Morgunblaðið - 26.05.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.05.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMÞYKKTU VEGVÍSINN Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í gær svonefndan Vegvísi til friðar. Ekki ríkti þó einhugur um málið og greiddu sjö ráðherrar atkvæði gegn því að Vegvísirinn yrði samþykktur en tólf voru því hlynntir. Fjórir sátu hjá. Þetta er í fyrsta skipti sem ísr- aelsk ríkisstjórn hefur með form- legum hætti viðurkennt rétt Palest- ínumanna til eigin ríkis. Játar á sig fjárdrátt Fyrrum aðalgjaldkeri Landssím- ans hefur játað á sig stórfelldan fjár- drátt hjá félaginu. Talið er að und- anskotin sem um ræðir nemi um 150 milljónum króna. Tveir menn, sem grunaðir eru um aðild í brotunum, bera því við að þeir hafi tekið við meginhluta fjárins sem lánsfé í nafni fyrirtækis sem þeir áttu. Birgitta ánægð Framlag Íslendinga til Evrópu- söngvakeppninnar, sem fór fram í Ríga í Lettlandi í fyrrakvöld, lenti í níunda sæti. Birgitta Haukdal, sem söng lagið Open your heart, kveðst afar ánægð með árangurinn. Tyrkir báru sigur úr býtum í keppninni. Sterk staða Aznars Þjóðarflokkur Jose Maria Aznars, forsætisráðherra Spánar, vann varnarsigur í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum sem fóru fram í gær. Reiknað hafði verið með að flokkurinn tapaði talsverðu fylgi en sú ákvörðun Aznars að styðja vel við Bandaríkjastjórn í Íraksstríðinu mæltist illa fyrir á Spáni. Þegar næstum öll atkvæði höfðu verið talin hafði Þjóðarflokkurinn þó fengið 33,8% fylgi en Sósíalistaflokkurinn fékk ögn meira, eða 34,9%. Á heimleið Íslenska alþjóðlega björg- unarsveitin, sem send var til Alsír á laugardag í þeirri von að sérþekking hennar nýttist við að finna fólk á lífi í húsarústum eftir jarðskjálftann sem reið yfir landið á miðvikudag, fann engan á lífi og er nú á heimleið. Fundist hafa 2.162 látnir og tæplega níu þúsund manns slösuðust. Hátíð lokið í Cannes Myndin Fíll eða Elephant hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem lauk í gær. Bandaríkja- maðurinn Gus van Sant fékk annan Gullpálma fyrir leikstjórn myndar- innar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 26 Viðskipti 12/13 Dagbók 28/29 Erlent 14 Þjónusta 29 Listir 15 Leikhús 30 Umræðan 16/17 Fólk 30/33 Kirkjustarf 20 Bíó 30/33 Forystugrein 18 Ljósvakar 34 Minningar 20/25 Veður 35 * * * 2003  MÁNUDAGUR 26. MAÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VALLARMET OG FYRSTI SIGUR HEIÐARS / B12 Þetta var síðasti leikur Essen ídeildinni í vetur og síðasti leik- ur Patreks með liðinu en hann hefur gert samning við Bidasoa á Spáni og leikur þar næsta vetur. Hvort vænt- anlegt keppnisbann Patreks setur strik í reikninginn varðandi það er ekki ljóst enn sem komið er og ekki heldur hvort bannið muni ná til væntanlegra landsleikja. „Þetta er alveg ferlegt og ég er í raun miður mín vegna þessa,“ sagði Patrekur þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Ég reiddist mjög þegar dómarinn dæmdi ein- hverja bölvaða vitleysu. Ég hrækti á gólfið í átt að dómaranum í ein- hverju æðiskasti og hann útilokaði mig frá leiknum, sagði að ég hefði hrækt á hann. Það er ekki rétt, ég viðurkenni að ég hrækti í átt að honum til að sýna vanþóknun mína á því sem hann var að dæma, en ekki á hann. Auðvitað átti ég ekki að gera þetta, en þetta er ekkert óal- gengt í handboltanum og ég átti í raun von á tveggja mínútna brott- vísun eða í versta falli rauðu spjaldi en ekki útilokun,“ sagði Patrekur. Þetta gerðist þegar leikurinn hafði staðið í um tíu mínútur og urðu heimamenn því að leika einum færri það sem eftir var leiks. „Ég hefði svo sannarlega kosið að kveðja Essen með öðrum hætti en þessum, en því miður varð það ekki,“ sagði Patrekur. Umboðsmaður hans var í gær að skoða málið frá öllum hliðum en Patrekur sagði að þýskir fjölmiðlar virtust ganga út frá því að það væri sjálfkrafa hálfs árs bann ef menn