Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 41 STJÓRN Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins hefur samþykkt að veita tvo styrki. Alls bárust þrettán umsóknir og ákvað stjórnin að veita að þessu sinni tvo styrki úr sjóðnum, en til ráðstöf- unar voru alls 800.000 krónur. „Leiðsögn um íslenska bygging- arlist“ hlaut styrk að upphæð 400.000 krónur til styrktar útgáfu, kynningarstarfsemi og markaðs- setningu á samnefndu leiðsöguriti. Rit þetta er hið fyrsta sinnar teg- undar á Íslandi og er gefið út á ís- lensku og ensku. Ritið er nokkurs konar sýningarskrá að íslenskri byggingarlist í Reykjavík og á lands- byggðinni. Guja Dögg Hauksdóttir hlaut einnig styrk að upphæð 400.000 krónur til að vinna að verkefninu ís- lensk menning í byggingarlist, sem miðar að því að vinna aðgengilegt efni sem veiti innsýn í íslenska bygg- ingarlist út frá heildstæðri nálgun. Verkefnið er hugsað sem handrit að bók, sem vinna mætti úr þætti fyrir sjónvarp og e.t.v. kennsluefni fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þetta er í fimmta sinn sem veittir eru styrkir úr sjóðnum, það var gert í fyrsta sinn sumardaginn fyrsta 1995. Fáir íslenskir arkitektar hafa ver- ið jafn mikilvirkir í íslenskri húsa- gerðarlist á starfsferli sínum og Guð- jón Samúelsson. Verka hans sér víða stað, þau mynda ramma um líf og starf okkar um allt land og nægir að nefna þar Þjóðleikhúsið, Háskólann, kirkjur, skóla og embættisbústaði víða um land. Myndin er tekin við verðlaunaafhendingu úr Minningarsjóði prófessors dr. phil. Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Á myndinni eru fulltrúar úr stjórn sjóðsins, þær Tinna Gunnlaugsdóttir, Valdís Bjarnadóttir og Margrét Harðardóttir, ásamt verðlaunahöfunum Guju Dögg Hauksdóttur og fyrir hönd leiðsöguritsins þeim Albínu Thordarson og Dennis Jóhannessyni. Tveir styrkir veittir úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, verður haldinn í Safnaðarheimili Háteigskirkju, 2. hæð, fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórnin. ÝMISLEGT Hármódel óskast Sunnudaginn 18. maí óskum við eftir hármódelum vegna sýningar Aidan Fitzgeralds, þekktasta hárgreiðslumeist- ara Írlands. Þeir sem hafa áhuga, 17 ára og eldri, vinsamlegast hafið samband í síma 588 8808. Ármúla 22 – 108 Reykjavík. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starfs- emi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Opið hús. Nemendur úr hópum verða með heilun og ýmislegt annað áhugavert í opnu húsi í kvöld, miðvikudaginn 14. maí, í Garðastræti 8. Húsið opnað kl. 19.00 og lokað kl. 20.00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir. SRFÍ. FÉLAGSLÍF Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20:00. „Hver lætur oss hamingju líta“ (Sálm 4). Ræðumaður: Kristín Bjarnadóttir. Fyrirbæn. Heitt á könnunni eftir samkom- una. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 18  1845147  Lf. I.O.O.F. 7  18451471/2  Lf. I.O.O.F. 9  1845147½  Lf. Skyggnilýsingarfundur á vegum Sálarrannsóknarfélags- ins í Hafnarfirði verður haldinn þann 15. maí í Góðtemplarahús- inu og hefst fundur stundvíslega kl. 20.30. Þórhallur Guðmundsson annast Skyggnilýsinguna. Aðgöngumiðar verða seldir í Góðtemplarahúsinu, miðviku- daginn 14. maí frá kl. 18—19. Einnig verða seldir miðar við innganginn fyrir fundinn frá kl. 19.30—20.30. Stjórnin. Kópavogsdeild Búmanna Aðalfundur Kópavogsdeildar Búmanna verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs í Fannborg 2 miðvikudaginn 28. maí kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Ársfundur 2003 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs- bæjar boðar til ársfundar í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Ársreikningar kynntir. 4. Skýrsla um tryggingafræðilega athugun. 5. Fjárfestingarstefna kynnt. 6. Önnur mál. Allir sjóðfélagar, þ.m.t eftirlaunaþegar, eiga rétt til fundarsetu og eru þeir hvattir til að mæta. Kópavogi, 23. apríl 2003. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Reykjavíkurdeild Búmanna Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Búmanna verð- ur haldinn á Prestastíg 7 í Grafarholti þriðju- daginn 27. maí kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Fræðslu- og hvatningarbæklingur Íslands á iði verður sendur inn á öll heimili í landinu 28. maí nk. Bæk- lingurinn er 32 síður og inniheldur m.a. fræðslu um hreyfingu, mat- aræði, beinheilsu, hjartavernd, geð- heilsu og vinnuvernd. Af því tilefni standa Ísland á iði, Kvennahlaup ÍSÍ og samstarfsaðilar Íslands á iði fyrir fræðslufyrirlestrum í Íþrótta- miðstöðinni í Laugardal, í dag, mið- vikudaginn 14. maí, Beinvernd – Sterk bein alla ævi og næstu mið- vikudaga: 21. maí Hjartavernd – Breytingar á líkamsþyngd Íslend- inga: Niðurstöður úr rannsóknum Hjartaverndar. Manneldisráð – Mataræði og megrun. 