Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 17

Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 17 SLÁTTUTRAKTORAR 12,5 hp - 17 hp Laugarneskirkja. Vinir í bata, opinn spora- fundur kl. 18. Umsjón Linda og Arnheiður. Uppl. í síma 895-7713. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.50 10-12 ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri borg- ara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backmann. Allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Kl. 13-15.30 síðasta opna hús á þessu vori fyrir fullorðna í safn- aðarheimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi á mánudögum. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9:00 til 17:00 í síma 587-9070.(10-12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30-19.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Prédikunarklúbbur presta í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju þriðjudaga k. 9-10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10-12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30-18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dag- skrá. Mætum öll. Lágafellskirkja. Heimsóknarþjónusta kirkjunnar er í umsjá Þórdísar djákna, símatími mánudaga kl. 16-18 í síma 566- 7113. Opinn bænahópur í Lágafellskirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís djákni. Al- Anon-fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Akureyrarkirkja. Lokahátíð Kirkjusprell- ara kl. 16. Allir komi í Afríkufötum. TTT- starf kl. 17.30. ÆFAK kl. 20. Safnaðarstarf SUMARIÐ 1984 var Bræðra- tunga, þjónustumiðstöð fatlaðra á Vestfjörðum, vígð af þáverandi fé- lagsmálaráðherra, Alexander Stefánssyni. Mikilvægum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð og allir Vestfirðingar, einstaklingar, fyr- irtæki og fé- lagasamtök sem lagt höfðu þessu máli lið voru að vonum stolt og ánægð með þessi glæsilegu hús að ógleymdum fötl- uðum og aðstandendum þeirra. Vörn hafði verið snúið í sókn, fyrsti vísir að þjónustu við fatlaða var í höfn. Já, sannarlega vorum við öll glöð. En nú eru blikur á lofti. Bræðra- tunga hefur nú verið auglýst til sölu. Skyldi ráðherrann hafa grunað að tæpum tuttugu árum síðar myndi samflokksmaður hans, Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra, hafa það eitt af sínum síðustu embætt- isverkum í ráðuneytinu að auglýsa Bræðratungu til sölu? Það er kannski með ráðum gert að Bræðratunga er auglýst viku eftir kosningar? Víst er að Vestfirðingar kunna Páli Péturssyni litlar þakkir fyrir verknaðinn. Ég ætla mér reyndar ekki að varpa allri sök á ráðherrann því svo mikið veit ég að hér á því miður líka hlut að máli starfsfólk heimafyrir ásamt embættismönnum ráðuneyt- isins, en það breytir því ekki að loka- ákvörðunin er hans. Það er þyngra en tárum taki að horfa á eftir því hugsjónafólki sem af mikilli elju lagði fram ómælda vinnu í þágu Bræðratungu. Þessu fólki hefur hægt og hljótt verið ýtt til hlið- ar og talið trú um að málum væri mun betur komið við skrifborð og í möppum úti í bæ. Allt gengur nú út á hagræðingu, sparnað, niðurskurð og skerðingu og nú síðast var ákveðið að plokka húsaleigu af íbúum Bræðratungu. Alls staðar er þrengt að þessum minnstu bræðrum okkar og Ísafjarðarbær er ekki heldur undanskilinn, en samkvæmt ákvörð- un bæjaryfirvalda er íbúum Bræðra- tungu nú neitað um liðveislu. Það hvarflar að manni eftir öll þessi ár hvort umönnun fatlaðra sé farin að snúast upp í andhverfu sína? Okkur, þessum „gömlu“, er sagt að nú séu breyttir tímar, fólk eigi ekki að búa á stofnunum heldur í íbúðum úti í bæ eins og aðrir. Því get ég verið sammála að mörgu leyti en það búsetuform