Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 1

Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 129. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Komnir í úrslit AC Milan keppir um Evrópubikarinn Íþróttir 44 Michael Jackson stefnir Motown-útgáfunni Fólk 48 Bók verður bíó Nemendur Heiðaskóla á söguslóðir Engla alheimsins 20 ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, ASÍ, hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmælt ný- gengnum úrskurði Kjaradóms um hækkun launa og lífeyrisréttinda þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Hækkanirnar eru sagðar „al- gjörlega órökstuddar“ og í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Þetta séu því afar kaldar kveðjur til almenns launafólks sem eitt hafi mátt axla byrðar af því að tryggja stöð- ugleika í landinu. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, hef- ur skoðað launaþróunina frá fyrsta ársfjórðungi 1999 til fyrsta ársfjórðungs 2003, þar sem með- taldar eru samningshækkanir um síðustu áramót en nýr úrskurður Kjaradóms ekki. Á þessum tíma hafi launavísitala Hagstofunnar hækkað um 31,31%. Sé sú vísitala skoðuð nánar þá komi í ljós að á almennum markaði hafi laun hækkað um 27,2% og laun opinberra starfsmanna hækkað um 37,8%. Á sama tíma hafi laun embættismanna er heyra undir Kjaradóm hækkað almennt um 41,9%. Með úrskurði Kjaradóms nú geti laun sumra emb- ættismanna hafa hækkað um allt að 60% frá fyrsta ársfjórðungi 1999. Ólafur Darri skoðaði einnig þróun lágmarkslauna og miðað við taxtagreiðslur og sama tímabil hafa þau hækkað um 33%. ASÍ telur að þessi úrskurður muni torvelda end- urnýjun kjarasamninga um næstu áramót, m.a. hvað varðar tímalengd þeirra. ASÍ vekur jafn- framt athygli á því að hluti þeirra sem þessara launahækkana njóta ber pólitíska ábyrgð á stöð- ugleikanum næstu misserin. Launafólk muni fylgjast með því hver viðbrögð væntanlegrar rík- isstjórnar verði við þessum úrskurði. Umræða á villigötum Garðar Garðarsson, formaður Kjaradóms, segir að umræða um úrskurðinn sé á villigötum og svo virðist sem gagnrýnendur hans hafi ekki lesið for- sendurnar fyrir úrskurðinum. Hann bendir á að á síðustu árum hafi hlutur dagvinnulauna í heild- arlaunum opinberra starfsmanna farið vaxandi og dagvinnulaun þeirra næstum tvöfaldast á sex ár- um. Þetta hafi ekki gerst hjá embættismönnum sem heyra undir Kjaradóm og það hafi nú verið leiðrétt. ASÍ mótmælir úrskurði Kjaradóms harðlega Segir Kjaradóm hafa hækkað laun um allt að 60% á fjórum árum  Fá greiddar/6 TALIÐ er að allt að fimmtán þús- und lík kunni að vera geymd í fjöldagröfum sem fundist hafa í þorpinu al-Mahawil, nærri borg- inni Hilla í Írak, en hún er um 56 km suður af höfuðborginni Bagd- ad. Talið er að í gröfunum sé að finna pólitíska andófsmenn sem drepnir voru eftir uppreisn sjíta- múslíma í Suður-Írak árið 1991. Fullyrt er á fréttasíðu BBC að líkamsleifar um 3.000 manna hafi þegar fundist. Segir í frétt BBC að óbreyttir íraskir borgarar hafi verið að grafa á staðnum í þeirri von að geta borið kennsl á lík ætt- ingja sem hurfu á sínum tíma. Mannréttindahreyfingar telja að lík allt að 200 þúsund fórnarlamba ógnarstjórnar Saddams Husseins sé að finna í fjöldagröfum víðs veg- ar um Írak. Talsmenn þeirra hafa hvatt til þess að fjöldagrafir eins og þær, sem nú hafa fundist í al- Mahawil, verði varðar ágangi al- mennings, enda kunni þar að vera að finna sönnunargögn sem gætu skipt sköpum þegar hafist verður handa við að sækja til saka hátt- setta embættismenn Saddam- stjórnarinnar. Al Schmidt, majór í land- gönguliðssveitum Bandaríkjahers, sagði hins vegar að virða bæri rétt þess fólks sem hefði mátt þola þjáningar í stjórnartíð Saddams. Reuters Stór fjölda- gröf fund- in í Írak GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti fordæmdi í gær hryðjuverkin í Riyadh í Sádí-Arabíu sl. mánudags- kvöld þar sem að minnsta kosti 29 manns létu lífið, þar af níu tilræðis- menn. Sennilegt er talið að fjöldi fall- inna sé í reynd hærri, jafnvel á bilinu fjörutíu til fimmtíu. Sagði Bush þetta verk „morðingja sem trúa einungis á hatrið“ og hét því að þeir sem bæru ábyrgð á voðaverkunum myndu „fá að komast að því hvað réttlæti merkir í Bandaríkjunum“. Bílsprengjur sprungu við þrjár af- girtar húsasamstæður í Riyadh þar sem mikill fjöldi erlendra ríkisborg- ara er búsettur, þ.á m. Bandaríkja- menn. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem er í heimsókn í Sádí-Arabíu, sagði allt benda til þess að hryðjuverkasamtök- in al-Qaeda hefðu verið að verki. Var tilkynnt í gærkvöldi að Banda- ríkjastjórn hefði ákveðið að kalla mikinn hluta starfsliðs bandarískra sendiskrifstofa í Sádí-Arabíu heim vegna tilræðanna. „Munum hafa uppi á þeim“ Bush sagði ennfremur að „mis- kunnarlaus morð á bandarískum borgurum og öðrum borgurum minna okkur á það að stríðinu gegn hryðjuverkum er ekki lokið“. Forsetinn sagði að hann myndi biðja fyrir fjölskyldum fórnarlamb- anna, og að haft yrði uppi á þeim sem bæru ábyrgð á hryðjuverkunum. „Í Tétsníu væru „fyllilega sambæri- legar“. Kom þetta fram í máli hans á fundi með George Robertson, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). Sagði Pútín enn- fremur að Rússar væru tilbúnir til samstarfs við NATO í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi, sem og á fleiri sviðum. minnsta kosti 54 að bana í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Tétsníu á mánudagsmorgun hefðu „sömu ein- kenni“. Talsmaður hryðjuverkadeild- ar rússneska hersins í Norður-Kák- asus sakaði al-Qaeda um að hafa staðið að tilræðinu í Tétsníu, þar sem bílsprengja sprakk við opinbera byggingu í þorpinu Znamenskoye. Pútín sagði ennfremur að afleið- ingar voðaverkanna í Riyadh og hvert sinn sem einhver ræðst gegn heimalandi okkar eða meðborgurum okkar munum við hafa uppi á þeim,“ sagði Bush. „Við munum draga þá fyrir dómstóla. Spyrjið bara talíban- ana. Ég trúi því að við getum sigrast á öllum hindrunum er verða á vegi okk- ar.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að hryðjuverkin í Riyadh og sprengjutilræði sem varð að Bush fordæmir hryðju- verkin í Sádí-Arabíu Pútín segir að tilræðunum í Riyadh og Tétsn- íu svipi saman Reuters Sádí-arabískur öryggisvörður í rústum einnar húsasamstæðunnar á vettvangi sprengjutilræðanna í Riyadh. Indianapolis, Moskvu. AP, AFP.  Tugir létust/14 Stjarna höfðar mál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.