Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eyvindur Áskels-son, bóndi í Laugafelli í Reykja- dal, fæddist 22. júlí 1932. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 7. maí síðast- liðinn. Foreldrar Ey- vindar voru Dagbjört Gísladóttir, frá Hofi í Svarfaðardal, f. 1903, d. 1994, og Ás- kell Sigurjónsson frá Litlu-Laugum í Reykjadal, f. 1898, d. 1997. Systkini Ey- vindar eru Halldóra, f. 1933, Ingibjörg, f. 1935, Þor- steinn, f. 1937, Kristín, f. 1939, d. 1978, og Ingunn, f. 1944. Dóttir Eyvindar og Guðnýjar Elísdóttur, f. 1940, d. 1994, er Guðrún Val- dís, f. 1961, gift Jón- asi Baldurssyni og eiga þau fjögur börn, þau eru: Arna Guðný, Heiða Dögg, Ævar Geir og Bald- ur Þór. Eyvindur var bú- fræðingur frá Hvanneyri og bóndi í Laugafelli ásamt foreldrum sínum meðan þeirra naut við og eftir það sá hann einn um bú- reksturinn í Laugafelli. Útför Eyvindar fer fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eyvindur frændi minn í Laugafelli er dáinn. Fallegan maímorgun hinn 7. maí voru dagar þínir allir. Trén halda áfram að laufgast og grasið að grænka í Laugafellsgarðinum sem og brekkunni allri þar sem þú plant- aðir ótal trjám. Ósjaldan sá ég glitta í þig uppi í skógræktargirðingu eða á bersvæði í brekkunni að planta. Þeg- ar ég hugsa til baka finnst mér eins og þú hafir alltaf verið eins, alltaf í Laugafelli, ekkert eldri eða yngri en fyrir rúmum 30 árum eða frá því ég fyrst man. Hægur og rólegur, skiptir ekki skapi, með þægilega nærveru og þinn skemmtilega húmor. Sast heima í Laugafelli einn við kaffiborð- ið með kaffibollann þinn og bakkelsi, hugsi og virtist njóta líðandi stundar, kyrrðarinnar. Eins var það þegar við systur vorum í Laugafelli með öll börnin okkar við kaffiborðið, skvald- ur og hlátur, krakkarnir hlaupandi til og frá, þá var ekkert sem raskaði ró þinni en þú fylgdist með börnun- um, kímdirog hlóst innra með þér. Margar og góðar minningar á ég úr Laugafelli. Inni í herberginu þínu fannst mér gaman að skoða National Geographic-blöðin þín og slide- myndirnar. Stundum spjölluðum við saman um skógræktarferðina, sem myndirnar sýndu frá, eða bara hitt og þetta. Mér er sérstaklega minn- isstætt þegar ég, 5 ára gömul, spurði þig af hverju þú ættir enga konu. Ekki raskaði þessi ágenga spurning ró þinni frekar en aðrar slíkar og svaraðir þú því til að ekki ættu nú allir konu. Ég lét mér þetta svar ekki nægja og spurði þig því hvort þú ætl- aðir ekki að gera eitthvað í því. Og enn svaraðir þú með ró en varst nú farinn að glotta; „haaa … finnst þér að ég ætti að fá mér konu?“ Já, mér fannst það, en hvað þér fannst var ómögulegt að vita. Kæri frændi, sérstaklega er ég þakklát fyrir síðustu samverustund okkar, þegar við systur ásamt fjöl- skyldum okkar, mömmu, pabba og Ása, borðuðum saman veislumat á dúklögðu borði í Laugafellsstofunni sl. páskadag. Það var yndislegur dagur sem við nutum öll saman. Hafðu þökk fyrir allt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Dagbjört Jónsdóttir. Eyvindur mágur minn Áskelsson, bóndi í Laugafelli í Reykjadal, varð bráðkvaddur á heimili sínu 7. maí sl. Fráfall hans kom mjög óvænt því enginn vissi til að hann kenndi sér neins meins. Svo gat þó hafa verið því hann var jafnan fátalaður um eig- in hagi. Eyvindur fæddist á Litlulaugum en flutti 12 ára gamall með foreldr- um sínum í Laugafell, nýbýli sem þau reistu úr landi Litlulauga. Hann gekk á Laugaskóla eins og venja var með unglinga í Reykjadal. Hann fer svo til náms að Bændaskólanum á Hvanneyri og útskrifast þaðan sem búfræðingur 1953. Eftir það fer hann að vinna á búi foreldra sinna og stofnar fljótlega með þeim félagsbú. Í Laugafelli var búið með sauðfé og kýr. Eyvindur