Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 7
Meira Danzas.Danzas.
Eftirtalin fyrirtæki hafa sameinast undir nafni DHL til a› skapa n‡tt vi›mi› á svi›i hra›flutninga,
fraktflutninga og flutningslausna: Danzas, sem er í fararbroddi í flug- og skipafrakt á heimsvísu,
DHL Worldwide Express, lei›andi fyrirtæki í hra›flutningum á heimsvísu, og Deutsche Post
Euro Express, lei›andi evrópskt fyrirtæki í böggladreifingu. Hi› n‡ja DHL b‡›ur flér meiri
afköst,meiri fljónustu og fleiri möguleika í yfir 220 löndum.Til a› komast a› flví hva› vi› getum
gert fyrir flig hringdu í 535 1100 e›a kíktu á www.dhl.is
SÖNGHÓPURINN Sunnan heiða mun frumflytja verkið
Stemmur eftir Gunnstein Ólafsson á tónleikum í Salnum
næstkomandi sunnudag klukkan 17. Einsöngvarar með
kórnum verða þeir Pétur Björnsson kvæðamaður og
Ólafur Kjartan Sigurðsson barítón en stjórnandi er Kári
Gestsson. Sönghópurinn sem er að stofni til kór Svarf-
dælinga í Reykjavík er síðan á leið í söngferð til Færeyja
og Hjaltlandseyja í júní og mun meðal annars flytja verkið
í Norræna húsinu í Þórshöfn á Menningarnótt Færeyinga.
Sönghópurinn var um helgina við upptökur í Fella- og
Hólakirkju og við það tilefni var þessi mynd tekin en
stefnt er að því að gefa út geisladisk í haust.
Morgunblaðið/Arnaldur
Kári Gestsson stjórnar sönghópnum Sunnan heiða og Ólafi Kjartani Sigurðssyni í Fella- og Hólakirkju.
Sunnan heiða flytur Stemmur í Salnum
MÁLÞING um fötlunarrannsóknir
með yfirskriftinni „Ekkert um okkur
án okkar“ var haldið í Reykjadal á
laugardaginn og var sérstaklega
sniðið að þörfum fólks með þroska-
hömlun. Átak, félag fólks með
þroskahömlun, stóð að málþinginu
ásamt Þroskahjálp og Fjölmennt.
Friðrik Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Þroskahjálpar, segir að mál-
þing sem þetta sé hluti af þeirri
stefnu að fólk með þroskahömlun
eigi eins og aðrir borgarar sjálfsagð-
an og fullan rétt á því að vita um
hvað er verið að fjalla hvað varðar líf
þeirra. Hann segir að málþingið hafi
gengið vonum framar og verið mjög
lærdómsríkt bæði fyrir áheyrendur
og fyrirlesara sem hafi þurft að laga
málflutning sinn að áheyrendahópn-
um.
Fimm fræðimenn á sviði fötlunar-
rannsókna fluttu erindi um rann-
sóknir sínar. Rannveig Traustadótt-
ir fjallaði um fötlunarrannsóknir
almennt, Vilborg Jóhannsdóttir
fjallaði um gæðastýrða þjónustu sem
byggð er á viðhorfi notenda, Krist-
ján Valdimarsson um stefnu í at-
vinnumálum fatlaðra, Hrönn Krist-
jánsdóttir um lífstíl og heilsu
fullorðinna, seinfærra kvenna og
Hanna Björg Sigurðardóttir fjallaði
um doktorsritgerð sína um þroska-
hefta eða seinfæra foreldra.
Eftir hvert erindi var opnað fyrir
umræður en þátttakendur komu vel
undirbúnir til leiks þar sem fyrir-
lestrarnir höfðu verið kynntir hjá
fullorðinsfræðslu fatlaðra og margir
höfðu spurningar í farteskinu. Einn-
ig fengu þátttakendur rauð spjöld
sem þeir gátu rétt upp ef þurftu nán-
ari skýringar á því hvað fyrirlesar-
inn var að fjalla um.
Fræðimenn kynntu rannsóknir fyrir fötluðum
Ekkert um okkur án okkar
ERFIÐ fjárhagsstaða Landverndar
var rædd á aðalfundi samtakanna á
laugardag. Framkvæmdastjórinn,
Tryggvi Felixson, hefur sagt upp
störfum og hefur stjórn samtak-
anna ákveðið að segja skrifstofu-
stjóranum upp. Það gæti þýtt að
enginn starfsmaður yrði á skrif-
stofu til að sjá um daglegan rekst-
ur. Framkvæmdastjóra hefur verið
falið að endurskipuleggja starfsem-
ina á næstu þremur mánuðum.
„Það mun augljóslega þýða að
draga verður úr starfsemi samtak-
anna,“ segir Ólöf Guðný Valdimars-
dóttir, formaður Landverndar.
Hafa sagt upp aðild
Hún segir starfsemina hafa auk-
ist mjög undanfarin ár. Mikið sé
um fræðsluverkefni en einnig hafi
Landvernd látið til sín taka í um-
ræðunni umumhverfismál. Umfjöll-
un um Kárahnjúkavirkjun og Þjórs-
árver hefur þar verið fyrirferðar-
mest. „Við höfum reynt að halda
uppi opinni og upplýstri umræðu
um Kárahnjúka og Þjórsárver en
fjárhagurinn farið versnandi,“ segir
Ólöf. Hún segir margar ástæður
fyrir fjárhagserfiðleikunum, t.d. séu
félagar aðeins um hundrað og fé-
lagsgjaldið lágt.
Hún segir Landvernd vera regn-
hlífarsamtök margra annarra félaga
og samtaka þaðan sem styrkir til
rekstursins hafa komið meðal ann-
ars.
„En í allri þessari umræðu hafa
samtök verið að segja upp aðild
sinni og það hefur verið erfiðara að
fá styrki.
Stjórnvöld hafa ekki aukið styrki
í hlutfalli við aukna starfsemi.“ Ólöf
segir vel stutt við bakið á ein-
stökum fræðsluverkefnum sem
samtökin halda utan um, t.d. Vist-
vernd í verki og Græn- og Blá-
fánann. „En peningar til almenns
reksturs og fundarhalda hafa hins
vegar verið litlir.“
Ólöf bendir á að þegar Náttúru-
verndarráð var lagt niður voru
helstu rökin þau að auka ætti í kjöl-
farið fjárstuðning til frjálsra félaga-
samtaka á sviði umhverfismála.
„Það hefur því miður ekki staðið
undir þeim væntingum sem við
gerðum og alls ekki í hlutfalli við
aukna starfsemi Landverndar.
Þjóðfélagið allt hefur kallað á
meiri umræðu, að einhver aðili
haldi á lofti umhverfissjónarmiðum
til að gæta mótvægis.
En það virðist ekki vera það sem
stjórnvöld vilja styrkja í dag.“
Rætt um slæma fjárhagsstöðu
Landverndar á aðalfundi samtakanna
Óhjákvæmilegt
að draga úr
starfseminni