Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Daglegt flug til Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kvenna, fátækra og sjúkra en var jafnframt virk í kvenréttindabar- áttu hér heima ásamt því að taka þátt í ýmsum samfélagsstörfum. Minnisvarðinn af Ólafíu var unninn af Pétri Bjarnasyni mynd- listarmanni og er afsteypa af minnisvarða eftir Kristin Pét- ursson sem reistur var af Ólafíu í Ósló árið 1930. Í beinu framhaldi af afhjúpun minnisvarðans var frumsýnt leikverk Guðrúnar Ás- mundsdóttur um líf Ólafíu sem Guðrún hefur unnið að í átta ár og verður sýnt í Mosfellskirkju fram á sumarið. MINNISVARÐI af Ólafíu Jóhanns- dóttur var afhjúpaður við Mos- fellskirkju á laugardag á 140 ára ártíð hennar. Ólafía fæddist á Mos- felli árið 1863 en faðir hennar séra Jóhann Knútur Benediktsson var sóknarprestur þar. Hún starfaði árum saman í Noregi meðal götu- Morgunblaðið/Arnaldur Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og norska sendiherrafrúin, Solveig Halvorsen, afhjúpa brjóstmynd af Ólafíu Jóhannsdóttur. Minnisvarði um Ólafíu Jóhannsdóttur VERULEGRA breytinga er þörf í rekstri Hafnarfjarðarbæjar þannig að veltufé frá rekstri dugi fyrir af- borgunum lána og nauðsynlegum fjárfestingum. Afkoma A-hluta, þ.e. starfsemi sem fjármögnuð er með skatttekjum, fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 316 milljónir í fyrra og vék um 328 milljónir frá áætlunum. Þetta kemur fram í frétt frá bæn- um um ársreikninginn. Skatttekjur A-hlutastofnana námu 5.009 milljónum og aðrar tekjur 680 milljónum, eða samtals 5.689 milljónum, sem er í takt við áætlanir. Rekstrargjöld að meðtöld- um afskriftum og óreglulegum liðum fóru hins vegar 350 milljónum kr. eða um 6% fram úr áætlunum og námu 6.005 milljónum þannig að hallinn á rekstrinum var 316 millj- ónir fyrir fjármagnsliði. Fjármagns- liðir voru jákvæðir um 776 milljónir en bókfærður gengishagnaður af er- lendum lánum losaði milljarð. Veltufé frá rekstri nam 126 millj- ónum króna og segir í frétt Hafn- arfjarðarbæjar að stjórnendum sveitarfélagsins sé ljóst að þetta sé með öllu óviðunandi niðurstaða enda sé þessari stærð ætlað að mæta af- borgunarþörf sveitarsjóðs ásamt nauðsynlegum fjárfestingum. Þegar hafi verið gripið til aðgerða sem eiga að auka veltufé frá rekstri um 340 milljónir milli áranna 2003 og 2005. Heildarskuldir bæjarins jukust um 61 milljón króna milli ára en á móti hækkuðu heildareignir um 639 milljónir króna. Fræðslumál fram úr áætlunum Aukning útgjalda umfram áætlan- ir skýrist einkum af því að rekstr- arkostnaður í fræðslumálum var 100 milljónum hærri en stefnt var að en skýringin er að sögn bæjarins launa- breytingar vegna kjarasamninga og breytingar á skólastarfi sem ekki voru séðar fyrir. Þá jukust lífeyris- skuldbindingar um 60 milljónir, fyrst og fremst vegna neikvæðrar raun- ávöxtunar eftirlaunasjóðs Hafnar- fjarðar. Rekstrarafkoma B-hlutafyrir- tækja, þ.e. fjárhagslega sjálfstæðra fyrirtækja í eigu bæjarins á borð við hafnarsjóð og vatnsveituna o.fl., var jákvæð um 155 milljónir, sem er 85 milljónum króna verri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum. Heild- arskuldir fyrirtækjanna jukust um 570 milljónir milli ára en heildar- eignir um 718 milljónir. Ársreikningar Hafnar- fjarðarbæjar Rekstr- arhallinn 5,5% af tekjum ERLING Ólafsson, skordýrafræð- ingur og umsjónarmaður geitunga- rannsókna á Náttúrufræðistofnun Ís- lands, hefur undanfarna daga fylgst með trjágeitungsdrottningu hefja byggingu bús í hleðsluvegg við heimili hans. Hann hefur gefið drottningunni nafnið Regína. Erling segir geitungana heldur fyrr á ferð en í fyrra og benti á að þeir kæmu jafnan úr dvala á kosningadag ár hvert. Nú gerðist það 10. maí, en í fyrra 25. maí, þegar sveitarstjórnar- kosningar áttu sér stað. „Það er oftast svona einn uppstigningardagur hjá geitungunum. Ég er að vandræðast með hvað þær gera á næsta ári, en þá verða nú kannski forsetakosningar,“ segir Erling. Þá sagði Erling að geitungarnir vildu helst vera í friði á vorin, enda væri það þeim áhættusamt að ráðast á fólk eða dýr. „Menn þurfa ekkert að óttast á þessu stigi en það er engin ástæða til þess að abbast upp á þá þegar líða tekur á sumar. Það er mjög sárt að vera stunginn og