Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 31
SJÖUNDA hljóðversskífa bresku
rokksveitarinnar Blur, Think Tank,
kom út mánudaginn 6. maí og fór
hún beint á topp breska vinsælda-
listans. Eins og aðdáendur sveit-
arinnar vita er Blur nú þríeyki
skipað söngvaranum hugljúfa Dam-
on Albarn, bassaleikaranum Alex
James og trommaranum Dave
Rowntree eftir að Graham Coxon
gítarleikari yfirgaf sveitina.
„Stemmningin er svipuð og hún
hefur alltaf verið. Samskiptin eru
augljóslegra auðveldari. Það er auð-
veldara þegar þrír tala saman en
fjórir, fimm eða sex,“ segir Damon
um brotthvarf Grahams. „Hugsaðu
þér hvað það væri auðvelt ef maður
væri bara einn í hljómsveit,“ segir
Dave og Alex grínast með honum:
„Ég held að það hafi Graham verið
að hugsa.“
Damon segir að hljómsveitin hafi
auðvitað tekið breytingum. „Við
getum alls ekki endurskapað sömu
stemmninguna og var þegar við
vorum fjórir. Við ákváðum bara
strax á fyrsta degi að við myndum
ekki gefast upp heldur reyna að
skapa nýja og jafn sérstæða
stemmningu með okkur þremur.
Hvort okkur tókst það eða ekki er
algjörlega hlustandans að meta,“
segir hann.
Bjartsýnir að eðlisfari
Þeir útskýra að frá upphafi hefði
ekki verið ljóst hvort Graham
myndi mæta í hljóðver og síðar
hefði komið í ljós að hann myndi
örugglega ekki verða til taks næstu
mánuði. „Þetta var erfið ákvörðun.
Eigum við að fara heim eða í hljóð-
ver? Við erum bjartsýnir að eðl-
isfari svo við bara létum vaða,“ seg-
ir Damon en þeir þrír voru mættir í
hljóðverið þegar þetta kom upp.
„Þegar Graham loksins sneri aft-
ur þá gekk hljómsveitin ekki upp
með fjórum einstaklingum. Enginn
var rekinn. Þetta bara virkaði ekki
lengur. Andi Blur er mikilvægari
heldur en einstaklingarnir,“ segir
hann.
Alex segir að hlutirnir hafi geng-
ið bæði hratt og vel fyrir sig í hljóð-
verinu í upphafi. Hann segir að þeir
hafi verið komnir með heilmikið
efni til að vinna með eftir hálfan
mánuð en næsta skref hafi ekki
verið ljóst. „Við höfðum ekki hug-
mynd um að þetta yrði eins árs
pílagrímsferð og leiðin mundi liggja
til Marokkó og Devon. Þetta varð
allt í einu mjög spennandi. Við
hugsuðum þetta allir á sama hátt,“
segir hann.
Átti að heita Dark Life
Alex kom ennfremur með nafn
plötunnar, Think Tank, og eru fé-
lagarnir ánægðir með það. „Það er
mjög erfitt að láta sér detta í hug
nafn á plötu og við ákveðum okkur
oftast ekki fyrr en á síðustu
stundu,“ segir Dave.
Damon útskýrir að þeir hafi verið
að hugsa um að kalla plötuna Dark
Life (Blur gaf út plötuna Parklife
árið 1994). „Ég held að ef við hefð-
um kallað hana Dark Life þá hefð-
um við séð eftir því að eilífu,“ segir
Dave.
Nú þegar Graham er ekki lengur
til staðar þarf að sjálfsögðu að huga
að því hvernig hljómsveitin eigi að
haga sér á tónleikum. Niðurstaðan
er að á tónleikum umbreytist Blur í
níu manna sveit en þar af eru þrír
bakraddasöngvarar og gítarleikari.
„Á sviði eru allir jafnir. Þegar ég
stunda tónlist er það af því að mér
finnst gaman að vinna með öðrum
en ekki af því að ég vilji vera mið-
punktur athyglinnar,“ segir Damon.
„Við spilum allir í hljómsveit
vegna þess að við erum betri þann-
ing heldur en einir á báti,“ segir
Dave.
Áhrif frá Malí og Marokkó
Afrísk áhrif eru til staðar í tónlist
Blur. „Damon lærði að spila á gítar
í Malí,“ segir Dave. „Aðeins, ekkert
sérstaklega vel,“ svara Damon. „Þú
kannt alveg að spila á gítar. Þú
spilaðir inn á heila plötu,“ segir
Dave og vísar til Mali Music frá því
fyrra, sem Damon vann með tón-
listarfólki frá Malí. „Takk fyrir,
maður. Þetta þýðir samt ekki að ég
geti spilað á gítar,“ svarar Damon,
enn hæverskur.
„Hann lærði að spila á gítar að
hætti tónlistarmanna í Malí og
áhrifin skiluðu sér í þessa plötu.
Þess vegna hljómar gítarinn öðru-
vísi og er svona áhugaverður,“ segir
Dave.
Platan var tekin upp í Marokkó.
Alex segir að það hafi verið gott að
komast út úr stórborgarumhverfi.
„Það er hægt að eyða mörgum ár-
um í stórborg og gera aldrei neitt
án þess að taka eftir því. Um leið
og maður fer á afskekktari slóðir er
nauðsynlegt að horfast í augu við
sjálfan sig og hvað maður er að
gera,“ segir Alex.
