel með gangi mála og henni var unnt, bæði með stuðningi sonar síns sem aflaði henni upplýsinga á netinu og eins frá læknum sem meðhöndluðu hana. Hún virtist halda innri ró þrátt fyrir óþægindi og skipulagði sín mál af yfirvegun og stillingu. Við sáum hve nærfærin og kunn- áttusöm hún var í sauðburðinum síðastliðið vor enda hafði það lengst af verið hennar hlutverk að sinna ánum við burðinn, einkum þegar vandamál komu upp. Hún var fum- laus og örugg í handtökum, vissi hvað gera skyldi, jafnvel í erfiðum fæðingum, treysti sér og hikaði ekki. Hún var góð ljósmóðir. Það varð henni mikil gleði að hún eign- aðist þrjú myndarleg og heilbrigð barnabörn á síðastliðnu ári, í viðbót við þau tvö sem þegar voru komin, þótt hún hefði ekki styrk til að njóta þeirra sem skyldi. Það er mikil eftirsjá að Stefaníu sem nú kveður alltof snemma. Við söknum þess mjög að eiga ekki ná- vist hennar vísa, svo notaleg sem hún var og samfélagið í sveitinni verður fátæklegra þegar hún er farin. Mestur er þó missir Sigurðar eiginmanns hennar og barnanna, Sigurðar Bjarna, Sólveigar Lilju, Gunnars Þórs, Kristjáns Tryggva, tengdabarna og barnabarna og aldraðrar móður hennar og systk- ina. Við sendum þeim öllum hlýjar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Stefaníu Jón- asdóttur. Guðrún Agnarsdóttir, Helgi Valdimarsson. Manstu, systir, morgunstundir, manstu dalsins grænu grundir, lontu í hyl og lækjarniðinn, ljúfar stundir, bernskufriðinn. Manstu, systir, sumardaga, sólarglit og blóm í haga, lóur sungu ljóðin þýð, langa, bjarta sumartíð. Manstu, systir, mosa á steinum, mildan blæ og þyt í greinum, fuglar að tína fræ og ber, fáeinir krakkar að leika sér. Í minningunni er alltaf sól í Fnjóskadalnum og myndirnar streyma fram. Ilmur af birki og þurru heyi. Allir úti á túni í hey- vinnu. Sáturnar dregnar heilar inn í bragga. Við krakkarnir að moka til heyinu. Heyskapur á Belgsá. Krakkaskarinn á heyvagninum á heimleiðinni. Stefanía að passa að við förum okkur ekki að voða. Allir urðu að halda í kaðal til að detta ekki af ækinu. Mamma að kenna okkur að dansa niðri í eldhúsi við danslögin í útvarpinu. Stefanía fyrst að ná sporunum og kennir okkur hinum. Ég að glíma við að setja permanent í ljósa hárið henn- ar Stefaníu. Hún að sauma sér bleikan ballkjól því um helgina er ball í Brúarlundi. Mér finnst hún eins og prinsessa í bleika kjólnum og er ekki í vafa um hver verður fallegasta stúlkan á ballinu. Það var oft mikið fjör í krakka- hópnum á Þórðarstöðum og ekki alltaf ró og friður. Stefanía tók snemma á sig ábyrgð á okkur yngri systkinunum, var sáttasemjari og tók af skarið í margvíslegum ágreiningsmálum. Eftir gagnfræða- próf frá Laugum fór hún í Hús- mæðraskólann á Löngumýri. Þegar hún kom þaðan keypti hún hrærivél og bakaði dýrindis kökur og tertur, miklu fínni en áður höfðu sést á Þórðarstöðum og mér fannst hún orðin svo fín dama að ég var næst- um feimin. Hún stofnaði heimili á Laugum ásamt Sigurði og hjá þeim áttum við yngri systkinin vísan stuðning og athvarf meðan við vorum í Laugaskóla. Á sumrum dvöldu þau á Brautarhóli og þangað var alltaf gott að koma og oft var þröng á þingi í litla húsinu. Sonum mínum fannst alltaf sérstakt tilhlökkunar- efni að koma þangað og seinna son- arsyninum, Stefáni, sem hún tók miklu ástfóstri við. Það verður ekki það sama að koma að Brautarhóli þegar Stefanía er ekki lengur að bjástra í eldhúsinu eða úti í garði þar sem