sársaukinn kemur á örskotsstundu,“ segir Erling. „Drottningin liggur í dvala yfir vet- urinn, en áður en það gerist frjóvgast egg hennar. Hún finnur sér stað fyrir bú og hefur búskapinn. Drottningin þarf að sinna mörgu. Hún þarf að byggja hús, sækja mat handa lirfun- um og ylja þeim. Þegar lirfurnar eru fullvaxta þá púpa þær sig og úr þeim skríða þernur og tekur það um það bil 4 vikur. Þá fer að fjölga í búi hægt og bítandi. Í framhaldinu fer drottningin að einbeita sér að því að verpa eggj- um og þá verður sprenging í stækk- un. Þernurnar taka þá við bygginga- vinnunni en þær eru miklu harðari af sér en drottningarnar. Þær ráðast á alla sem trufla. Þær eru eins og sjálfs- morðssveitir í Mið-Austurlöndum með sprengjubelti um sig miðjar. Að lokum á haustin verða til nýjar drottningar og karldýr í búinu sem síðan yfirgefa búið,“ sagði Erling sem mun áfram fylgjast vel með Regínu. Vel er fylgst með geitunginum Regínu Geitungar ekki árásargjarnir á vorin Ljósmynd/Erling Ólafsson Geitungadrottning við gerð bús. TENGLAR ..................................................... www.ni.is RIÐA kom upp á bænum Bakka í Víðidal í apríl en þar búa ung hjón, Örn Óli Andrésson og Dagný Sigurlaug Ragnarsdótt- ir, með börnum sínum tveimur. Var allt fé þeirra, 219 ær, fellt í byrjun mánaðarins eftir að búið var að ganga frá samningamál- um. Bú þeirra verður að vera fjárlaust næstu þrjú ár en þau ætla ekki að leggja árar í bát. „Sem betur fer erum við líka með fjórtán kýr. Ég er iðinn maður og mér hefði ekki litist á að vera verkefnalaus. Við ætlum okkur að halda ótrauð áfram og eflum búskapinn frekar en hitt í framtíðinni. Það hefur staðið til hjá okkur að fjölga kúnum en verðið á mjólkurkvótanum er reyndar orðið mjög hátt,“ segir Örn Óli. Hann segir að þau fái fjár- hagslegan skaða vegna riðunnar bættan. „En þetta er auðvitað líka sálfræðilegt eða tilfinninga- legt tjón fyrir okkur. Konan mín er alin hér upp á Bakka, við tók- um við af föður hennar árið 1999 en hann hafði tekið við búinu af föður sínum og hér hefur alltaf verið sauðfjárbúskapur þannig að það verða viðbrigði að hafa ekkert fé og við verðum að end- urskipuleggja hlutina frá grunni.“ Fjárhúsin standa auð fram til 2006 Örn Óli segir að allt timbur í fjárhúsum verði að brenna þannig að ekki standi annað eft- ir en veggir og þak. Þetta er fjárhús á taði og það þarf að grafa það þannig að þetta verð- ur mikið verk. Við eigum að vera búin að hreinsa allt út úr fjár- húsunum fyrir haustið og þá er úðað yfir allt saman með sótt- hreinsiefni tvisvar sinnum og síðan eiga húsin að standa auð eftir það fram á vorið 2006. Það eru mjög strangar reglur um þetta allt saman. Og þá þurfum við einnig skipta um jarðveg hringinn í kringum húsin, eina sex metra út frá þeim og tíu sentimetra niður.“ Örn segir að vissulega sé áfall að verða fyrir svona löguðu en ekki sé um annað að gera en halda ótrauð áfram. „Dóttir okk- ar verður fjögurra ára í haust en strákurinn verður fimm ára í byrjun júlí. Hann hefur spurt mikið en frændi hans hinum megin á Hvolagili missti sitt féð síðasta haust þannig að þetta er ekki alveg nýtt fyrir honum. En auðvitað kemur þetta við krakk- ana að fella þurfti féð og þau hafa spurt mikið.“ Allt fé fellt vegna riðu á bænum Bakka í Víðidal Morgunblaðið/Karl Ásgeir Fjölskyldan á Bakka í Víðidal í Húnaþingi vestra: Dagný Sig- urlaug og Örn Óli Andrésson með börnin tvö, þau Sigur- laugu Ernu og Ágúst Andra. Ætla að halda ótrauð áfram ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norð- manna. Voru það 10. bekkingar í Há- teigsskóla, unglingahópur Hjálp- ræðishersins á Akureyri, kammer- kórinn Schola cantorum og hópur á vegum Tækniminjasafns Austur- lands sem fengu styrki. Norska Stórþingið samþykkti í til- efni af ellefu alda afmæli Íslands- byggðar 1974 að færa Íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulagsskrá skal ráðstöfunarfénu varið til að styrkja Íslendinga til Noregsferða. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðn- um árið 1976 og fór nú fram tutt- ugasta og sjötta úthlutun. Ráðstöf- unarfé sjóðsins var að þessu sinni um 650 þúsund krónur. Styrkum- sóknir voru 17. Fengu ferðastyrki til Noregs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.