Damon skýtur því inní að hann
hafi líka sérlegan áhuga á að taka
næstu plötu Gorillaz upp í Bagdad
þannig að þeir feta ótroðnar slóðir í
þessum efnum. „Já, það var frá-
bært að vera í Marokkó,“ segir
Dave. Alex segir að þeir hafi horft á
sólsetrið og notið umhverfisins.
„Það komu allir í þorpinu út til að
fylgjast með sólsetrinu. Þetta var
fastur liður eins og að horfa á frétt-
ir eða eitthvað,“ segir hann og
Damon bætir við að landslagið og
umhverfið allt í Marokkó hafi haft
mikil áhrif á textana á plötunni.
Bjargað úr blindgötu
Helstu samstarfsmenn Blur á
plötunni voru Ben Hillier og
Norman Cook (Fatboy Slim). Þeir
að Ben sé í raun meðlimur í hljóm-
sveitinni og að mjög gott hafi verið
að vinna með Norman. „Hann spil-
aði fótbolta með okkur,“ segir Alex.
„Hann er mjög hæfileikaríkur
upptökustjóri og hann hóf feril sinn
í hljómsveit svo hann skilur hvernig
hljómsveit virkar. Hann sá strax
hluti sem við komum ekki auga á og
stýrði okkur úr blindgötu,“ segir
Dave.
Eru strákarnir ánægðir með út-
komuna? „Maður veit aldrei fyrr en
platan er tilbúin en mér finnst hún
vel heppnuð. Það á eftir að koma í
ljós hvort að heimurinn er sammála
okkur en ef hún hjálpar einhverjum
að skilja tilfinningar sínar, þá skipt-
ir hún máli,“ segir Alex.
Blur gefur út plötuna Think Tank
Er líf eftir Graham?
Heitt í kolunum hjá Blur. Dave Rowntree, Damon Albarn og
Alex James nutu þess að vera við upptökur í Marokkó.
Platan Think Tank með
Blur kom út á dögunum.
Inga Rún Sigurðar-
dóttir kannaði hvað
þremenningarnir í
sveitinni hafa að segja
um upptökur í Marokkó,
Fatboy Slim og brott-
hvarf Grahams.
ingarun@mbl.is
Think Tank er komin í verslanir.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 31
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
HK DV
X-97,7
HJ MBL
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 5.40 og 8. B.i 12.Sýnd kl. 10.20. B.i 14.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Verð 600 kr.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
"Íslensk
heimilda-
mynd um
karl-
stripparann
Charlie.
Sjáðu hvað
gerist
bakvið
tjöldin!"
Í l
i il -
l-
i
li .
j
i
i
j l i
RECRUIT
THE
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12.
Kvikmyndir.com
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
SV MBL
HK DV
Kvikmyndir.is
400
kr
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr.
Sýnd kl. 8 og 10.
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12.
SV MBL
HK DV
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 16
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Tilboð 500 kr.
500
kr
Svakaleg spennumynd með töffaranum
Vin Diesel úr xXx.
Sakfelling
(Conviction)
Vestri
Bandaríkin 2001. Sam-myndbönd. VHS.
(95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leik-
stjóri: Kevin Rodney Sullivan. Aðalleik-
endur: Omar Epps, Dana Delaney, Charl-
es S. Dutton.
BYGGÐ á sjálfsævisögu bar-
áttumannsins Carls Upchurch og
er ótrúlegri en flestir reyfarar um
hugrekki og náðargáfu. Upchurch
(Epps) elst upp í versta hverfi
blökkumanna í Fíladelfíu, sonur
skækju og bófa. Umhverfið gleypir
hann ungan en
tekst ekki að eyði-
leggja þrátt fyrir
að honum skriki
fótur fram eftir
aldri. Sífellt af-
brotaferli og af-
plánun opna
smám saman augu
hins upprennandi
vandræðamanns
fyrir villu síns vegar, hann gerist
trúaður og með Guðs og góðra
manna hjálp verður þessi forherti
síbrotamaður einn af kunnari um-
bótamönnum Bandaríkjanna á of-
anverðri öldinni sem leið. Barátta
hans stuðlar að friði og réttlæti í
hverfum litaðra í stórborgum
Norður-Ameríku.
Einkar ánægjulegt er að sjá til
Epps, sem kunnastur er sem einn
hinna fjölmörgu kjaftaska kvik-
myndanna sem virðast hafa numið
leiklist af kné Eddies Murphys.
Epps sýnir að hann býr yfir mun
meiri breidd og gerir Upchurch að
trúverðugri og traustri persónu.
Honum varð ljóst að ofbeldi,
kúgun, fáfræði og vanræksla í
æsku móta þá sem hann kallar
„niggara“ glæpaspírur stórborg-
anna. Iðraðist gjörða sinna og
vann afrek á borð við að ná sáttum
á milli orðlagðra glæpagengja í
krafti manngæsku sinnar – og
starfar enn við góðan orðstír í
samtökum sínum fyrir bættum
heimi blökkumanna.
Við sögu koma ágætis skapgerð-
arleikarar eins og Dutton og Del-
aney, sem bæði eru alltof fáséð.
Ásamt vel skrifuðu handriti gera
þau Sakfellingu að vandaðri og
forvitnilegri mynd um ósvikna
hetju þar sem hennar er síst von.
Myndbönd
Líf, smán
og lukka
Sæbjörn Valdimarsson