væru útilokaðir frá leik. „Ég hef bara ekki hugmynd um hvort þetta er rétt eða ekki. Eins veit ég ekki hvort þetta hefur ein- hver áhrif á hvenær ég get byrjað að spila með Bidasoa og það sama á í raun við um þátttöku mína í lands- leikjum, ég veit ekki hvort þetta bann, hversu langt sem það nú verð- ur, nær til landsleikja. Það verður að koma í ljós og gerir það vonandi strax í vikunni,“ sagði Patrekur. Patrekur á yfir höfði sér langt keppnisbann PATREKUR Jóhannesson, fyrirliði handknattleiksliðs Essen í Þýskalandi, á yfir höfði sér keppnisbann í Þýskalandi eftir að hann var útilokaður snemma leiks frá frekari þátttöku í leik Essen og Flensburg-Handewitt á laugardaginn. Morgunblaðið/Arnaldur Ágúst Gylfason, fyrirliði Fram, tryggði liðinu 1:1 jafntefli gegn KR í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld er hann skoraði undir lok leiksins. Bjarki Gunnlaugsson, sem hér fylgist með, lagði upp mark KR-inga. Sjá nánar um deildina á B2, B3, B4, B5, B6 og B7. ÍSLENSKA alþjóðlega björg- unarsveitin, sem send var til Alsír á laugardag í þeirri von að sérþekking hennar nýttist við að finna fólk á lífi í húsarústum eftir jarðskjálftann sem reið yf- ir landið á miðvikudag, fann engan á lífi og er nú á heimleið. Fundist hafa 2.162 látnir og tæplega níu þúsund manns slösuðust. Vonir um að finna fólk á lífi eru orðnar mjög veik- ar. Íslenska sveitin var við leit í leikskóla sem hrundi í borginni Bourmerdes, 80 km austur af Algeirsborg, á laugardag. Sveitin kom sér fyrir á knatt- spyrnuvelli í borginni ásamt fleiri alþjóðlegum björgunar- sveitum og var brottför hennar frá landinu fyrirhuguð í dag, mánudag. Er hún væntanleg til Parísar á morgun og heim til Íslands á miðvikudag. 17 manns eru í sveitinni, einn læknir, tveir bráðatæknar og 14 björgunarsveitarmenn. Íslenska björgunar- sveitin á heimleið ALÞINGI Íslendinga, 129. löggjaf- arþing, verður sett í dag. Skv. heim- ildum Morgunblaðsins er áætlað að þingið verði stutt, standi yfir í tvo til þrjá daga. Þingsetningin í dag hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30. Að henni lokinni setur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þingið í alþingishúsinu. Þar á eftir tekur starfsaldursforseti Alþingis, Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, við fundarstjórn. Á þingsetn- ingarfundinum verða kjörbréf af- greidd, kosinn forseti Alþingis og varaforsetar og kosið í fastanefndir Alþingis og alþjóðanefndir. Að síð- ustu verður hlutað um sæti þing- manna, annarra en ráðherra og for- seta Alþingis. Alþingi sett í dag Gert ráð fyrir stuttu þingi MAÐUR slasaðist í Gríms- fjöllum á Vatnajökli á laug- ardag er drifskaft á jeppa, sem hann var að gera við, féll ofan á hann. Maðurinn var staddur ásamt fleiri jeppa- mönnum við skála Jöklarann- sóknarfélagsins. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um slysið kl. 18.12 og var lækni í áhöfn TF-SIF þegar gefið samband við aðila á staðnum til að meta ástand hins slasaða. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18.18 og fór hún í loftið kl. 18.44. Björg- unarsveitir á Vík og Höfn í Hornafirði voru einnig kall- aðar út. TF-SIF var komin á slysstað rétt fyrir kl. 20 og voru björgunarsveitir aftur- kallaðar skömmu síðar. Þyrl- an lenti við Landspítala há- skólasjúkrahús rétt fyrir kl. 21. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala háskóla- sjúkrahúsi í gær var maður- inn útskrifaður af gjörgæslu og var á batavegi. Slasaðist í Grímsfjöllum BÖRN og fullorðnir tóku þátt í sandkastalakeppni dagskrárdeild- ar Arkitektafélags Íslands, sem haldin var á ylströndinni í Naut- hólsvík á laugardag. Að sögn Höllu Hamar arkitekts tóku sex hópar þátt í keppninni. Feðgarnir Ásbjörn Ólafsson og Óðinn Ás- bjarnarson urðu í fyrsta sæti en að sögn Höllu þótti kastalinn þeirra afskaplega skemmtilega upp byggður. Auk þess var búið að koma Strumpum fyrir í kast- alanum sem sýndi