Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 12
ERLENT
12 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Síðumúla 13, sími 588 2122
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar — og verðið það gerist ekki betra....
Föstudag 23. maí Smáralind
Laugardag 24. maí Smáralind
Sunnudag 25. maí Smáralind
Kynning á sumarlitum
www.lyfja.iswww.gosh.dk
Kynning í Lyfju
Þriðjudag 20. maí Lágmúla
Miðvikudag 21. maí Smáratorgi
Fimmtudag 22. maí Spönginni
FRANSKIR sósíalistar ráðgera
nú öfluga endurkomu sína inn á
franska þingið eftir að hafa beðið
afhroð í þingkosningunum fyrir
ári. Á þriggja daga flokksþingi sem
haldið var í Dijon-borg um helgina
var samþykkt ályktun um
ákveðnari vinstristefnu.
Formaður flokksins, Francois
Hollande, bar tillögu um samþykkt
opinberrar stefnuyfirlýsingar um
„skýra vinstristefnu“ undir flokks-
þingið á sunnudag. Hollande
styrkti á þinginu stöðu sína sem
ótvíræður leiðtogi flokksins.
Hægrisinnaðri þungavigtarmenn í
flokknum, svo sem Laurent Fab-
ius, fyrrverandi forsætisráðherra,
og Dominique Strauss-Kahn, fyrr-
verandi fjármálaráðherra, héldu
sig til hlés á fundinum enda er
þeim enn kennt um lélegan árang-
ur í kosningunum í fyrra.
Yfirlýsingin markar tímamót að
því leyti að flokkurinn segir þar
með skilið við stefnu sem sósíal-
demókratar innan flokksins hafa
aðhyllst frá því er Lionel Jospin sat
enn í stóli forsætisráðherra og
markast af því að koma til móts við
sjónarmið ólíkra hópa innan
flokksins.
Erfiðleikar þeir sem nú steðja að
Jean-Pierre Raffarin, forsætisráð-
herra, svo sem vaxandi atvinnu-
leysi, efnahagsleg niðursveifla og
andóf opinbera geirans gegn
breytingartillögum stjórnarinnar á
eftirlaunakerfi ríkisstarfsmanna,
eru taldir gefa sósíalistum sóknar-
færi í fyrsta sinn frá því í kosning-
unum í fyrra. Gagnrýnisraddir
segja Sósíalistaflokkinn hins vegar
enn ekki hafa sætt þau ólíku sjón-
armið sósíal-demókrata og vinstri-
manna sem einkenndu og gerðu
stjórn Jospins erfitt fyrir. Því muni
sósíalistum, þrátt fyrir stefnu-
breytinguna, reynast erfitt að
verða sterkasti flokkurinn á
franska þinginu að nýju. Þeir hafa
reyndar tímann fyrir sér; næstu
þingkosningar eru ekki á dagskrá
fyrr en árið 2007.
Franskir sósíalistar
stefna lengra til vinstri
París. AFP.
RÁÐAMENN um allan heim fylktu
sér í gær að baki ákalli Kofi Annans,
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, um alþjóðlegt átak til að upp-
ræta hryðjuverkastarfsemi, í kjölfar
mannskæðra sjálfsmorðssprengju-
árása hryðjuverkamanna með fá-
einna daga millibili í Marokkó og
Sádí-Arabíu.
„Framkvæmdastjórinn fordæmir
sérstaklega að óbreyttir borgarar
skuli vísvitandi gerðir að skotmörk-
um [hryðjuverkaárása],“ sagði Fred
Eckhard, talsmaður Annans, eftir að
41 maður dó og tugir til viðbótar
særðust í sjálfsmorðssprengjuárás-
um í Casablanca í Marokkó á föstu-
dagskvöld.
Engar sönnur hafa verið færðar á
það til þessa hverjir stóðu að baki til-
ræðunum. En „miklum meirihluta
mannkyns af öllum trúarbrögðum
býður við þeirri kaldlyndu öfga-
hyggju og mannhatri sem lýsir sér í
þessum tilræðum,“ bætti Eckhard
við.
Sunnudagsblöðin í Marokkó voru
uppfull af myndum sem sýndu hryll-
inginn á vettvangi sprengjutilræð-
anna í Casablanca, en í þeim létu 28
manns lífið auk 13 árásarmanna. Sá
fjórtándi komst lífs af. Þeir sprengdu
sig í loft upp á fimm stöðum samtímis
og reyndu að draga sem flesta með
sér í dauðann, gesti á hóteli, á
spænskum veitingastað, við sam-
komuhús gyðinga og grafreit þeirra,
og fyrir utan ræðisskrifstofu Belgíu.
„Allir Marokkóbúar eru fórnar-
lömb þessa glæps,“ sagði Lamine El
Metouate, móðir drengs sem lézt í
einu tilræðinu, við kistulagningu hans
í gærmorgun. „Og ekki bara Mar-
okkóbúar, heldur allur heimurinn,“
sagði hún.
Leiðtogar hinna ýmsu ríkja heims
sendu Mohammed VI Marokkókon-
ungi samúðarkveðjur og fordæmdu
tilræðin. „Okkur ber að skipuleggja
alþjóðlegt bandalag gegn hryðjuverk-
um, ofbeldi og stríði, í nafni trúar-
bragða, siðferðis og stjórnmála,“
sagði í skeyti frá Mohammed Khat-
ami Íransforseta.
