Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja til ömmu. Lífið er tímaglas sem tæmist mishratt en stöðugt er snúið við. Allir hafa sitt eig- ið tímaglas en endurnýjunin heldur áfram með nýjum kynslóðum. Við andlát ömmu minnar, ömmu Möggu, tæmist tímaglas mikillar sómakonu og fækkar um leið í þeirri kynslóð sem lifði við kröpp kjör á árdögum síðustu aldar en lagði grunninn að því velmegunarsamfélagi sem við búum við í dag. Amma Magga var hvunndagshetja í íslensku bændasamfélagi. Með ein- stökum dugnaði og eljusemi rak hún stórt heimili á Skjöldólfsstöðum í Jök- uldal og kom börnum sínum sjö til manns. Sem krakki í sveitinni hjá ömmu Möggu skildi ég að uppspretta dugnaðarins á bænum var hjá henni; aldrei mátti sitja auðum höndum, aldrei mátti verk úr hendi sleppa. Mér er minnisstæð gestrisni ömmu Möggu; skipti ekki máli hvort putta- ferðalangur átti leið hjá, fjarskyldur ættingi eða sveitungi; alltaf var kaffi á könnunni, fjölmargar kökusortir og bestu kleinur á Íslandi. Bæjarstæði Skjöldólfsstaða var og með þeim hætti að eldhúsið hjá ömmu Möggu var nánast hluti af þjóðvegakerfinu. Amma Magga var ræktarsöm svo af bar. Reglulega fór hún í ferð til höf- uðborgarinnar þrátt fyrir háan aldur og heimsótti eins marga ættingja og unnt var. Hún fylgdist grannt með uppvexti yngstu kynslóðarinnar og iðulega gaukaði hún seðli að barna- barnabörnunum þegar hún kom í heimsókn. Þess á milli hringdi hún til að spjalla og leita frétta af afkomend- um sínum. Á bak við ræktarsemina var hlýja og væntumþykja gömlu konunnar sem bæði kona mín og börn fundu svo vel fyrir. Amma lifði langa ævi og var bless- unarlega lengst af heilsuhraust, en skyndilega var hennar tími kominn. Ég og fjölskylda mín minnumst henn- ELÍN MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR ✝ Elín MargrétÞorkelsdóttir, húsfreyja á Skjöld- ólfsstöðum á Jökul- dal, fæddist í Hof- teigi á Jökuldal 4. nóvember 1909. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 4. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Egilsstaðakirkju 13. maí. ar með virðingu og söknuði. Sveinn Andri Sveinsson. Að hafa átt þig sem ættingja og vin er eina af lífsins dýr- mætu gjöfum. Á eftir þér komum við efa- laust hin, sú ein er vissan er sanna við höfum. Hjartans þakkir, við hittumst á ný á hærri stöðum, því vil ég trúa og að guðsföður höndin hlý í himinsælu þér stað muni búa. (R.S.G.) Elskuleg systir mín Margrét er lát- in, 93 ára gömul. Lát hennar kom okkur, sem best þekktum til, ekki á óvart því sam- kvæmt hennar aldri barðist hún í harðri baráttu við elli kerlingu með öllu því sem henni fylgir síðustu árin og sýndi hún þar alveg ótrúlegt þrek og dugnað. Ekki var hún að kvarta eða barma sér en tók hlutum alltaf eins og þeir komu fyrir. Magga, eins og hún var oftast köll- uð, var næstelst okkar systkina, en ég var yngst, milli okkar var því 20 ára aldursmunur. Ég minnist hennar frá fyrstu tíð sem sterkrar og heilsteyptrar mann- eskju sem alltaf var hægt að leita til og treysta á ef eitthvað bjátaði á. Ég heyri stundum talað um að þessi eða hin konan hafí verið stór og höfðingleg í útliti. Magga var ekki há í loftinu, en hún var stór kona í bestu merkingu þess orðs. Magga