Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
www.isb.is Vertu me› allt á hreinu!
Grei›slufljónusta
fyrir fyrirtæki
fyrir eftir
N‡jung
!
Allt einfaldara ...
FORSETI Íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, fagnar í dag 60
ára afmæli sínu. Af því tilefni
efna vinir hans, samferðamenn
og fjölskylda til fagnaðar í
Borgarleikhúsinu í dag.
Forsetinn tekur á móti gest-
um kl. 16.30 til 17.30 í anddyri
hússins en síðan hefst dagskrá í
stóra salnum. Að henni lokinni
samgleðjast gestir með forseta.
Þeim sem vilja samfagna með
forsetanum er boðið að taka
þátt í afmælisfagnaðinum.
Forseti Ís-
lands sex-
tugur í dag
SENDIRÁÐ Rússlands á Íslandi
hefur sent frá sér yfirlýsingu
vegna frétta í fjölmiðlum um flug
rússneskra herflugvéla á loft-
varnasvæði Íslands.
„Hinn 2. maí 2003 fór fram sam-
tal sendiherra Rússneska sam-
bandsríkisins Alexanders Rannikh
við ráðuneytisstjóra utanríkisráðu-
neytis Íslands Gunnar Snorra
Gunnarsson að frumkvæði ís-
lenskrar hálfu. Umræðuefni sam-
talsins var yfirflug tveggja rúss-
neskra herflugvéla í loftvarn-
arsvæði Íslands hinn 25. apríl.
Íslensk stjórnvöld óskuðu þess
með skírskotun til tryggingar flug-
ferðaröryggis að Rússland til-
kynnti um slík yfirflug eftir mætti
í framtíðinni.
Af okkar hálfu var sagt að við
myndum að vísu koma tilmælum
utanríkisráðuneytis Íslands á
framfæri við Moskvu en að okkar
mati hefði þessi tilmæli engan
grundvöll í alþjóðlegum rétti. Yf-
irflug herflugvéla yfir alþjóðlegt
svæði og úthafið byggjast á haf-
réttarsamningi Sameinuðu þjóð-
anna sem gerir enga grein fyrir
takmörkunum eða tilkynningar-
skyldu í slíkum tilvikum. Auk þess
viljum við útskýra fyrir almennum
íslenskum lesanda að umrædda yf-
irflugið sem íslenskir fjölmiðlar
hafa skrifað mikið um, snertir ekki
samskipti Rússlands og Íslands á
neinn hátt. Þetta voru venjulegar
herflugvélaæfingar sem tíðkast í
daglegri reynslu langdrægs flug-
hers í mörgum löndum. Tíðni og
reglufesta slíkra fluga miða að við-
haldi lágmarksviðbúnaðs flughers
og eru í samræmi við þjálfunar-
áætlanir viðkomandi hereininga.
Ákveðið hlé á flugum rússneskra
flugvéla og langferðum rússneskra
herskipa sem átti sér stað und-
anfarin ár stafaði fyrst og fremst
af efnahagsvanda sem var á sínum
tíma við lýði í Rússlandi. En um
þessar mundir með bættu efna-
hagsástandi í Rússlandi og þar af
leiðandi með betri fjármögnun
rússnesks hers og flota mun þjálf-
unarstarfsemi þeirra líklega
aukast sem mun þó á engan hátt
koma niður á stöðu Íslands og
annarra ríkja á svæðinu með tilliti
til tryggingar öryggis þeirra og
ekki síst almenns farþegaflugs,“
segir í yfirlýsingu sendiráðsins.
Yfirlýsing frá sendiráði Rússlands
Búast við auknu þjálf-
unarflugi við Ísland
ÚTFÖR Hauks Clausen tann-
læknis og eins fremsta íþrótta-
manns Íslands fór fram í Dóm-
kirkjunni í gær, en Haukur lést 1.
maí. Séra Þórir Stephensen jarð-
söng. Organisti var Marteinn H.
Friðriksson og píanóleikari Pálmi
Sigurhjartarson. Einsöngvarar
voru Sigrún Hjálmtýsdóttir og
Jóhann Sigurðarson og félagar úr
Fóstbræðrum sungu undir stjórn
Árna Harðarsonar. Einnig lék
strengjakvartett skipaður Bryn-
dísi Höllu Gylfadóttur, Auði Haf-
steinsdóttur, Gretu Guðnadóttur
og Guðmundi Kristmundssyni.
Líkmenn voru Svend Richter,
Hörður Sævaldsson, Börkur
Thoroddsen, Sigurjón Arnlaugs-
son, Sigfús Þór Elíasson og Sig-
urjón H. Ólafsson.
Morgunblaðið/Sverrir
Útför Hauks Clausen
NEFND um stefnumótun í slátur-
iðnaði leggur í nýlegri skýrslu til við
landbúnaðarráðherra að 220 milljón-
ir króna fari til úreldingar sauðfjár-
sláturhúsa á þessu og næsta ári.
Lagt er til að úreldingin nemi 65
krónum á hvert kíló kjöts sem slátr-
að var árin 2000 til 2002. Um er að
ræða ellefu sláturhús sem ekki hafa
leyfi til að flytja út kjöt til ríkja Evr-
ópusambandsins, ESB.
Einnig leggur nefndin til að land-
búnaðarráðherra verji 30 milljónum
kr. til uppbyggingar fullkominna
kjötvinnslustöðva á Hvolsvelli, Sauð-
árkróki og Húsavík og pökkunar-
stöðvar í tengslum við önnur útflutn-
ingshús. Skýrslan hefur verið kynnt
fyrir ríkisstjórninni en ákvarðanir
ekki verið teknar um hvort farið
verði að tillögum nefndarinnar, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins.
