Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.isb.is  Vertu me› allt á hreinu! Grei›slufljónusta fyrir fyrirtæki fyrir eftir N‡jung ! Allt einfaldara ... FORSETI Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, fagnar í dag 60 ára afmæli sínu. Af því tilefni efna vinir hans, samferðamenn og fjölskylda til fagnaðar í Borgarleikhúsinu í dag. Forsetinn tekur á móti gest- um kl. 16.30 til 17.30 í anddyri hússins en síðan hefst dagskrá í stóra salnum. Að henni lokinni samgleðjast gestir með forseta. Þeim sem vilja samfagna með forsetanum er boðið að taka þátt í afmælisfagnaðinum. Forseti Ís- lands sex- tugur í dag SENDIRÁÐ Rússlands á Íslandi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í fjölmiðlum um flug rússneskra herflugvéla á loft- varnasvæði Íslands. „Hinn 2. maí 2003 fór fram sam- tal sendiherra Rússneska sam- bandsríkisins Alexanders Rannikh við ráðuneytisstjóra utanríkisráðu- neytis Íslands Gunnar Snorra Gunnarsson að frumkvæði ís- lenskrar hálfu. Umræðuefni sam- talsins var yfirflug tveggja rúss- neskra herflugvéla í loftvarn- arsvæði Íslands hinn 25. apríl. Íslensk stjórnvöld óskuðu þess með skírskotun til tryggingar flug- ferðaröryggis að Rússland til- kynnti um slík yfirflug eftir mætti í framtíðinni. Af okkar hálfu var sagt að við myndum að vísu koma tilmælum utanríkisráðuneytis Íslands á framfæri við Moskvu en að okkar mati hefði þessi tilmæli engan grundvöll í alþjóðlegum rétti. Yf- irflug herflugvéla yfir alþjóðlegt svæði og úthafið byggjast á haf- réttarsamningi Sameinuðu þjóð- anna sem gerir enga grein fyrir takmörkunum eða tilkynningar- skyldu í slíkum tilvikum. Auk þess viljum við útskýra fyrir almennum íslenskum lesanda að umrædda yf- irflugið sem íslenskir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um, snertir ekki samskipti Rússlands og Íslands á neinn hátt. Þetta voru venjulegar herflugvélaæfingar sem tíðkast í daglegri reynslu langdrægs flug- hers í mörgum löndum. Tíðni og reglufesta slíkra fluga miða að við- haldi lágmarksviðbúnaðs flughers og eru í samræmi við þjálfunar- áætlanir viðkomandi hereininga. Ákveðið hlé á flugum rússneskra flugvéla og langferðum rússneskra herskipa sem átti sér stað und- anfarin ár stafaði fyrst og fremst af efnahagsvanda sem var á sínum tíma við lýði í Rússlandi. En um þessar mundir með bættu efna- hagsástandi í Rússlandi og þar af leiðandi með betri fjármögnun rússnesks hers og flota mun þjálf- unarstarfsemi þeirra líklega aukast sem mun þó á engan hátt koma niður á stöðu Íslands og annarra ríkja á svæðinu með tilliti til tryggingar öryggis þeirra og ekki síst almenns farþegaflugs,“ segir í yfirlýsingu sendiráðsins. Yfirlýsing frá sendiráði Rússlands Búast við auknu þjálf- unarflugi við Ísland ÚTFÖR Hauks Clausen tann- læknis og eins fremsta íþrótta- manns Íslands fór fram í Dóm- kirkjunni í gær, en Haukur lést 1. maí. Séra Þórir Stephensen jarð- söng. Organisti var Marteinn H. Friðriksson og píanóleikari Pálmi Sigurhjartarson. Einsöngvarar voru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Sigurðarson og félagar úr Fóstbræðrum sungu undir stjórn Árna Harðarsonar. Einnig lék strengjakvartett skipaður Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur, Auði Haf- steinsdóttur, Gretu Guðnadóttur og Guðmundi Kristmundssyni. Líkmenn voru Svend Richter, Hörður Sævaldsson, Börkur Thoroddsen, Sigurjón Arnlaugs- son, Sigfús Þór Elíasson og Sig- urjón H. Ólafsson. Morgunblaðið/Sverrir Útför Hauks Clausen NEFND um stefnumótun í slátur- iðnaði leggur í nýlegri skýrslu til við landbúnaðarráðherra að 220 milljón- ir króna fari til úreldingar sauðfjár- sláturhúsa á þessu og næsta ári. Lagt er til að úreldingin nemi 65 krónum á hvert kíló kjöts sem slátr- að var árin 2000 til 2002. Um er að ræða ellefu sláturhús sem ekki hafa leyfi til að flytja út kjöt til ríkja Evr- ópusambandsins, ESB. Einnig leggur nefndin til að land- búnaðarráðherra verji 30 milljónum kr. til uppbyggingar fullkominna kjötvinnslustöðva á Hvolsvelli, Sauð- árkróki og Húsavík og pökkunar- stöðvar í tengslum við önnur útflutn- ingshús. Skýrslan hefur verið kynnt fyrir ríkisstjórninni en ákvarðanir ekki verið teknar