var höfð- ingi að eðlisfari, alltaf var allt sjálf- sagt, sem hún gat gert fyrir aðra og umhyggja hennar fyrir sínum nán- ustu var alveg einstök, hún fluttist á Egilsstaði til að geta aðstoðað Þor- stein, eiginmann sinn síðustu árin, er hann dvaldist sjúklingur á spítala þar uns yfír lauk. Sú umhyggja var hon- um ómetanleg. Þannig var Magga, hún fór sannarlega ekki varhluta af erfíðleikum lífsins, hún lifði báða eig- inmenn sína. Fyrri maður Möggu, Lúðvíg Þor- grímsson, drukknaði í Jökulsá á Dal eftir tæplega árs hjónaband og var þá dóttir þeirra, Jóhanna ófædd. Auk þess lamaðist Elín dóttir hennar barn að aldri, hennar líf er ein hetjusaga, sem ekki verður sögð hér, en nærri má þó geta að mikið hefur reynt á móðurina. Síðasta áfallið kom fyrir fáum ár- um er Lúðvíg dóttursonur hennar, mesti efnismaður, varð bráðkvaddur á besta aldri. Öllu tók Magga með sinni einstöku ró og geðprýði. Mér finnst að mörgu leyti að Magga hafi verið lánsöm manneskja. Hún naut alltaf einstakrar mannhylli og vináttu þeirra er henni kynntust. Hún fékk að halda reisn sinni til hins síðasta, hún naut þeirrar hamingju að sjá börn sín, barnabörn og langömmubörn vaxa úr grasi og verða nýtir þjóðfélagsþegnar og sannarlega naut hún þess gegnum árin að geta hlynnt að öllum skaran- um og nú síðast höfðu 2 langalang- ömmubörn bæst í hópinn. Magga naut umhyggju barna sinna, tengdabarna og ekki síst barnabarna þegar ellinnar fór að gæta, annars fannst mér alltaf hún vera veitandi fremur enn þiggjandi á allan hátt. Magga var mikill náttúruunnandi, þótti vænt um sveit sína og vildi veg hennar sem mestan. Ég veit að Möggu þótti mjög vænt um að æsku- jörðin Arnórsstaðir, tilheyrir ennþá ættinni, því þeim stað tengdist hún alltaf sterkum böndum, þótt hún byggi á höfuðbólinu Skjöldólfsstöðum langa ævi. Það er ótal margt sem ég gæti skrifað um þessa ágætu systur mína en ég læt þetta nægja. Ég votta öllum hennar mörgu af- komendum og öðrum ættingjum og vinum innilega samúð. Horfin er mæt kona. Guð blessi minningu hennar. Ragna S. Gunnarsdóttir. Hún amma Magga var einstök kona. Mikið er ég fegin að hafa átt hana að í gegnum tíðina. Allt sem hún kenndi mér, vísurnar og ljóðin og all- ar sögurnar, geymi ég í minni mér. Ég var svo heppin að vera í sveit hjá ömmu á sumrin og þar var nú aldeilis dekrað við mann. Amma hafði nefni- lega alltaf tíma og var til staðar. Við fengum okkur göngutúra, spiluðum á spil og spjölluðum, meðan Þorsteinn lá á bekknum í borðstofunni og hlust- aði á útvarpið. Oft var ég líka uppi hjá Ástu og fjölskyldu því þar var líka gott að vera. Amma sýndi því fullan skilning og ég mátti rápa á milli eins og mig lysti, en fátt var jafn notalegt og að sofna inni hjá ömmu, heyra hana lesa í hálfum hljóðum, vakna upp við lágstillt útvarpið, amma löngu komin á fætur, sýslandi í eldhúsinu, morgunmaturinn tilbúinn á borðinu og Þorsteinn lagstur á bekkinn. Allt eins öruggt og hugsast gat. Amma hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Henni var mjög umhugað um náttúruna og garðrækt var eitt af hennar aðaláhugamálum. Muna sjálf- sagt margir eftir fallega garðinum á Skjöldólfsstöðum. Hún las líka mikið, heklaði og saumaði út myndir. Við