Tugir handteknir
Marokkóskir rannsóknarlögreglu-
menn hafa handtekið „nokkra tugi“
grunaðra í tengslum við rannsókn til-
ræðanna, í borgunum Casablanca,
Fez og Tangier. Grunar marokkósk
yfirvöld að a.m.k. tvær herskáar
hreyfingar íslamskra bókstafstrúar-
manna séu viðriðnar málið.
Mohamed Bouzoubaa, dómsmála-
ráðherra Marokkós, vísaði því á bug í
gær að útlendingar hefðu verið meðal
tilræðismannanna; verið væri að yf-
irheyra eina tilræðismanninn sem
lifði af. Bouzoubaa sagði að kennsl
hefðu verið borin á að minnsta kosti
átta af tilræðismönnunum. Hann
sagði að þeir hefðu allir dvalið erlend-
is áður en þeir sneru aftur til Mar-
okkó áður en tilræðin voru framin.
Al-Qaeda-tengsl
Í Sádi-Arabíu, þar sem 34 fórust í
þremur bílsprengjuárásum í íbúðar-
hverfum útlendinga í höfuðborginni
Riyadh fyrir viku, sagði innanríkis-
ráðherrann Nayef bin Abdul Aziz í
gær að kennsl hefðu verið borin á
fimm menn úr hópi tilræðismann-
anna, og fjórir hefðu verið handtekn-
ir, grunaðir um að tengjast skipulagn-
ingu þeirra.
Fullyrti ráðherrann að hinir hand-
teknu væru liðsmenn al-Qaeda-
hryðjuverkasamtaka Osama bin Lad-
ens. Sagði hann að þrír tilræðismann-
anna – af þeim níu sem hann hafði
áður sagt að hefðu látið lífið í árás-
unum – hefðu verið í nítján manna
hópi al-Qaeda-liða, sem sádísk yfir-
völd hefðu komið upp um 7. maí sl. og
eftirlýsingarmyndir voru birtar af í
dagblöðum.
Ákall um nýtt átak
gegn hryðjuverkum
Casablanca, París, Riyadh. AFP, AP.
AP
Aðstandendur eins fórnarlambs sjálfsmorðssprengjuárásanna í Casablanca gráta við kistulagningu í gær.
STJÖRNUFRÆÐINGAR sem
fylgst hafa með reikistjörnunni
Júpiter fundu nýverið 20 fylgitungl
til viðbótar við þau sem fyrir voru.
Alls eru fundin tungl stjörnunnar
því orðin 60. Þar með er tungla-
fjöldi Júpiters kominn langt fram
úr Satúrnusi, þeirri reikistjörnu
sem kemur næst á eftir í stærð.
Þetta kemur fram í nýjasta hefti
breska vísindaritsins Nature.
Tunglin 20, sem eru á bilinu tveir
til átta kílómetrar í þvermál, eru
þau allra smæstu sem tekist hefur
að finna af jörðu niðri. Uppgötv-
unin varð möguleg með nýrri tækni
þar sem öflug sjónauka- og tölvu-
tækni er sameinuð.
Það að velja hinum nýuppgötv-
uðu tunglum heiti hefur reynst
stjörnufræðingum þrautin þyngri
þar sem tungl Júpiters hafa frá
1613 verið nefnd eftir fjöldamörg-
um ástkonum Seifs. Nú virðist hins
vegar sem nöfn þeirra hafi öll verið
notuð og leitast verði við að nota
nöfn barna og ættingja ástkvenn-
anna.
Stjörnufræðingarnir, sem hafa
leitað nýrra tungla við Júpiter frá
árinu 2000, áætla að tungl reiki-
stjörnunnar séu alls um hundrað.
Fréttastofa AFP hefur eftir
Douglas Hamilton, stjörnufræðingi
við Maryland-háskóla í Bandaríkj-
unum, að það hversu vel gengur að
finna tungl Júpiters skýrist af því
að þau endurkasti meiri birtu en
önnur í ljósi þess hversu nálægt
reikistjarnan er sólu.
Fylgitungl
Júpiters
orðin 60
Los Angeles. L.A. Times.
FLÓÐ og aurskriður ollu miklu tjóni
í bæjum og sveitum á sunnanverðri
Mið-Sri Lanka um helgina. Sögðu
talsmenn yfirvalda í gær að 84 að
minnsta kosti hefðu látið lífið og um
150.000 manns hefðu neyðzt til að
flýja heimili sín.
Úrhellisrigningar ollu skyndiflóð-
um sem skullu síðla laugardags-
kvölds á þorpum í Ratnapura-héraði,
um 100 km suðaustur af höfuðborg-
inni Colombo.
Að sögn embættismanna héraðs-
yfirvalda skullu flóðin og aurskrið-
urnar á byggðinni er fólk var nýlega
komið heim til sín eftir að hafa tekið
þátt í hátíðahöldum þar sem fæðing-
arafmæli Búdda var fagnað.
Um ein milljón manns býr í Ratna-
pura-héraði, sem er þekkt fyrir gim-
steinanámur.
Mannskæð
flóð á Sri
Lanka
Colombo. AP.
♦ ♦ ♦