Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 17 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 VEIÐAR á Atlandshafsþorski hafa hrunið úr yfir þrem milljónum tonna 1970, niður í um 800 þúsund tonn árlega nú og eru á niðurleið. Friðun smáþorsks til að auka afrakst- ur þorskstofna hef- ur alls staðar mis- tekist, en er samt haldið áfram. Dæmin hérlendis „Svarta skýrslan“ 1975 kvað á um að minnka þorskveiði úr 360 þús Tn – (þT) í í 230 þT – eða stofninn myndi hrynja. Stærð þorskstofnsins var þá svipuð og nú. Veidd voru 360 þT að meðaltali 1975–1980. Við þessa „ofveiði“ stækkaði þorskstofninn um helm- ing á fimm árum. Frávik í ráðgjöf var því; 800 + 650 + 800 (stækkun + umframveiði+ stofn sem ekki hrundi) = 2250 þT max reiknings- skekkja á fimm árum. Um 1980 hafði veiðiálag lækkað niður í 25% – en hafði verið 42–47% árin 1972–1976 og leitt af sér stækkandi stofn. Þegar veiðiálag fór lækkandi fyrir 1980 fór þorsk- urinn að horast (fæðuskortur?) Á næstu þrem árum féll vaxtarhraði í þorskstofninum um 30%. „Stærð- fræðileg fiskifræði“ reiknaði þá „ofveiði“. Mér hefur alltaf reiknast að 30% af 1600 þúsund tonnum (fall í vaxtarhraða) – sé 480 þT. Varla var það ofveiði? Líklegt er að nátt- úrulegur dauði og sjálfát hafi auk- ist við þessar aðstæður og er þá ekki skýringin komin? Ofveiði var röng skýring. Loðnustofninn minnkaði og „hrundi“ 1982, – eða var hann kanski bara étinn upp af hungruðum þorski? Svipaður atburður gerðist ný- lega. Bannað var að veiða gífurlegt magn af þorski út af Vestfjörðum og Norðurlandi 1997 og 1998 því „byggja átti upp stofninn“. Þessi þorskur virtist svo hrygna horaður – 5 og 6 ára og „týndist“. „Stærð- fræðileg fiskifræði“ reiknaði þá „ofmat“. Þetta „ofmat“ stendur nú sem opinber skýring! Ég tel þessa skýringu fölsun á fyrirliggjandi frumgögnum um stofnstærðarmæl- ingar fyrri ára og krefst rökræðu um þetta án útúrsnúninga. Umræddur „týndur“ þorskur mældist vera til árin: 1993, 1994,1995,1996,1997 1998 og hluta til 1999. Árin 1997–1998 át þessi þorskur upp rækjustofninn fyrir Norðurlandi. En þegar hann svo týndist (drapst eftir hrygningu fyr- ir tímann) var fundin upp skilgrein- ingin „ofmat“ – að margtalinn fisk- ur – hefði aldrei verið til! Hvernig gat hann þá étið upp heilan rækju- stofn – ef hann var aldrei til? Svona blekkingar eru gjörsamlega ósamboðnar stofnun eins og Haf- rannsóknastofnun. Rétt skýring kann helst að vera hækkaður dán- arstuðull – hugsanlega vegna of- friðunar smáþorsks. Fáist þetta ekki rökrætt verður vitleysunni haldið áfram! Kolmunninn í dag Röng veiðiráðgjöf í kolmunna- veiðum hjá ICES (Alþjóða hafrann- sóknarráðinu) síðustu þrjú ár sýnir svipaða svörun við auknu veiðiálagi hjá kolmunna og virtist verða hjá þorski hérlendis 1975–1980. Kol- munni er þorskfiskættar. Ráðgjöf ICES var 600 þúsund tonn af kol- munna árlega. Veidd voru samt fimm milljónir tonna sl. þrjú ár í stað 1,8 millj Tn. „Ofveiðin“ var 3,2 milljónir tonna. Kolmunnastofninn stækkaði við „ofveiðina“, eins og þorskstofninn hérlendis 1975–1980 í kjölfar aukins veiðiálags! Sama svörun – sama reynsla. Samt á engu að breyta! Opinbera umfjöllun Stórfelld mistök í veiðiráðgjöf í þorskstofnum við Atlantshaf hafa ekki fengist rædd af ábyrgð – og þaðan af síður fjallað um málefnið sem hugsanleg mistök. Enginn má fjalla um þessi málefni nema hafa hlotið náð fyrir klíku ICES. Klíku sem hefur tekið sér yfirþjóðlegt vald – án formlegs lagaumboðs. Um hugsanlega mistök í veiði- ráðgjöf verður að fjalla efnislega, opinskátt og opinberlega. Sann- anleg mistök sem hafa orðið á svo að viðurkenna, annars verður engu hægt að breyta