Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristinn Helga-son fæddist í Vík í Mýrdal 9. maí 1922. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 11. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helgi Dagbjartsson verkamaður og hag- yrðingur, f. 31. ágúst 1877, d. 6. mars 1941, og kona hans Ágústa Guð- mundsdóttir, f. 29. júlí 1885, d. 10. október 1943. Krist- inn var yngstur sjö systkina. Systkini hans voru Frímann, f. 21. ágúst 1907, d. 29. nóvember 1972, Jóhannes, f. 25. apríl 1911, d. 28. júlí 1997, Axel, f. 12. apríl 1913, d. 17. júlí 1959, Dagmar, f. 15. júní 1914, d. 10. október 1980, Laufey, f. 15. júní 1914, d. 22. febrúar 1995, og Anna Guðbjörg, f. 15. ágúst 1917, d. 14. júlí 1993. Kristinn kvæntist árið 1948 eft- irlifandi konu sinni Ingibjörgu Þorkelsdóttur fv. yfirkennara, f. 20. júlí 1923. Foreldrar hennar voru Þorkell Þorkelsson veður- stofustjóri, f. 6. nóvember 1876, d. 7. maí 1961, og kona hans Rannveig Einarsdóttir, f. 3. jan- úar 1890, d. 1. maí 1962. Kristinn og Ingibjörg eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Þóra kennari og bókasafnsfræðingur, f. 14. júní 1950, gift Þorvaldi Karli Helga- syni biskupsritara, f. 9. apríl 1950. Þeirra börn eru: a) Ingi- björg, f. 13. september 1973, síðan innkaupastjóri hjá Skipaút- gerð ríkisins frá 1956 til 1984. Kristinn var alla tíð virkur í fé- lagsmálum. Hann var kjörinn for- maður Lögreglufélags Reykja- víkur 1954, ritari í stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana 1960–64. Formaður Garðyrkju- félags Íslands 1965–1970, í stjórn FÍB 1972–1978. Hann var stofn- andi og formaður Dalíuklúbbsins í Reykjavík 1975–1986. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Stómasamtaka Íslands og for- maður frá 1981 til 1993. Þá var hann formaður Lífeyrisdeildar Starfsmannafélags ríkisstofnana 1990–1993. Kristinn safnaði vísum eftir föður sinn Helga Dagbjartsson og gaf út undir heitinu Hversdags- vísur, 1983. Hann skrifaði bókina Fár undir Fjöllum um Fjallamálin svokölluðu, sem kom út árið 1995. Einnig bókina Arnes, síð- asti útilegumaðurinn, sem kom út árið 1997. Hann tók saman rit- bálkinn Skipströnd í V-Skafta- fellssýslu 1898–1982, sem birtist í Dynskógum, riti Vestur-Skaft- fellinga, árið 2001. Auk þess hef- ur hann ritað í blöð og tímarit um garðyrkju, umferðarmál og veru sína hjá Sameinuðu þjóðunum. Kristinn var sæmdur heiðurs- merki FÍB 1978 og gullmerki Garðyrkjufélags Íslands 1985. Fyrir störf sín í friðargæslusveit- um Sameinuðu þjóðanna var hann sæmdur heiðursmerki norsku Nóbelsnefndarinnar, en nefndin hafði sæmt sveitirnar friðarverðlaunum Nóbels árið 1988. Þá var hann sæmdur heið- ursmerki Lögreglufélags Reykja- víkur árið 2003. Útför Kristins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. maki Jón Júlíus Árnason. Börn þeirra eru Kristinn Helgi, f. 18. október 2000, Sól- veig og Steinunn, f. 7. febrúar 2003, b) stúlka, f. 5. júní 1975 d. sama dag, c) Helga, f. 15. ágúst 1976, sambýlismaður Sturla Ómarsson, d) Rannveig, f. 16. mars 1980, unnusti Sverrir Scheving Thorsteins- son, og e) Kristinn, f. 25. október 1981, sambýliskona Berg- lind Sigríður Ásgeirsdóttir. 2) Gylfi deildarstjóri hjá Fjölmennt, f. 24. mars 1952. Sambýliskona Ragna Þórisdóttir leikskólakenn- ari, f. 10. júní 1957. Þeirra börn eru: a) Kamilla, f. 30. nóvember 1989, og b) Malín, f. 5. september 1991. 