alltaf óx fallegra og rækt- arlegra grænmeti en annars staðar. Þegar veikindin höfðu barið að dyrum ræddum við löngum stund- um um lífið og tilveruna. Samt er margt eftir ósagt. Stefanía tók ör- lögum sínum af æðruleysi og tókst á við sjúkdóminn eins og hvert ann- að verkefni sem henni hafði verið fengið í hendur. Þó mátti greina nokkra eftirsjá. Erfiðast fannst henni að fá ekki að fylgjast með barnabörnunum, sem sum eru svo ung að þau koma ekki til með að muna eftir ömmu sinni. Á borðinu hjá mér liggur hálfprjónuð peysa, sem hún ætlaði einum ömmu- drengnum. Kraftarnir entust ekki til að ljúka verkinu. Hún hefur ver- ið kölluð á brott, líklega hefur vant- að góðan liðsmann í öðrum heimi. Eftir sitjum við öll með söknuð í hjarta. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þorbjörg Jónasdóttir. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga, í þinn náðarfaðm mig tak. Anda þinn lát æ mér stjórna auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingr. Thorst.) Nú er hún Stefanía frænka mín komin upp í himininn til Guðs til að hjálpa öllum hinum englunum að passa okkur hérna á jörðinni. Takk fyrir að vera svona góð frænka og muna alltaf eftir af- mælinu mínu. Þinn frændi, Stefán Orri. HINSTA KVEÐJA Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HREFNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Arnartanga 46, Mosfellsbæ, sem lést föstudaginn 2. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 16. maí kl. 13.30. Sigurður Kristinn Ásbjörnsson, Kristján Sigurðsson, Gestheiður Fjóla Jóhannesdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Hreinn Pálmason, Sigurður Hrafn Kristjánsson, Daníel Ægir Kristjánsson, Brynjar Þór Hreinsson, Elvar Orri Hreinsson, Íris Hrönn Hreinsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BIRGIR KARLSSON flugþjónn, Reynilundi 11, Garðabæ, andaðist á Landspítala Fossvogi miðviku- daginn 7. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, fimmtudaginn 15. maí, kl. 15.00. Svava A. Ólafsdóttir, Georg Birgisson, Laufey B. Friðjónsdóttir, Ólafur Birgisson, Robyn Redman, Kári Georgsson, Haukur Georgsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HANSÍNA SIGURBJÖRG HJARTARDÓTTIR, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 7 maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 16. maí kl. 13.30. Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson, Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir, Jón Aðalsteinsson, Eyjólfur Óskar Eyjólfsson, Birna Guðmundsdóttir, Guðný Erna Þórarinsdóttir, Hildimundur Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, ENGILBERT GUÐMUNDSSON, Stóragerði 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 29. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inger Ulla Sanne Guðmundsson, Erla Sanne Engilbertsdóttir, Hafsteinn Viðar Halldórsson, Reynir Engilbertsson, Guðmundur Sanne Engilbertson, Kirsten Helga Half, Guðbjartur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg dóttir okkar og systir, ANNA RAGNHEIÐUR ÍVARSDÓTTIR, Búastaðabraut 5, Vestmannaeyjum, lést af slysförum aðfaranótt sunnudagsins 11. maí sl. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsmalegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kvenfélagið Líkn. Ívar Gunnarsson, Bjarney Pálsdóttir, Sigríður Þóra Ívarsdóttir, Rakel Ýr Ívarsdóttir, Páll Eydal Ívarsson og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.