Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 45
HALLDÓR Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins, gaf sér tíma frá önnum
við stjórnarmyndun til þess að koma
og fylgjast með leik ÍR og Hauka í
Austurbergi í gærkvöldi. Halldór
sat í miðri stúkunni ásamt öðrum
stuðningsmönnum ÍR og hvatti sitt
lið til dáða frá upphafi til enda leiks.
ÁSGEIR Örn Hallgrímsson skor-
aði sjö af fyrstu níu mörkum Hauka
gegn ÍR í gær, þar af fimm fyrstu
mörkin. Ásgeir gerði síðan aðeins
eitt mark í síðari hálfleik.
HELGI Kolviðsson og félagar
hans í Kärnten tryggðu sér í gær-
kvöldi sæti í úrslitum austurrísku
bikarkeppninnar í knattspyrnu með
4:0-sigri á Mattersburg í undanúr-
slitum. Helgi lék allan leikinn en
Kärnten mætir í úrslitum Austria
Vín sem sigraði Salzburg, 1:0.
Kärnten er öruggt með sæti í
UEFA-keppninni þar sem Austria
Vín varð austurrískur meistari.
ÁRNI Gautur Arason landsliðs-
markvörður sat á bekknum þegar
Rosenborg burstaði
Clausenengen, 15:0, í 2. umferð
norsku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu í gær. Christer George og
Harald Martin Brattbakk skoruðu
hvor sín fjögur mörkin.
ÓLAFUR Stígsson lék allan tím-
ann fyrir Molde sem sigraði Aver-
oykameratena, 3:0, á útivelli. Andri
Sigþórsson lék hins vegar ekki með
Molde vegna meiðsla.
HANNES Þ. Sigurðsson lék síð-
asta stundarfjórðunginn fyrir Vik-
ing sem vann nauman sigur á Al-
gård, 1:0, og skoraði Erik Nevland
sigurmarkið á 87. mínútu.
ATLI Sveinn Þórarinsson lék síð-
ustu 35 mínúturnar fyrir Örgryte
sem gerði 1:1-jafntefli við Malmö í
sænsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gær.
FRAKKINN Franck Queudrue,
vinstri bakvörður enska úrvalsdeild-
arliðsins Middlesbrough, missir af
fyrstu fimm leikjum Middlesbrough
á næstu leiktíð. Aganefnd enska
knattspyrnusambandsins úrskurð-
aði Frakkann í fimm leikja bann í
gær vegna þriggja rauðra spjalda
sem hann nældi sér í á nýafstaðinni
leiktíð. Queudrue fékk reisupassann
í leiknum við Bolton á sunnudaginn
en hann fékk einnig að líta rauða
spjaldið í leikjunum á móti Leeds og
Newcastle.
GERARD Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, ætlar að styrkja
leikmannahóp sinn verulega í sum-
ar. Houllier ætlar að hitta Guy
Roux, kollega sinn hjá franska lið-
inu Auxerre, síðar í þessum mánuði
og freista þess að fá hann til að
semja við Liverpool um kaup á
tveimur leikmönnum félagsins,
framherjanum Dijbril Cisse og
varnarmanninum Jean Alain
Boumsong.
FÓLK
BRÆÐURNIR Þórður og Bjarni Guð-
jónssynir leika að öllu óbreyttu sam-
an með þýska knattspyrnuliðinu
Bochum á næstu leiktíð en Bjarni fær
í dag tilboð frá þýska liðinu sem vill
semja við hann til þriggja ára. Bjarni
kom heim til Íslands í gær eftir viku-
dvöl hjá Bochum þar sem hann æfði
með félaginu en hann er sem kunnugt
er laus allra mála frá Stoke þar sem
hann hefur verið síðustu fjögur árin.
„Ég er ekki búinn að sjá samning-
inn þar sem hann var ekki klár áður
en ég hélt heim á leið en ég vona að
allt gangi upp og ég fari til Bochum.
Þórður tók við tilboðinu fyrir mína
hönd og ég á eftir að kynna mér
það,“ sagði Bjarni við Morgunblaðið.
Tvö lið úr þýsku 2. deildinni vildu
semja við Bjarna en Bjarni segist hafa
farið til Bochum með það fyrir augum
að halda sér í formi og komast í frí
með sína fjölskyldu. „Þetta þróaðist
öðruvísi en ég átti von á.
Ég stóð mig vel á æfingunum og
það endaði með því að stjórnarmenn-
irnir spurðu mig hvort ég væri á
lausu,“ sagði Bjarni.