og ekkert hægt að lagfæra. Hrun í veiðum Atlantshafs- þorsks Eftir Kristin Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. NÝ lög um Tækniháskóla Íslands tóku gildi á miðju síðasta ári. Þar með rættist langþráður draumur margra um tæknihá- skóla sem sérhæfir sig í tækni-, rekstr- ar- og heilbrigð- isgreinum. Skólinn ætlar sér að svara vel kröfum tímans um gott nám á þess- um sviðum en flestir eru sammála um að einmitt þarna er að finna vaxt- arbrodda íslensks atvinnulífs til frambúðar. Stefnumið stjórnenda Tæknihá- skóla Íslands til framtíðar eru skýr. Skólinn ætlar sér að styrkjast enn frekar sem öflugur fagháskóli, vera skóli er kappkostar að veita nem- endum sínum bestu fræðslu sem völ er á innan sinna sérsviða og laða til sín metnaðarfulla einstaklinga sem stefna að árangri í námi og starfi. Skólinn vill halda áfram að vera há- skóli atvinnulífsins og leggja áherslu á að laga námsframboð sitt að breyttum áherslum í þjóðfélaginu hverju sinni. Við viljum leggja ríka áherslu á samstarf við íslenskt at- vinnulíf með hagnýtum þróunar- og rannsóknaverkefnum og viljum taka virkan þátt í endur- og símenntun á þeim sviðum sem hann sérhæfir sig í. Tækniháskóli Íslands býr að arfi Tækniskóla Íslands, sem tók til starfa 1964. Sá skóli lagði alla tíð áherslu á að þjóna atvinnulífinu hverju sinni með því að bjóða upp á námsgreinar þar sem fléttað var saman kennslu og hagnýtum verk- efnum. Á tæplega 40 árum hefur Tækniháskólinn útskrifað þúsundir tæknifræðinga, iðnfræðinga, meina- tækna, geislafræðinga og fólk með rekstrarmenntun. Drjúgur hluti þessa fólks hefur bætt við sig frek- ara námi bæði hér heima og erlend- is. Tækniháskólinn er fremur fá- mennur af háskóla að vera en nem- endur eru um 700 talsins. Skólinn heldur á lofti merkjum fagháskóla á sviði tækni-, rekstrar- og heilbrigð- isgreina eins og áður sagði. Við erum hins vegar ekki ein um hituna því við eigum í mikilli samkeppni við aðra háskóla, heima og erlendis, um að fá til sín bestu nemendurna og góða kennara. Við eigum ekki síður í sam- keppni um fjármagn og athygli stjórnvalda en teljum okkur vera í stakk búin að draga fram kosti skól- ans okkar án þess að kasta rýrð á það sem aðrir háskólar hafa fram að færa. Námið við skólann miðast við að veita sérhæfða, fræðilega menntun og verklega þjálfun í hæsta gæða- flokki. Allar kennsludeildir skólans hafa að leiðarljósi að vera í góðum tengslum við atvinnulífið og í takt við þarfir þess. Nýtt skipurit Tæknihá- skóla Íslands hefur tekið gildi. Sam- kvæmt því eru þrjár deildir á há- skólastigi, þ.e. heilbrigðisdeild, rekstrardeild og tæknideild, sem út- skrifa fólk með BS-gráðu í tækni- fræði, viðskiptafræði, meinatækni og geislafræði. Einnig er boðið upp á diplomanám í rekstrarfræði og iðn- fræði. Auk þessa er svokölluð frum- greinadeild við skólann sem býður aðfararnám til undirbúnings há- skólanámi við Tækniháskólann. Embætti deildarforseta hafa verið sett á laggirnar og hafa nýir deild- arforsetar tekið til starfa við skól- ann. Samkvæmt athugunum OECD er hlutfall verk- og tæknimenntaðra einstaklinga á Íslandi með því lægsta sem gerist í vestrænum lönd- um. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag og stjórnvöld hversu aftarlega við stöndum í þess- um samanburði. Því er mikilvægt að leggja meiri áherslu á verk- og tæknimenntun á Íslandi og efla það nám stórlega. Tækniháskóli Íslands er vel í stakk búinn til að vera þar í fararbroddi. Góður skóli er ekki aðeins fólkið innandyra og það starf sem þar er innt af hendi heldur þarf góð aðstaða til að stunda vinnuna einnig að vera til staðar. Starfsfólk og nemendur Tækniháskóla Íslands búa við hús- næðisaðstöðu sem ekki er í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Mér finnst því ástæða til að minna á nauðsyn þess að úr verði bætt hið bráðasta því ekki aðeins býr skólinn við húsnæði í slöku ásigkomulagi heldur hentar það starfseminni illa. Ég vil því nota tækifærið og heita á landsfeður vora og ekki síður for- svarsmenn í atvinnulífinu að taka nú höndum saman um að búa þessum háskóla sínum betri ytri skilyrði. Sjálf hef ég ákveðnar hugmyndir um með hvaða hætti væri hagkvæmast að leysa þennan vanda og get fullyrt að með snöggu, sameiginlegu átaki er vel hægt að búa háskóla atvinnu- lífsins í landinu umgjörð við hæfi. – Vilji er allt sem þarf. Tækniháskóli Íslands – háskóli atvinnulífsins Eftir Stefaníu Katrínu Karlsdóttur Höfundur er rektor Tækniháskóla Íslands. UMRÆÐAN sem Margrét H. Gústavsdóttir blaðakona hóf í Morgunblaðinu miðvikudaginn 14. maí sl. (bls. 27) er mikilvæg og ég vona að hún dafni og verði til gagns. Þar hvetur hún mál- fræðinga og fjöl- miðlamenn landsins til að skoða málfar okkar Íslendinga með tilliti til þess hvernig það mótar vitund manna um jafnrétti kynjanna. Ég er reyndar hvorki málfræðingur né fjölmiðlamaður en hef engu að síður mikinn áhuga á þessu málefni. Maður og herra Margrét telur ljóst að Íslend- ingar hafi þá máltilfinningu að orðið maður þýði í raun eingöngu karl og því þyrftum við að breyta mál- notkun okkar samkvæmt því. Þann- ig ættum við að segja fólk þegar við eigum við bæði karla og konur og svo menn þegar við eigum við karla og konur þegar við eigum við kon- ur. Og svo í framhaldi af því blaða- menn og blaðakonur, starfsmenn og starfskonur og þar fram eftir göt- um. Þó að ég sé Margréti sammála um margt sem hún segir í um- ræddri grein, eins og til dæmis það hvað starfsheitið ráðherra sé orðið úrelt, þá vil ég endilega halda áfram að telja mig til manna. Ég legg því til að í staðinn fyrir að venja alla á að segja fólk um karla og konur þá snúum við blaðinu við og hættum að kalla karla menn! Ef við köllum „hlutina“ sínum réttu nöfnum leys- ist vandamálið. Karlar verða áfram karlar, konur verða áfram konur og menn verða áfram menn. Það sem vinnst með því, og mér finnst skipta miklu máli fyrir okkur öll, er að merking mjög góðra orða og orða- sambanda heldur sér. Dæmi: Mann- legur – mennskur – mannréttindi – mannkostir – mannsaldur – mannabústaður – mannjöfnuður – ómenni – mannskaði – mannúð – mannsmynd – mannvonska – mann- vænleg – mannþröng – almanna- rómur – einskismannsland – fá- menni – gleðimaður – leikmaður – ættmenni – manndómur – mann- gildi – manngreinarálit – mann- frelsi – mannfyrirlitning – mann fram af manni – manna á milli – maður er manns gaman – að ala manninn – það er eins og við mann- inn mælt – hverra manna ert þú? – margt um manninn – í manna minn- um – blíð á manninn – að hafa góð- an mann að geyma og að komast til manns svo einhver séu nefnd. Við hljótum að vera sammála um að það er ekki allt slæmt sem er karlkyns og við konur erum ekki minni menn þótt við berum karl- kyns starfsheiti. Aftur á móti er vert að vera vakandi fyrir því að ný starfsheiti verði hvorugkyns eða kvenkyns – jafnt þó að karlar beri þau. Þannig höldum við tungumál- inu á lífi og verðum ekki bara kennslukonur og kennslukarlar, leikkonur og leikkarlar, læknkonur og læknkarlar. Við ættum auðvitað að breyta starfsheitinu ráðherra og legg ég hér með til að við notum orðið ráðandi. Það heiti þarf enginn að skammast sín fyrir. Svo er sjálf- sagt að við höfum það öll í huga að ef við viljum að synir okkar og dæt- ur verði betri menn ættum við að vanda mál okkar