Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 37 Gunnar Andrésson 42 Baldur Bjartmarsson 41 Jóna Samsonardóttir 41 Kristinn Stefánsson 41 Brynja Dýrborgardóttir 38 Þorleifur Þórarinsson 38 Loks er vakin athygli á nýrri heimasíðu félagsins, slóðin er: www.bridge.is/fel/saa Bikarkeppni BSÍ 2003 Bikarkeppnin verður með hefð- bundnum hætti í ár. Hægt er að skrá sig í bikarinn til sunnudagsins 25. maí kl. 14 og dregið verður í fyrstu umferð sama dag. Fyrirliðum er bent á að við skráningu verður að til- kynna sérstaklega ef sveit á rétt á að sitja yfir í fyrstu umferð. Skráning www.bridge.is eða s. 587 9360. Síðasti spiladagur hverrar um- ferðar: 1. umf. sunnudagur 22. júní 2. umf. sunnudagur 20. júlí 3. umf. sunnudagur 17. ágúst 4. umf. sunnudagur 14. sept. Undanúrslit og úrslit verða spiluð 27. og 28. sept. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilaði tvímenning á 11 borðum mánudaginn 12. maí. Miðlungur 220. Efst vóru: NS Karl Gunnarsson – Ernst Backman 286 Sigurpáll Árnason – Sigurður Gunnl. 245 Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 243 Ari Þórðarson – Haukur Guðmundsson 231 Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj. 231 AV Halldór Jónsson – Valdimar Hjartars. 259 Guðgeir Björnsson – Steindór Árnas. 254 Jón Páll Ingiberss. – Guðlaugur Árnas. 249 Spilað er mánu- og fimmtudaga. Síðasta útkall vegna árshátíðar bridskvenna Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á árshátíðina hjá bridsspila- konum sem haldin verður í Glersaln- um í Kópavogi 17. maí nk. Glersal- urinn er á Salarvegi 2 sem er uppi í Nettóhúsinu og hefst hátíðin kl. 11.30 f.h. Verð með mat, kaffi og spilamennsku er 3.800 kr. Fjöldi góðra vinninga. Allar spilakonur vel- komnar en vinsamlega tilkynnið ykkur í eftirfarandi símanúmer: Elín Jóhannsdóttir, s. 899-4227 Esther Jakobsdóttir, s. 564-2496 Freyja Sveinsdóttir, s. 659-3752 Hertha Þorsteinsd., s. 822-7053. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 9. maí var spilaður tvímenningur á fjórum borðum hjá eldri borgurum í Hafnarfirði. Úrslit urðu þessi: Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 82 Guðni Ólafsson – Sigurður Hallgrímsson 73 Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 69 Bridsfélag SÁÁ í sumarfrí Sunnudagskvöldið 11. maí sl. var spilaður síðasti Howell-tvímenn- ingur tímabilsins hjá félaginu og urðu þessi pör hlutskörpust: Helga Sturlaugsd. – Ómar Olgeirsson 73 Bergljót Aðalsteinsd. – Björgvin Kjartan 69 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfsson 67 Eftir jafna og spennandi keppni um stigakóngstitilinn stóð Einar Lárus Pétursson uppi sem sigurveg- ari, efstu spilarar urðu þessir: Einar L. Pétursson 50 Guðlaugur Sveinsson 47 BRIDS Umsjón Arnór G.Ragnarsson Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13–16.30. Handavinna, spilað, föndr- að. Óvæntur gestur. Bílaþjónusta í símum 553 8500, 553 0448 og 864 1448. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520-9700. Krakka- klúbbar í safnaðarheimilinu: 9–10 ára börn kl. 16–17 og 11–12 ára kl. 17.30– 18.50. www.domkirkjan.is Grensáskirkja. Ferð starfs aldraðra. Lagt af stað kl. 9. Heimkoma áætluð um kl. 16. Söfn á Suðurnesjum. Verð kr. 2.000. Há- degismatur innifalinn. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10– 12. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð. Allir velkomnir. Kl. 12.30 súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borgara. Fjölbreytt dagskrá. Söngstund, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffi- sopi o.fl. Þeir sem ekki komast af sjálfs- dáðum eru sóttir. Hafið samband við kirkjuvörð í síma 520 1300. Laugarneskirkja. Gönguhópurinn Sólar- megin leggur í hann kl. 10.30. Næstu vik- ur mun hópurinn leggja upp frá kirkjunni alla miðvikudaga og föstudaga kl. 10.30. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Vorferð í Húsdýragarðinn – grillað saman. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Fríkirkjan í Reykjavík. Alfa-námskeið í safnaðarheimilinu kl. 20. Kyrrðar- og bænastund í kapellu safnaðarins í safn- aðarheimilinu, Laufásvegi 13, 2. hæð, kl. 12. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 12:00. Kyrrðarstund í hádegi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrir- bænir og íhugun. Kl. 13–16. Opið hús. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. „Kirkjuprakkarar.“ Digraneskirkja. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Aðalsafnaðarfundur Digranes- sóknar verður haldinn í Digraneskirkju í dag 14 maí kl. 18 Venjuleg aðalfundar- störf (sjá nánar www.digraneskirkja.is). Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Braga- son. Allir velkomnir. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Op- ið hús kl. 12. Léttur hádegisverður og samverustund. Þorvaldur Halldórsson skemmtir og barnakór úr Hjallaskóla syng- ur undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn- um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn- um TTT, á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnun í kirkjunni í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Erlendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt- umst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borg- ara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hitt- ast, spjalla saman, spila og njóta góðra veitinga. Verð velkomin. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 op- ið hús í KFUM og K fyrir æskulýðsfélagið. Hulda Líney Magnúsdóttir og leiðtogarnir. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð, frá kl. 10–12. Umsjón hefur Arndís L. Bernharðsdóttir og Þuríður D. Hjaltadóttir. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unn- ið í 12 sporunum. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Foreldra- morgun í Safnaðarheimilinu miðvikudag- inn 14. maí kl. 10.30 í umsjá Jónínu, Kötlu og Petrínu. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur Orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. „Hver lætur oss hamingjuna líta.“ Sálmur 4. Ræðumaður Kristín Bjarnadóttir, kristniboði. Fyrirbæn á samkomunni. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10– 12. Laufey Brá Jónsdóttir fjallar um börn og leiklist. Veitingar í boði kirkjunnar. Hvítasunnukirkjan, Fíladelfía. Mömmu- morgunn kl. 10. Biblíulestur kl. 20. Glerárkirkja, Akureyri. Hádegissamvera kl. 12–13. Orgelleikur, fyrirbænir, sakra- menti. Léttur málsverður að helgistund lokinni í safnaðarsal. Safnaðarstarf Magnús Jónsson, svili minn og vinur, er látinn eftir langvarandi og illvíg veikindi. Enn einn vinurinn hvílir nú í friði, saddur lífdaga. Á barnaskólaárum mínum sá ég fyrst þá tvíburabræð- urna, Magnús og Þóri, sem voru hálfu öðru ári yngri en ég, bjarta drengi og upplitsdjarfa, fríða og föngulega, sem jókst fremur en hitt með árunum. Á tímabilinu 1946–1952 sá ég svo Magnús við störf sín nær virka daga alla, enda var vinnustaður hans þá örskammt frá foreldrahúsum mín- um. Vissi ég það helzt um hann, að hann hafði kvongast fyrri eiginkonu það ungur, að hann hefði hæglega getað notað nær ófúna fermingar- skóna við það hátíðlega tækifæri! Svo liðu árin og ég flæktist um suður í álfu, en í lok ársins 1962, þá aftur fyrir nokkru alkominn á heima- slóðir, fór ég að gera hosur mínar grænar fyrir mágkonu Magnúsar, Sigríði systur Magneu, sem Magnús hafði kvænzt 1959. Þær systur voru með fádæmum elskar hvor að ann- arri, enda aðeins fimm og sex ára, er móðir þeirra lézt 1939, og þær látnar saman í fóstur til ókunnugra, fjarri föður og fimm eldri systkinum. Bundumst við Magnús fljótlega traustum vináttuböndum, því syst- urnar vildu hittast sem oftast. Á þeim tíma voru þau hjónin að koma sér vel fyrir, því Magnúsi vegnaði vel í starfi og var að verða MAGNÚS JÓNSSON ✝ Magnús Jónssonfæddist í Reykja- vík 20. okt. 1930. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 2. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 13. maí. einn farsælasti verzl- unarstjóri hjá Slátur- félagi Suðurlands, þar sem hann hóf störf strax eftir almenna skólagöngu, undir handleiðslu mann- kostamannsins Jóns Eyjólfssonar, föður Jó- hannesar í Bónusi. Já, nú fóru í hönd glöð og gæfurík ár. Hvergi hef ég þegið jafn oft og jafn vegleg- ar veitingar sem í húsi þeirra hjóna, Magneu og Magnúsar. Eigum við hjón þeim skuld að gjalda, sem nú er orðið um seinan að endur- greiða. Þau hjón bjuggu við barnalán og prýddu börnin, eftir að þau uxu úr grasi, sem og seinna makar þeirra, fjölskyldu- og vinahóp þeirra hjóna, þegar svo bar við, ekki sízt vegna hógværðar sinnar og glaðværðar. En fallvelti lífs og tíma bíður oft á næsta leiti. Innan við sextugt tóku veikindi að hrjá Magnús og skömmu síðar greindist Magnea með illvígan sjúkdóm, sem lagði hana að velli fyr- ir hálfu sjötta ári, þá á 65. aldursári. Í veikindum eiginkonu sinnar, oft sárþjáður sjálfur, drýgði Magnús kannski sínar stærstu dáðir. Eftir það var eins og flestir dagar í lífi hans væru sólarlausir. Full trega kveðjum við þennan fyrrum lífsglaða og hressilega