Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 129. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Komnir í úrslit AC Milan keppir um Evrópubikarinn Íþróttir 44 Michael Jackson stefnir Motown-útgáfunni Fólk 48 Bók verður bíó Nemendur Heiðaskóla á söguslóðir Engla alheimsins 20 ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, ASÍ, hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmælt ný- gengnum úrskurði Kjaradóms um hækkun launa og lífeyrisréttinda þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Hækkanirnar eru sagðar „al- gjörlega órökstuddar“ og í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Þetta séu því afar kaldar kveðjur til almenns launafólks sem eitt hafi mátt axla byrðar af því að tryggja stöð- ugleika í landinu. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, hef- ur skoðað launaþróunina frá fyrsta ársfjórðungi 1999 til fyrsta ársfjórðungs 2003, þar sem með- taldar eru samningshækkanir um síðustu áramót en nýr úrskurður Kjaradóms ekki. Á þessum tíma hafi launavísitala Hagstofunnar hækkað um 31,31%. Sé sú vísitala skoðuð nánar þá komi í ljós að á almennum markaði hafi laun hækkað um 27,2% og laun opinberra starfsmanna hækkað um 37,8%. Á sama tíma hafi laun embættismanna er heyra undir Kjaradóm hækkað almennt um 41,9%. Með úrskurði Kjaradóms nú geti laun sumra emb- ættismanna hafa hækkað um allt að 60% frá fyrsta ársfjórðungi 1999. Ólafur Darri skoðaði einnig þróun lágmarkslauna og miðað við taxtagreiðslur og sama tímabil hafa þau hækkað um 33%. ASÍ telur að þessi úrskurður muni torvelda end- urnýjun kjarasamninga um næstu áramót, m.a. hvað varðar tímalengd þeirra. ASÍ vekur jafn- framt athygli á því að hluti þeirra sem þessara launahækkana njóta ber pólitíska ábyrgð á stöð- ugleikanum næstu misserin. Launafólk muni fylgjast með því hver viðbrögð væntanlegrar rík- isstjórnar verði við þessum úrskurði. Umræða á villigötum Garðar Garðarsson, formaður Kjaradóms, segir að umræða um úrskurðinn sé á villigötum og svo virðist sem gagnrýnendur hans hafi ekki lesið for- sendurnar fyrir úrskurðinum. Hann bendir á að á síðustu árum hafi hlutur dagvinnulauna í heild- arlaunum opinberra starfsmanna farið vaxandi og dagvinnulaun þeirra næstum tvöfaldast á sex ár- um. Þetta hafi ekki gerst hjá embættismönnum sem heyra undir Kjaradóm og það hafi nú verið leiðrétt. ASÍ mótmælir úrskurði Kjaradóms harðlega Segir Kjaradóm hafa hækkað laun um allt að 60% á fjórum árum  Fá greiddar/6 TALIÐ er að allt að fimmtán þús- und lík kunni að vera geymd í fjöldagröfum sem fundist hafa í þorpinu al-Mahawil, nærri borg- inni Hilla í Írak, en hún er um 56 km suður af höfuðborginni Bagd- ad. Talið er að í gröfunum sé að finna pólitíska andófsmenn sem drepnir voru eftir uppreisn sjíta- múslíma í Suður-Írak árið 1991. Fullyrt er á fréttasíðu BBC að líkamsleifar um 3.000 manna hafi þegar fundist. Segir í frétt BBC að óbreyttir íraskir borgarar hafi verið að grafa á staðnum í þeirri von að geta borið kennsl á lík ætt- ingja sem hurfu á sínum tíma. Mannréttindahreyfingar telja að lík allt að 200 þúsund fórnarlamba ógnarstjórnar Saddams Husseins sé að finna í fjöldagröfum víðs veg- ar um Írak. Talsmenn þeirra hafa hvatt til þess að fjöldagrafir eins og þær, sem nú hafa fundist í al- Mahawil, verði varðar ágangi al- mennings, enda kunni þar að vera að finna sönnunargögn sem gætu skipt sköpum þegar hafist verður handa við að sækja til saka hátt- setta embættismenn Saddam- stjórnarinnar. Al Schmidt, majór í land- gönguliðssveitum Bandaríkjahers, sagði hins vegar að virða bæri rétt þess fólks sem hefði mátt þola þjáningar í stjórnartíð Saddams. Reuters Stór fjölda- gröf fund- in í Írak GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti fordæmdi í gær hryðjuverkin í Riyadh í Sádí-Arabíu sl. mánudags- kvöld þar sem að minnsta kosti 29 manns létu lífið, þar af níu tilræðis- menn. Sennilegt er talið að fjöldi fall- inna sé í reynd hærri, jafnvel á bilinu fjörutíu til fimmtíu. Sagði Bush þetta verk „morðingja sem trúa einungis á hatrið“ og hét því að þeir sem bæru ábyrgð á voðaverkunum myndu „fá að komast að því hvað réttlæti merkir í Bandaríkjunum“. Bílsprengjur sprungu við þrjár af- girtar húsasamstæður í Riyadh þar sem mikill fjöldi erlendra ríkisborg- ara er búsettur, þ.á m. Bandaríkja- menn. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem er í heimsókn í Sádí-Arabíu, sagði allt benda til þess að hryðjuverkasamtök- in al-Qaeda hefðu verið að verki. Var tilkynnt í gærkvöldi að Banda- ríkjastjórn hefði ákveðið að kalla mikinn hluta starfsliðs bandarískra sendiskrifstofa í Sádí-Arabíu heim vegna tilræðanna. „Munum hafa uppi á þeim“ Bush sagði ennfremur að „mis- kunnarlaus morð á bandarískum borgurum og öðrum borgurum minna okkur á það að stríðinu gegn hryðjuverkum er ekki lokið“. Forsetinn sagði að hann myndi biðja fyrir fjölskyldum fórnarlamb- anna, og að haft yrði uppi á þeim sem bæru ábyrgð á hryðjuverkunum. „Í Tétsníu væru „fyllilega sambæri- legar“. Kom þetta fram í máli hans á fundi með George Robertson, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). Sagði Pútín enn- fremur að Rússar væru tilbúnir til samstarfs við NATO í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi, sem og á fleiri sviðum. minnsta kosti 54 að bana í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Tétsníu á mánudagsmorgun hefðu „sömu ein- kenni“. Talsmaður hryðjuverkadeild- ar rússneska hersins í Norður-Kák- asus sakaði al-Qaeda um að hafa staðið að tilræðinu í Tétsníu, þar sem bílsprengja sprakk við opinbera byggingu í þorpinu Znamenskoye. Pútín sagði ennfremur að afleið- ingar voðaverkanna í Riyadh og hvert sinn sem einhver ræðst gegn heimalandi okkar eða meðborgurum okkar munum við hafa uppi á þeim,“ sagði Bush. „Við munum draga þá fyrir dómstóla. Spyrjið bara talíban- ana. Ég trúi því að við getum sigrast á öllum hindrunum er verða á vegi okk- ar.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að hryðjuverkin í Riyadh og sprengjutilræði sem varð að Bush fordæmir hryðju- verkin í Sádí-Arabíu Pútín segir að tilræðunum í Riyadh og Tétsn- íu svipi saman Reuters Sádí-arabískur öryggisvörður í rústum einnar húsasamstæðunnar á vettvangi sprengjutilræðanna í Riyadh. Indianapolis, Moskvu. AP, AFP.  Tugir létust/14 Stjarna höfðar mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.