notagildi hans. Í verðlaun fengu feðgarnir skíða- kort frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Halla segir að keppnin hafi ekki síst verið haldin í þeim tilgangi að koma þeim skilaboðum áleiðis að bygging- arlist sé fyrir alla. Morgunblaðið/Sverrir Kastalakeppni í Nauthólsvík SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn vinnur nú að skipulagningu fyrsta alþjóðlega skákmótsins sem nokkru sinni hefur verið haldið á Grænlandi í samvinnu við félagið Skák í norðri. Efnt verður til skákhátíðar í Qaqortoq á Suður- Grænlandi hinn 24. júní til 4. júlí nk., en að sögn Hrafns Jökulssonar, for- seta Skákfélagsins Hróksins, er há- punktur hátíðarinnar alþjóðlegt at- skákmót dagana 28. til 30. júní með 10.000 bandaríkjadali í verðlaun. Þeg- ar eru skráðir til leiks margir sterkir meistarar á borð við Ivan Sokolov, Jó- hann Hjartarson og Luke McShane. Hrafn kveðst vonast til þess að skákmótið verði til þess að auka áhuga á skák á Grænlandi. Undir það tekur Benedikte Thorsteinsson, fyrr- verandi ráðherra í grænlensku lands- stjórninni og framkvæmdastjóri verkefnisins. Hrafn segir hugmyndina að skák- mótinu hafa komið upp hjá Skák- félaginu Hróknum þegar rann upp fyrir mönnum að okkar næsta ná- grannaland, Grænland, væri því sem næst skáklaust. „Þar hefur ekki verið neitt skipulagt skáklíf og fyrir vikið er ekki mikið um að Grænlendingar þekki þessa göfugu listgrein. Okkur þótti því við hæfi að bregða okkur austur yfir sundið milli landanna með skákina í farteskinu. Þessu framtaki okkar var líka ákaflega vel tekið og þarna er að vakna mikill áhugi á skák, ekki síst á Suður-Grænlandi sem verður vettvangur þessarar hátíðar.“ Gjöf Íslendinga í minningu Fiske Að sögn Hrafns er skákmótið hugs- að sem gjöf Íslendinga til að minnast Daniels W. Fiske (1831 til 1904), eins mesta velgerðamanns Íslands. „Fiske kom á sínum tíma og gaf Íslendingum stórgjafir. Meðal annars stóð hann fyrir skákvæðingu á Íslandi undir lok 19. aldar. Okkur fannst að við ættum að taka brot af þessari gjöf og gefa hana áfram þeim sem þurfa á að halda. Og Grænlendingar þurfa auð- vitað skák eins og aðrir.“ Í tilefni skákmótsins mun Skák- félagið Hrókurinn gefa út tímarit um skák, sem verður á grænlensku og dönsku. Tímaritið verður prentað í um 9.000 eintökum og aðallega dreift á Grænlandi. „Hrókurinn hefur síð- asta árið staðið í mjög líflegri tíma- ritaútgáfu en þetta er í fyrsta skipti sem við gefum út blað á öðru tungu- máli en íslensku.“ Hrafn segir að tímaritið verði sögulegt vegna þess að í því verði í fyrsta skipti fjallað um skák á grænlensku svo vitað sé. „Það lá t.d. alls ekki fyrir þegar ég var á ferð á Grænlandi nýlega hvað ætti að kalla taflmennina á grænlensku. En nú hefur verið sett á laggirnar mál- farsnefnd sem er að finna viðeigandi nöfn.“ Benedikte Thorsteinsson segir skákmótið á Grænlandi mjög gott framtak. Hún segir skákina hugar- leikfimi sem sé góð fyrir alla og að slík leikfimi sé ekki síður góð en líkamleg leikfimi. „Það er engin spurning að skákmótið hefur þegar vakið áhuga á skák á Grænlandi,“ segir hún. Alþjóðlegt skákmót haldið í fyrsta sinn á Grænlandi Leita grænlenskra heita á taflmönnum MAÐUR féll átta metra fram af klettabelti og hafnaði í fjöruborðinu skammt frá Fjöruhúsinu á Hellnum á Snæfellsnesi í fyrrinótt. Mað- urinn slapp með skrámur og þykir mikil mildi að ekki fór verr. Lögreglan í Ólafsvík fékk tilkynningu um slysið um hálftvöleytið en þegar hún kom á staðinn hafði maðurinn verið færður inn í hús. Læknir var kallaður á staðinn og gert var að sárum mannsins. Að sögn lögreglu hafði ann- ar maður farið niður í bjarg að sækja sér egg á meðan hinn beið á brúninni. Ekki vildi betur til en að sá sem beið datt fram fyrir sig og hafnaði á syllu fjórum metrum neðar, og þaðan féll hann fjóra metra niður í fjöruborðið. Féll 8 metra fram af klettabrún

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.