og halla ekki á annað kynið að óþörfu og tala því um þau hjá Landsbankanum og þau í ríkisstjórninni og þau hjá Morg- unblaðinu … Ég vil vera maður! Eftir S. Líbu Ásgeirsdóttur Höfundur er grafískur hönnuður. Ríkisstjórnarflokkarnir koma laskaðir út úr nýafstöðnum alþing- iskosnigum. Reyndar ekki eins illa og margir höfðu spáð, en báðir stjórnarflokkarnir tapa þó fylgi. Sjálf- stæðisflokkurinn tapar meiru en Framsókn og hafa menn velt því fyrir sér hvers vegna það hafi gerst. Flestum óhlutdrægum mönnum ber saman um að gegndarlaus fjár- austur stuðningsaðila Framsókn- arflokksins hafi gert honum kleift að skapa þá ímynd með auglýsingum að hann myndaði sérstaka bar- áttusveit fyrir aldraða og öryrkja, að hann væri líklegur til að ráða bót á aldeilis afleitu húsnæðiskerfi og hann væri einn til þess fallinn að standa vörð um stöðugleika. Með öðrum orðum, Framsóknarflokk- urinn – sem hefur verið öllum flokk- um ábyrgðarlausari í atvinnu- og efnahagsmálum, gengið gegn Ör- yrkjadómi og hefur sjálfur farið með stjórn húsnæðismála í tvö kjör- tímabil samfleytt – hann dró upp mynd af sjálfum sér sem einörðum stjórnarandstöðuflokki sem menn yrðu að koma til áhrifa svo færa mætti samfélagsþróunina inn á skynsamlegri brautir. Þjóðin vill ekki einkavæða heilsu Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það að hann kannaðist við sjálfan sig. Það varð honum hins vegar að falli. Ég er sannfærður um að stefna Sjálfstæðisflokksins í heilbrigð- ismálum stórskemmdi fyrir flokkn- um. Áherslur á markaðsvæðingu hafa ekki hljómgrunn með þjóðinni, um það bera reyndar margar skoð- anakannanir órækt vitni. Þegar þeir síðan í ofanálag birtust á framboðs- listunum, harðdrægu ungu hægri- sinnarnir sem rutt höfðu hófsamari kandídötum úr vegi, og horfi ég þar til dæmis til sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, þá varð kjósendum ekki um sel. Þeir hinna hófsamari sjálfstæð- ismanna, sem á annað borð vildu halda lífi í ríkisstjórninni, fóru nú frá Sjálfstæðisflokki og yfir á Fram- sókn. Þetta fólk trúir því, réttilega þykir mér, að Framsóknarflokk- urinn vilji engan veginn ganga eins langt og Sjálfstæðisflokkur í mark- aðsvæðingu heilbrigðiskerfisins. Mín kennning er sú að þess vegna hafi fólk sem stendur hægra megin við miðju kosið Framsókn frekar en íhald. Sigur almannaþjónustu Þetta var sigur Framsóknar kynni einhver að segja. Ég held að við eigum að túlka þetta á annan veg: Þetta var sigur fyrir almenn- ingsrekna heilbrigðisþjónustu. Fólk hafnar einkarekstri í sjúkrahúsum landsins með tilheyrandi álögum á sjúklinga og skattgreiðendur sem þurfa að greiða arðinn ofan í vasa fjárfesta. Talsmenn einkarekinnar heilbrigðisþjónustu vita að þar er að finna örugga tekjulind, þeir vita að við þurfum á heilbrigðisþjónustu að halda um ókominn tíma, þeir vita að þar er um mikla peninga að tefla og þá vilja þeir fá í sinn vasa. Minna má á ummæli eins aðaleiganda Öldungs hf. í þessu sambandi. Hann hefur ekki farið leynt með það að hægt sé að þéna vel á öldruðum – í öldr- unarþjónustunni sé „gífurlegan fjár- hagsávinning“ að hafa. Framsókn við sama heygarðshornið Það er athyglisvert og lærdóms- ríkt fyrir félagslega þenkjandi kjós- endur Framsóknarflokksins að hug- leiða að svo virðist sem forystumenn flokksins hafi ekki áhuga á stjórn- arsamstarfi vinstra megin við miðju. Svo virðist sem hugurinn hafi aldrei hvarflað frá Sjálfstæðisflokknum. Eða er hugurinn ef til vill orðinn samgróinn við ráðherrastólana? Að sögn mun framsóknarráðherrum þykja stólar sínir sérlega góðir. Það var kosið um heilbrigðismál Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.