Fari svo Bjarni taki tilboði Bochum,
sem allar líkur eru á, leika þeir bræð-
ur saman á nýjan leik en báðir léku
þeir með Genk í Belgíu í tvö ár, 1998-
2000 og þriðji bóðirinn, Jóhannes
Karl, var á mála hjá liðinu 1998-99.
Bochum vill semja
við Bjarna Guðjónsson
FORRÁÐAMENN spænska hand-
knattleiksliðsins Ciudad Real, sem
Rúnar Sigtryggsson leikur með,
leggja allt í sölurnar til þess að
vinna spænska meistaratitilinn í
handknattleik á lokaspretti
deildakeppninnar. Hafa þeir gert
stutta samninga við tvo leikmenn
til viðbótar við þá einvalasveit
handknattleiksmanna sem félagið
hefur þegar yfir að ráða og láta
þannig einskis ófreistað til þess að
leggja Barcelona um næstu helgi,
en sigur gæti fært Ciudad
spænska meistaratitilinn í fyrsta
sinn. Í gær tryggði Ciudad Real
sér krafta þýska landsliðsmanns-
ins Cristian Rose hjá Wallau Mass-
enheim og Svíans unga Kim And-
ersson sem leikur með Sävehof.
Ciudad Real mætir Barcelona á
heimavelli á laugardaginn. Með
sigri getur Ciudad Real komist
upp að hlið Barcelona í efsta sæti
með 50 stig og úrslitin ráðast því í
síðustu umferðinni sem háð verð-
ur annan laugardag. Þá leikur
Ciudad á útivelli við Altea en
Barcelona fær Cantabria í heim-
sókn.
Ólafur Stefánsson, landsliðs-
maður í handknattleik og íþrótta-
maður ársins 2002, gengur til liðs
við Ciudad Real í sumar frá
Magdeburg. Þess má geta að fyrr-
greindur Kim Andersson hefur oft
verið nefndur sem hugsanlegur
arftaki Ólafs hjá Magdeburg enda
þykja fáir örvhentir handknatt-
leiksmenn efnilegri en hann.
Ciudad Real legg-
ur allt í sölurnar
Hann sagði sigurinn verðskuldað-an. „Ég er ótrúlega ánægður
en við verðskulduðum þennan sigur
og þetta var aldrei í
hættu. Við spilum á
25 leikkerfum svo
það er stanslaust
eitthvað í gangi og ekkert nýtt í
þessum leik. Við ætluðum að stöðva
hraðaupphlaupin hjá þeim og vissum
að ef okkur tækist það og næðum að
taka okkur stöðu í vörninni hefðum
við sigur. Við ætluðum síðan að
hleypa þeim aldrei inn í leikinn og
vera frá fyrstu mínútu yfir en klauf-
ar að vera ekki með betri stöðu í
hálfleik,“ sagði Viggó og vildi skrifa
eina sigur ÍR í úrslitunum. „Mér
finnst við í mun betri æfingu, með
meiri breidd og reyndari leikmenn.
Ég held að sigurleikur þeirra hafi
oltið á dómgæslu, við fengum núna
faglega dómgæslu á báða bóga og
það gerði gæfumuninn í að skapa
betra vinnuumhverfi,“ bætti Viggó
við en það er ekki víst hvort eða
hvaða breytingar verða á liðinu
næsta ár. „Við höfum ekki sest niður
ennþá og ég veit ekki hvað verður.
Umgjörðin hjá Haukum er frábær
og gaman að vera við stjórnvölinn.
Það hafa líka allir í liðinu sama
markmið.“
Spiluðum betur en áður
Aron Kristjánsson sagði hlutskipti
ÍR erfitt. „Við vorum að spila betur í
sókn en hinum leikjunum, höfðum
betri stjórn á sókninni. Boltarnir
voru síðan að detta inn hjá okkur og
við einum eða tveimur yfir en biðum
eftir að forskotið yrði aðeins meira.
Við vorum fjórum yfir í hálfleik og
þá kom ekki annað til greina en að
auka það forskot. Það er gríðarlega
erfitt að hafa tapað tveimur úrslita-
leikjum og vera fimm mörkum undir
þegar tuttugu mínútur eru eftir. ÍR-
ingar eru að fara í svona í fyrsta
skipti en við verið þarna mörgum
sinnum – þeir verða reynslunni rík-
ari næst enda með skemmtilegt lið,“
sagði Aron sem leggur nú land undir
fót og spilar á Jótlandi næsta vetur.