3) Gunnar Helgi prófessor við HÍ, f. 19. mars 1958. Kona María Jónsdóttir félagsráðgjafi, f. 9. ágúst 1966. Börn þeirra eru: a) Úlfhildur, f. 7. september 1993, og b) Ingibjörg, f. 25. október 1994. Auk þess átti María fyrir soninn Jón Reyni Magnússon, f. 2. maí 1990. 4) Axel forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, f. 21. október 1959. Kristinn starfaði hjá lögregl- unni í Reykjavík frá 1946 til 1954 að undanskildu tímabilinu 1950– 51 þegar hann var við störf hjá Sameinuðu þjóðunum í Lake Suc- cess og í Palestínu. Hann var yf- irlögregluþjónn og heilbrigðis- fulltrúi á Ísafirði 1954–56 en Með hækkandi sól og vorkomu fara garðáhugamenn að huga af al- vöru að gróðri í görðum sínum. Þeir sem hafa meiri innsýn í garðrækt en gengur og gerist hafa fyrir þó nokkru hafið undirbúninginn. Vor- verkin hefjast fyrr hjá þeim og sumarið verður hátíð þegar árangur erfiðisins lítur dagsins ljós. Hjá tengdaföður mínum sem ég kveð í dag var það fastur liður á hverju vori í áratugi að hefjast handa fljót- lega eftir áramót við að huga að garðinum og ræktun plantna, eink- um dalía sem voru hans eftirlæt- isplöntur. Þær eru glæsilegar út- sprungnar, óvenju litríkar, blómin efst á háum stilki og njóta athygli allra sem leið eiga inn í gróðurhúsið eða staldra við úti í garði. Þannig var líka tengdafaðir minn. Hávaxinn, glæsilegur maður, svo eftir var tekið. Ég spurði hann aldr- ei álits á vaxtarlagi tengdasonarins en mér var vel tekið frá fyrstu tíð innan þessarar hávöxnu fjölskyldu. Traustari tengdaforeldra er vart unnt að hugsa sér. Það var ekki verra að hans áliti að ég á ættir að rekja austur á Síðu og móðurfólk mitt hafði verið með honum á sjó í Vestmanneyjum, löngu fyrir mína tíð. Vestur-Skaftafellssýsla og þá einkum Vík í Mýrdal átti hug hans allan. Þar fæddist hann og ólst upp, yngstur í stórum systkinahópi þar sem lífsbaráttan var hörð og fað- irinn oft fjarri heimili við að færa björg í bú. Í einni slíkri ferð drukknaði faðir hans rétt við sjáv- arkambinn heima. Margir þorpsbú- ar urðu vitni að slysinu. Þá var tengdapabbi innan við tvítugt. Skömmu síðar missti hann og móð- ur sína. Það var ekki að undra að á seinni árum greip hann löngun til að færa í letur sjóskaða og strönd þar eystra við þessa sendnu sjáv- arsíðu sem kostað hefur margan manninn lífið. Þar á meðal voru margir útlendingar. Tengdapabba fannst miklu skipta að nöfn þeirra væru grafin upp og minningu þeirra sýnd tilhlýðileg virðing. Hann sem ungur hafði misst for- eldra sína vissi að hver einstakling- ur er ómetanlegur, ekki síst í huga nánustu ættingja. Ekki skipti máli hverrar þjóðar eða ættar einstak- lingurinn var. Hann fór ekki í manngreinarálit og sá ekki mun á verkamanni og valdsmanni. Hroki var nokkuð sem hann ekki leið og skipti þá ekki máli hver átti í hlut. Hann tók ofan fyrir hverjum þeim sem barðist fyrir að rétta hlut hinna smæstu. Ráðamenn gátu verið í þessum hópi en þeir stóðust sjaldn- ast prófið þegar fram liðu stundir. Hann var ekki hrifinn af því að láta undan, skipta um skoðun, gefast upp eða hlaupa frá hálfkláruðu verki. Menn áttu að standa við orð sín og efna loforð, sýna staðfestu. Ég held að það verði að teljast viss köllun í hans lífi að vilja rétta hlut þeirra sem hafa orðið undir í baráttu fyrir lífsafkomu sinni og virtust gleymdir. Hann varði mikl- um tíma hin seinni ár í að rétta þannig hlut forfeðra sinna og skrif- aði bók um yfirgang valdsmanna gagnvart fátækri alþýðu. Á öðrum sviðum vildi hann einnig bæta og breyta til betri vegar. Umferðarmál voru honum sem gömlum lögreglu- manni hjartans mál. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á þeim málum sem öðrum sem áttu hug hans. Hann var fastur fyrir og átti til að æsa menn upp eins og hann væri að reyna mann. Hann hafði yndi af þessum leik og skipti ekki máli hvert umræðuefnið var. Samskipti hans við systkini sín og börn þeirra voru náin. Systkinin úr Vík héldu hópinn vel og stóðu fyrir ýmsu er treystu böndin. Þegar árin liðu og fækkaði í hópnum fann hann til aukinnar ábyrgðar í þeim efnum. Síðastliðið sumar fórum við saman tengdaforeldrar mínir, kona mín og yngsti sonur þeirra ferð austur á æskustöðvarnar. Ofarlega var hon- um í huga leiði foreldranna í kirkju- garðinum í Vík. Hann vildi tryggja að afkomendur hans huguðu að leg- staðnum og gleymdu ekki þessum forfeðrum sínum. Þetta var síðasta för hans austur. Þær höfðu verið margar. Árvisst var farið í sumarfrí þangað og tjald- að rétt austan við Víkina við lítinn læk sem nú hefur horfið að ein- hverju leyti. Börnunum var þar með strax innrætt mikilvægi Víkur og umhverfis. Héðan kem ég, dóttir góð og synir, innan um þessi fjöll, við þennan sjó, opna haf og þennan sand ólst ég upp. Víkuráin, Reyn- isdrangar og Dyrhólaey áttu sinn sess í sögu hans. Fýlaveislur voru líka hluti uppeldis barnanna og tengsla hans við æskustöðvarnar. Þessum hefðum og kennileitum átti að bera virðingu fyrir. Í fjölskrúðuga garðinum hans stendur stór og mikil ösp er gnæfir yfir allt og alla. Á hverju sumri dreifir hún fræjum og af henni hafa sprottið nýir einstaklingar er bera skýr einkenni ættplöntunnar. Ræktunarmaður eins og hann var hafði hann gaman af öllu sem er nýtt og lítt vaxið, en vissi að því þarf að sinna og hlúa vel að. Þetta átti og við um börnin. Hann lék við hvern sinn fingur þegar börn voru annars vegar. Barnabörnin og barnabarnabörnin kynntust þessum gáskafulla og stríðna afa og langafa. Þau sakna hans mikið eins og börn- in hans gera. Hann má vera stoltur af uppeldi þeirra og mótun. Þau bera sterk einkenni hans, eru ákveðin, samviskusöm og traust. Þegar kom að andlátsstundinni á sjúkrahúsinu voru á sama tíma vinnuvélar að grafa sig í gegnum skrúðgarðinn hans í Grundargerð- inu. Það þarf víst að endurnýja lagnirnar eftir um fimmtíu ára legu í jörðinni. Kannski var líka kominn tími á lífsæðar hans, þótt við hefð- um kosið að hafa hann lengur meðal okkar. Kristinn þurfti að fara í að- gerð á ristli fyrir allmörgum árum. Þar fann hann sér nýtt verkefni til að berjast fyrir og stofnaði samtök þeirra sem eins er ástatt með hvað þennan sjúkdóm varðar. Þannig tengdist hann Krabbameinsfélaginu sem fékk að njóta krafta hans um tíma. Hjónaband tengdaforeldra minna einkenndist alla tíð af djúpri virð- ingu, nærgætni og ræktarsemi. Þau áttu góða vini sem birtust okkur hinum í afmælum og á öðrum merk- um tímamótum, oft var hlegið og um nóg að spjalla. Hann vildi að fólk væri hresst og lífsglatt, en um- fram allt hreinskiptið. Tengdapabbi dró gjarnan gestina