af- komendurnir höfum svo sannarlega notið góðs af allri handavinnunni. Amma var vel gefin kona, félagslynd og trygg sínum vinum, en þeir voru ófáir, og hún ræktaði fjölskylduna fram á síðasta dag. Hún bar virðingu fyrir sjálfri sér og öðrum, hafði gam- an af að segja sögur af fólki, en aldrei af kaldhæðni. Það var henni ekki í blóð borið. Ömmu þótti afskaplega vænt um foreldra sína og systkini. Föður sinn missti hún ung að árum og fimm úr systkinahópnum létust langt fyrir aldur fram. Eins varð hún fyrir því áfalli að missa fyrri eiginmann sinn er hún var langt gengin með barn þeirra. Það þarf sterk bein til að komast í gegnum svona nokkuð og það tókst ömmu minni. Hún var æðrulaus og veitti manni styrk ef eitt- hvað bjátaði á. Við amma hittumst núna um páskana hjá Beggu dóttur hennar á Grænhóli og áttum þar góðar stundir. Þá var hún orðin veil fyrir hjartanu og varð að fara sér hægt. Hún sagðist ekki kvíða því að fara, þvert á móti hlakkaði hún til, enda væri hún viss um að það væri annað líf eftir þetta. Þegar við kvöddumst grunaði mig að það væri í síðasta sinn, og svo reynd- ist vera. Það er sárt að missa ömmu Möggu en við getum huggað okkur við það að hún var sátt og södd lífdaga er hún skildi við. Katla Margrét. Margrét Þorkelsdóttir, fyrrum húsfreyja á Skjöldólfsstöðum á Jök- uldal, var mikil kjarnakona eins og hún átti kyn til. Móðir hennar, Bene- dikta Bergþóra Bergsdóttir, og amma hennar, Sólveig Þórðardóttir, voru sterkar konur sem sigruðust á miklum erfiðleikum og mótdrægum aðstæðum með dugnaði og þraut- seigju. Af þessum stofni var Margrét. Hún var ung og falleg þegar leiðir hennar og Þorsteins V. Snædals lágu aftur saman en þau voru sveitungar og hann hefur áreiðanlega haft auga- stað á henni frá unga aldri. Hann var snaggaralegur, skemmtilegur maður, hún var ekkja með tvær dætur og hafði orðið fyrir því sára áfalli að missa mann sinn í hörmulegu slysi frá ófæddu barni þeirra. Þorsteinn og Margrét hófu búskap á Skjöldólfs- stöðum og bjuggu þar sína hjúskap- artíð við myndarbú og stóran og líf- legan barnahóp. Á vorin stækkaði hópurinn þegar borgarbúarnir sendu börn sín austur. Ég var svo heppin að vera send snemma vors á hverju ári til Möggu frænku og Þorsteins og þurfti ekki að fara suður aftur fyrr en skólabjallan hringdi og það var í október í þá daga. Foreldrar mínir töldu það betri upp- eldisaðstæður en mölina og mikil hamingjumanneskja var ég, og síðar önnur börn í fjölskyldunni, að fá að alast að hluta til upp á Jökuldalnum og læra að vinna og standa mig en jafnframt að kynnast mínu fólki eystra og dalnum hennar mömmu og vera fóstruð af Margréti systur henn- ar sem hún mat svo mikils. Í minningunni er alltaf sól fyrir austan og nóg að gera bæði inni og úti. Þorsteinn var oddviti sveitarinn- ar, sá um póst og bókasafn og sinnti bensínafgreiðslu auk bústarfa. Mar- grét hélt verkstjórninni inni í styrk- um höndum og allir höfðu sín verk að vinna. Fúsi rútubílstjóri hringdi frá Möðrudal og lét vita hve margir vildu kaffi á Skjöldólfsstöðum og þá þurfti að hafa hraðar hendur og leggja á borð og smyrja brauð og hafa allt tilbúið. Magga stýrði okkur af mildi og skörungsskap og það var gaman að vinna með henni. Að