Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „BÓK verður bíó“ var yfirskrift vettvangsferðar sem nemendur tí- unda bekkjar Heiðarskóla í Kefla- vík fóru í gær. Meðal annars var farið á söguslóðir Engla alheimsins í Reykjavík. Nemendurnir lásu í vetur skáld- sögu Einars Más Guðmundssonar, Engla alheimsins, og fóru á sam- nefnda kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar og var fjallað um bæði verkin með margvíslegum hætti í náminu. Að sögn Steinunnar Njálsdóttur íslenskukennara voru ýmsar náms- greinar samþættar í vettvangsferð- inni, svo sem íslenska, nátt- úrufræði, samfélagsfræði, stærðfræði, enska, danska, text- ílmennt og meira að segja leikfimi. Með henni í verkefninu var Sveindís Valdimarsdóttir kennari. Meðal markmiða var að nemendur dýpk- uðu skilning sinn á sagnfræðilegri skáldsögu og beittu þekkingu og færni við skynjun á skáldsögu sem hefur verið kvikmynduð. Einnig að þeir auðguðu þekkingu sína á sjúkrastofnunum fyrir einstaklinga með geðhvarfasýki og þekkingu á samfélagi geðsjúkra. Á meðan hópnum var ekið frá Keflavík var kvikmyndin sýnd. Far- ið var um Vogahverfið í Reykjavík, staldrað við hjá Kleppi, farið fram hjá „Öryrkjablokkunum“ við Hátún og Landspítalanum og borðað í Grillinu á Hótel Sögu. Þar hittu Ein- ar Már Guðmundsson rithöfundur og Ingvar E. Sigurðsson aðalleikari úr Englum alheimsins hópinn. Ein- ar Már las ljóð og kafla úr Englum alheimsins og Ingvar sagði frá því hvernig hann hefði undirbúið sig fyrir hlutverk Páls í myndinni og túlkun tilfinninga manns sem skuggi geðveikinnar færðist yfir. Vöktu jákvæðar lýsingar hans á greind þessara einstaklinga athygli nemendanna, að sögn Steinunnar. Á heimleiðinni var Vaxmynda- sögusafnið í Perlunni skoðað. Morgunblaðið/Kristinn Einar Már Guðmundsson las ljóð og kafla úr Englum alheimsins fyrir nemendur úr Heiðarskóla. Hvernig bók verður að bíómynd Keflavík Vill vera í örygginu á Íslandi Þegar Karen var 19 ára sá hún auglýsingu í dagblaði frá IceJob þar sem verið var að óska eftir fólki til starfa á Íslandi. „Ég ákvað að sækja um, enda enga vinnu að fá fyrir mig á Írlandi, og fór að vinna í Hagkaupum í Skeifunni.“ Vinnuna hafði Karen í 6 mánuði en áður en sá tími var úti hafði hún kynnst tilvonandi eiginmanni sín- um og hálfs árs dvölin er nú orðin að 16 árum. „SEGJA má að þetta sé tilraun til að hafa áhrif á pöbbamenningu Ís- lendinga, sem ég myndi gjarnan vilja sjá breytingar á,“ sagði Kar- en Halldórsson í samtali við Morg- unblaðið, en hún og eiginmaður hennar, Jóhann Halldórsson, opn- uðu nýlega írska krá við Hafn- argötuna í Keflavík. Barinn nefndu þau Paddy’s, sem er uppnefni fyrir Íra og vísar til verndardýrlings Íra, Saint Patrick. Úr hátölurun- um ómar írsk tónlist og ekki er laust við að tilfinningin sé eins og að stökkva inn í annan heim. Karen, sem upphaflega bar eft- irnafnið Ward, er fædd og uppalin í Dublin. Þar býr fjölskylda henn- ar enn og þangað heldur hún einu sinni til tvisvar á ári, vitjar bernskustöðvanna og drekkur í sig írska menningu, sem hún segir mjög ólíka þeirri íslensku. „Menn- ing okkar Íra snýst að mestu um pöbbana, þar gerast hlutirnir. Það er hefð að koma við á barnum eftir að vinnudegi lýkur, fá sér kollu og spjalla áður en farið er heim. Bar- menning okkar snýst ekki um að drekka sig fullan. Sjálf fór ég mik- ið á barina þegar ég bjó í Dublin og var ekki alltaf að drekka bjór. Oft fékk ég mér bara glas af Pepsí eða öðrum gosdrykk. En á barnum hitti maður fólkið, spjallaði og naut félagsskaparins,“ sagði Karen í samtali við blaðamann. Henni finnst þetta mynstur vanta í íslenska barmenningu. „Ég myndi til dæmis vilja sjá fleiri hjón koma saman á barinn, fá sér kannski einn bjór að kvöldi og fara svo bara aftur heim. Mér finnst allt of algengt að fólk fari út seint og drekki mikið á stuttum tíma. Þetta er ólíkt því sem ég hef van- ist.