hentar bara alls ekki öllum. Ég samgleðst þeim sem náð hafa þeim áfanga að flytja í eigin íbúðir en spyr um leið, hvað um þá sem líður vel á sambýlum og myndu gjörsamlega koðna niður einir í íbúð? Eru spekingarnir í ráðuneytinu búnir að reikna dæmið? Sjálfsagt hafa þeir reiknað peningahliðina, en mig grunar að mannlega hliðin hafi ekki verið reiknuð til enda. Vestfirðingar hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að í Bræðratungu hefur starfað einvalalið árum saman, þangað hefur ráðist fólk með miklu stærra hjarta en við hin og það er þetta fólk sem hefur gert Bræðra- tungu að því heimili sem óskandi væri að sem flestir fatlaðir gætu eignast. Ég er ein af þeim sem komu að þessum málum í upphafi og ég get fyrir hönd þess hóps sagt að við er- um bæði hrygg og reið. Hvorki starfsfólk Svæðisskrifstofu né ráðu- neytis hafa séð ástæðu til að ræða við fólk vestra, ekkert samráð er haft við foreldra, eingöngu er til- kynnt að nú standi til að selja Bræðratungu. Baráttufólki og að- standendum er sýnd mikil lítilsvirð- ing. Hvaða rök setur ráðuneytið fram? Hvað segir nú svæðisráð Vestfjarða og hvað með Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum? Fróðlegt væri að heyra frá mínu gamla félagi um þessi mál, ég trúi ekki öðru en rætt hafi verið við forsvarsmenn þess þar sem félagið er þinglýstur eigandi landsins sem Bræðratunga stendur á. Og úr því að nú á að „normalisera“ alla íbúa í Bræðratungu, hvað segja bæjaryfirvöld? Ætla þau að auka og bæta þjónustuna þegar fólk er kom- ið út í bæ eða koma íbúar Bræðra- tungu þeim ekki við frekar en fyrri daginn? Hvað er í pottinum fyrir íbúa sam- býlisins í Bræðratungu? Undirrituð er móðir ungs manns sem býr í Bræðratungu. Þessi ungi maður hefur verið viðloðandi Bræðratungu frá upphafi, en haft fasta búsetu þar undanfarin ár. Mig langar til að deila með ykkur þeim vandræðagangi og úrræðaleysi sem einkennt hefur líf hans síðustu ár. Árið 1996 neyddumst við for- eldrar hans til að flytja frá Ísafirði. Sú ákvörðun var ekki þrautalaus þar sem ljóst var að ekki fengist sambýli strax fyrir hann syðra. Ákvörðun okkar tókum við í nánu samráði við forsvarsfólk málefna fatlaðra á Ísa- firði sem fullvissaði okkur um að vel yrði hugsað um son okkar og biðin yrði aldrei lengri en eitt til tvö ár. Biðin frá 1996 er orðin löng og hefur gert honum og okkur fjölskyldu hans afar erfitt fyrir, svo ekki sé tal- að um kostnaðinn. Fyrir mér er þetta brot á mann- réttindum að tjóðra hann í þvílíka átthagafjötra, eða hverjum öðrum en fötluðum væri boðið upp á þvílíka meðferð í kerfinu? Ef þú, lesandi góður, ættir barn á öðru landshorni myndirðu þá sætta þig við að þú gætir flutt annað en barnið ekki? Nei, að sjálfsögðu myndirðu ekki gera það en þetta er fötluðum boðið upp á. Svona gerist þegar við töpum fólkinu með stóru hjörtun og hug- sjónirnar og fólkinu sem virðir sak- lausar sálir. En aftur að Bræðratungu og söl- unni. Hvað nú? Verður fundið sam- býli fyrir son minn núna eða gleymdu menn að geta þess í auglýs- ingunni að þar sem ekki hefði tekist að útvega honum samastað þá fylgdi hann með í kaupunum? Margir bíða þess nú með eft- irvæntingu að nýr félagsmálaráð- herra verði skipaður í nýrri rík- isstjórn. Mörgu var lofað í kosningabaráttunni og nú er að sjá hverjar efndirnar verða. Vonandi tekst mönnum vel upp með valið svo að fatlaðir og að- standendur þeirra þurfi ekki að horfa upp á aðra eyðimerkurgöngu næsta kjörtímabil. Heimili til sölu! Eftir Hildigunni Lóu Högnadóttur Höfundur er móðir fatlaðs ungmennis. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Bræðratunga á Ísafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.