um hvort farið verði að tillögum nefndarinnar, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Í framhaldi af samþykkt Búnaðar- þings á síðasta ári skipaði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra nefnd um stefnumótun og uppbygg- ingu á sláturhúsum og kjötvinnslu- stöðvum á landsbyggðinni. Jafn- framt var nefndinni ætlað að yfirfara fyrirkomulag á jöfnunaraðgerðum við flutningskostnað á sláturfé og gera tillögur þar að lútandi. Nefndinni var einnig ætlað að gera úttekt á þörf fyrir fjölda sauðfjár- sláturhúsa er uppfylla alþjóðlegar kröfur ESB og fleiri aðila um slátrun sauðfjár, gera tillögur um staðsetn- ingu þeirra sláturhúsa sem þörf er talin fyrir svo og tillögur um fjár- hagslegan stuðning og útvegun fjár- magns við uppbyggingu þeirra. 6 af 17 sauðfjár-sláturhúsum með ESB-leyfi til útflutnings Á síðasta ári voru rekin sautján sauðfjársláturhús hér á landi af þrettán sláturleyfishöfum. Sex þess- ara húsa hafa ESB-leyfi, þ.e. Kaup- félag V-Húnvetninga á Hvamms- tanga, Sölufélag A-Húnvetninga á Blönduósi, Norðlenska á Húsavík, Búi á Höfn í Hornafirði, Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki og Slát- urfélag Suðurlands á Selfossi. Því hafa ellefu sauðfjársláturhús ekki út- flutningsleyfi til ríkja í Evrópusam- bandinu. Nefndin telur að miðað við afkastagetu þeirra sex sláturhúsa sem hafa ESB-leyfi megi ljóst vera að ekki sé þörf fyrir fleiri slík hús. Til að nýta betur fjárfestingu þessara sláturhúsa telur nefndin „skynsam- legt“ að boðið verði upp á úreldingu sláturhúsa sem ekki hafa útflutn- ingsleyfi eða koma ekki til með að geta uppfyllt væntanlegar reglur um löggildingu og sláturleyfi. Nefndin telur hins vegar ekki raunhæft að öll þau sláturhús, sem eru án útflutn- ingsleyfis, kjósi úreldingu þótt þau eigi þess kost. Hafa beri í huga að einhver sauðfjársláturhús þurfi ekki að leggja í mikinn kostnað til að öðl- ast slík leyfi. Þar af leiðandi sé ekki líklegt að öll sláturhús án útflutn- ingsleyfis sækist eftir úreldingu. Nefndin telur að með fækkun slát- urhúsa sé hægt að bæta nýtingu þeirra sem starfandi eru, hægt sé að lækka breytilegan kostnað um 15%, eða úr 540 í 460 milljónir króna. Ef aðeins þau sex sauðfjársláturhús sem hafa ESB-leyfi yrðu starfandi telur nefndin að flutningskostnaður myndi aukast um 15 milljónir króna. Á móti geti sauðfjárræktin sparað 225 milljónir með lækkun á föstum og breytilegum kostnaði við rekstur húsanna. Árlegur heildarsparnaður á hvert kíló kindakjöts geti numið um 26 krónum. Skýrsla nefndar um stefnumótun í sláturiðnaði Sláturhúsum án ESB- leyfis verði boðin úrelding Tillaga um 220 milljónir í úreld- ingarstyrki „ÞAÐ eru mikil vonbrigði að Ásta Möller skyldi ekki ná inn á þing. En þetta voru leikreglurnar og ekkert hægt að gera nema halda sig við þær,“ segir Margeir Pét- ursson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um þá niðurstöðu að Ásta Möller skyldi falla út af þingi, þrátt fyrir að hafa lent ofar en Birgir Ár- mannsson í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík, en Birgir komst inn á þing. Ásta hafnaði í 9. sæti prófkjörs- ins en Birgir í því tíunda. Skv. reglum sjálfstæðismanna í Reykjavík voru þau Ásta og Birgir í framboði hvort í sínu Reykjavík- urkjördæminu; Ásta var í fimmta sæti í Reykjavík norður en Birgir í 5. sæti í Reykjavík suður. „Ég varð fyrir vonbrigðum með að ná ekki inn á þing,“ segir Ásta, „og því er það salt í sárin að ég skyldi ekki ná inn þrátt fyrir að hafa náð betri árangri en Birgir í prófkjörinu. En ég veit að við þessu er ekkert að gera. Ég hafði ekkert um það að segja hvorum megin ég væri.“ Spurður að því hvort til greina komi að halda prófkjör í hvoru Reykjavíkurkjördæminu um sig fyrir næstu alþingiskosningar seg- ir Margeir að ekki hafi verið vilji til þess í síðasta prófkjöri. Af þeim sökum eigi hann ekki von á því að það verði vilji til þess næst. Hann segir eftirsjá að Ástu, sömuleiðis sé eftirsjá að þeim Katrínu Fjeld- sted og Láru Margréti Ragnars- dóttur, en þær féllu af þingi. Ásta Möller var 9. í prófkjöri en náði ekki kjöri á þing Höldum okkur við leikreglurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.