út í garðinn til að sýna þetta stolt sitt, ræða um plönturnar og njóta útiverunnar. Ef veður hamlaði var alltaf unnt að sitja saman í gróðurhúsinu innan um dalíurnar og ilmandi rósirnar. Þar sat hann oft sjálfur og naut sól- ar og alls hins fagra umhverfis. Sól- in var mikill vinur þessa garðyrkju- manns, hann vissi að án hlýju sólarinnar er ekkert líf í moldu. Nú verður hann borinn til moldar í dag. Hann sagðist sjálfur vera tilbúinn að kveðja þennan heim, sáttur við sitt og sína. Í hinni helgu bók segir: „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.“ Nú getum við talið daga hans og metið líf hans eins og við þekktum það. Ég veit ég næ ekki utan um það allt, enda er mér þar margt hulið. En víst hefur hjarta mitt vitkast við kynni af Kristni tengdaföður og fyrir það get ég þakkað góðum Guði, skapara alls lífs, jarðar og gróðurs, manns og heims. Guð blessi minninguna um hann. Megi Guð leiða og styrkja Ingi- björgu, tengdamömmu, börn þeirra og fjölskyldur. Þorvaldur Karl Helgason. Kristinn skildi við á sólríkum og blíðum sunnudagsmorgni. Það var dagur eins og hann kunni best að meta. Blómin í garðinum farin að lifna við og geislar sólarinnar að hlýna. Kristni leið best í garðinum sínum eða í gróðurhúsinu, helst með einhverja úr fjölskyldunni í kringum sig eða að gantast við ein- hver barnabarnanna. Kristinn var mikið fyrir börn og það var lítið mál fyrir hann að bæta Jóni Reyni inn í hópinn þegar hann kom inn í fjöl- skylduna rúmlega eins árs gamall. Jón var fljótur að aðlagast Kristni og fann að honum var tekið opnum örmum. Samverustundirnar voru margar. Ég kynntist Kristni fyrst vel þegar þau Ingibjörg heimsóttu okkur til Danmerkur fyrir 10 árum. Þessi tími var einstaklega ánægjulegur og ég man hvað ég var gáttuð á þekkingu hans á þeim trjám og plöntum sem urðu á vegi okkar. Hann kunni að því er mér fannst skil á þeim öllum. Ég hef alla tíð verið vonlaus ræktunarmanneskja sjálf og fólk verður almennt undr- andi ef blóm ná að lifa af vikuna í minni umsjá. Garðurinn þeirra Ingi- bjargar var frábær og átti kannski þátt í að gera mig að ofurlítilli blómaræktarkonu síðustu árin. Kristinn fylgdist vel með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu og lék á als oddi ef honum tókst að koma af stað kröftugum skoðana- skiptum um pólitík. Ekki þótti hon- um verra ef hann gat blandað inn í það ofurlítilli stríðni á kostnað við- mælenda sinna. Þá var hann kátur. Það er sárt til þess að hugsa að hans nýtur ekki lengur við. En minningin um góðan og réttsýnan mann, tengdaföður og afa, er ljúf. María. Hann elskulegi Kristinn afi minn er látinn. Drottinn gaf og drottinn tók segir í Biblíunni, það eru orð að sönnu. Fyrir rúmum tveimur árum eignuðumst við hjónin frumburð okkar og dó Helgi afi minn klukku- tíma áður en sonur okkar fæddist, hann var skírður Kristinn Helgi í höfuðið á langöfum sínum. Í febrúar á þessu ári eignuðumst við svo tví- burastúlkur og þremur mánuðum síðar deyr afi í Grundó, eins og við systkinin kölluðum hann. Afi var al- veg ofboðslega stoltur af tvíbura- stúlkunum mínum þar sem hann átti sjálfur tvíburasystur og fannst þetta vera svo mikil tenging við fjölskylduna hans. Hann gaf mér mynd af mömmu sinni, Ágústu, þegar ég var ófrísk að þeim og dag- inn sem ég fór í fæðingu kveikti tengdamamma