Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KASTAÐIST 8 FAÐMA Maður sem var að síga eftir eggj- um í Hornbjargi á laugardag fékk grjót á sig og kastaðist við það 7–8 faðma. Hann er lærbrotinn og liggur á Landspítala. Félagar hans fluttu hann um 600 metra leið frá slysstað og í gúmmíbát sem fór með hann í Hornvík, en þangað sótti þyrla Landhelgisgæslunnar hann. Fundi Sharon og Bush aflýst Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur aflýst ferð sinni til Bandaríkjanna á fund George Bush forseta vegna hryðjuverka í Jerúsal- em um helgina. Sharon lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að halda áfram að reyna að finna lausn á deilunni við Palestínumenn. Þá var því lýst yfir eftir neyðarfund ísraelsku rík- isstjórnarinnar að einskis yrði látið ófreistað til að ráða bug á hryðju- verkahættunni. Minna flutt út af hestum Útflutningur á íslenskum hestum hefur dregist verulega saman und- anfarin ár. Gæði hrossanna hafa hins vegar aukist verulega og mikil eftirspurn er eftir keppnishestum og mjög góðum reiðhestum. Spáð er því að verðmætasköpun í greininni muni breytast og útflutningur á þekkingu og þjónustu sem tengist íslenska hestinum muni aukast á næstu ár- um. Fækka stofnunum um 30–40 Verslunarráð Íslands hvetur til þess að tekið verði til skoðunar við gerð nýs stjórnarsáttmála að ný rík- isstjórn hefji vinnu við að fækka rík- isstofnunum með niðurlagningu og sameiningu þeirra. Væri það gert í því markmiði að fækka ríkisstofn- unum um 30–40 á næstu fjórum ár- um. Verslunarráð telur í nýrri skýrslu að sífelld hækkun opinberra útgjalda sé verulegt áhyggjuefni. Belgíustjórn heldur velli Guy Verhofstadt, forsætisráð- herra Belgíu og leiðtogi frjálsra demókrata í flæmskumælandi hluta landsins, lýsti fyrir hönd margflokka samsteypustjórnar sinnar yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Græningjar, sem áttu aðild að stjórninni en gengu klofnir til kosninga, töpuðu stórt. Vlaams Blok, sem er yzt til hægri, vann hins vegar mikinn kosningasigur. 2003  MÁNUDAGUR 19. MAÍ BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VALSMENN KOMU, SÁU OG SIGRUÐU / B2, B3, B6 Viðurkenningar til þjálfara ársinsféllu báðar Haukum í skaut. Viggó Sigurðsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Hauka, var kjör- inn þjálfari ársins hjá körlunum og Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari bik- armeistara Hauka, hjá konunum. Stefán Arnaldsson og Gunnar Við- arsson voru útnefndir dómarar árs- ins. Fjölmargar aðrar viðurkenning- ar voru veittar á lokahófinu: Háttvísiverðlaun: Vigdís Sigurðardóttir ÍBV og Andreas Stelmokas KA Unglingabikar HSÍ: Haukar, Hafnarfirði Valdimarsbikarinn: Halldór Ingólfsson, Haukum Markahæstu leikmenn: Jaliesky Garcia Padron, HK, og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Hauk- um Bestu varnarmenn: Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV, og Júlíus Jónasson, ÍR Bestu sóknarmenn: Sylvia Strass, ÍBV, og Alexanders Petersons, Gróttu/KR Bestu markmenn: Berglind Íris Hansdóttir, Val, og Roland Valur Eradze, Val Morgunblaðið/Jón Svavarsson Handknattleiksmenn ársins 2003 með verðlaun sín á lokahófinu á laugardagskvöldið – Andrius Stelmokas línumaður úr KA, og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, hornamaður úr Haukum. Stelmokas og Hanna best HAUKAR hirtu mörg verðlaun á uppskeruhátíð handknattleiksfólks sem haldin var á Broadway á laugardagskvöldið. Bestu leikmenn í karla- og kvennaflokki voru útnefnd Andrius Stelmokas, KA, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum. Efnilegustu leikmennirnir voru kjörnir Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Haukum og Elísabet Gunnars- dóttir, Stjörnunni. JÓN Arnór Stefánsson körfuknatt- leiksmaður hjá TBB Trier í Þýska- landi hefur tilkynnt forsvars- mönnum NBA-deildar- innar að hann gefi kost á sér í nýliðaval NBA-deildar- innar sem fram fer í New York þann 26. júní n.k. Jón Arnór er í hópi 42 bandarískra leikmanna og 14 alþjóðlegra sem hafa ekki verið í bandarískum háskóla á ferli sínum. Þessi leikmenn geta hætt við ákvörðun sína allt fram til 19. júní. Jón Arnór mun ekki leika meira með liði sínu á þessu keppnistíma- bili þar sem hann fór í aðgerð á hné á dögunum en verður væntanlega í íslenska landsliðshópnum sem held- ur til Möltu í byrjun júnímánaðar, verði hann heill helsu. Jón Arnar verður hinsvegar ekki með íslenska landsliðinu sem leikur þrjá leiki gegn því norska í lok mánaðarins. Leikið verður dagana 23.