loknum góðum degi þegar barnahópurinn var hátt- aður og las og hló og fór með vísur kom hún úr fjósinu með könnu af spenvolgri mjólk handa okkur. Ef gróf í sári læknaði hún það, ef heimþrá sótti á þurrkaði hún tár og tók mann í hlýjan faðminn. Hún var sem önnur móðir mín og mér þótti innilega vænt um hana. Þessi löngu liðnu sumur voru stór hluti af æsku minni og mótuðu mig til fullorðinsára. Gestkvæmt var á Skjöldólfsstöðum enda sálubót að ræða við heimilisfólk þar sem lífsgleði og skemmtilegheit einkenna samskipti manna. Veitingar voru ávallt höfðinglegar og vel fram bornar. Húsfreyjan var glaðlynd og jákvæð í viðmóti og húsbóndinn gam- ansamur og ljúfur, börnin skemmti- leg og uppátektarsöm. Dvöl mín eystra var ígildi mikils náms og gaf mér meira af því sem mölur og ryð fá ekki grandað en margt sem lært var í skólum síðar á lífsleiðinni. Margrét bjó á Egilsstöðum eftir að Þorsteinn lést árið 1999. Hún hafði lif- að nánast alla 20. öldina með þeim miklu breytingum sem urðu í íslensku þjóðlífi. Hún var jákvæð gagnvart nýjum tímum og stolt af ævistarfi sínu og þeim myndarlega hóp sem af henni er kominn. Skjöldólfsstaðir eru í eigu afkomenda hennar; ungt og bjartsýnt fólk heldur áfram því verki sem þau Þorsteinn hófu. Hún hélt góðri heilsu þangað til tíminn kom og þá var hún tilbúin að fara og södd líf- daga. Með þakklæti og virðingu minnist ég Margrétar Þorkelsdóttur og bið minningu hennar blessunar. Eygló Eyjólfsdóttir. Kveðja frá starfs- fólki og bílstjórum Nýju sendibíla- stöðvarinnar Látinn er félagi okkar Sighvatur Jóhannsson, langt um aldur fram, sem starfað hefur með okkur um ára- bil hér á Nýju sendibílastöðinni. Skil- ur hann eftir sig stórt skarð í okkar hópi. Hann var traustur félagi, og var vel liðinn af viðskiptavinum okkar sem og starfsfélögum. Sighvatur var hraustmenni mikið og verklaginn, hann var skapmaður en fór vel með það. Við sjáum nú á bak góðum félaga og sendum fjölskyldu og ættingjum hans samúðarkveðjur. Að standa frammi fyrir því að kveðja vin langt um aldur fram er erf- itt. Að eftir áratuga löng og farsæl SIGHVATUR JÓHANNSSON ✝ Sighvatur Jó-hannsson fædd- ist í Reykjavík 30. apríl 1946. Hann lést á heimili sínu í Bessastaðahreppi 3. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bessa- staðakirkju 13. maí. kynni skuli allt í einu klippt á samskiptin fyr- irvaralaust. Mann set- ur hljóðan og um stund skilur maður alls ekki tilganginn með öllu þessu brölti. Sighvat vin minn kveð ég eftir rúmlega 40 ára kynni. Við kynntumst hjá Græn- metisverslun landbún- aðarins sem þá var við Sölvhólsgötu í Reykja- vík. Hjá því fyrirtæki störfuðum við saman í 23 ár, eða þar til Græn- metisverslunin var lögð niður. Tókust strax með okkur góð kynni og mikil vinátta sem hélst allt til þessa dags að ég nú sé á eftir mínum besta vini. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn í gegnum ótal minningabrot. Minning- ar um samskipti, ævintýri, viðskipti, gleðskap og einlæga vináttu sem aldr- ei bar skugga á. Ýmislegt var brallað, enda lífið skemmtilegt þó oft væri lífs- baráttan hörð. En við brostum fram- an í lífið, við vorum ungir menn og átt- um framtíðina fyrir okkur. Stofnuðum heimili á svipuðum tíma og jafnvel blessuð börnin komu á svipuðum tíma. Þessi tími er og verð- ur alltaf sveipaður vissum ljóma enda margt brallað þau árin og næstu ára- tugina þar á eftir. Til dæmis vorum við með sauðfé og töluvert stórtækir í hestamennsku um tíma, á jörðinni Bæ í Kjós. Konur okkar og síðar börn tóku fullan þátt í þessum ævintýrum. Þá stunduðum við einnig nokkur bílaviðskipti og leið varla sú vika að við keyptum ekki einhverja bifreið, annaðhvort hálfónýtan jeppa eða hálf- ónýta vörubíla hjá Sölu varnarliðs- eigna. Við hirtum grindurnar undan vörubílunum og seldum til kartöflu- framleiðenda fyrir austan fjall. Eins stofnuðum við garðvinnufyriræki og í aukavinnu tættum við upp kartöflu- garða í Reykjavík og nágrannabyggð- arlögum. Fyrirtækið hét því skemmtilega nafni „Sponni og Sparði“, en aldrei kom til þess að við ræddum það hvor væri hvað! Af nógu er að taka og ætli við höfum ekki verið með þeim allra fyrstu til að útbúa torfærujeppa á Íslandi þegar við breyttum Willis ’47 og gekk sá undir nafninu „Tunglbíllinn“, enda menn óvanir að sjá upphækkaða bíla á risa- dekkjum sem nú þykja svo sjálfsögð á slíka bíla. Um tíma tók ég með Sighvati þátt í grásleppuútgerð frá Álftanesi og um borð voru lögð drög að enn fleiri æv- intýrum til að framkvæma í lífsins ólgusjó. Ekki má gleyma öllum ferðunum í Breiðafjörðinn þaðan sem Sighvatur er ættaður. Var jafnan farið til eggja- töku og eins voru miklir sauðfjár- flutningar á milli eyja og fleira. Að ógleymdum öllum bridsferðunum austur í sveitir. Einnig var mikið um ferðalög beggja fjölskyldna vestur í Arnarbæli á Fellsströnd þaðan sem eiginkona Sighvatar er. Eins ferðirnar allar í Húsafell og reyndar ferðuðumst við saman nánast um allt land, ýmist með eða án fjölskyldnanna. Síðustu árin starfaði Sighvatur sem sendibílstjóri við góðan orðstír og þó bílunum fækkaði í greininni hafði Sig- hvatur alltaf nóg að gera. Sighvatur var fremur stjórnsamur og ákveðinn í allri framgöngu. Þar sem Sighvatur var frekar hávaxinn áttu menn það til að verða hálfhræddir við hann og því gott að hafa hann í fremstu víglínu þegar eitthvað bjátaði á! Sighvatur var ekki allra og átti til að setja í brýrnar í ef svo bar undir. En vinátta hans stóð alltaf traustum fótum. Þeir sem kynntust honum, kynntust traustum og orðheldnum manni sem stóð sína vakt og leysti þau vandamál sem upp komu. Þá var hann léttur í lund. Hann var afar laghentur maður og hagur á járn og myndi sjálfsagt flokkast undir þúsundþjalasmið af guðs náð. Sigríði, háöldruðum foreldrum, börnum, ættingjum og öðrum vinum sendum við Gullý okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég þakka kæra kynning sem knýtti vinabönd og spor þín mun ég móta á minninganna lönd. Of fljótt varð skin að skugga við skiljum ei guðs ráð sem breytir vina vegleið fljótt hann veitir öllum náð. Þitt skap var milt og mótað af móðurlegri hyggð þú vógst á veikum armi þín verk af hjartans dyggð. Og vinum þínum varstu æ vökul lífs um stig en saman aldrei sjáumst hér við syrgjum einatt þig. (Lárus Salómonsson.) Megi algóður guð geyma og blessa minningu Sighvats vinar míns. Við hittumst síðar. Sigurður Hrafn Tryggvason. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.