á kerti og hafði við myndina af henni. Mamma sagði honum frá því og var hann mjög snortinn. Þegar ég hugsa um afa er tvennt sem kemur sterkt upp í huga mín- um, dalíur og stríðni, já, hann afi minn var alveg ótrúlega stríðinn. Kristinn Helgi var mjög hrifinn af langafa sínum og fannst voðalega gaman þegar hann var að stríða honum. Þegar afi veiktist báðum við guð á hverju kvöldi um að passa hann „ó, góði guð, viltu passa lang- afa á sjúkrahúsinu“ sagði hann og ef ég gleymdi því minnti hann mig á það. Um daginn sagði ég honum frá því að langafi væri farinn upp til guðs og ætlum við nú á kvöldin að biðja guð um að passa langafa á himninum. Daginn eftir heyrði ég í honum í baði þar sem hann sagði „ó, góði guð, viltu passa langafa sem er langt upp í geim“. Já, við munum varðveita yndislegar minn- ingar um hann afa og passa að Kristinn Helgi, nafni hans, gleymi honum ekki og að Sólveig og Stein- unn viti hvaðan tvíburagenin komu. Elsku amma, á stundu sem þessari er gott að eiga góða fjölskyldu og það eigum við sannarlega. Kveðja, Ingibjörg. Nú ertu farinn elsku afi. Stund- um hugsa ég að þú hafir viljað að ég væri ekki alltaf að gráta eða segja: af hverju, af hverju? Það er ekki auðvelt því þú varst partur af lífi allra sem þekktu þig svona vel. Ég vona að öll systkini þín taki á móti þér á himnum og bjóði þig velkom- inn, því þú átt það skilið. Nú ert þú búinn að ljúka ferð þinni á jörðu og ert kominn á hærra stig sem heitir himnaríki. Ég vil að þú vitir að ég elska þig og mun alltaf gera það. Ó afi, ó afi, hvert eru farinn? Ég græt og ég sakna þín, vildi að þú gætir komið. Ég gat ekki kvatt þig og sé eftir því. Við sögðum við komum aftur, en KRISTINN HELGASON Ég kynntist Grétu Hermannsdóttur árið 1992 þegar ég tók við stöðu forstöðuþroska- þjálfa á Lækjarási, en hún var þar starfandi yfirþroska- þjálfi. Við unnum saman til ársloka 2000 en þá lét hún af störfum hjá Styrktarfélagi vangefinna og flutt- ist stuttu seinna til Svíþjóðar. Á Lækjarási var Gréta mín hægri hönd í starfi og ég hefði ekki geta fengið betri starfsfélaga. Á þess- um árum kynntumst við Gréta nokkuð vel og áttum hlutdeild í lífi hvor annarrar. Í starfinu gengum við í gegnum ýmislegt, tókumst á við breytingar, náðum árangri og góðri samvinnu að öllu leyti. Þegar GRÉTA HERMANNSDÓTTIR ✝ Gréta Her-mannsdóttir fæddist í Reykjavík 6. nóvember 1951. Hún lést á sjúkrahús- inu í Trollhättan í Svíþjóð 10. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 30. apríl. ég lít til baka var þessi tími krefjandi en um leið skemmti- legur og gefandi. Gréta var mikil sómakona, góður vinnufélagi, góður vinur og gædd ríkri kímnigáfu. Hún var einstaklega dugleg og fylgin sér og árið 1992 dreif hún sig í fram- haldsnám við Þroska- þjálfaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með sóma. Gréta flutti til Sví- þjóðar ásamt eiginmanni sínum Jóni S. Sigurþórssyni árið 2001 og þar tókst hún á við að læra sænsku og koma sér fyrir á sænskum vinnumarkaði af sínum alkunna dugnaði og seiglu. Gréta lést langt um aldur fram eftir erfið veikindi og hennar verð- ur sárt saknað af fjölskyldu,vinum og vinnufélögum. Ég þakka Grétu fyrir góð kynni þessi ár og sendi fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Erna Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.