-25. maí og fara leikirnir fram í Keflavík, Reykjavík og Hafnarfirði en það verða jafnframt fyrstu landsleikir Damon Johnson sem fékk íslenskt ríkisfang um áramót. Aðeins einn íslenskur leikmaður hefur leikið með NBA-liði en það gerði Pétur Guðmundsson árið 1981 er hann var valinn af Portland Trailblazers í þriðju umferð og sá 61. í röðinni. Pétur var fyrsti Evr- ópubúinn sem samdi við NBA-lið en Pétur lék síðar með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs í NBA-deildinni. Jón Arnór gefur kost á sér í nýliða- val NBA Jón Arnór Stefánsson ÍBV hefur samið við ungverska handknattleiksmanninn Imre Kiss um að leika með liðinu á næstu leik- tíð. Kiss er örvhent skytta og var fimmti markahæsti leikmaðurinn í ungversku deildinni á nýliðinni leiktíð. Þar með er ljóst að tveir Ungverjar verða í herbúðum ÍBV í vetur, Eyjamenn hafa samið við Ro- bert Bognar um að hann leiki áfram með liðinu en hann gekk til liðs við ÍBV fyrir síðasta tímabil. Annar Ungverji til liðs við ÍBV Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 25 Viðskipti 11 Bréf 26 Erlent 12/13 Dagbók 28/29 Listir 14/15 Leikhús 30 Umræðan 16/17 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Skoðun 20 Ljósvakar 34 Minningar 20/25 Veður 35 * * * endur í fimleikum sem og fremsta íþróttafólk landsins í áhaldafimleikum, hópfimleikum og þolfimi drógu hvergi af sér í glæsilegri sýningu og á myndinni eru ungar fimleikastúlkur að setja punktinn fyrir aftan dans- atriði sitt í hópfimleikum. Heiðursgestir á sýningunni voru meðlimir í Evrópunefnd í al- mennum fimleikum sem hélt fund á Íslandi um helgina en meðal nefndarmanna er Birna Björns- dóttir, fyrrverandi formaður FSÍ. ÞAÐ var mikið um dýrðir í Laug- ardalshöll í gær er Fimleika- samband Íslands, FSÍ, hélt upp á 35 ára afmæli sitt. FSÍ var stofn- að hinn 17. maí árið 1968 og sýndi fimleikafólk á öllum aldri ýmis atriði af því tilefni. Byrj- Morgunblaðið/Arnaldur Mikið um dýrðir í Laugardalshöll VIÐBRÖGÐ Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) við hugmyndum um aukinn stuðning við launafólk í langtímaveikindum á kostnað skammtímaveikinda og breytingar á sjúkrasjóðum eru blendin eða hóflega jákvæð. Þessar hugmyndir komu fram í viðtali við Gunnar Pál Pálsson, formann Verslunarmannafélags Reykjavíkur, í blaðinu í gær. SA minna á að rétturinn sé bundinn í lög og mjög víðtæk sátt þyrfti því að nást um slíka breytingu. Eins sé óvíst hvort það myndi skila sér að fullu til atvinnulífsins ef ekki væru greidd laun fyrsta veik- indadaginn. ASÍ segir málið ekki nýtt af nálinni og að það hafi ekki reynst mikill áhugi fyrir því að gera fyrsta veikindadag launalausan eins og Gunn- ar Páll vill að verði skoðað en þetta sé auðvitað samningsatriði og því ekki hægt að útiloka neitt. Þungt fyrir fæti með breytingar Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, segir að ekki hafi reynst mikill áhugi fyrir því að gera fyrsta veikindadag launalausan. Atvinnurekendur telji þetta að vísu dýrasta daginn fyrir sig en menn hafi talið að ekki kæmi það á móti að það myndi borga sig. „Þetta hefur áður verið á dagskrá en það var mjög lítill áhugi fyrir því,“ segir Halldór. „Ef eitt- hvað yrði í boði sem menn teldu viðunandi er auð- vitað aldrei að vita. En það hefur ekki reynst vera í þau skipti sem þetta mál hefur verið á dagskrá og það var lögð mikil vinna í það á sínum tíma.“ Spurður um hugmyndir Gunnars um fækkun og stækkun sjúkrasjóða og að réttindi verði gerð millifæranleg bendir Halldór á að t.d. innan Starfs- greinasambandsins hafi verið að myndast stærri einingar með sameiningu félaga. „En ég held að það verði mjög þungt fyrir fæti að fara að breyta þessu. Mig grunar að Gunnar kunni að hafa í huga einn sjúkrasjóð fyrir hvert landssamband fyrir sig. Við ræddum þetta örlítið á fundi framkvæmda- stjórnar Starfsgreinasambandsins á dögunum en ég fann að slíkar hugmyndir myndu standa illa í mönnum. En hugmyndin er í sjálfu sér góðra gjalda verð að mínu mati.“ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir samtökin oft hafa velt fyrir sér hugmyndum um aukin réttindi í langtímaveikind- um á kostnað skammtímaréttinda. „Mér finnst þær hugmyndir sem hann veltir upp í Morgun- blaðinu allrar athygli verðar. En rétturinn til launa í veikinda- og slysaforföllum er bundinn í lög og það er ekki á valdi okkar samningsaðilanna að breyta því. Þess utan má einnig velta fyrir sér að hvaða marki það geti talist líklegt að fyrsti veik- indadagurinn næðist í reynd fram sem kostnaðar- lækkun hjá atvinnulífinu. Það er að minnsta kosti ólíklegt að það myndi skila sér að fullu til kostn- aðarlækkunar.“ Heppilegt að menn setji af stað starf í haust Ari segir miklum tilviljunum háð hvar kostnaður vegna langtímaveikinda kemur niður og það geti að mörgu leyti verið eðlilegra að hafa fyrstu tvær vik- urnar hjá vinnuveitanda en einhvers konar sam- tryggingu um það sem umfram er. Hann segist telja heppilegt, með hliðsjón af komandi samningum, ef samningsaðilar gætu sett af stað eitthvert starf á sínum vegum með haustinu til þess að skoða þessa hluti sem séu flóknir og lengri tíma taki að átta sig á og ná samkomulagi um ef þeir eigi að geta legið fyrir til ákvörðunartöku um og upp úr áramótum. „Mér finnst jákvætt út- spil hjá Gunnari að opna á umræðu um þessi mál. Ég tel það einnig vera nauðsynlegt að skoða hvern- ig þeir fjármunir geti best nýst sem nú renna til sjúkrasjóðanna en ég hef miklar efasemdir um að nýtt fyrirkomulag verði grundvallað á núverandi sjúkrasjóðakerfi. Það þarfnast endurskoðunar að mínu mati, algerlega óháð öllu öðru.“ Launalaus veikindadagur og breytingar á sjúkrasjóðum Þyrfti mjög víðtæka sátt KARLMAÐUR um tvítugt, sem játað hefur aðild að ráni í Sparisjóði Kópavogs, var úrskurðaður í viku- langt gæsluvarðhald á laugardags- kvöld. Ránið var framið á föstu- dagsmorgun, en maðurinn var tekinn höndum um kvöldið eftir að myndir af honum höfðu birst í sjón- varpi. Lögregla í Kópavogi segir að málið sé ekki að fullu upplýst þar sem ránsfengurinn hefur ekki skil- að sér. Af þeim sökum var farið fram á gæsluvarðhald yfir mann- inum. Í gæslu- varðhaldi eftir rán í sparisjóði TVÆR bílveltur urðu í Borgarfirði aðfaranótt sunnudagsins. Önnur átti sér stað laust eftir miðnætti á Drag- hálsi. Engin meiðsl urðu á fólki en bíllinn er mikið skemmdur. Þá varð önnur bílvelta á Stórási neðan við Húsafell klukkan tæplega tvö um nóttina. Þar skarst farþegi í andliti og var fluttur á sjúkrahúsið á Akra- nesi. Bíllinn skemmdist mikið. Lögreglan í Borgarnesi segir að í báðum þessum slysum sé líklegt að bílstjórar hafi misst stjórn á bifreið- um sínum í lausamöl en hvorki yfir Dragháls né Stórás er bundið slit- lag. Bílveltur í Borgarfirði ♦ ♦ ♦ undir taðið og fær þannig skjótari og öruggari þurrk heldur en ef allt lægi á grasinu svo sem áður var. Mörg handtök hafa til fallið áður en hér er komið og enn er þó eftir að hlaða fullþurrkuðum taðflögum í taðhlaða þar sem þær mega bíða þess að notast í reykhúsi bónda næsta vetur. Að reykja silung við sauðatað er matargerðarlist og íþrótt sem stunduð er á flestum bæj- um í Mývatnssveit. Heimamenn hafa þróað með sér um aldir kunnáttu, sem er einstök. Enda er reyktur mý- vatnssilungur landsþekkt gæða- álegg sem engan svíkur. ÞORSTEINN Aðalsteinsson, bóndi á Geiteyjarströnd, sinnir hér fornum búskaparháttum á góðviðrisdegi. Hann er að kljúfa taðhnausa til frek- ari þurrkunar. Að baki honum eru taðhraukar á vörubrettum. Hraukar nefnist stæða af hnausum sem stungnir voru út úr grindarlausu fjárhúsi fyrripart vetrar. Þarna má einnig sjá taðflögur sem hreykt hefur verið á kerrugrind og bretti til frekari þerris. Öllu er þessu haganlega fyrir komið, sem vænta má hjá Þorsteini. Tækniþró- un á sér stað hér sem annars staðar. Þannig notar Þorstein vörubretti Morgunblaðið/Birkir Fanndal Þorsteinn Aðalsteinsson klýfur taðhnausa með hníf. Þannig fær hann betri verkun á taðið og reykurinn verður betri. Taðverk á Geiteyjarströnd Mývatnssveit. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.