“ – Langar þig aldrei aftur til Ír- lands? „Ekki til að búa, nei. Við Jóhann eigum þrjú börn og hér finnst mér þau örugg. Mér finnst lífsstíllinn hér líka betri en oft finnst mér samt erfitt að vera hér, maður þarf að vera sterkur þegar maður er af öðrum uppruna. Ég fer hins vegar til Írlands á hverju ári og dvel þar í dágóðan tíma. Þá hef ég tekið eitt barnanna með í einu til skiptis svo að þau fái að kynnast uppruna mínum,“ sagði Karen. Karen Halldórsson rekur írska bjórkrá við Hafnargötuna Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Karen við barborðið á Paddy’s ásamt eiginmanni sínum, Jóhanni Halldórs- syni, og föður, Christopher Ward. Á Paddy’s er hægt að fá hinn fræga Guinness-bjór, einan sér eða sporðrenna niður með pítsum. Menning Íra snýst um krárnar Keflavík 413 án vinnu í lok apríl ATVINNULEYSI á Suður- nesjum minnkaði heldur í apríl frá mánuðinum á undan. Enn eru þó yfir 400 einstaklingar án vinnu, mun fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Atvinnuleysi var hlutfalls- lega mest á landinu á Suður- nesjum í apríl, 4,7%, sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Samsvarar það því að 380 hafi verið án vinnu að meðaltali allan mán- uðinn. Er þetta sjö færra en í mars. Í lok apríl voru 413 einstak- lingar án vinnu á Suðurnesjum, 27 færri en í lok mars en 214 fleiri en í lok apríl á síðasta ári. Ástandið virðist lítið hafa breyst það sem af er maí- mánuði því fram kemur á vef Vinnumálastofnunar að nú eru 410 án vinnu á svæðinu. Flestir hinna atvinnulausu eru búsettir í Reykjanesbæ, 322 talsins. Í Sandgerði búa 34, 28 í Garði, 16 í Grindavík og 13 í Vatnsleysustrandarhreppi. Suðurnes Handteknir á flótta við Kleifarvatn TVEIR menn voru handteknir við Kleifarvatn um helgina. Þeir eru grunaðir um innbrot og þjófnaði og telur lögreglan að málin séu hluti af skipulagðri brotastarfsemi sem tengist fíkniefnaheiminum. Í dagbók lögreglunnar í Keflavík er atvikum lýst svo: Kl. 01.32 [að- faranótt laugardags] voru tveir karl- menn handteknir við Kleifarvatn grunaðir um innbrot eða innbrotstil- raun í fiskvinnslufyrirtæki í Grinda- vík þá skömmu áður. Þeir gistu fangaklefa og voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglu um morguninn. Viðurkenndu þeir m.a. innbrot og þjófnað á humri í fiskvinnslufyrir- tæki í Garði í vikunni og virðist sem þarna sé um að ræða skipulagða starfsemi sem tengist fíkniefnaheim- inum, en í vikunni voru tveir menn handteknir við samskonar iðju í Þor- lákshöfn og Eyrarbakka. Grindavík LIÐ frá íþróttafélaginu Nesi á Suð- urnesjum sigraði í fyrstu deild sveitakeppni í boccia á Íslandsmóti Íþróttafélags fatlaðra sem fram fór á Akureyri á dögunum. Í liðinu eru Helgi Sæmundsson, Guðný Ósk- arsdóttir og Óskar Ívarsson. Liðið keppti til úrslita við Ís- landsmeistarana frá síðasta ári, lið Völsungs frá Húsavík. Var lokaleik- urinn afar spennandi og réðust úr- slit ekki fyrr en með síðustu bolt- unum í sjöttu og síðustu lotunni. Nes átti tólf sveitir á mótinu, í þremur efstu deildunum. Auk Ís- landsmeistaranna í fyrstu deild náði lið frá Nesi góðum árangri í annarri deild, þar sem það fékk bronsverðlaun. Í því liði eru Árni Jakob Óskarsson, Guðrún Halla Jónsdóttir og Elínrós Benedikts- dóttir. Nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja aðstoðuðu keppendur í ferðinni ásamt foreldrum og öðrum aðstoðarmönnum. Lið frá Nesi sigraði í fyrstu deild- inni í boccia. Í liðinu eru Helgi Sæmundsson, Guðný Óskarsdóttir og Óskar Ívarsson. Íslandsmeist- arar í boccia Suðurnes Alþjóðleg ferðaráðgjöf Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn á Íslandi sem hefur kennt alþjóðlegt IATA/UFTAA námsefni samfleitt í 12 ár. Á hverju ári útskrifar skólinn „ferðaráðgjafa“ til starfa á ferðaskrifstofum, flugfélögum og við aðra ferðaþjónustu, enda er í dag krafa ferðaþjónustuaðila að starfsfólk hafi slíka menntun. Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.