28. maí Geð- rækt – Mikilvægi góðrar sjálfs- myndar. 4. júní Félag íslenskra sjúkraþjálfara – Hreyfing og heilsa. Fyrirlestrarnir eru allir kl. 20–21.30. Allir velkomnir. Í DAG Foreldrafélag barna með AD/HD (áður Foreldrafélag misþroska barna) stendur fyrir fræðslufundi á morgun, fimmtudaginn 15. maí, kl. 20, í safnaðarheimili Háteigskirkju, gengið inn frá bílastæðinu. Fyrirles- ari er Gylfi Jón Gylfason, sálfræð- ingur hjá skólaskrifstofu Reykjanes- bæjar. Hann mun fjalla um samskipti innan fjölskyldna barna með athygl- isbrest með eða án ofvirkni. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Námskeið í almennri skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ heldur nám- skeið í almennri skyndihjálp í Ár- múla 24, 3. hæð. Námskeiðið hefst á morgun, fimmtudaginn 15. maí, einn- ig verður kennt 19. og 20. maí, kl. 19– 23, alla dagana. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. M.a. verður kennt: endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum o.fl. Námskeiðið er hægt að fá metið í ýmsum skólum. Málþing um sorg aldraðra ein- staklinga Samtök um líknandi með- ferð á Íslandi og Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð í Reykja- vík, halda málþing um sorg aldraðra einstaklinga. Málþingið verður á morgun, fimmtudaginn 15. maí, kl. 16–19, í safnaðarheimili Bústaða- kirkju og er ætlað almenningi. Stjórnandi er Jón Eyjólfur Jónsson læknir. Erindi halda: Valgerður Gísladóttir formaður ellimálanefndar þjóðkirkjunnar, Berglind Magn- úsdóttir öldrunarsálfræðingur, Bryndís Gestsdóttir deildarstjóri á líknardeild og Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. Kór Félags eldri borgara syngur. Skráningargjald er 1.000 kr., innifalið kaffi og meðlæti. Fyrirlestur til meistaraprófs í líf- tækni við matvælafræðiskor raun- vísindadeildar Háskóla Íslands verð- ur á morgun, fimmtudaginn 15. maí, kl. 12.15 í stofu 158 í VR–II, bygg- ingu verkfræði- og raunvísindadeilda HÍ. Guðrún Jónsdóttir mun verja verkefni sitt til meistaraprófs í mat- vælalíftækni, sem nefnist „Trypsín I úr Atlantshafsþorski – erfðatæknileg framleiðsla í örverum“. Leiðbeinandi verkefnisins er Ágústa Guðmunds- dóttir, prófessor. Prófdómari verður Ólafur S. Andrésson, vísindamaður á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Á MORGUN Selja miða á tónleika Þing- eyingakórsins Björgunarsveitin Ár- sæll og Þingeyingakórinn verða með sameiginlega fjáröflun á næstu dög- um. Fjáröflunin felst í því að björg- unarsveitin hefur tekið að sér sölu miða á vortónleika kórsins í forsölu. Miðasalan fer fram alla virka daga kl. 12– 17 í Gróubúð, Grandagarði 1 í Reykjavík (á móti Ellingsen). Tón- leikarnir verða laugardaginn 17. maí í Fella- og Hólakirkju kl. 16. Þjóðgarður fugla og fiska Guð- mundur Páll Ólafsson náttúrufræð- ingur og rithöfundur mun kynna hugmyndir sínar að þjóðgarði fugla og fiska á kvöldvöku sem haldin verð- ur í Hótel Brattholti við Gullfoss á morgun, föstudaginn 16. maí, kl. 21. Það eru samtökin Landvernd sem boða til kvöldvökunnar og eru allir velkomnir. Einnig mun Guðmundur Páll ræða nauðsyn þess að fólkið í landinu axli ábyrgð á velferð og framtíðarnýtingu landsins. Boðið verður upp á veitingar í Hótel Bratt- holti en þar er einnig hægt að gista. Kvöldvakan verður haldin í tengslum við aðalfund Landverndar sem verð- ur í Sólheimum laugardaginn 17. maí. Nánari upplýsingar hjá Landvernd www.landvernd.is Blúsnámskeið Halldór Bragason og Guðmundur Pétursson verða með blúsnámskeið fyrir hljóðfæraleikara helgina 24.–25. maí kl. 10–17 báða dagana, í Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar ef næg þátttaka fæst. Verð 10.000 kr. Takmarkaður fjöldi þátt- takenda um 15. Upplýsingar og skráning er til 23. maí á bluesice- @hotmail.com. Á NÆSTUNNI BT hefur opnað sérstakan vef í til- efni af Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um aðra helgi í Riga. Á vefnum er að finna fréttir og ýmsar upplýsingar sem tengjast keppninni, myndbandið og textann við íslenska lagið, „Open My Heart“, og fleira. Fjölmargar myndir og upplýsingar um Birgittu Haukdal, flytjanda íslenska lagsins, er að finna á vefnum. Þá hefur BT í samstarfi við Panasonic, Vífilfell og Maarud hleypt af stokkunum vefleik þar sem verðlaunin eru 42" plasmasjónvarp. Slóðin er: http://www.bt.is/BT/ Eurovision/default.htm BT opnar vef um Evrópu- söngvakeppnina Slökkvilið Þorlákshafnar slökkti Ranglega var fullyrt í Morgun- blaðinu í gær að Brunavarnir Árnes- sýslu hefðu slökkt eld sem kviknaði í húsi í Þorlákshöfn í fyrrakvöld. Hið rétta er að Slökkvilið Þorlákshafnar sá um slökkvistarf og slökkti eldinn. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.