hugsaði um kýrnar en faðir hans um sauðféð. Þegar for- eldrar hans hættu búskap lagði Ey- vindur niður fjárbúskapinn en sneri sér eingöngu að mjólkurframleiðslu og skógrækt. Hann hafði snemma fengið mikinn áhuga á skógrækt og bera hlíðar Laugafells þess vitni en þær eru nú nær alþaktar skógi. Plöntur sem þar hafa verið gróður- settar skipta tugum þúsunda. Búið var afurðagott enda maðurinn afar vinnusamur. Fyrir fjórum árum hætti hann mjólkurframleiðslu og seldi kvótann. Eyvindur starfaði mikið í Skóg- ræktarfélagi Reykdæla og var for- maður þess um tíma. Þá var hann mjög virkur í Skógræktarfélagi Þingeyinga. Hann ferðaðist til Nor- egs til að kynna sér skógrækt og var víðlesinn um þetta efni. Eyvindur las mikið eftir því sem tími einyrkja- bónda leyfði. Þegar hann var ung- lingur lenti hann í slysi sem skerti sjón hans verulega. Því þótti manni það oft undrunarefni hve laginn hann var við smíðar og viðgerðir en hann hafði ríka smíðanáttúru þótt hann hefði ekki kringumstæður til að sinna því eins og hann hefði viljað. Eyvindur var vinsæll af samferða- fólki sínu enda afar greiðvikinn. Frændsystkini hans höfðu miklar mætur á honum og ekki síst kunnu þau að meta hans hægláta húmor en hann hafði næmt auga fyrir ýmsu skoplegu í fari náungans sem hann flíkaði þó ekki oft. Eftir að móðir Ey- vindar lést 1995 hafði hann ráðskon- ur en síðustu árin var hann einbúi en systir hans bjó í næsta nágrenni og skammt til annarra frænda. Eyvindur var í eðli sínu fé- lagslyndur og naut samvista við aðra. Um tíma starfaði hann með leikdeild Eflingar og lék þar allmörg hlutverk. Eyvindur var hæglátur og ekki afskiptasamur um annarra hagi en alltaf tilbúinn að hjálpa. Alltaf var hann aflögufær um hey ef nágrann- arnir þurftu á að halda og gekk ekki eftir greiðslum. Það var afskaplega notalegt að setjast niður með þessum greinda og margfróða manni er dagsverki lauk og njóta frásagna hans. Í fjölmenni tranaði hann sér ekki fram en hélt sig til hlés. Eyvindur var ókvæntur en átti eina dóttur, Guðrúnu Valdísi, nú húsfreyju á Grýtubakka í Höfða- hverfi. Honum þótti vænt um þær stundir þegar Guðrún og Jónas, maður hennar, komu með barnahóp- inn sinn í heimsókn í Laugafell. Þegar ég nú kveð þennan ágæta mann sem kvaddi okkur svo langt fyrir aldur fram sendi ég dóttur hans, tengdasyni, barnabörnum og systkinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kári Arnórsson. Sumar minningar fá mann til að vikna. Það er snemma sumars og lognkyrrð yfir Reykjadal. Heiða- brúnirnar bylgjast í tíbránni og hljóðin úr umhverfinu kastast hlíða á milli, kindajarmur handan úr Mýr- aröxlinni, skellirnir í rússneska traktornum á Hólum. Á slíkum degi er Reykjadalurinn suðræn sveit; litl- ir strákar á stuttbuxum og væru ef- laust berfættir ef stubburinn á ný- slegnum túnunum væri ekki svona harður. Og maður verður að vera í skyrtu til að hlífa brunnum öxlum sem amma bar á júgursmyrsl í morgun. Á þessum árstíma voru vinnudag- ar Eyvindar móðurbróður míns langir. Þegar mjöltum var lokið og við hin höfðum sötrað kvöldkaffið laumaðist hann út og fór að slá. Mað- ur heyrði dyninn frá tækjunum fram yfir miðnætti en víst gat hann verið dálítið syfjulegur morguninn eftir þegar amma vakti hann í fjósið. Þau voru svona sumrin í þá daga. Eyvindur Áskelsson var elstur sex barna móðurforeldra minna, Dag- bjartar og Áskels í Laugafelli. Hann var bóndi allt sitt líf, bjó lengi fé- lagsbúi með föður sínum og síðan einn eftir að foreldrar hans tóku að eldast. Í rúm fimmtíu ár fór hann í fjós, kvölds og morgna. Eyvindur kvæntist aldrei, en eign- aðist dótturina Guðrúnu Valdísi. Hún átti heima í annarri sveit en var alltaf ljósgeislinn í lífi hans. Hin