„Nú kveður maður með titli. Ég fer
til Holsterbro í Danmörku og það
verður gaman að fara með titil þang-
að. Kannski á maður aldrei eftir að
spila aftur í deildinni á Íslandi.“
Bjóst við að stinga fyrr af
„Við vorum vel innstilltir fyrir
þennan leik og byrjuðum af krafti en
ég bjóst nú samt við að myndum
strax stinga þá af,“ sagði Halldór
Ingólfsson fyrirliði Hauka eftir leik-
inn. „Þeir börðust hinsvegar á móti
og eiga heiður skilinn fyrir það, hafa
spilað vel í vetur, eru með skemmti-
legt lið, en ég var algerlega viss um
að við myndum vinna. Við slökuðum
á í öðrum leiknum og það er alltaf
hætta á að það gerist en fundum þef-
inn af bikarnum inní í klefa svo að
eingöngu sigur kom til greina. Við
höfum kortlagt ÍR-inga nákvæmlega
og vissum alltaf hvað þeir ætluðu að
gera. Mér finnst þeir spila frekar
einhæfan sóknarleik og þegar við
stöðvum hraðaupphlaupin þeirra og
þeir ná ekki fráköstunum skora þeir
ekki meira en tuttugu mörk, sem
dugar þeim ekki,“ bætti Halldór við.
Rætt hefur verið um hann verði í
herbúðum Fylkis næsta ár en hann
sagði ekkert afráðið. „Það er ekkert
ákveðið hvort ég breyti til. Ég ætlaði
að skoða það eftir tímabilið og ekki
kominn lengra en það. Fylkismenn
eru að safna liði og ég ætla ekki að
fara eitthvað, sem ekkert verður úr.
Það verður að vera eitthvað til að
fara í.“
Viggó Sigurðsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handknattleik
Meiri sigurvilji
ÉG held að mestu skipti að það
var meiri sigurvilji hjá okkur, ég
held líka að ÍR-ingar hafi ekki
trúað því sjálfir að þeir gætu
snúið þessu tafli við. Mér fannst
þetta öruggt hjá okkur frá byrj-
un,“ sagði Viggó Sigurðsson
þjálfari Hauka eftir leikinn.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Morgunblaðið/Árni Torfason
Haukar Íslandsmeistarar 2003. Haukar bera með réttu sæmdarheitið besta handknattleikslið
landsins en jafnframt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn urðu þeir deildarmeistarar.
UM eða eftir helgi eru væntanlegir
til Vals tveir leikmenn frá enska úr-
valsdeildarliðinu Bolton sem leika
munu með Hlíðarendaliðinu í sum-
ar. Leikmennirnir, sem eru fram-
herji og miðjumaður og hafa báðir
komið nálægt aðalliði Bolton, koma
til Vals að tilstuðlan Guðna Bergs-
sonar. Valur og Bolton gerðu með
sér samstarfssamning fyrir tveimur
árum sem nýst hefur félögunum á
ýmsan hátt og til að mynda lék
Dean Holden, fyrrum leikmaður
Bolton, nokkra leiki með Val í úr-
valsdeildinni fyrir tveimur árum.
Tveir frá
Bolton til
Vals
MIKE Whitlow, félagi Guðna Bergssonar í vörn Bolton Wanderers,
fer heldur betur fögrum orðum um fyrirliðann fráfarandi á heima-
síðu enska knattspyrnufélagsins. Whitlow og Guðni léku saman í
hjarta varnarinnar á sunnudaginn þegar Bolton lagði Middles-
brough og tryggðu sæti sitt í úrvalsdeildinni.
„Við sjáum á bak miklum vini okkar og það er ljóst að annar eins
maður mun ekki leika með okkur aftur. Það var mér mikil ánægja
að spila þennan kveðjuleik við hlið hans. Ég vildi svo gjarnan leika
einn leik enn með gamla brýninu áður en hann héldi heim til Ís-
lands.“ Whitlow segist ennfremur hafa hlustað á Guðna flytja 14
kveðjuræður á undanförnum árum en nú sé þessu endanlega lokið.
„Hann er goðsögn, sendiherra og fyrirliði félagsins. Við leikmenn-
irnir vildum kveðja gamla manninn á ánægjulegan hátt,“ sagði Mike
Whitlow.
Annar eins maður
mun ekki leika
með Bolton