Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 32
KOMIN er út viðhafnarútgáfa af tuttugustu James Bond-myndinni, Die Another Day, á mynddiski. Í raun er að finna tvo diska í þess- ari sérútgáfu, með meira en fimm klukku- stundum af aukaefni. Á fyrri diskn- um er hægt að horfa á myndina með íslenskum texta og einnig með stillt á „MI6 Datastream“. Með þessari stillingu umbreytist kvikmyndin í einskon- ar „pop-up“-myndband þar sem rammi með ýmsum misgagnlegum upplýsingum birtist á skjánum með reglulegu millibili. Kemur fram ýmislegt um leikarana, Bond í gegnum árin, græjurnar og vopn- in og gerð myndarinnar, svo eitt- hvað sé nefnt. Á þessum fyrri diski er einnig hægt að hafa stillt á „Mission Commentary“, sem felst í því að annars vegar er hægt að hlusta á leikstjórann Lee Tamahori og framleiðandann Michael G. Wilson ræða um myndina og hins vegar er mögulegt að heyra aðalleikarana Pierce Brosnan og Rosamund Pike greina frá. Eins og áðurnefnd nöfn gefa til kynna er umgjörð diskanna öll á þann veg að áhorfandinn er í raun sérlegur spæjari í eigin sendiför. Gefur það áhorfinu skemmtilegan blæ, því grafíkin er hin glæsileg- asta. Á seinni disknum er að finna margvíslegt aukaefni. Eins og áður sagði er um að ræða meira en fimm klukkustundir af efni, sem er álíka fjölbreytt og Bond sjálfur. Heimildarmynd um gerð Die Another Day er á vísum stað, sem og sérleg heimildarmynd um Ís- landsþátt James Bond. Eins og flestir vita er Bond kominn í hóp Íslandsvina og fjallar nokkuð stór hluti alls aukaefnisins um gerð elt- ingaleiksins margfræga á Jökuls- árlóni. Er diskurinn því góður fengur fyrir íslenskt kvikmynda- áhugafólk. Aukaefnið fjallar mikið um brell- urnar, hvað þurfti til við gerð íselt- ingarleiksins og svifnökkvakapp- akstursins í Kóreu. Í einstaka tilfellum er hægt að sjá samanburð á teiknuðum atriðum og lokaút- komu og ennfremur hægt að skoða senur frá mismunandi sjónarhorn- um. Þó brelluáhugafólk fái mikið fyr- ir sinn snúð í þessari sérútgáfu Bond eru aðdáendur glamúrsins, sem umlykur þennan smekkvísa spæjara ekki skildir útundan. Greinilegt er að mikið var lagt upp- úr því að atriðið þar sem Jinx (Halle Berry) er kynnt til sögunn- ar heppnaðist vel. Er í aukaefninu hægt að skoða kvikmyndun bikiní- atriðsins fræga, þar sem Berry í appelsínugulu bikiníi reynir að keppa við Ursulu Andress í líki Honey Ryder í Dr. No frá 1962, þar sem hún skartaði hvítu bikiníi. Myndasyrpur af Brosnan, Berry og öllum hinum eru líka á disknum og hægt að virða þau vel og lengi fyrir sér. Ekki má gleyma Madonnu. Þessi drottning poppsins hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir sinn þátt í myndinni, titillagið, sem hún flutti, þótti með þeim slappari og skylmingakennarinn Verity í skötulíki. Það breytir því ekki að myndbandið við lagið, sem er að finna á seinni disknum, er flott að hætti Bond. Nóg er af spennu og sprengingum og Madonnu í hinum ýmsu gervum. Einnig geta aðdá- endur hennar horft á mynd um gerð myndbandsins. Þess má geta að tæknileg hlið þessarar viðhafnarútgáfu hefur fengið góða dóma. Sem dæmi hlýt- ur bæði hljóð og mynd oftar en ekki hæstu einkunn hjá vefsíðum, sem sérhæfa sig í dómum mynd- diska. Viðhafnarútgáfa af Die Another Day Hasaratriðin ráða ríkjum í Die Another Day og eru brellurnar útskýrðar í aukaefni nýs mynddisks, sérlegrar viðhafnarútgáfu af myndinni. Halle Berry, sem njósnarinn Jinx, í bikiníi að hætti Ursulu Andress í Dr. No. Beltissylgjan er í formi stafsins J, sem er tilvísun í nafn hennar. Brellur og bikiní Inga Rún Sigurðardóttir 32 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i.14. Sýnd kl. 10. B.i.12 ára. Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 11. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI TVÖFALDAN skammt af helstu hasarhetjum, spæjurum og stökk- breyttum verum er að finna á mynddiskalistanum þessa vikuna. Tvær James Bond-myndir eru á listanum yfir gullmolana, Logandi hræddir (Living Daylights) frá 1987 og Gullaugað (Goldeneye) frá 1995. Rumurinn viðkunnanlegi, Arnold Schwarzenegger, skipar sér líka í tvígang á listann með viðhafnar- útgáfu Rándýrsins (Predator) frá 1987 og fyrstu Tortímanda- myndinni (Terminator) frá 1984. X-mennirnir, stökkbreyttu of- urverurnar, njóta mikilla vinsælda enda nýbúið að frumsýna fram- haldsmyndina, X2. Sérútgáfan X-menn 1,5 er efst á topplistanum og nær X-menn líka inn á listann og situr í 10. sæti. Tvöfaldur skammtur X-mennin eru með allra vinsælasta fólki þessa dagana.                        !  ! " # "       $%&  $%&  $%&  $%&  $%&  '  ! (  $%&  $%&  $%&  $%&      $)!  * % +,-,. !  " /& *  0 0    10   $%&!  0    % !2   ! 3     $ *3&4!!* !%%  % *  !*   5  0 0 %! ,    5    5  0 0 %! ,    5        0 $2 /3  "  6!3  *   0 ,      $2/ '    #   *   ,  $2/ '  $%&  $%&  $%&  $%&  $%&  $%&  $%&  $%&  $%&  $%&      -+ ./! 0!  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.