seinni ár gerði hann sér tíðum daga- mun með því að heimsækja hana og afabörnin, þau voru hans framhalds- líf. Þótt einhleypur væri stundaði Ey- vindur barnauppeldi í stórum stíl. Systkinabörn hans dvöldu mörg sumarpart í Laugafelli og oft gekk hann til búverkanna með einn eða tvo smávaxna fylgdarmenn trítlandi á eftir sér. Hann var svo sérstaklega óáleitinn, stjórnaði eiginlega aldrei í okkur krökkunum. Fyrir mörg okk- ar var Eini í Laugafelli eiginlega sér- stök stofnun; uppáhaldsfrændinn sem alltaf var hægt að ganga að vís- um. Svo varð hann aldrei reiður, í hæsta lagi aðeins þögulli en vanalega ef honum mislíkaði. Hann var þó enginn þumbari; Eyvindur var glett- inn og félagslyndur og kunni líkt og aðrir Þingeyingar kynstrin öll af sögum af sveitungum sínum. Hann kunni að skemmta sér en fór vel með það. Eyvindur var menntaður búfræð- ingur og afar natinn og vandvirkur bóndi. Hann var hagur smiður og umgekkst allan vélbúnað búsins af kunnáttu og nákvæmni. Þótt maður sæi hann ekki beinlínis skipta skapi fór það aldrei á milli mála að honum mislíkaði þegar unglingsstrákar sýndu gassagang á vélunum. Eyvindur tók engum nýjungum gagnrýnislaust, en hikaði ekki við að færa sér það í nyt sem hann var viss um að væri til bóta. Ég sá hann sjald- an með bók í hönd, en þó var Eyvind- ur víðlesinn og fróður um umheim- inn og átti ótrúlegustu handbækur á erlendum málum. Það sem tengdi okkur Eina frænda umfram annað var skóg- ræktin. Hún var hans hjartans mál og ástríða sem óx frekar en minnkaði með árunum. Þau urðu ófá sporin okkar upp í Kvíakinn þar sem við vissum báðir að skógræktarskilyrði eru hvað best á Íslandi. Þegar eg man fyrst eftir mér vorum við að planta í girðingu sem var rúmur hektari á stærð, en seinna meir var öll hlíðin fyrir ofan bæinn lögð undir, upp á brún. Þegar vegfarendur horfa af þjóðvegi eitt heim að Laugum blasir við lífsstarf Eyvindar skógar- bónda í hálfa öld, og það er ekki lítið. Líklega hafa fáir bændur afkastað meiru við gróðursetningu og um- hirðu skógar en hann. Í seinni tíð sátum við oft lengi og spjölluðum um tegundir og kvæmi, aðferðir við gróðursetningu, tíðarfar og annað sem skógræktarmenn tala um. Eða röltum í þúsundasta sinn upp í Kvíakinn og upp á Bæjarhól til að skoða framfarirnar í reitnum og velta vöngum yfir því hvað kæmi nú best út. Eyvindur í Laugafelli hefur nú gróðursett sitt síðasta tré. Með hon- um er genginn einstakur öðlingur, trygglyndur og hógvær frændi og vinur. Mestur er missir dóttur hans og afabarnanna, en öll erum við svo miklu fátækari eftir. Hvíl þú í friði, elsku frændi minn, og þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Áskell Örn Kárason. EYVINDUR ÁSKELSSON Haustið 1979 réðst undirrituð að Héraðs- skólanum í Reykholti, lítt reyndur kennari, nýútskrifaður líffræðingur sem að- eins hafði fengist við kennslu með náminu. Á því forna fræðasetri var þá starfræktur fjölmennur heimavistar- skóli með harðsnúnu kennaraliði sem hafði meira eða minna starfað þar ár- um saman. Í þeim hópi var Snorri Þór Jóhannesson ásamt konu sinni Sigríði Bjarnadóttur. Þar mætti mér ótæm- andi gnægtabrunnur ráðlegginga, hvatninga og stuðnings til góðra verka sem reyndist mér gott vega- nesti inn á þann starfsvettvang sem ég hafði valið mér, að leiðbeina og kenna ungu fólki. Ef til vill tökum við okkur öll ljóst eða leynt einhverjar fyrirmyndir í líf- inu sem við lítum til á vegferð okkar og reynum af veikum mætti að taka til fyrirmyndar. Snorri Þór var mér slík fyrirmynd. Af öllum þeim kennurum sem ég hef átt samleið með, hvort heldur er í hlutverki nemanda eða samstarfsmanns stendur Snorri Þór upp úr vegna þeirra sterku eiginleika sem einkenndu allt hans