Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Rúsínan í pylsuendanum??? Náttúrufræðingurinn í nýjan búning Fylgjum betur forskriftinni TÍMARITIÐ Nátt-úrufræðingurinnkom fyrst út árið 1931 og er því nokkuð gamalt í hettunni. Það sýndi sig þó fyrir skemmstu er 1.–2. hefti 71. árgangs 2002 kom út að það er aldrei of seint að fá andlitslyftingu. Ritstjóri blaðsins síðustu árin er Álfheiður Ingadóttir, út- gáfustjóri Náttúrufræði- stofnunar Íslands, og svar- aði hún nokkrum spurn- ingum í tilefni þessa. – Segðu okkur fyrst eitthvað af sögu Náttúru- fræðingsins ... „Náttúrufræðingurinn kom fyrst út árið 1931 og voru útgefendurnir þeir Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur og Árni Friðriks- son fiskifræðingur, sem gáfu ritið út á eigin ábyrgð. Hið íslenska náttúrufræðifélag keypti tímarit- ið árið 1941 og gerði það að fé- lagsriti sínu 1952. Frá 1996 hefur Náttúrufræðistofnun Íslands annast umsjón með útgáfunni samkvæmt samningi við HÍN.“ – Hvað eru þá tölublöðin orðin mörg? „Fyrstu fjögur árin var Nátt- úrufræðingurinn gefinn út í örk- um en síðan hafa verið gefin út fjögur hefti í árgangi sem þó hef- ur stundum verið skellt saman eins og nú er með nýja heftið, sem er 1.–2. tölublöð 71. árgangs. Við erum, eins og sjá má, nokkuð á eftir með útgáfuna vegna útlits- breytinganna, ættum að vera að hefja 73. árganginn. Hins vegar er stutt í næsta hefti með fullt af spennandi efni.“ – Er Náttúrufræðingurinn í heild ekki verðmætur? „Jú, og mjög eftirsóttur. Marg- ir árgangar eru algerlega ófáan- legir og aðeins hægt að fá tímarit- ið hjá útgefanda samfellt frá 1977. Eldri árganga eignast menn helst úr dánarbúum eða kaupa dýrum dómum í fornbókaverslunum.“ – Er ekki óvinsælt fyrir safnara að broti á svona gömlu tímariti sé breytt? „Jú, það er ástæðan fyrir því að ekki hefur verið lagt í þetta fyrr. Nú stendur hins vegar þannig á bandi að einu hefti má ljúka með 70. árganginum og þá tekur bara við nýtt líf og nýtt band. Við höf- um kviðið viðbrögðum þeirra sem binda inn sjálfir, en þau hafa verið betri en við bjuggumst við.“ – Hversu stórt hefur upplag blaðsins verið og hverjir hafa keypt það? „Nýjasta tölublaðið er prentað í 1700 eintökum. Kaupendur eru einkum náttúrufræðingar, raun- vísindamenn, stúdentar og áhuga- menn um náttúrufræði og vísindi. Í haus blaðsins stendur enn, eins og á fyrsta heftinu 1931, að Nátt- úrufræðingurinn sé „alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði“ og markmiðið er að birta greinar og fréttir sem eru læsi- legar öllum áhuga- mönnum um fræðin. Í bland birtast svo rit- rýndar fræðigreinar enda er Náttúrufræð- ingurinn nær eini vett- vangurinn fyrir slíkar greinar á íslensku.“ – Nýja útlitið bendir til að létta eigi aðeins á blaðinu, nær það líka til efnistaka? „Jú, við fáum langþráð tæki- færi til að létta lesefnið með myndum og nota myndrænni út- færslu en gamla brotið bauð upp á. Þannig getum við betur fylgt forskriftinni um efni við allra hæfi og ég vona að þessi nýi búningur laði að nýja lesendur og hvetji menn til dáða á ritvellinum.“ – Er í bígerð að sækja fram með blaðið og koma því víðar? „Félagsmenn HÍN fá blaðið heim og það er til sölu hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands í Reykja- vík og á Akureyri. Við erum að semja við bóksölur á þessum stöð- um um að taka tímaritið í sölu og ég vona að það gangi eftir.“ – Hvernig er að ritstýra slíku blaði? „Þetta er skemmtilegt starf og heldur manni vakandi í faginu og styrkir tengsl við fjöldann allan af fólki. Ég hef verið ritstjóri Nátt- úrufræðingsins í tæp 7 ár og lengst af unnið með sömu rit- stjórninni undir forystu Áslaugar Helgadóttur plöntuerfðafræð- ings. Okkur berst talsvert efni sem ritstjórn les og metur eftir atvikum, en fræðilegar greinar um niðurstöður rannsókna eru ritrýndar, þ.e. tveir sérfræðingar úr viðkomandi fagi eru fengnir til að lesa og meta fræðilegt innihald og framsetningu efnisins. Það kemur fyrir að greinum er hafnað en yfirleitt er öllum ábendingum og athugasemdum vel tekið, en vinnsla greinanna getur tekið langan tíma, enda er yfirlesturinn oft unninn í hjáverkum þar sem ekki er hægt að borga fyrir hann.“ –Eru einhverjar frekari breytingar á blaðinu í vændum? „Nú er komin ný ritstjórn undir forystu Árna Hjartarsonar jarðfræðings og við munum að sjálfsögðu halda áfram að þróa nýja búninginn og efn- istök Náttúrufræðingsins. Ég hvet menn til að skrifa í Náttúru- fræðinginn og vona að við fáum ábendingar frá lesendum og höf- undum um það sem enn má bæta.“ Álfheiður Ingadóttir  Álfheiður Ingadóttir er fædd í Reykjavík 1. maí 1951. Stúdent frá MR 1971 og BS-próf í líffræði frá HÍ 1975. Blaðamaður við Þjóðviljann 1977–87 og vara- borgarfulltrúi í Reykjavík 1978– 86 og um tíma formaður um- hverfismálaráðs. Hefur kennt náttúrufræði, stundað skrif- stofustörf m.a. hjá Samtökum um kvennaathvarf og fram- kvæmdastjóri Hafeldis hf. 1988– 1990. Álfheiður hefur frá 1996 verið útgáfustjóri Náttúrufræði- stofnunar Íslands og ritstjóri Náttúrufræðingsins. Maður hennar er Sigurmar K. Alberts- son hrl. og eiga þau einn son, Inga Kristján, 12 ára. Við erum, eins og sjá má, nokkuð á eftir með útgáfuna vegna útlits- breytinganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.