dreng og óskum börnum hans og systkin- um hans tveim, sem og öðrum að- standendum allrar blessunar. Hvíl í friði, kæri svili. Jón P. Ragnarsson. Elsku afi, nú er komið að því að kveðja þig. Það hefur verið fastur punktur í tilverunni svo lengi að fara í heimsókn til þín. Þú varst besti afi í heimi og alltaf var gaman að koma til þín, þó veikindi væru farin að hafa áhrif á líf þitt. Best munum við eftir þér þegar þú og amma bjugguð í Geitlandinu og á Snorrabrautinni. Auðvitað breyttist margt þegar amma Maggý lést, en alltaf tókst þú vel á móti okkur þegar við komum til þín. Meðan heilsan leyfði komst þú til foreldra okkar til skiptis um helgar að borða. Þrátt fyrir veikindi þín var alltaf gott að heimsækja þig á spítalann. Stundum varstu voða þreyttur en það var af því að þú varst svo mikið veikur. Elsku afi, við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna og vonandi situr þú hjá ömmu og fylgist með okkur áfram. Við vitum að þú ert hjá Guði og ömmu og að þér líður betur núna, því að þú varst orðinn svo þreyttur. Við munum halda áfram að hugsa til þín þó það verði skrýtið að geta ekki heimsótt þig. Með bestu kveðju. Afabörnin. Kær bróðir og mágur er kvaddur í dag. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þökkum þér samfylgdina. Sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Sigurþór og Sigurborg. KIRKJUSTARF Okkur systkinin frá Skarði í Þykkvabæ langar að skrifa nokkur orð um hann Helga bróður hennar mömmu sem lést hinn 3. maí eftir stutta sjúk- dómslegu. Helgi kom oft á heimili okkar aust- ur á Skarði þar sem foreldrar hans og foreldrar okkur bjuggu saman á æskuheimili Helga. Oft var glatt á hjalla þegar Helgi og Gurrý komu í heimsókn með krakkana sína í sveit- ina til okkar sem þau gerðu nú yf- irleitt á hverju sumri. Stundum fór- um við til þeirra til Vestmannaeyja, þá var nú aldeilis gaman því þau hjónin tóku svo vel á móti okkur að við héldum að við værum pínulítið kóngafólk. Helgi naut sín vel í eld- húsinu og á hverjum sunnudegi eld- aði hann steik og oft voru heitar pönnukökur í boði á kaffitímum. Þrjú af okkur systkinunum dvöldum á heimili Helga og Gurrýjar bæði í Vestmannaeyjum og Keflavík þegar við fórum úr sveitinni til að vinna í fiski. Ekki er hægt að segja annað en vel hafi verið tekið á móti okkur og vorum við sem þeirra börn meðan á dvölinni stóð. Fyrir það viljum við þakka. Svo kært var á milli elsta bróður okkar og Helga að þeir töluðu saman a.m.k. einu sinni í viku. Eiginkona Helga, hún Gurrý, lést fyrir nokkrum árum og var það hon- HELGI UNNAR EGILSSON ✝ Helgi Unnar Eg-ilsson fæddist á Skarði í Þykkvabæ 15. júlí 1929. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut laugardaginn 3. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 9. maí. um erfiður tími. En lífið hélt áfram hjá honum og hélt Helgi heimili af miklum myndarskap í Njarðvík, í nágrenni við börnin sín þrjú og fjölskyldur þeirra, sem öll búa í Keflavík. Helgi eignaðist vinkonu og hófu þau sambúð fyrir nokkrum mánuðum, hugur okkar er hjá henni núna á þessum erfiða tíma. Vottum við Frið- björgu, Guðrúnu, Þor- steini og fjölskyldum þeirra, Sigurbjörgu og mömmu okk- ar innilegustu samúð. Egill, Kristbjörg, Jóhannes, Marta og Sigrún Elsku afi. Mikið rosalega sakna ég þín og þeirrar hlýju sem þú gafst frá þér. Þú vildir allt fyrir mann gera, alveg sama hvað það var. Síðustu dagar hafa verið rosalega skrítnir, margar gamlar og góðar minningar hafa komið upp í huga minn. Ég man þegar ég fékk að gista heima hjá þér og ömmu, alltaf fékk ég að ráða hvað var í matinn og ekki valdi ég það fljótlegasta, nei, ég vildi fá kjötsúpu eða slátur. Það var alveg sama hvað ég valdi, alltaf eldaðirðu það fyrir mig, þú sagðir líka alltaf að það væri svo gaman að gefa mér að borða og þegar þú sagðir það þá borðaði maður meira enda var mat- urinn þinn sá besti sem hægt var að fá, og svo var auðvitað ís og gotterí í eftirrétt. Svo þegar átti að fara að sofa var maður fljótur að koma sér fyrir og reyna að sofna á undan þér því ef þú sofnaðir á undan þá var lítill mögu- leiki á að sofna því þú hraust svo af- skaplega hátt! Þið amma voruð rosa- lega góð og maður hlakkaði alltaf til að fá að sofa hjá ykkur. Núna ertu kominn til hennar og þarft ekki að þjást lengur. Ég mun ávallt elska þig og sakna og ég lofa að vera dugleg að heim- sækja þig og ömmu. Þú átt þinn stað í hjarta mínu. Guð geymi þig og varðveiti elsku afi minn. Þín Margrét Rósa (Magga). AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.