fas. Í honum sameinuðust kröfuharður leiðtogi, faglegur eldhugi og félagi. Í þau sex- tán ár sem við störfuðum saman við Héraðsskólann í Reykholti bar aldrei á starfsleiða eða þreytu. Frekar var hann óþreytandi við að útbúa verkefni og framreiða námsefni í nemendur sína sem hann bar mikla umhyggju fyrir eins og mér er ljóst að margir þeirra muna og þakka, þakka frábæra kennslu og muna góðan félaga og ger- bollur sem hann bakaði jafnan handa nemendum þegar hann vildi umbuna þeim. Ógleymanleg eru þeim sem þekkja ótal brellur og brögð sem Snorra datt í hug á góðum stundum, á kennara- stofunni, í skólanum og þegar hann átti kvöld- eða helgargæslu á heima- vistinni. Í Reykholti var hefð fyrir SNORRI ÞÓR JÓHANNESSON ✝ Snorri Þór Jó-hannesson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 19. júlí 1940. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 23. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 2. maí. kennarakvöldvökum í desember, eins konar jólakveðja starfsfólks til nemenda. Allir lögðust á eitt við að útbúa skemmtidagskrá þar sem starfsmenn skemmtu nemendum og slepptu fram af sér beislinu og létu áður dulda listræna hæfi- leika njóta sín í leik, söng og gríni. Snorri var þar fremstur í flokki, samdi marga ljóðabálka sem gaman væri að eiga í dag. Ár- lega var gefin út skólabók með nem- enda- og starfsmannatali ásamt því helsta sem á góma bar í skólastarfinu. Bækurnar prýða ljósmyndir af starfs- mönnum, nemendum og svipmyndum úr skólalífinu. Þessar myndir tók Snorri, framkallaði og gekk frá til prentunar ásamt Sigríði. Óhemju vinna hlýtur að hafa farið í þetta starf og hygg ég að í dag verði erfitt að finna jafn óeigingjarna starfsmenn sem uppskáru einungis gleði, bros og hlý handtök viðtakenda að launum. Lífstré Snorra Þórs Jóhannesson- ar er sölnað, laufin fallin og tréð sem áður stóð svo sterkt og bauð vindinum byrginn stendur eftir hnípið og mun aftur verða að moldu um sama leyti og við kristnir menn fögnum uppris- unni og endurnýjun lífsins. Ég og fjöl- skylda mín sendum Sigríði, Jóhann- esi, Bjarna og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur, missir þeirra er mikill. Þórunn Reykdal. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka, sá er segir við Drottin: „Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!“ (Sálmarnir, fjórða bók, sálmur nr. 91.) Elsku Hugrún, stóra systir mín. Ég gleymi aldrei orðum þínum þegar þú í janúar sagðir mér að þú værir komin með krabbamein. Þú horfðir á mig með fallegu brúnu aug- unum þínum og sagðir: Ég skil ekki af hverju ég af öllum skuli fá krabba- mein líka. Hugrún, ég skil það held- ur ekki og mun aldrei skilja. Þrátt fyrir veikindi og erfiðleika misstir þú aldrei lífsgleðina og þinn frábæra húmor. Ég er svo þakklát fyrir þær fáu en góðu stundir sem við áttum saman og sérstaklega þeg- ar þú og prinsinn þinn Balli komuð til okkar hjónanna síðastliðið sumar HUGRÚN HLÍN INGÓLFSDÓTTIR ✝ Hugrún Hlín Ing-ólfsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. ágúst 1948. Hún lést á líknardeild Landspítalans 3. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 8. maí. til Danmerkur þar sem við áttum saman ynd- islegar stundir. Manstu þegar við sátum úti í garði, nutum náttúr- unnar og sungum gömlu Eyjalögin sem þú kunnir öll utanbók- ar. Ég veit Hugrún, að þú ert núna þar sem ljósið er skærast og birtan mest. Við vottum Baldri, dætrum og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Kristín Hrönn, Pierre og börn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við sendum fjölskyldu Hug- rúnar samúðarkveðjur. Starfsfólk Útibúaþjónustu Íslandsbanka. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.