Í framhaldi af samþykkt Búnaðar-
þings á síðasta ári skipaði Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
nefnd um stefnumótun og uppbygg-
ingu á sláturhúsum og kjötvinnslu-
stöðvum á landsbyggðinni. Jafn-
framt var nefndinni ætlað að yfirfara
fyrirkomulag á jöfnunaraðgerðum
við flutningskostnað á sláturfé og
gera tillögur þar að lútandi.
Nefndinni var einnig ætlað að gera
úttekt á þörf fyrir fjölda sauðfjár-
sláturhúsa er uppfylla alþjóðlegar
kröfur ESB og fleiri aðila um slátrun
sauðfjár, gera tillögur um staðsetn-
ingu þeirra sláturhúsa sem þörf er
talin fyrir svo og tillögur um fjár-
hagslegan stuðning og útvegun fjár-
magns við uppbyggingu þeirra.
6 af 17 sauðfjár-sláturhúsum
með ESB-leyfi til útflutnings
Á síðasta ári voru rekin sautján
sauðfjársláturhús hér á landi af
þrettán sláturleyfishöfum. Sex þess-
ara húsa hafa ESB-leyfi, þ.e. Kaup-
félag V-Húnvetninga á Hvamms-
tanga, Sölufélag A-Húnvetninga á
Blönduósi, Norðlenska á Húsavík,
Búi á Höfn í Hornafirði, Kaupfélag
Skagfirðinga á Sauðárkróki og Slát-
urfélag Suðurlands á Selfossi. Því
hafa ellefu sauðfjársláturhús ekki út-
flutningsleyfi til ríkja í Evrópusam-
bandinu. Nefndin telur að miðað við
afkastagetu þeirra sex sláturhúsa
sem hafa ESB-leyfi megi ljóst vera
að ekki sé þörf fyrir fleiri slík hús. Til
að nýta betur fjárfestingu þessara
sláturhúsa telur nefndin „skynsam-
legt“ að boðið verði upp á úreldingu
sláturhúsa sem ekki hafa útflutn-
ingsleyfi eða koma ekki til með að
geta uppfyllt væntanlegar reglur um
löggildingu og sláturleyfi. Nefndin
telur hins vegar ekki raunhæft að öll
þau sláturhús, sem eru án útflutn-
ingsleyfis, kjósi úreldingu þótt þau
eigi þess kost. Hafa beri í huga að
einhver sauðfjársláturhús þurfi ekki
að leggja í mikinn kostnað til að öðl-
ast slík leyfi. Þar af leiðandi sé ekki
líklegt að öll sláturhús án útflutn-
ingsleyfis sækist eftir úreldingu.
Nefndin telur að með fækkun slát-
urhúsa sé hægt að bæta nýtingu
þeirra sem starfandi eru, hægt sé að
lækka breytilegan kostnað um 15%,
eða úr 540 í 460 milljónir króna. Ef
aðeins þau sex sauðfjársláturhús
sem hafa ESB-leyfi yrðu starfandi
telur nefndin að flutningskostnaður
myndi aukast um 15 milljónir króna.
Á móti geti sauðfjárræktin sparað
225 milljónir með lækkun á föstum
og breytilegum kostnaði við rekstur
húsanna. Árlegur heildarsparnaður
á hvert kíló kindakjöts geti numið
um 26 krónum.
Skýrsla nefndar um stefnumótun í sláturiðnaði
Sláturhúsum án ESB-
leyfis verði boðin úrelding
Tillaga um 220
milljónir í úreld-
ingarstyrki
„ÞAÐ eru mikil vonbrigði að Ásta
Möller skyldi ekki ná inn á þing.
En þetta voru leikreglurnar og
ekkert hægt að gera nema halda
sig við þær,“ segir Margeir Pét-
ursson, formaður fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík,
um þá niðurstöðu að Ásta Möller
skyldi falla út af þingi, þrátt fyrir
að hafa lent ofar en Birgir Ár-
mannsson í prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Reykjavík, en Birgir
komst inn á þing.
Ásta hafnaði í 9. sæti prófkjörs-
ins en Birgir í því tíunda. Skv.
reglum sjálfstæðismanna í
Reykjavík voru þau Ásta og Birgir
í framboði hvort í sínu Reykjavík-
urkjördæminu; Ásta var í fimmta
sæti í Reykjavík norður en Birgir í
5. sæti í Reykjavík suður.
„Ég varð fyrir vonbrigðum með
að ná ekki inn á þing,“ segir Ásta,
„og því er það salt í sárin að ég
skyldi ekki ná inn þrátt fyrir að
hafa náð betri árangri en Birgir í
prófkjörinu. En ég veit að við
þessu er ekkert að gera. Ég hafði
ekkert um það að segja hvorum
megin ég væri.“
Spurður að því hvort til greina
komi að halda prófkjör í hvoru
Reykjavíkurkjördæminu um sig
fyrir næstu alþingiskosningar seg-
ir Margeir að ekki hafi verið vilji
til þess í síðasta prófkjöri. Af þeim
sökum eigi hann ekki von á því að
það verði vilji til þess næst. Hann
segir eftirsjá að Ástu, sömuleiðis
sé eftirsjá að þeim Katrínu Fjeld-
sted og Láru Margréti Ragnars-
dóttur, en þær féllu af þingi.
Ásta Möller var 9. í prófkjöri en náði ekki kjöri á þing
Höldum okkur við leikreglurnar